Morgunblaðið - 23.03.2019, Page 24

Morgunblaðið - 23.03.2019, Page 24
Geimfarið er ómannað og á að taka sýni af smástirninu. Vísindamenn vona að sýnin varpi ljósi á upphaf lífs á jörðinni. Þvermál: 490 m Eiffel- turninn OSIRIS-REx Lengd: 6,2 m (með sólar- rafhlöðum) Breidd: Hæð: Massi: Farmur: 2,4 m 3,2 m Smástirnið Bennu 880 kg án eldsneytis (2.110 kg með því) Myndavélar, mælitæki og búnaður til að kortleggja smástirnið Nálægð við jörðina: fer tiltölulega nálægt jörðinni á sex ára fresti Braut um sólina: einu sinni á 1,2 árum Er 100-1.000 milljóna ára gamalt Heimild: NASA OSIRIS-REx í leiðangri að smástirninu Bennu 4 2020 Fer að yfirborði smástirnisins til að taka sýni úr lausum jarðlögum (60-2.000 kg) 1 8. september 2016 OSIRIS-REx var skotið á loft og komið á braut um sólina 3 2018-2019 Rannsakar smástirnið, leitar að tveimur hentugum stöðum til að taka sýni 2 3. desember 2018 Osiris kom að smástirninu 5 Mars 2021 Snýr aftur til jarðar. Á að lenda á eyðimörk í Utah í september 2023 TAGSAM-búnaðurinn Hannaður til að taka sýni af Bennu Sólin Jörðin Osiris Smástirnið Bennu Á smástirninu er fjöldi stórra steina eða bjarga Ómannað geimfar NASA, OSIRIS- REx, kom að smástirninu Ranu í desember eftir rúmlega tveggja ára ferð frá jörðinni en bandaríska geimvísindastofnunin segir nú að miklu erfiðara verði að ná megin- markmiðinu með leiðangrinum en vísindamenn töldu. Geimfarið er nú um fimm kíló- metra frá smástirninu og hefur not- að tæki sín til að kortleggja yfir- borð þess. Stefnt hefur verið að því að geimfarið fari að yfirborði smá- stirnisins í júlí á næsta ári og noti fjarstýrðan búnað með griparm til að taka sýni af því án þess að lenda. Aðgerðin á aðeins að taka fimm sekúndur og krefst mikillar ná- kvæmni. Þangað til á geimfarið að rannsaka yfirborðið og leita að hentugum stöðum til að taka sýni. Stjórnendur leiðangursins segja að yfirborð smástirnisins sé þakið stórum steinum og björgum og höfðu þeir búist við því að það væri sléttara. Geimfarið var hannað með það fyrir augum að það gæti notað slétt svæði með 25 metra radíus til að taka sýni en myndir frá farinu sýna að svo stórt svæði án steina er hvergi að finna á smástirninu. Stefnt að meiri nákvæmni Stjórnendur leiðangursins hafa þó ekki hætt við sýnatökuna og ætla að gefa sér meiri tíma til að undirbúa hana og tryggja að hægt verði að nota búnaðinn af meiri ná- kvæmni en gert var ráð fyrir. „Við ætlum að hæfa miðdepilinn í skot- skífunni,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Richard Burns, sem stjórnar verkefninu. Bennu er í um 85 milljón kíló- metra fjarlægð frá jörðinni. Á smá- stirninu eru meira en 200 björg sem eru stærri en tíu metrar að þver- máli, sum allt að 30 metrar, að því er fram kemur í grein vísinda- manna í tímaritinu Nature Astro- nomy. Þar eru einnig margir gígar sem eru 10 til 150 metrar á lengd. Smástirnið hefur lítið breyst frá því að það myndaðist og vísinda- menn vona að sýni úr því varpi ljósi á myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára og uppruna líf- rænna efnasambanda sem urðu til þess að líf kviknaði á jörðinni. bogi@mbl.is Sýnataka erfiðari en talið var 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 Ný sending – frábært úrval Flottir í fötum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 gallabuxur Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is Opið virka daga kl. 8-18 Sængurverasett, dúkar, servíettur, viskustykki, dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór, handklæði & þvottapokar. Vörurnar fást í Efnalauginni Björg í Mjódd LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili, sjúkrastofnanir og heimili Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Bret- lands, reyndi í gær að telja breska þingmenn á að styðja brexit- samninginn við Evrópusambandið eftir að leiðtogar aðildarríkjanna samþykktu að fresta útgöngu lands- ins úr ESB að minnsta kosti til 12. apríl. May hafði óskað eftir því á fundi ESB í fyrradag að útgöngunni yrði frestað til 30. júní en leiðtogarnir samþykktu eftir átta klukkustunda viðræður að bjóða Bretum að fresta brexit til 22. maí gegn því skilyrði að breska þingið samþykkti brexit- samninginn í næstu viku. Neðri deild þingsins hafði hafnað samningnum tvisvar með miklum mun og stjórn- málaskýrendur telja ólíklegt að hann fái nægan stuðning á þinginu. Leiðtogar ESB sögðu að ef breska þingið samþykkti ekki samninginn í næstu viku yrði útgöngunni frestað til 12. apríl og ef Bretar næðu ekki sam- komulagi um aðra lausn á málinu fyr- ir þann dag gengju þeir úr ESB án samnings. Breskir fjölmiðlar, þeirra á The Daily Telegraph og The Guardian, segja að leiðtogar ESB-ríkjanna hafi í raun tekið ráðin af May í brexit-mál- inu með því að hafna beiðni hennar um frest til 30. júní, þ.e. fram yfir kosningar til Evrópuþingsins sem fara fram 23.