Morgunblaðið - 23.03.2019, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Sagt er að Albert
Einstein hafi skil-
greint geðveiki þann-
ig að einhver endur-
taki sama hlutinn
ítrekað en búist við
nýrri niðurstöðu. Mér
verður stundum
hugsað til hans þegar
ég velti fyrir mér
þankagangi margra
veitingamanna, bak-
ara og sumra annarra sem selja
vörur og þjónustu hér á landi.
Ég tel að það sé óumdeilt að það
gangi ekkert allt of vel hjá þorra
veitingamanna og bakara. Í það
minnsta eru gjaldþrotin mörg upp
á síðkastið og barlómurinn mikill.
Þetta er að gerast á sama tíma og
viðskiptavinir eru almennt þeirrar
skoðunar að verð á þessum stöðum
sé allt of hátt.
Við erum sem sé með þá sviðs-
mynd að fyrirtækin ganga illa
þrátt fyrir að almenningi ofbjóði
svimandi hátt verð. Þetta er löngu
þekkt staðreynd sem fáir deila um
og ætti að vera þessum aðilum
áhyggjuefni og ástæða til að
staldra við.
Í ljósi þessa ástands efndu verð-
lagseftirlit ASÍ og Neytenda-
samtökin til löngu þarfs málþings
um nákvæmlega þetta og stefndu
þar að aðilum sem hvað gleggst til
málanna þekkja. Þar var mér boðið
að halda erindi um hvað ég, sem
einn farsælasti veitingamaður síð-
ustu áratuga, hefði um málið að
segja.
Það er ekkert leyndarmál að
ástæða velgengni minnar er fyrst
og fremst því að þakka að ég þekki
til fyrrnefndrar kenningar Ein-
steins og hef reynt að tileinka mér
það að rembast ekki of
lengi við það sem illa
gengur. Á vegferð
minni hef ég síðan öðl-
ast skilning á gildi
þess að selja vörur
ódýrt og fá viðskipta-
vininn til mín aftur og
aftur. Ég er ekki í
nokkrum vafa um að
þessi aðferð getur nýst
fleirum, bæði veitinga-
mönnum, bökurum og
öðrum, og var það inn-
tak erindis míns.
Máli mínu til stuðnings nefndi ég
dæmisögur úr eigin rekstri, sögur
sem öfundarmenn mínir vilja kalla
frægðarsögur.
Það er plagsiður á Íslandi, sér-
staklega þegar kemur að því að
ræða umbætur, að menn þora ekki
að koma sér að efninu, kjarna
málsins. Oftar en ekki er skautað
fram hjá því augljósa og talað und-
ir rós.
Hátt matarverð á Íslandi er
hinsvegar grafalvarlegt mál og þeir
sem boðuðu til fundarins eiga
heimtingu á því ásamt almenningi í
landinu að það sé þannig fjallað
um þetta mál að það skili alvöru
árangri, annars er betur heima
setið.
Ég ákvað því í framsögu minni
að lýsa skepnunni eins og hún er
og draga ekkert undan en samfara
því hvetja menn til að lækka verð,
þeim og almenningi til góðs. Þetta
er ekki snákaolíusölumaður að tala
enda sé ég fram á að tapa ef menn
hlíta ráðum mínum.
Aðilar á markaði, sem hafa setið
þar eins og feitir kettir, sýna hins
vegar kunnugleg viðbrögð þegar
bent er á að keisarinn er allsber.
Það er drullað yfir mig persónu-
lega auk þess sem aðilar halda
fram tómri vitleysu til að gera mig
og þann rekstur sem ég stend fyr-
ir tortryggilegan.
Það er þó vonarglæta í myrkr-
inu en sá rómaði og margfrægi
veitingastaður Þrír frakkar var
fyrir tilviljun að gera sambærilega
tilraun og ég var að hvetja fólk til
að gera og viti menn, hún virðist
ganga upp.
Ég hvet því alla matarunnendur
til að sýna framtaki Stefáns
Úlfarssonar stuðning og mæta til
hans í heimsins besta plokkfisk.
Niðurstaðan gæti orðið sú að fleiri
fylgdu í kjölfarið og þá myndi
hagur allra vænkast.
Berrassaði keisarinn
Eftir Þórarin
H. Ævarsson
Þórarinn H. Ævarsson
» Það er ekkert
leyndarmál að
ástæða velgengni minn-
ar er fyrst og fremst því
að þakka að ég þekki til
fyrrnefndrar kenningar
Einsteins.
Höfundur er
framkvæmdastjóri IKEA.
Borð
140x80cm
94.900 kr.
Stóll
20.900 kr.
Spegill
11.900-32.900 kr.
