Morgunblaðið - 23.03.2019, Síða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
✝ Ásbjörn Egg-ertsson fæddist
í Kotvogi, Hafna-
hreppi, 2. ágúst
1945. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 11.
mars 2019.
Foreldrar hans
voru Eggert Ólafs-
son, atvinnurek-
andi í Höfnum, f.
17. nóvember 1909,
d. 17. febrúar 1998, og Sigríður
Ásta Ásbjörnsdóttir, f. 2. apríl
1915, d. 14. júlí 1985.
Systkini Ásbjörns voru Ingi
Eggertsson, f. 16. ágúst 1939, d.
18. mars 2016, Ólafur Eggerts-
son (hann og Ásbjörn voru tví-
burar), f. 2. ágúst 1945, búsett-
ur í Innri-Njarðvík, Signý
Eggertsdóttir, f. 28. mars 1947,
d. 2. janúar 2017, Páll Sólberg
Eggertsson, f. 12. mars 1951,
búsettur í Keflavík. Einn eldri
bróðir, Kolviður Ásbjörn, lést á
barnsaldri, f. 29. október 1942,
Bróðurpart starfsævi sinnar
starfaði Ásbjörn fyrir Varnar-
liðið á Keflavíkurflugvelli.
Fyrst sem almennur verkamað-
ur er hann beið skólavistar, síð-
ar í verslun Varnarliðsins, þá í
innkaupadeild Varnarliðsins en
lengst af hjá húsnæðisdeild
Varnarliðsins. Ásbjörn starfaði
sem sjálfboðaliði hjá Byggða-
safni Reykjanesbæjar um nokk-
urt skeið frá haustinu 2010.
Ásbjörn var hreppstjóri
Hafnahrepps frá ársbyrjun
1981 til 11. júní 1994 þegar
Keflavíkurkaupstaður, Njarð-
víkurkaupstaður og Hafna-
hreppur sameinuðust.
Ásbjörn var oddviti Hafna-
hrepps um margra ára skeið og
gegndi mörgum trúnaðar-
stöfum fyrir sveit sína. Hann
starfaði fyrir Verslunarmanna-
félag Suðurnesja á árunum
1978-1981 og var meðal annars
varaformaður þess. Ásbjörn bjó
lengst af í Höfnum en flutti
hann með fjölskyldu sinni til
Keflavíkur árið 1995. Síðustu
árin bjó Ásbjörn að Miðgarði 5,
Keflavík.
Útför Ásbjörns var gerð frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju 22. mars.
Ásbjörn var jarðsettur í Kirkju-
vogskirkjugarði, Höfnum.
dáinn 23. apríl
1944.
Ásbjörn kvæntist
Jennýju Karitas
Ingadóttur 15.
október, 1977.
Jenný fæddist 16.
október 1957. For-
eldrar Jennýjar
voru Ingi Helga-
son, f. 8. desember
1919, d. 3. febrúar
1984 og Guðný
Þórhallsdóttir, f. 31. maí 1925,
d. 5. október 1990, bændur í
Suður-Þingeyjarsýslu, síðast
búsett á Vatnsenda í Ljósa-
vatnshreppi. Börn þeirra eru: 1)
Sigríður Ásta, f. 18. maí 1976,
gift Edward Morthens. 2)
Guðný Sóley, f. 15. júní 1979. 3)
Ingi Eggert, f. 26. ágúst 1985,
sambýliskona er Anna Tabas-
zewska.
Eftir barnaskóla nam Ás-
björn við Reykjaskóla og síðar
við Samvinnuskólann á Bifröst
og útskrifaðist þaðan árið 1965.
Það var mikill missir þegar
tvíburabróðir minn, hann Ási,
féll frá hinn 11. mars. Það má
segja að við hittumst eða töl-
uðum saman í síma hvern ein-
asta dag, en það er víst mjög
algengt hjá tvíburum.
Við erum fæddir í Höfnunum
og var það leiksvæði fyrstu
tuttugu árin. Þegar við vorum
litlir var farið út í morgunsárið
og komið seinnipartinn inn þeg-
ar við vorum orðnir svangir.
Það var gott að alast upp
þar.
Við fórum alltaf saman gang-
andi í skólann, hvernig sem
veður var. Við vorum að tala
um það fyrir nokkru til dæmis
þegar við fórum í skólann, hvað
angan af lyngi úr heiðinni var
sterk, sérstaklega á vorin. Að
loknu námi úr barnaskólanum
fórum við í Reykjaskóla í
Hrútafirði. Eftir loknum próf-
um þar skildi leiðir í skólagöng-
unni, Ási fór í Samvinnuskólann
að Bifröst, en ég í Kennaraskól-
ann. Sumrin fóru mikið í ferða-
lög innanlands á jeppunum okk-
ar og sváfum við alltaf í tjöldum
en við vorum vanir slíkum
ferðamáta frá foreldrum okkar.
