Morgunblaðið - 23.03.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.03.2019, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ER08 hægindastóll Leður – verð 285.000,- Embluverðlaunin eru norræn matarverðlaun sem er ætlað að hampa norrænni matarmenningu. Þann 1. júní verða verðlaunin afhent í Hörpu í Reykjavík í tengslum við norrænt kokkaþing. NORRÆNU MATARVERÐLAUNIN2019 Þekkir þú einhvern sem skarar fram úr í matvælageiranum? Skráningarfrestur er til og með 31. mars 2019. Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019 Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019 Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019 Matarblaðamaður Norðurlanda 2019 Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019 Mataráfangastaður Norðurlanda 2019 Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019 Allir geta tilnefnt í flokkana sjö með einföldum hætti á vefsíðunni www.emblafoodawards.com Það eru bændasamtök á Norðurlöndunum í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina sem veita verðlaunin. Á vefsíðunni emblafoodawards.com er tekið við tilnefningum í sjö flokka sem eru: Emil Thorarensen Eskifirði Haldnir voru veglegir afmælistón- leikar í Eskifjarðarkirkju, sem jafn- framt hýsir Tónlistarmiðstöð Aust- urlands, í tilefni 70 ára afmælis séra Davíðs Baldurssonar og prófasts Austurlandsprófastsdæmis. Guðný Jónsdóttir, kirkjuvörður og meðhjálpari, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að fjöl- menni hefði verið saman komið til að heiðra og sýna séra Davíð virðingu á þessum merku tímamótum. Reiknaði hún með að ekki færri en 300 manns hefðu vermt sæti kirkjunnar. Séra Davíð tók við prestsembætt- inu á Eskifirði fyrri hluta árs 1977 og hefur þjónað þar æ síðan, eða allan sinn starfsferil, en mun láta af störf- um innan skamms. Við sjötugsaldur verður fólk að láta af störfum, enda þótt það sé fullfrískt. Hr. Karl Sigurbjörnsson emeritus sagði fréttaritara það vera nánast einstakt að prestar störfuðu alla sína starfsævi í sama prestakallinu. Í störfum sínum hefur séra Davíð reynst einkar farsæll og í uppáhaldi hjá sóknarbörnum sínum. Hugar að velferð þeirra, með sínu góða hjarta- lagi, hokinn af reynslu sem raun- verulegur sálfræðingur og geð- læknir. Davíð hefur ætíð verið mikill, dýr- mætur æskulýðsleiðtogi, ræktað samfélagið og verið kraftmikill fyrir austfirskt samfélag í orði og verki. Eiginkona hans er Inger Linda Jóns- dóttir, lögreglustjóri á Austurlandi og fv. sýslumaður Sunnmýlinga. Það er almennt mál manna að Eskfirðingar séu ennþá með gömlu kirkjuna tekna í notkun 1900, komna á aldur, sem hefur nýst vel í tímans rás til síns brúks. Davíð lét ekki stað- ar numið fyrr en ákvörðun var tekin um byggingu nýrrar kirkju, sem jafnframt yrði nýtt sem Tónlistar- miðstöð Austurlands og húsnæðið var tekið í notkun árið 2000. Meðal þeirra sem fram komu á sviði afmælistónleikanna voru hljóm- sveit Þóris Baldurssonar, bræðurnir Ellert Borgar, Haukur, Þórhallur og Guðmann Þorvaldssynir, Fjarða- dætur, Óskar Einarsson hjá Fíladel- fíu og austfirski gospelkórinn, auk margra annarra. Morgunblaðið/Emil Thorarensen Kveður Séra Davíð Baldursson tók á móti tónleikagestum í kirkjunni, m.a. þeim Kristínu Guðjónsdóttur (t.v.) og Dagbjörtu Briem Gísladóttur. Sjötugum séra Davíð var fagnað  Afmælistónleikar í Eskifjarðarkirkju Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt tillögu fulltrúa D- og V- lista um úttekt á rakaskemmdum í öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar. „Ef fram koma merki um örveru- vöxt í þeirri skoðun verði strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær. Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmár- skóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélag- inu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verk- efni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varm- árskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis,“ segir í tillögunni. Á bæjarstjórnarfundinum kom fram breytingartillaga um að bæjar- stjórn stæði sameiginlega að tillög- unni og var tillagan ásamt breyting- artillögunni samþykkt með níu atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Mosfellsbær Bæjarstjórn hefur ákveðið að fara í úttekt á skólahúsnæði bæjarins, m.a. Varmárskóla, sem hefur í þrígang verið skoðaður af Eflu. Úttekt á skólahús- næði í Mosfellsbæ Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.