Morgunblaðið - 23.03.2019, Síða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
5 herbergja einbýlishús á
tveimur hæðum ásamt bílskúr.
Verð kr. 41.000.000
Birkiteigur 8, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Hannes Hlífar Stefánssonátti sitt besta mót ílangan tíma þegar hannsigraði á opna mótinu í
Prag sem lauk um síðustu helgi.
Hannes hlaut 7½ vinning af níu
mögulegum og varð ½ vinningi
fyrir ofan sex skákmenn sem hlutu
7 vinninga en samkvæmt móts-
stigum voru það Úkraínumennirnir
Zubov, Gasanov og Bakhtmaskí.
Viðureignir Hannesar við þá voru
viðburðaríkar og réðu miklu um
gengi hans. Hann þurfti jafntefli í
lokaumferðinni til að vinna mótið
og þeim úrslitum náði hann án
mikilla vandkvæða með svörtu
gegn stigahæsta keppandanum,
Alexander Zubov.
Árangur Hannesar reiknast upp
á 2.710 Elo-stig og hækkar hann
um 21 Elo-stig fyrir frammistöð-
una. Í skákinni sem hér fer á eftir
reynist það andstæðingi Hannesar
um megn að tengja saman krafta
liðsafla síns en betra samræmi er
hjá Hannesi, sem nær að þrefalda
á e-línunni og ráðast síðan á veik-
leikana í peðastöðu hvíts:
Alþjóðlega mótið í Prag 2019;
7. umferð:
Vitalí Sivjúk – Hannes Hlífar
Stefánsson
Vínartafl
1.e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3
Fremur sjaldséð leið en svona
vann nú samt Spasskí kappa á
borð við Kortsnoj og Gligoric end-
ur fyrir löngu.
3. … d5 4. exd5 Rxd5 5. Bg2
Rxc3 6. bxc3 Bc5 7. Rf3 Rc6 8. 0-0
0-0. He1 Bb6 10. Rxe5?!
Ónákvæmur leikur sem byggist
á lélegu stöðumati. 10. d3 eða 10.
d4 eru betri valkostir.
10. … Bxf2+
Einnig kom til greina 11. …
Rxe5 11. Hxe5 og nú 11. … Bxf2+.
11. Kxf2 Rxe5 12. d4
Vitaskuld ekki 12. Hxe5 Df6+
og hrókurinn fellur óbættur.
12. … Rc4 13. Dd3 Rd6 14.
He5?!
Hindrar 14. … Bf5 en gefur eftir
c4-reitinn.
14. … Be6 15. Ba3 Dd7 16.
Bxd6 cxd6 17. Hb5 Hab8 18. a4
Gott dæmi um yfirborðskennda
taflmennsku. Hvítur hefur enga
raunverulega pressu á b7-peðið.
18. … Hfc8!
Hótar 19. … Bc4.
19. Hh5 h6 20. h3 Dc7 21. Ha3
Bc4 22. Dd2 He8 23. Bf3 He6!
Mynd sem talar sínu máli. Menn
hvíts eru á víð og dreif en svartur
er þess albúinn að ráðast inn eftir
e-línunni.
24. Ha1 Hbe8 25. Kg1 He3 26.
Hf5 Dd7 27. g4 De7 28. He5
Smá glenna sem engu breytir,
svartur hótaði m.a. 28. … g6 29.
Hf4 Dg5 o.s.frv.
28. … Hxe5 29. dxe5 Dxe5 30.
Kg2 b6 31. Dd4 Dxd4 32. cxd4
He3 33. a5 b5 34. a6 Kf8 35. Bc6
He2 36. Kg3 Hxc2 37. Hb1 Ba2
– og hvítur gafst upp. Fram-
haldið gæti orðið 38. Ha1 b4
o.s.frv.
Sigur Hannesar hefði getað
orðið enn stærri því að í 8. um-
ferð missti hann gjörunnið tafl
niður í jafntefli gegn Indverjanum
Stany.
Alþjóðlega mótið í Prag 2019;
8. umferð:
Hannes – Stany
Þessi staða kom upp eftir 43.
leik svarts, g6-g5. Hannes er bú-
inn að tefla skínandi vel og Ind-
verjinn er við það að „kasta inn
handklæðinu“. Vonin eina liggur í
c-peðinu en langeinfaldast er að
leika 44. d7+! Kf7 45. Bxg5 og
vinnur því a 45. … Bxg5 er svarað
með 46. d8(D)+. Hann getur
reynt 45. … c2 en þá er falleg
vinningsleið: 46. Bxd8! c1(D) 47.
Bg5! Dc5 48. d8(D) Dxa7 49.
Df6+ Kg8 50 Bh6! og mátar.
Hannes lék hins vegar 44.
Hxh7 sem hótar 45. d7 mát og
svartur varðist með 44. … Bf6
sem Hannes hefði átt að svara
með 45. Hc7 sem vinnur létt.
Hann valdi hins vegar 45. Bg7??
en þá kom 45. … Bxg7 46. Hxg7
Bf7! og nú varð hvítur að sætta
sig við jafntefli með 47. d7+ Kd8
48. Hxf7 c2 því að hann á ekkert
betra en skákir eftir f-línunni.
Hannes Hlífar
sigraði á opna
mótinu í Prag
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Einbeittur Hannes Hlífar Stefánsson við taflið á síðasta Reykjavíkurskákmóti.