Ási var kosinn í hreppsnefnd
í mörg ár og gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir hrepp-
inn.
Hann vann mest af ævi sinni
fyrir Varnarliðið og gegndi
hann að mestu stjórnunarstörf-
um þar og fékk hann margar
viðurkenningar fyrir störf sín.
Ási og Jenný hófu búskap
fyrst í Höfnum en fluttu síðar
til Keflavíkur. Þau hjón ferð-
uðust mikið innanlands með
börnunum og kynntust því
landinu vel en síðustu árin þeg-
ar veikindi hans ágerðust dró
mikið úr þeim. Það væri hægt
að skrifa margt um Ása en læt
hér staðar numið og votta
Jennýju, börnum og barnabörn-
um dýpstu samúð frá okkur
Döddu.
Ólafur og Kristjana Björg
(Dadda og Óli).
Það var að morgni 11. mars
sem símtalið barst og mér voru
færðar þær fregnir að tengda-
pabbi væri látinn. Hann hafði
kvatt um tíuleytið þann morg-
uninn, í símanum var Ingi bróð-
ir Sillu konunnar minnar.
Höggið var þungt, nánast
óbærilegt, en um leið vissi ég
að þungu fargi væri létt af hon-
um Ása, eins og hann var alltaf
kallaður.
Mín fyrstu kynni af Ása eru
mér mjög minnisstæð og hug-
ljúf. Ási var einstaklega hjarta-
hlýr, einlægur, góðlundaður og
barngóður maður. Það er mér
sérstaklega minnisstætt þegar
Ási fékk þær fréttir að hann
væri að verða afi í fyrsta sinn,
þvílík gleði og hamingja sem
þeim fréttum fylgdi.
Minningarnar eru margar og
góðar sem þjóta um hugann,
veiðiferðirnar sem voru alltof
fáar en svo gefandi, veislurnar,
afmælin, ferðirnar í bústaðinn
til Signýjar systur Ása sem var
honum svo kær og okkur öllum,
bíltúrarnir um Reykjanesið þar
sem Ási þekkti hvern stein og
hverja þúfu þó sérstaklega í
Höfnum þar sem hann var
fæddur, alinn upp og bjó til
margra ára.
Það er erfitt til þess að
hugsa að afi komi ekki til dyra
á Miðgarðinum þegar litli afa-
drengurinn bankar á dyrnar,
svo spenntur að hitta afa sinn
og nafna. Þar var tengdur
næmur strengur eins og Ási
nefndi í einu kvæða sinna við
skírn drengsins sem fékk nafn-
ið Ásbjörn.
Ási er farinn í enn einn bíl-
túrinn, en að þessu sinni fór
hann einn og án okkar á betri
stað eftir þjáningar sjúkdóms-
ins sem hrjáði hann í svo mörg
ár.
Ég minnist tengdapabba með
sorg í hjarta og miklum trega
en á sama tíma er ég svo þakk-
látur fyrir að hafa kynnst þess-
um einstaka manni sem vildi
allt fyrir alla gera og var hvers
manns hugljúfi.
Svefninn laðar, líður hjá mér.
Lífið sem ég lifað hef.
Fólk og furðuverur
hugann baðar andann hvílir.
Lokbrám mínum læsi uns
vakna endurnærður.
Það er sumt sem maður saknar
vöku megin við.
Leggst út af, á mér slokknar,
svíf um önnur svið.
Í svefnrofunum finn ég,
sofa lengur vil.
Því ég veit að ef ég vakna upp
finn ég aftur til.
Svefninn langi laðar til sín
lokkafulla ævi skeiðs.
Hinsta andardráttinn.
Andinn yfirgefur húsið,
hefur sig til himna.
Við hliðið bíður drottinn.
(Ný dönsk)
Elsku Jenný, Silla mín,
Guðný, Ingi, fjölskylda og vinir.
Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð á þessum erfiðu tímum.
Megi góðir vættir vaka yfir
ykkur og styrkja.
Edward Morthens.
„Þarna kemur framsóknar-
maðurinn.“
Hver?
Ási.
Hann Ási! Það getur ekki
verið – þessi indælismaður.
Allmörg ár eru síðan þessi
orð féllu.
