Morgunblaðið - 23.03.2019, Side 16
Scoresbysund
GRÆNLAND
ÍSLAND
Ammassalik
FÆREYJAR
Fæðusvæði fullorðinnar loðnu
Dreifi ng ungloðnu
Fæðugöngur loðnu
Göngur loðnu til baka frá
fæðusvæðum
Hrygningargöngur
Hrygningarstöðvar
Útbreiðsla loðnu í venjulegu
árferði síðan um aldamót
Loðnuafli fiskveiðiárin
1980/81 til 2018/19
Heildarloðnuafli
og útbreiðsla loðnu
Júní-september
Október-desember
Janúar-mars
1980
/1981
1985
/1986
1990
/1991
1995
/1996
2000
/2001
2005
/2006
2010
/2011
2015
/2016
2018
/2019
þús. tonn
1.000
1.250
750
500
250
VIÐTAL
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti
eru orð sem oft hafa verið notuð að
undanförnu. Loðnan hefur breytt
hegðan sinni síðustu ár og mörgum
spurningum er ósvarað um um-
hverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofns-
ins og göngur loðnunnar til hrygn-
ingar, sem að stærstum hluta hefur
verið í Faxaflóa og Breiðafirði.
Einstaklingar, fyrirtæki og sveitar-
félög víða um land þurfa að endur-
skoða fjárhagsstöðuna og komið hefur
fram að loðnubresturinn sé mikið högg
fyrir þjóðarbúið. Þannig geti ríkið orð-
ið af um fjórum milljörðum ef miðað sé
við vertíð eins og var í fyrra sem þó var
ekki meðal þeirra stóru.
Mörg spjót hafa staðið á starfs-
mönnum Hafrannsóknastofnunar síð-
ustu vikur, en þar stendur Þorsteinn
Sigurðsson í brúnni á uppsjávarsviði.
Hann segir að loðnan sem hrygnir fyr-
ir Vesturlandi sé trúlega að mestu
hrygnd, en hrygning fyrir norðan sé
venjulega seinna á ferðinni. Þar virðist
minna af loðnu ganga til hrygningar en
síðustu tvö ár af fréttum að dæma.
Fregnir hafi borist héðan og þaðan um
loðnu, en Þorsteinn segir að það sé í
samræmi við það sem menn hafi vitað
og ekkert sem breyti fyrri ákvörð-
unum varðandi ráðgjöf um veiðar.
Horfðu til vertíðarinnar 2017
Mest af loðnunni hrygnir við þriggja
ára aldur og drepst síðan að stórum
hluta. Loðnubresturinn kom ekki með
öllu á óvart því árgangurinn sem átti
að bera uppi veiði vetrarins mældist
lítill við mælingar þegar hann var
mældur sem ungloðna í september
2017.
„Þessar upplýsingar lágu fyrir, en
það sama var upp á teningnum 2015
fyrir vertíðina 2017 og þá var ekki
útlit fyrir vertíð,“ segir Þorsteinn.
„Við fórum í hefðbundinn leiðangur í
janúar og þær mælingar voru á pari
við það sem við höfðum séð um
haustið og í framhaldinu var sagt að
það yrði lítil sem engin vertíð og ein-
ungis ráðlagt að veiða rúm 50 þús-
und tonn.
Útgerðirnar urðu eðlilega óróleg-
ar og létu stofnunina fá fjármagn til
að fara í frekari rannsóknir auk þess
sem þær lögðu til skip til aðstoðar.
Aftur var farið af stað og við lentum
þá í loðnu við Kolbeinseyjarhrygg-
inn og alveg inn í Skjálfanda. Út úr
því kom ráðgöf um tæplega 300 þús-
und tonna afla og heimildir fyrir ís-
lensk upp á um 190 þúsund tonn og
17 milljarða útflutningsverðmæti að
því er útgerðarmenn hafa sagt.
Þetta er í raun ástæðan fyrir því
hversu jákvæðir við vorum í allan vet-
ur og hversu mikið og lengi var leitað.
Við gátum ekki annað en vonast eftir
því að eitthvað sambærilegt myndi
gerast aftur. Við sáum hins vegar aldr-
ei neitt rangt við það sem kom út úr
haustmælingum 2015, en svo dúkkaði
þetta magn upp fyrir norðan land í
febrúar. Ég efast um að við hefðum
farið út í viðlíka leit í vetur hefði eng-
inn árangur orðið 2017. “
Óvissa með vertíð 2020
-Mælingar á loðnu sem á að bera
uppi vertíðina 2020 hafa ekki gefið til-
efni til bjartsýni. Telurðu líkur á loðnu-
vertíð næsta vetur?