-26. maí. The Daily Tele- graph sagði að May hefði í raun verið „sett úr leik“ á fundinum. May fékk eina og hálfa klukku- stund til að færa rök fyrir beiðni sinni um þriggja mánaða frest á brexit og „það voru 90 mínútur af engu“, að því er The Guardian hefur eftir embættismanni sem var á fundinum. „Hún gat ekki einu sinni svarað því hvort hún væri að undirbúa atkvæða- greiðslu um samninginn. Hún var spurð í þrígang hvað hún hygðist gera ef hún bíður ósigur í atkvæðagreiðsl- unni og hún gat ekki svarað því.“ Leiðtogarnir spurðu May hvort hún hefði einhverja varaáætlun ef samningnum yrði hafnað í þriðja skipti og hvernig hún ætlaði að reyna að tryggja honum nægan stuðning. „Hún gekk mjög langt í því að víkja sér undan því að svara þessum spurn- ingum,“ hefur The Guardian eftir öðr- um heimildarmanni. „Hún var ekki sannfærandi,“ sagði þriðji embættis- maðurinn. „Það var ekki ljóst hvort hún hefði einhverja varaáætlun og ekki einu sinni hvort hún hefði ein- hverja áætlun yfirhöfuð.“ Velji á milli fjögurra kosta Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði að Bretar þyrftu að velja á milli fjögurra kosta fyrir 12. apríl. Þeir þyrftu annaðhvort að samþykkja brexit-samninginn, ganga úr ESB án samnings, óska eftir löngum fresti á brexit eða ógilda úrsögnina. Haft var eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að fyrir leiðtoga- fundinn hefði hann talið um 10% líkur á því að breska þingið samþykkti brexit-samninginn en eftir að hafa hlýtt á May á fundinum teldi hann lík- urnar aðeins 5%. „Þú ert mjög bjart- sýnn,“ mun þá Tusk hafa sagt. Bresk blöð sem hafa verið hliðholl Íhaldsflokknum segja að vaxandi andstaða sé við May meðal þing- manna hans vegna framgöngu henn- ar í brexit-málinu. The Daily Tele- graph segir að forystumaður óbreyttra þingmanna flokksins hafi skýrt May frá þessu og sagt henni að þeim þingmönnum sem vilji að hún segi af sér hafi fjölgað. Að sögn blað- anna gæti May reynt að tryggja nægan stuðning við samninginn með því að bjóðast til að segja af sér. Efnt yrði þá til leiðtogakjörs í flokknum og sigurvegarinn tæki við embætti for- sætisráðherra. Neðri deild þingsins hefur hafnað þeim kosti að Bretland gangi úr ESB án samnings. May hefur hins vegar ekki viljað útiloka þann möguleika. Óskað eftir löngum fresti? Hafni þingið samningnum og út- göngu án samnings gæti það óskað eftir öðrum og miklu lengri fresti á brexit. Bretar myndu þá þurfa að taka þátt í kosningunum til Evrópu- þingsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur sagt að ef Bretar óska eftir lengri fresti þurfi að fresta útgöng- unni að minnsta kosti út þetta ár og mögulega miklu lengur. Lengri frest- ur myndi auka líkurnar á því að þing- kosningum yrði flýtt í Bretlandi eða að efnt yrði til nýrrar þjóðaratkvæða- greiðslu um brexit. Kosningar gætu t.a.m. orðið til þess að ný ríkisstjórn óskaði eftir aðild Bretlands að tolla- bandalagi ESB. Fjórði kosturinn, ákvörðun um að hætta við brexit, er talinn ólíklegasta niðurstaðan. Rúmar þrjár milljónir manna höfðu þó í gær skrifað undir bænarskrá á vef breska þingsins um að ógilda úrsögnina. Stuðningsmenn brexit segja að ef þingið ógildi úr- sögnina verði það mikill hnekkir fyrir lýðræðið og óvirðing við 17,4 milljónir kjósenda sem greiddu atkvæði með útgöngunni í þjóðaratkvæði í júní 2016. Forystumenn stjórnmálaflokka landsins höfðu lofað að virða niður- stöðu atkvæðagreiðslunnar. Líklegt er að margir kjósendanna líti á það sem svik við sig neyðist Bretar til að taka þátt í kosningunum til Evrópuþingsins, þremur árum eft- ir að útgangan var samþykkt. Leiðtogarnir sagðir hafa tekið ráðin af May  Aukin andstaða við forsætisráðherrann í Íhaldsflokknum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.