Það er pirrandi að gleyma lykilorði
vefþjónustu eða notendareiknings
vefsíðu sem sjaldan er notuð. Þá þarf
yfirleitt að tilkynna um gleymt lykil-
orð og óska eftir að fá nýtt sent í
tölvupósti. Velja svo nýtt lykilorð í
stað þess sem kom í póstinum, því
það var einnota. Versta útgáfan af
lykilorðahremmingum er sennilega
þegar óprúttinn aðili læsir tölvu fólks
með lykilorði, í fjárkúgunarskyni, og
krefst greiðslu fyrir að opna tölvuna
aftur.
Í vikunni lenti norska fyrirtækið
Norsk Hydro í þessu. Tölvuþrjótur
sýkti tölvur Norsk Hydro með gísla-
tökuhugbúnaði sem dulkóðaði öll
gögn á tölvum fyrirtækis-
ins og læsti þeim með lykil-
orði. Hjá fyrirtækinu vinna
um 35.000 manns og voru
starfsmenn beðnir að hafa
slökkt á tölvum sínum en
bent á að í lagi væri að nota
síma og spjaldtölvur.
Norsk Hydro er með verk-
smiðjur í 40 löndum og
margar af þeim stöðvuðust
við árásina á meðan öðrum
var og er enn haldið gang-
andi handvirkt. Ljóst er að
kostnaðurinn vegna
árásarinnar hleypur á
mörgum milljónum Banda-
ríkjadala.
Gíslatökuhugbúnaðurinn heitir
LockerGoga. Honum virðist hafa ver-
ið beint vísvitandi að Norsk Hydro og
virðist þrjóturinn hafa komist yfir
kerfisstjóraaðgang hjá fyrirtækinu.
Þaðan dreifðist forritið eins og eldur í
sinu. Norsk Hydro stendur þó ekki
ráðalaust gagnvart þessu. Allur
tölvupóstur fyrirtækisins er í Office
365 lausn Microsoft og er því ekki
geymdur á tölvum starfsmanna. Þess
vegna gátu starfsmenn látið við-
skiptavini og birgja vita strax hvað
gekk á. Forsvarsmenn fyrirtækisins
hafa gefið út að ekki verði greiddir
nokkrir fjármunir til tölvuþrjótsins
og að afrit sé til af öllum helstu gögn-
um og því sé hægt að setja alla starf-
semina í gang að nýju.
Áhugaverður punktur í þessu er að
hlutabréfaverð Norsk Hydro hefur
hækkað eftir árás-
ina. Hlutabréfaverð
lækkaði reyndar
eftir fyrstu fréttir
en hefur hækkað
aftur síðan og er nú
hærra en það var
fyrir árásina.
Hvernig má það
vera? Jú, æðstu
yfirmenn Norsk
Hydro komu
heiðarlega fram og
mættu strax í
fréttaviðtöl. Þeir
sögðu satt og rétt
frá, að tölvuárás hefði verið gerð á
fyrirtækið og viðbrögð fyrirtækisins
hefðu verið að slökkva á öllum tölvum
þess.
Við hvert skref í aðgerðum sínum
til að rétta við reksturinn hefur fyrir-
tækið birt tilkynningar um fram-
vindu mála, fyrst á Facebook-síðu
sinni en síðan einnig á heimasíðu
sinni, eftir að hún komst aftur í lag.
Þar er einnig að finna símanúmer og
netföng tengiliða sem hagsmuna-
aðilar geta hringt í og fengið nánari
upplýsingar hjá.
Regluleg afritataka hjá fyrir-
tækjum ætti að vera regla en ekki
undantekning. Með því að taka reglu-
lega öryggisafrit tryggja fyrirtækin
sig gegn bilunum í tölvubúnaði, not-
endavillum og tölvuárásum. Fyrir-
tæki sem að hafa innleitt upplýsinga-
öryggisstaðalinn ISO 27001 og hafa
jafnvel fengið stjórnunarkerfi fyrir-
tækja sinna vottuð þekkja þetta.
Hluti af innleiðingu upplýsinga-
öryggis skv. ISO 27001 er að gera
áhættumat fyrir allan rekstur og nýta
síðan niðurstöður slíks mats til að búa
til áætlanir um samfelldan rekstur.
Þannig má tryggja að hægt sé að
halda rekstri gangandi með sem
minnstum töfum ef áföll verða.
Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem
verða fyrir árásum tölvuþrjóta, ein-
staklingar verða jafnvel enn oftar
fórnarlömb slíkra árása. Tökum því
öll reglulega öryggisafrit af efni og
upplýsingum á tölvum okkar. Gætum
þess að setja ekki upp hugbúnað sem
við þekkjum ekki. Ef fyrirtæki eiga í
hlut, sýnir reynsla Norsk Hydro að
best getur reynst að vera opinn og
heiðarlegur gagnvart hagsmuna-
aðilum okkar þegar áföll koma upp í
rekstri.
Tölvuárás á Norsk Hydro
Eftir Svönu Helen
Björnsdóttur
» Tölvuþrjótur sýkti
tölvur Norsk Hydro
með gíslatökuhugbún-
aði sem dulkóðaði öll
gögn á tölvum fyrir-
tækisins og læsti þeim
með lykilorði.
Svana Helen
Björnsdóttir
Höfundur er verkfræðingur og
framkvæmdastjóri Stika ehf.
svana@stiki.eu
Upplýsingaöryggi
https://www.reuters.com/article/
Varnaðarorð Fyrstu skilaboð Norsk Hydro til starfsmanna sinna voru að
tengja tölvur sínar ekki innra netinu til að koma í veg fyrir að þær sýktust.