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Verið
velkomin
Nýjar vörur
Opið Hús
s 570 4800
gimli@gimli.is
www.gimli.is
Bakkastaðir 167, 112 Reykjavík (Grafarvogur) 99,8 m2
Halla Unnur Helgadóttir lögg. fasteignasali – halla@gimli.is - 659 4044
Opið hús mánud. 25. mars kl. 18:00 til 18:30.
Íbúð merkt 01 02 02
Vel skipulögð og björt 3ja-4ra herbergja íbúð á 2. hæð fyrir miðju í litlu fjöl-
býlishúsi. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, þvotta-
hús, baðherbergi, 2 svefnherbergi og geymslu. Íbúðinni fylgir
sérmerkt stæði á bílaplani. Útsýni til fjalla. Verð 43,5 m.
Skemmtifélag Gísla
Marteins Baldurssonar
hefur enn komið saman
í vikulokin þar sem
hláturinn, hið góða
meðal sálarinnar, fékk
útrás og svo voru felldir
hálærðir dómar af létt-
úð um málefni sem kall-
að er mesta vá heims-
ins. Það er að segja
hvernig sýklalyfjum er
úðað í fóður dýra og sprautað í dýrin.
Afleiðingarnar eru alvarlegar, um sjö
hundruð þúsund manns deyja árlega
og þar af þrjátíu þúsund í Evrópu.
Pensilín virkar ekki á sjúklingana.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er
annar klúbbur, þar sitja ekki viðhlæj-
endur sem klóra hver
öðrum svo hláturgus-
urnar ganga yfir hlust-
endur eins og hjá Gísla
mínum Marteini. Nei,
þar eru læknar og vís-
indamenn sem biðja
börnum framtíðarinnar
griða og þessi alheims-
lögregla heilbrigðis-
málanna krefst aðgerða
gegn sýklalyfjaóþoli og
segja að verði ekki
brugðist við muni þessi
ógn, sprottin upp und-
an græðgi lyfjamafíunnar og verk-
smiðjubúa í kjötframleiðslu, valda
fleiri dauðsföllum en krabbamein eft-
ir 50 ár.
Ísland ber nú af fyrir að nota
minnst af sýklalyfjum í búfé og hér
er bannað að nota lyf í fóðrið.
Færustu læknar í heiminum á
sviði sýklalækninga segja Íslendinga
eiga að staldra við, þeir eigi nefnilega
öfundsverðustu stöðu allra þjóða
hvað varðar litla notkun sýklalyfja og
eigi að auki heilbrigðustu búfjár-
stofna heimsins.
Gísli Marteinn! Þér finnst þessi út-
valdi hópur þinn rosa skemmtilegur
á föstudögum og oft er hann það. En
stundum minnirðu á Jón sterka –
,,sástu hvernig ég tók hann?“.
Hefðirðu t.d. valið einn lækni, já, t.d.
Karl G. Kristinsson prófessor og
yfirlækni, í þáttinn þetta kvöld og
sleppt vini þínum Helga Seljan þá
hefði umræðan orðið önnur og ekki
verið gert grín að framferði í búskap
sem er dauðans alvara. Í þættinum
sat Helgi Seljan, ekki rannsóknar-
blaðamaðurinn klári sem kemur að
fréttaskýringþættinum Kveik á RÚV
og fjallaði um ógnina af sýklalyfj-
unum fyrr í vetur, heldur hinn glað-
væri Helgi Seljan sem virtist vera að
fara á ball og var laus við allar
áhyggjur. Og svo sat Arnþrúður
Karlsdóttir þarna eins og friðardúfa
og hló líka á kostnað læknavísind-
anna.
En málið er eigi að síður alvarlegt.
Við Björn Sigurðsson í Úthlið fund-
um það ekki upp, það skekur þegar
frjálsa för matvæla og er á borði
lækna og stjórnmálamanna um allan
hinn vestræna heim og okkar menn
mega ekki loka bæði augum og
eyrum.
Stundum stíga menn og þjóðir nið-
ur fæti og sjá aldrei eftir því, um það
fjallaði hinni fjölmenni fundur 300
manna á Kanarí sem taldi rétt Ís-
lands skýran, að biðja um frest á inn-
flutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri
mjólk og hráum eggjum, við núver-
andi aðstæður.
Það gæti verið jafn réttmæt krafa
að banna allan innflutning á kjöti og
grænmeti til Íslands miðað við þá
ógn af sýklalyfjaóþoli sem ESB-
löndin búa við. Það væri allavega
stuðningur við kröfu Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar.
Eftir Guðna
Ágústsson » Þetta mál skekur
þegar frjálsa för
matvæla og er á borði
lækna og stjórnmála-
manna um allan hinn
vestræna heim.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Hlátrasköllin bera stundum viskuna af leið, Gísli Marteinn
Ríkisútvarpið birti
glefsur úr samhengis-
litlu og sóðalegu öl-
æðisrausi sex þing-
manna, sem voru á
fylliríi á Klaustur-
barnum í Rvk. Ölæð-
israusið einkenndist
af niðurlægjandi lyg-
um og meiðandi um-
mælum um fjar-
staddra einstaklinga.