Í þá tíð og jafnvel enn í dag
voru einstaklingar stundum
dregnir í flokka og dæmdir fyr-
ir skoðanir óháð því hvaða
mann þeir höfðu raunverulega
að geyma.
Eitt höfuðeinkenni Ásbjarnar
var hve grandvar og gætinn
hann var til orðs og æðis, enda
farsæll í leik og starfi.
Fjölskyldubönd hafa tengt
okkur um áratuga skeið. Þau
kynni hafa verið afar ánægjuleg
og happarík í dagsins önn.
Hvað sem hann tók sér fyrir
hendur var af vandvirkni og
trúmennsku gert. Starfsævi
hans var að mestu fyrir amer-
íska varnarliðið á Miðnesheiði.
Við brotthvarf hersins og af
völdum þess heilsubrests sem
hann átti við að stríða varð
hann að draga sig í hlé frá
hefðbundinni vinnu en sat þá
aldrei auðum höndum.
Ásbjörn hafði alltaf mikinn
áhuga á varðveislu gamalla
minja. Lagði hann mikla vinnu í
þetta hin síðari ár. Gegnum tíð-
ina safnaði hann saman ýmsum
heimildum og skrásetti bæði
fyrir sig og eins fyrir söfn. Þar
voru sagnir, munir og ekki síst
ljósmyndir uppistaðan; en ljós-
myndun var stór þáttur í hans
lífi. Allt gert af sömu ná-
kvæmninni sem komandi kyn-
slóðir munu njóta.
Áhugamálin: Ferðalög, veiði
og ljósmyndun voru hans yndi.
Hann var afar fróður um landið
sitt og hreint með ólíkindum
glöggur á staðhætti. Steina-
söfnun og vísnagerð fékkst
hann líka við og þar var sama
sagan. Ekkert sýnt nema brag-
ur væri á. Fengum við stundum
að njóta þess.
Tímarnir breytast. Ási varð
afhuga sínum flokki en eitt
breyttist ekki. Ásbjörn Egg-
ertsson var og er í huga okkar
indælismaður.
Fjölskyldu hans og ættingj-
um sendum við samúðar-
kveðjur.
Þórhallur og Berta.
Þegar mér barst frétt um að
hann Ásbjörn frændi minn,
skólabróðir og vinur hefði látist
þá fyrr um morguninn leituðu
að mér margvíslegar minningar
um þennan góða dreng. Við Ás-
björn vorum náskyldir, en
mæður okkar voru systur og
sem krakkar fórum við syst-
kinin oft með foreldrum okkar
suður í Hafnir að heimsækja
frændfólkið. Manni leiddist sko
ekki þar, enda margt að skoða
og uppgötva, þeir tvíbura-
bræður Ási og Óli fóru gjarnan
með okkur krakkana niður í
fjöru til að sýna okkur kross-
fiska, ígulker, kuðunga og
skeljar sem nóg var af í fjör-
unni hjá þeim. Og þar blasti
sjálft Atlantshafið við okkur. Þá
var einnig farið út í hraun og
kíkt á hella og gjótur sem þar
var að finna og eftir það sett-
umst við að borðum og gædd-
um okkur á dýrindis kaffibrauði
sem foreldrar þeirra höfðu reitt
fram. Ekki má gleyma nærveru
hersins en bræðurnir sögðu
okkur gjarnan sögur af sam-
skiptum krakkanna í Höfnum
við þá.
Það æxlaðist svo þannig til
að við Ási þreyttum báðir inn-
tökupróf í Samvinnuskólann að
Bifröst og náðum prófinu og
vorum herbergisfélagar þar í
tvo vetur. Aldrei féll nokkur
skuggi á samveru okkar þar
eða síðar. En sumarið á milli
bekkja réðum við okkur síðan
sem verslunarstjóra hvor í sitt
kaupfélagið vestur á fjörðum,
ég að kaupfélagi Önfirðinga á
Flateyri en hann að kaupfélagi
Súgfirðinga á Suðureyri. Við
gátum því haft nokkur sam-
skipti yfir þetta sumar.
Hann tók svo skemmtilega til
orða, hann Sævar, einn skóla-
bræðra okkar frá Bifröst, en
hann og þeir bræður, Ási og
Óli, voru einnig skólafélagar á
Reykjum við Hrútafjörð og
Sævar taldi sig svo heppinn að
vera með þeim bræðrum í her-
bergi því þeir komu úr allt öðru
umhverfi, frá Höfnum, sem
voru við hliðina á útlöndum og
Keflavíkurflugvelli, og þeir
fluttu með sér framandi heim,
tyggjó og allskonar vörur og
sælgæti sem saklausir sveita-
piltar höfðu bara aldrei séð.