„Niðurstöður til þessa eru ekkert já-
kvæðar fyrir vertíð næsta vetur. Hins
vegar getur margt gerst á milli þess
sem mælt er af ungloðnu í september
og svo aftur á sama tíma ári seinna. Þó
að við mælum lítið þá er ekki hægt að
segja fullum fetum að ekki verði ver-
tíð. Þarna erum við hins vegar með vís-
bendingavísitölur úr mælingum á ung-
loðnu. Við getum þó séð út úr þessum
gögnum að ef einhver veiði verður er
mjög ólíklegt að það verði stór vertíð.“
-Af hverju fáum við ekki stærri
hrygningar- eða veiðistofn heldur en
raun ber vitni, ef við göngum út frá því
að hrygning síðustu ára hafi verið í
samræmi við staðla ykkar og Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins?
„Það að tryggja stærð hrygningar-
stofns að einhverju lágmarki þarf ekki
að vera ávísun á að niðurstaðan verði
ásættanleg vertíð þremur árum
seinna. Umhverfisaðstæður og náttúr-
an spila þarna inn í og hvernig vorar í
sjónum þegar lirfur eru að klekjast út
og þurfa fæðu. Fyrsta spurningin er
um afföllin af lirfunum og næsta
spurning er um afföll af seiðum fram
eftir hausti.
Í gamla daga sáum við í seiðarann-
sóknum að það var ekkert samhengi á
milli seiðavísitölu og því sem kom sem
hrygningarstofn þremur árum seinna.
Afföll og það hvað gerist á fyrsta árinu
virðast ráða árgangastyrk í hrygn-
ingarstofni.
Ef við berum loðnuna saman við
þorskinn þá töldum við okkur þurfa að
byggja stofninn upp til að fá betri ný-
liðun. Nýrri árgangar úr risastórum
hrygningarstofni hafa ekki skilað
þeirri nýliðun sem við vorum að vonast
til. Þó að það sé mikið af hrognum þá
tengist þetta væntanlega aðstæðum í
hafinu frá því að lirfurnar klekjast út
og fyrsta árinu í lífi þeirra.“
Þáttur hvala í afráni
-Getur verið að skýringa sé að leita í
vanmati á afráni og norðlægari út-
breiðslu loðnustofnsins heldur en
áður?
„Það er alveg ljóst að þegar loðnan
er komin að ströndum Grænlands að
loknu fyrsta árinu verður miklu minna
afrán af fiski á stofninn einfaldlega
vegna þess að miklu minna er af fiski
þegar komið er norður með Austur-
Grænlandi. Hins vegar geta aðrir af-
ræningjar þá haft meiri áhrif en áður.
Eitt af verkefnunum sem unnið er
að er að fá gleggri mynd um þátt hvala
í afráninu. Við höfum sinnt talningu
hvala í samhliða mælingum okkar á
haustin og því er komin einhver vitn-
eskja um fjölda langreyða og hnúfu-
baka á loðnuslóðinni á haustin, þegar
þeir eru líklegast hvað flestir á þeim
slóðum. Til að geta metið afránið er
lykilatriði að vita fjöldann en það þarf
líka að vita hversu lengi sá fjöldi er á
slóðinni og hversu stórt hlutfall þeirrar
fæðu er loðna. Þá fyrst er hægt að
áætla magnið.
Auðvitað getur það verið mikið ef
langreyður og hnúfubakur éta
loðnuna, þótt vitað sé að langreyður éti
örugglega minna. Hnúfubakur er vax-
andi stofn og við höfum verið að reyna
að ná húðsýnum úr þeim með litlum
skutli. Þá er hægt að greina meðal-
samsetningu fæðunnar einhverja mán-
uði á undan.
Þetta er hins vegar erfitt því fyrst
þarf að finna hnúfubakinn og það ger-
ist ekki nema í góðu veðri. Svo þarf að
komast nálægt honum þegar hann
kemur upp til að blása, sem getur líka
verið erfitt. Það er ljóst að við getum
ekki skotið 300 hnúfubaka til að skoða
fæðu þeirra og því verðum við að leita
annarra leiða.
Burtséð frá afráninu er það stað-
reynd að loðnan hefur flutt sig um
set og er norðar en áður, og það get-
ur líka verið hluti af skýringunni á
því hversu stofninn hefur verið lítill
á síðustu árum. Það kann að vera að
það vistkerfi sem hún er í núna sé af
einhverjum völdum verra en það
sem hún var í áður fyrr.
Nákvæmlega hvað það er sem
veldur því að færri koma nú til baka
til hrygningar en áður er erfitt að
segja en það er hins vegar staðreynd
og endurspeglast kannski ágætlega í
veiðisögunni. Meðalvertíðin síðustu
tólf ár var rétt rúm 300 þúsund tonn
en á níunda og tíunda áratugnum fór
afli oft yfir milljón tonn og meðalafl-
inn var yfir 900 þúsund tonn á því 20
ára tímabili.“
Hvað stýrir breytingum?
- Hvað eruð þið að gera til að fá svör
við þessum margvíslegu spurningum?
