Morgunblaðið - 23.03.2019, Síða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi
Góð
heyrn
glæðir samskipti
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða,
tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með
takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
„Já, svo gerðu þau
allkonar kröfur! Í fimm
liðum. Vilja fá vinnu og
hvaðeina!“ Sagði einn
sundlaugargesturinn
og hló þar sem hann
sat sveittur í sánaklef-
anum. Sessunautur
hans tók undir með
sama hæðnistón og
sagði að við þyrftum nú
að passa okkur, því
þetta væri nú rétt að byrja. Það væri
nefnilega von á milljónum flóttamanna
og þá þyrftum við að vera tilbúin. Þeir
héldu áfram samtalinu í þessum tón
þegar þeir gengu út úr klefanum. Á
meðan sat ég ringlaður eftir og spurði
mig: „Eru fordómar okkar nú komnir
á þetta stig – á flóttamenn?“
Fyrr um daginn sá ég fregnir af
mótmælum flóttamanna í Austur-
stræti, þar sem ég gat ekki annað séð
en að lögreglumenn mættu hópnum af
meiri hörku en þörf væri á. Þar sem ég
taldi mig sjá að tilraun til friðsamlegra
mótmæla tókst ekki vegna óþolinmæði
lögreglunnar. Og varð þannig að
fréttamat dagsins … Sem einmitt
sundlaugargestir gerðu að fyrrnefndu
umræðuefni, á kostnað flóttamanna.
En eins og allir er ég líka litaður, en
þó bara nýlega. Fyrir örfáum dögum
hitti ég góðan vin sem er ötull bar-
áttumaður þessa hóps. Hann sagði
mér frá harðneskjunni sem þau búa
við og þeirri staðreynd að líf á flótta er
það allra síðasta sem nokkur maður
velur sér. Og það velja sér eingöngu
þeir sem sjá enga aðra kosti í stöðunni,
þar sem allir aðrir kostir eru verri.
Þannig sagði hann mér frá ofbeldinu
sem þau hafa upplifað, ástvinunum
sem þau hafa misst, dauðanum sem
umkringdi þau í heimalandinu og mis-
notkuninni sem þau
upplifðu á stöðum sem
áttu að vera öruggir.
En nei. Þetta er víst
ekki nóg. Í stað þess að
finna skjól þá mæta
þessir brotnu einstak-
lingar kerfi sem vill
helst ekki taka á móti
þeim og stýrir þeim inn í
heim skriffinnsku og
neitana sem myndu
gera heilsteyptan ein-
stakling brjálaðan.
Fyrir vikið þurfa þessir flóttamenn
okkar að lifa í algerri óvissu, sumir
hverjir í felum og með lítinn sem eng-
an stuðning frá samfélaginu sem þeir
dvelja hjá.
Það virðist sem fáir þjóðfélags-
hópar hafi það verra en flóttamenn.
Örlög þeirra eru slík að það er erfitt
að skilja hvernig hægt er ákveða að
veita þeim meira harðræði í okkar eig-
in landi.
Ljóst er að ég þekki ekki allar hlið-
ar þessa máls og eflaust eru einhverjir
flóttamenn sem hafa ekki glímt við þá
harðneskju sem ég lýsi hér. En þang-
að til má leyfa þeim öllum að njóta
vafans og njóta þess stuðnings og ör-
yggis sem þeir hafa leitað að í of lang-
an tíma.
Er hvergi skjól?
Eftir Ágúst Krist-
ján Steinarsson
Ágúst Kristján
Steinarsson
» Í stað þess að finna
skjól þá mæta þessir
brotnu einstaklingar
kerfi sem vill helst ekki
taka á móti þeim og
stýrir þeim inn í heim
skriffinnsku og neitana.
Höfundur er stjórnunarráðgjafi.
agustkr@gmail.com
Kyrrstaða er líklega
það síðasta sem mönn-
um dettur í hug þegar
rætt er um skipulag
náms og skólastarfs.
Samt sem áður er því
stundum haldið fram
að vart finnist íhalds-
samari stofnanir en
skólar. Sérfræðingur í
sögu menntunar vest-
an hafs, Ruth Miller
Elson, gekk svo langt að líta á
skóla sem stofnanir er stæðu fyrst
og fremst vörð um hefðir og stöð-
ugleika (e. guardians of tradition).
Þrátt fyrir þetta höfum við séð lát-
lausa tilburði til breytinga og um-
bóta í skólakerfinu, einnig hér-
lendis. Margir kannast til dæmis
við „sögukennsluskammdegið“ svo-
nefnda, „mengjastærðfræðina“ og
„vísindi byggð á tilraunum“ á átt-
unda áratug síðustu aldar; og undir
lok aldarinnar „Til nýrrar aldar“,
„Mótun nýrrar menntastefnu“ og
„Enn betri skóli: Þeirra réttur –
okkar skylda“. Frá aldamótum hafa
ókyrrðin og ylgjan haldið áfram.