Sævar gaf honum þá einkunn
að hann hefði verið heilsteyptur
úrvalsdrengur og skólasystkini
okkar mörg hafa lýst honum
Ása með svipuðum hætti.
Ásbjörn var einstaklega glað-
sinna maður, orðheppinn með
afbrigðum og hlátrasköllin óm-
uðu ósjaldan frá borðinu hans í
borðsalnum á Bifröst. Hann var
greiðvikinn og hjálpsamur og
vildi öllum vel. Okkur Ása var
fengið það hlutverk að sjá um
kaupfélagið á Bifröst í eitt ár.
Afgreiðslan fór aðallega fram
að kvöldlagi og þurfti auðvitað
að vera góð samvinna á milli
okkar ef annar okkar þurfti að
læra eða sinna einhverjum mik-
ilvægum erindum eða langaði
til að taka þátt í félagsstarfinu.
Að loknu tveggja vetra námi
á Bifröst dreifðist hópurinn um
allt land, en alltaf hefur verið
til staðar taugin sem varð til í
þessu nána umhverfi.
Ég vil fyrir hönd okkar
skólasystkina Ásbjörns votta
eiginkonu hans, börnum og öðr-
um ættingjum okkar dýpstu
samúð. Genginn er góður
drengur sem skilur eftir sig
ógleymanlegar minningar.
Ragnar Snorri Magnússon.
Ásbjörn
Eggertsson
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi,
HELGI MÁR KRISTJÁNSSON,
féll frá laugardaginn 2. mars í Leipzig,
Þýskalandi.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
29. mars klukkan 15.
Kristján Ingi Sveinsson Kathleen Cheong
Sesselja Anna Ólafsdóttir Jón Pétur Einarsson
Davíð Örn Kristjánsson
Katrín Ugla Kristjánsdóttir Paul Lukas Smelt
Emilía Guðrún Jónsdóttir
Einar Berg Jónsson
Anja Katrínar Smelt
Nóra Katrínar Smelt
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERNA MARGRÉT HARALDSSON,
Melasíðu 10,
Akureyri,
lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð
föstudaginn 15. mars. Útför hennar mun
fara fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 1. apríl klukkan 13.30.
Haraldur E. Jónsson Ragnheiður Halldórsdóttir
Bertha Kristín Jónsdóttir Geir Jón Grettisson
Jóhanna Jónsdóttir Helgi Hallsson
Helga Ragnheiður Jónsdóttir Steindór Björnsson
Jón Eiður Jónsdóttir Guðný Sigrún Baldursdóttir
ömmu- og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
áður Aðalgötu 19, Keflavík,
lést miðvikudaginn 13. mars á Hrafnistu,
Hlévangi.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 28. mars klukkan 13.
Björg Sigurðardóttir Jan-Erik Larsson
Ragnhildur Sigurðardóttir Jónas Ragnarsson
Ásta Sigurðardóttir
Sigríður Sigurðardóttir Helgi G. Eyjólfsson
Erna Sigurðardóttir
Guðbrandur Sigurðsson Helga Birna Rúnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA S. JÓNSDÓTTIR,
sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn
12. mars, verður jarðsungin frá
Grensáskirkju fimmtudaginn 28. mars
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Félag heyrnarlausra.
Sigurður Skúlason Guðrún Kristjánsdóttir
Gústaf Adolf Skúlason Ólöf Baldursdóttir
Einar Skúli Hafberg Sigurðsson
Hrannar Hafberg
Sindri Sigurðarson Nanna Höjgaard Grettisdóttir
Ólafur Þorkell Gústafsson Agie Colley Gustafsson
Jón Símon Gústafsson
Gústaf Agnar Gústafsson
Halldór Arnoldsson Ólöf Fjóla Haraldsdóttir
og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir,
systir, mágkona og amma,
LINDA WILLIAMSDÓTTIR,
Hraunbæ 102 Reykjavík,
varð bráðkvödd á heimili sínu. Útförin fer
fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 29. mars
klukkan 13.
William Kristjánsson Katrín Hera Gústafsdóttir
Júlía Williamsdóttir
Kári Williamsson,
Aníta Hrund Sveinsdóttir Halldór Örn Guðnason
William Breki Halldórsson
William S. Gunnarsson Sigrún G. Jónsdóttir
Rósa Williamsdóttir Sigurður Erlendsson
Íris Williamsdóttir, Þorvarður Lárus Björgvinsson
og fjölskylda