„Það eru margvísleg verkefni í
gangi en stóra verkefnið er að reyna
að átta sig á breytingum í útbreiðslu
og göngum og skilja hvernig lífsfer-
illinn er núna og hvað það er sem
stýrir þeim breytingum sem við höf-
um orðið vitni að. Með verkefnunum
erum við að reyna að nálgast svör
við spurningum eins og hvar eru
hrygningarsvæði loðnunnar í dag,
hversu mikið sjáum við af lirfum og
hver er dreifing þeirra? Skila lirfur
úr hrygningu fyrir norðan sér inn í
hrygningarstofninn eða hvað verður
um þær? Hver eru tengsl umhverfis-
þátta og útbreiðslu loðnunnar? Eru
breytingar í því sem loðnan er að éta
og er fæðuframboðið nægjanlegt?
Til þess að svara þessum stóru
spurningum þá eru ýmis verkefni í
gangi sem þó eru mörg hver skammt á
veg komin enda fjármagn til þessara
rannsókna af skornum skammti og
lengst af hafa allt of fáir komið að því
að sinna þessum verkefnum. “
-Hvað með aukið úthald rannsókna-
skipa og fleiri leiðangra norður með
Grænlandi og yfir til Jan Mayen?
„Við ákváðum að byrja á lirfunum
við upphaf lífsgöngunnar og vinna
okkur þaðan. Best hefði verið ef við
hefðum fengið 2-3 rannsóknaskip til að
vakta þetta svæði frá vori og fram að
hrygningu, í 9-10 mánuði. Þannig
fengjum við betri mynd af ástandinu,
en þetta er varla raunhæft í stöðunni
og fjármagn ekki fyrir hendi. Í vetur
höfum við náð að auka vöktunina með
mismunandi skipum, en það er einkum
vöktun á magninu þegar hún er að
koma inn til hrygningar og í veiðina.
Með því náum við ekki að svara
grunnspurningum.“
Formlegur samstarfshópur
-Hvað með samstarfið við útgerðir
uppsjávarskipa?
„Samstarf Hafrannsóknastofnunar
og útgerðarinnar hefur verið til í ýmsu
formi um langt árabil eða frá því að
breytingar fóru að sjást á hegðun loðn-
unnar. Fyrir tæpu ári var settur á
laggirnar formlegur samstarfshópur
og frá því fyrir jól höfum við fundað
2-3 sinnum í viku. Í hópnum eru þrír
fiskifræðingar Hafrannsóknastofn-
unar og fimm fulltrúar útgerðarinnar.
Fyrstu skrefin voru að fara yfir vinnu-
brögð okkar og hvernig við stöndum
að mælingum þannig að allir væru frá
upphafi á sömu bylgjulengd.
Verkefnið hefur að mínu viti tekist
mjög vel og þróast þannig að það sem
við ákváðum að gera í loðnuleitinni í
vetur var áður rætt í samráðshópnum
og sátt var um þá framkvæmd innan
hópsins. Undirbúningur var góður og í
einhverjum tilvikum fórum við eftir
hugmyndum útgerðarinnar um hvar
byrjað var að leita, en það var þá frek-
ar spurning um röð verkefna frekar en
heildarmyndina.“
-Þurftuð þið að gefa afslátt af vísind-
unum í þessu samstarfi?
„Það er nokkuð sem við gerum ekki.
Við vorum með starfsmenn um borð í
öllum þeim skipum sem við nýttum til
rannsókna í vetur og þeir fylgdust með
því að öll framkvæmd leiðangranna
væri með sama hætti og er á okkar
eigin skipum,“ segir Þorsteinn Sig-
urðsson.
Brestur í loðnu og blikur á lofti
Unnið að margvíslegum rannsóknum Afrán og breytt vistkerfi Enginn afsláttur á vísindunum
Morgunblaðið/Eggert
Hafrannsóknastofnun Mikið hefur mætt á Þorsteini Sigurðssyni og samstarfsfólki hans í vetur.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Veiðiskipin voru drjúg í loðnuleit-
inni í vetur og fram hefur komið
að útgerðirnar hafi lagt 130 millj-
ónir í verkefnið. Þorsteinn var
spurður hvort það væri eðlilegt:
„Þessari spurningu um hvað
sé eðlilegt ætla ég ekki að svara.
Hins vegar er óeðlilegt í vöktun á
stofni eins og loðnustofninum,
sem skiptir svo miklu máli, að
þeir sem eiga að sjá um vöktun-
ina og veita ráðin séu háðir því
að fá skip sem þeir ráða ekki að
fullu yfir.
Ef einhverjar veiðar hefðu ver-
ið í gangi, t.d. á litlum upphafs-
kvóta í loðnu eða á kolmunna í
færeyskri lögsögu í byrjun árs-
ins, er ekki víst að við hefðum
fengið þessi skip til loðnuleitar
og vöktunar. Í vetur gekk þetta
vel vegna þess að það voru laus
skip til þessara verkefna, en með
tryggu fjármagni til verksins þar
sem skip væru t.d. leigð að
undangengnu útboði gætum við
skipulagt okkur betur fyrirfram.“
Skip voru
laus til leitar
VÖKTUN Á VEIÐISKIPUM