Má þar nefna til dæmis nýstárlegar
áherslur í núgildandi aðalnámskrá
frá 2013, „Þjóðarsáttmála um læsi“
frá 2015 og nýja menntastefnu
stærsta sveitarfélags landsins „Lát-
um draumana rætast – Mennta-
stefna Reykjavíkurborgar til 2030“.
Horfi maður 60 ár aftur í tímann
má sjá að opinberar námskrár hér-
lendis hafa að nokkru leyti endur-
speglað slíkar hræringar. Að jafn-
aði tekur ný og breytt aðalnámskrá
gildi á tíu ára fresti og kippirnir
birtast okkur með skýrum hætti;
hver ný námskrá er frábrugðin
þeirri sem á undan gekk, jafnt hvað
varðar umgjörð og
innihald. Það skal þó
áréttað að tengsl milli
hinnar opinberu aðal-
námskrár sem er í
gildi á hverjum tíma
og raunverulegs starfs
á vettvangi geta verið
afar óljós. Í starfi á
vettvangi má frekar
búast við blöndu af
hugmyndastefnum og
birtingarmyndum op-
inberra námskráa frá
mismunandi tímum,
allt frá 1960 og fram á okkar tíma.
Vissulega eiga allar slíkar hrær-
ingar sér skýringar, þ.e. félags-
legar, tæknilegar, menningarlegar,
pólitískar og síðast en ekki síst
fræðilegar; kenningalegur bak-
grunnur námskrárþróunar er þó
jafnan flókinn og einkennilegur eins
og sýndi sig á tímum sögukennslu-
skammdegisins á síðust öld.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
ljóst að hið stóra samhengi kviku-
hreyfinga menntakerfisins er með
öðrum orðum flókið og breyturnar
er stjórna skrýtnar og stundum
illsjáanlegar. Tilraunum til að rann-
saka þetta flókna samhengi má
líkja við það þegar raunvísindafólk
reynir að skýra hegðun straumefna
í lofthjúpnum eða heimshöfunum.
Eðlisfræðingur að nafni Horace
Lamb sagði í ræðu á gamalsaldri að
hann væri bjartsýnn á að vísindin
fyndu skýringar á nánast öllum
þekktum eðlisfræðilegum vanda-
málum, meira að segja skammta-
eiginleikum rafsegulbylgna, en
hann væri þó ekki bjartsýnn gagn-
vart iðuhreyfingum straumefna.
Slík fyrirbrigði eru vitanlega frá-
brugðin kvikuhreyfingum í mennta-
kerfum en hér er því haldið fram að
vandinn sé svipaður, nánast eins og
að standa áttavilltur í sal fullum af
speglum.
Rannsóknastofa um námskrár,
námsmat og námsskipulag við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
stendur nú fyrir fundum um nám-
skrár og námskrárþróun þar sem
reifaðar verða lykilspurningar af
þessu tagi með hliðsjón af þremur
stigum kerfisins, opinberu nám-
skránni, aðgerðum skóla (skóla-
námskrám) og loks reynslu og ár-
angri nemenda. Fyrsti fundurinn,
öllum opinn, verður í húsnæði
Menntavísindasviðs Háskóla Ís-
lands við Stakkahlíð, mánudaginn
25. mars 2019, kl. 12.30-14.00. Þar
mun J.J. van den Akker, hollenskur
sérfræðingur á sviði námskrár-
fræða, fyrrverandi stjórnandi nám-
skrárstofnunarinnar SLO og pró-
fessor við Háskólann í Twente
flytja erindi og taka þátt í umræðu
um „Global trends in curriculum
frameworks“. Í apríl og maí verða
svo tveir fundir á sama stað þar
sem umræðunni verður fram
haldið: Námskrár, námsmat og
námskipulag: Hvert stefnir? Hvað á
að leggja áherslu á og hverju á að
sleppa? Hvað verður um hinar
hefðbundnu námsgreinar og
menntagildi þeirra? Viðmiðunar-
stundaskrár? Námsmat? Próf?
Störf kennara?
Námskrár skólakerfisins í deiglu
Eftir Meyvant
Þórólfsson
» Að jafnaði tekur
ný og breytt aðal-
námskrá gildi á tíu
ára fresti og kippirnir
birtast okkur með
skýrum hætti.
Meyvant Þórólfsson
Höfundur er dósent
við Háskóla Íslands.