Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Gengi Icelandair hækkaði um 5,8% í 784 milljóna króna viðskiptum í Kaup- höll Íslands í gær. Eftir lokun mark- aða í fyrrakvöld kom fram að ekkert yrði af fjárfestingu Indigo Partners í WOW air og skömmu síðar tilkynnti Icelandair Group að stjórn þess hafi samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri fé- lagsins. Síðustu þrjá daga hefur gengi Icelandair samanlagt hækkað um 24% en gengi Icelandair Group í Kauphöllinni hefur undanfarna mán- uði sveiflast að stórum hluta til eftir gangi mála hjá WOW air. Um miðjan ágúst hækkaði gengi Icelandair um 13% eftir fréttir af rekstrartapi WOW air sem nam 4,8 milljörðum króna frá júlí 2017 til júní 2018. Sama dag birtust fréttir af skuldabréfaútgáfu WOW að upphæð 500-1.000 milljónir sænskra króna. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 17,26% þann 28. ágúst, daginn eftir að Björgólfur Jóhannsson tilkynnti að hann hygðist hætta sem forstjóri fé- lagsins, samfara því sem félagið til- kynnti um lækkun afkomuspár. Þann 11. september hækkuðu bréf Icelandair um 10% en þá hafði skulda- bréfaútgáfa WOW air dregist á lang- inn. Þann 5. nóvember hækkaði gengi Icelandair um 39% en þann sama dag var tilkynnt um fyrirhuguð kaup fé- lagsins á WOW air. Þann 29. nóvember greinir Ice- landair frá því að hætt hefði verið við fyrirhuguð kaup þess á WOW air. Lækkuðu bréf félagsins þá um 12,7% og enn frekar um tæp 18% næstu tvo daga á eftir. Þann 13. desember hækkaði gengi Icelandair um rúm 7% vegna upp- sagna hjá WOW air og fækkunar flugvéla úr 20 í 11. Þann 8. febrúar lækkaði gengi Ice- landair um 16% eftir að ársuppgjör félagsins var birt en tap þess nam 6,7 milljörðum króna. Þann 28. febrúar hækkar gengi Icelandair um 7,5% og um 12,3% næstu þrjá daga í kjölfar þess að samningaviðræður WOW og Indigo tókust ekki fyrir tilsettan tíma. Dagana 11. og 12. mars lækkar gengi Icelandair um tæp 15% í kjölfar tveggja flugslysa Boeing 737 Max 8- véla, en Icelandair hafði gert ráð fyrir 16 slíkum þotum í notkun árið 2021. Auk þess spiluðu jákvæðar fréttir af viðræðum WOW air og Indigo Part- ners inn í en félagið hugðist hækka fjárfestingu sína í WOW air úr 75 í 90 milljónir Bandaríkjadala. Upp og niður hjá Icelandair Gengisþróun Icelandair Group frá ágúst 2018 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 ágúst september október nóvember desember janúar febrúar mars 15. ágúst ’18 Tilkynnt er að WOW air hafi tapað 4,8 milljörðum frá júlí 2017 til júní 2018. 18. ágúst ’18 Icelandair kynnir kolsvarta afkomuspá. Björgólfur Jóhanns- son hættir sem forstjóri. Lækkun- in nemur 17,26% á einum degi. 11. september ’18 Dráttur verður á því að WOW air ljúki skulda- bréfaútgáfu sinni. 5. nóvember ’18 Icelandair undirritar samning með fyrir- vara um kaup á öllu hlutafé í WOW air. 29. nóvember ’18 Tilkynnt að hætt hafi verið við kaupin á WOW air. Um kvöldið er tilkynnt um viðræður WOW og Indigo Partners og gefa bréf Icelandair eftir dagana á eftir. 14. desember ’18 Tilkynnt að Indigo muni leggja WOW air til allt að 75 milljónir dollara í formi hlutafjár og lána. 8. febrúar ’19 Icelandair kynnir ársuppgjör fyrir 2018. Tap félagsins nam 6,7 milljörðum króna. 9. mars ’19 Tilkynnt að Indigo muni leggja allt að 90 milljónir dollara í WOW air og að skuldabréfaeigendur hafi verið beðnir um að gefa meira eftir. 22. mars ’19 Bréf Icelandair hækka í kjölfar þess að tilkynnt er um viðræður milli félagsins og WOW air.  Sveiflast eftir gangi mála hjá WOW 22 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 23. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 117.46 118.02 117.74 Sterlingspund 154.29 155.05 154.67 Kanadadalur 88.16 88.68 88.42 Dönsk króna 17.914 18.018 17.966 Norsk króna 13.916 13.998 13.957 Sænsk króna 12.831 12.907 12.869 Svissn. franki 118.12 118.78 118.45 Japanskt jen 1.0621 1.0683 1.0652 SDR 163.82 164.8 164.31 Evra 133.73 134.47 134.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 162.6919 Hrávöruverð Gull 1317.3 ($/únsa) Ál 1890.5 ($/tonn) LME Hráolía 68.38 ($/fatið) Brent STUTT Tilboðsblöð og nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/lodir Möguleg útfærsla bygginga/tölvumynd Arkís Reykjanesbraut Atvinnulóðir á eftirsóttum stað Lóðir til sölu Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í byggingarétt á tveimur atvinnulóðum við Bústaðaveg 151. Við Bústaðaveg 151B er heimilt að byggja 3.815 m2 atvinnuhúsnæði auk bílakjallara. Við Bústaðaveg 151C er heimilt að byggja 3.673 m2 atvinnuhúsnæði auk bílakjallara. Skilafrestur tilboða til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, er til kl. 14:00 þann 10. apríl 2019. B C FA R 03 19 -0 5 ● Byggðastofnun, sem hefur það hlut- verk að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu, eins og segir í fréttatilkynningu, hagn- aðist um 113,4 milljónir króna á árinu 2018, samkvæmt sömu tilkynningu. Eignir Byggðastofnunar námu tæp- um 15 milljörðum króna í lok síðasta árs og hækkuðu um tæplega 1,8 milljarða frá árslokum 2017. Eigið fé stofnunarinnar nam 3,1 millj- arði króna í lok árs 2018 og eiginfjár- hlutfall var 21,45%, í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Hreinar vaxtatekjur voru 468 millj- ónir króna á árinu, sem eru 42,6% af vaxtatekjum. Í tilkynningunni segir að eiginfjár- staða stofnunarinnar sé áfram sterk og gefi henni færi á að vera öflugur bak- hjarl atvinnulífs á landsbyggðinni. Hagnaður Byggðastofn- unar 113 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.