Umræða sexmenninganna var ein-
staklega sóðaleg og kvikindisleg í
garð þeirra, sem um var rætt, og
til skammar þeim sem þar sátu við
borð.
Atvikið var rætt í Kastljósi
RÚV. Þar kom fram í máli stjórn-
anda þáttarins og annars viðmæl-
anda hans, að atvikið væri Alþingi
til skammar. Hinn viðmælandinn,
Páll Magnússon alþingismaður,
greip þá styrkum rómi inn í sam-
tal þeirra og sagðist frábiðja sér
og Alþingi að bera nokkra ábyrgð
á smánarlegri framkomu þessara
manna. Þetta væru fullorðnir
menn sem ættu einir að bera
ábyrgð á orðum sínum og
gjörðum.
Eftir þessa ábendingu Páls var
öllum ljóst að ábyrgð annarra al-
þingismanna á sóðakjafti sauð-
drukkinna vinnufélaga þeirra væri
engin. Það á ekki að refsa einum
fyrir athafnir annars.
Alþingi vanvirt
Mörgum þótti því skjóta skökku
við þegar forseti Alþingis dæmdi
sjálfan sig og aðra þingmenn í sök
fyrir þessa drukknu
þingmenn og tók smán
þeirra á sig og Al-
þingi. Þetta gerði for-
seti Alþingis þegar
hann freistaðist til að
biðja þjóðina að fyrir-
gefa Alþingi sóðalegt
drykkjuraus þeirra.
Þannig sást forseta
Alþingis yfir þá
meginreglu réttar-
ríkisins að menn beri
sjálfir ábyrgð á orðum
sínum og gjörðum. Páll Magnús-
son hafði þó varað við þessum af-
glapahætti í Kastljósi RUV.
Með afsökunarbeiðni sinni dró
þingforsetinn Alþingi á kaf í
Klaustursvaðið. Hann klíndi á Al-
þingi ósóma sexmenninganna og
gerði þingið þannig ábyrgt fyrir
hegðun drukkinna þingmanna úti í
bæ. Með því sagði hann þjóðinni
að viðbjóðurinn á Klausturbarnum
væri athæfi sem þingið bæri
ábyrgð á.
Bros í munnvikum
Eftir að forseti þingsins lýsti
drukknu dónana á ábyrgð Alþing-
is létu nokkrir þingmenn sem
þingið ætti hlut að framkomu
þingmannanna á Klaustur-
barnum. Þeir ruddust í pontu Al-
þingis og jusu yfir „Klaustur-
dónana“ hneykslan sinni og
skömm á háttalagi þeirra. Sumir
töldu sér varla fært að vera undir
sama þaki og dónarnir. Ég sá
nokkra slíka ræðubúta og satt
best að segja fékk ég þá tilfinn-
ingu að vandlætaranum væri ekki
alltaf jafn leitt og hann léti. Í
nokkrum tilvikum var augljóst að
bros læddist í munnvikin og
laumaðist jafnvel í augnkrókana.
Sumum virtist gleði í því að
smána pólitíska andstæðinga sem
engu gátu svarað.
Ódrukknar fígúrur
Ein birtingarmynd af hneyksl-
un þingmanna var sýnd í sjón-
varpi. Þar tóku tveir háttvirtir
þingmenn dagskrárvald þing-
fundar og léku fígúrur. Önnur var
löng og mjó eins og Stóri-Kláus.
Báðar höfðu þær svartar merktar
ullarfrollur ofan yfir hausinn.
Þannig hímdu þær sitt hvorum
megin við ræðustól Alþingis.
Þessari uppákomu var ætlað að
smána og trufla ræðumanninum í
stólnum. Hann var einn úr ölvaða
Klausturhópnum. Hann hefur þó
þá skýringu að þegar hann varð
sér til skammar hafði hann tapað
dómgreind sinni sökum ölvunar.
Fígúrurnar háttvirtu brutu
leikreglur Alþingis eins og fautar
í fótbolta, sem grípa boltann í
hendurnar til að skora mark.
Fígúrurnar voru ódrukknar, og
sönnuðu því með framkomu sinni
að ekki fer alltaf saman að vera
ódrukkinn og algáður.
Vonandi eru ekki mjög margar
þvílíkar á Alþingi.
Forseti Alþingis, Klausturbarinn
og Páll Magnússon
Eftir Birgi
Dýrfjörð
Birgir Dýrfjörð
»Með afsökunarbeiðni
sinni dró þingforset-
inn Alþingi á kaf í
Klaustursvaðið.
Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
bd@mi.is