Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 ✝ Skúli Jónssonvar fæddur á Rauðabergi á Mýr- um 11. janúar 1926. Hann lést á Dvalardeildinni Mjallhvíti á Höfn hinn 12. mars 2019. Foreldrar hans voru hjónin Hall- dóra Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. í Hoffelli 1. júní 1901, d. 4. ágúst 1985, og Jón Jónsson Malmquist bóndi, síðast í Akurnesi, f. á Kleifarstekk í Breiðdal 12. október 1888, d. 26. mars 1956. Skúli var fjórði í röðinni af tólf systkinum en þau eru: Hall- gerður, f. 1920, d. 2001, Björg, f. 1922, d. 2009, Guðmundur, f. 1924, Anna, f. 1927, Unnur, f. 1929, Egill, f. 1930, d. 2008, Þóra Ingibjörg, f. 1933, Hanna, vandasamari og erfiðari verk eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg. Búskapurinn átti hug hans allan frá unga aldri og í Akurnesi var búið með sauðfé, kýr og kartöflur. Með tímanum færðist búskapurinn yfir á hans herðar þar sem faðir hans var ekki við fulla heilsu eftir miðjan aldur. Eftir að faðir hans lést stóð Skúli fyrir búinu ásamt móður sinni og þeim systkinum sem ennþá voru heima. Árið 1967 afhenti Halldóra þeim bræðrum Skúla og Ragnari jörð og bú og bjuggu þeir eftir það félagsbúi til ársins 1993 er Skúli dró sig út úr búrekstrinum. Hann vann áfram af krafti við búið á meðan heilsan leyfði. Árið 2011 flutti Skúli á Dvalardeildina Mjallhvít. Útför Skúla fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 23. mars 2019, klukkan 14. f. 1937, Pétur Haukur, f. 1939, d. 2017, Droplaug, f. 1943, og Ragnar, f. 1946. Vorið eftir að Skúli fæddist flutt- ist fjölskyldan að Fornustekkum í Nesjum. Þar leigðu þau 2/3 af jörðinni í þrjú ár en fóru svo að Hoffelli þar sem þau bjuggu næstu tíu árin. Árið 1937 keyptu Jón og Halldóra landspildu úr Árnanesi undir nýbýli sem þau gáfu nafnið Ak- urnes. Þangað fluttu þau vorið 1939 og Skúli með þeim ásamt fleiri systkinum sínum. Skúli fór snemma að hjálpa til við búskapinn eins og tíðkaðist á þeim tíma. Krakkar byrjuðu ungir að taka ýmsa snúninga af þeim fullorðnu og voru svo falin Þær eru margar minningarn- ar sem leita á hugann þessa dagana. Skúli frændi minn hef- ur kvatt þessa jarðvist og kom- ið er að kveðjustund. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Skúla að í lífinu. Skúli var rólegur að eðlisfari, hann var traustur, nægjusamur, hjálpsamur og bar mikla um- hyggju fyrir okkur systkinun- um sem ólumst upp á hlaðinu hjá honum. Gamla húsið stóð okkur alltaf opið og þangað fór- um við oft. Skúli fylgdist af áhuga með því sem við tókum okkur fyrir hendur og setti sig inn í ýmsa hluti. Hann fylgdist vel með því hvernig við stóðum okkur í skólanum. Honum fannst mikil- vægt að við menntuðum okkur og hann talaði oft um það við mig núna síðustu ár hvað það skipti miklu máli að fólk lærði það sem það hefði áhuga fyrir þannig að það gæti haft það að atvinnu síðar. Enda naut hans þess sjálfur í ævistarfi sínu að vinna við það sem hann hafði áhuga á. Skúli var bóndi og þrátt fyrir að líkamlegri heilsu hans hrakaði það mikið að hann yrði að láta af störfum þá var hugur hans skýr og hann fylgd- ist vel með búskapnum í Akur- nesi af sama áhuga og hann var vanur, vissi alltaf hver staðan var og gaf ráð ef á þurfti að halda. Í umgengni okkar við Skúla lærðum við að vinna. Hann leið- beindi okkur í nýjum viðfangs- efnum og var ekkert að spá í aldur í því sambandi. Ef við töldum verkefnin of erfið full- vissaði hann okkur um að við gætum þetta og þar með var hálfur sigur unninn. Með Skúla á kantinum fannst manni að maður réði við allt, hann var maður sem við treystum alltaf. Mér er minnisstætt þegar hann kenndi mér ungri að aldri að keyra, fyrsta ökuferðin var þannig að hann gekk öruggum skrefum við hliðina á traktorn- um austan af túni og heim. Við höfðum dyrnar opnar þannig að hann gat talað við mig alla leið- ina og sagt mér hvað ég ætti að gera. Smám saman urðu verk- efnin flóknari. Hann gerði kröf- ur um vandvirkni og að maður gerði hlutina vel, t.d. í heyskap þá átti að koma rétt að með baggavagnana og stoppa á rétt- um stað því annars lét hann mann bakka á rétta staðinn þó að það gæti tekið óratíma. Skúli var glettinn og mér er minnisstæður einn atburður rétt fyrir fyrstu jólin hans í Mjallhvíti, þar sem hann sýndi í verki einlægan kærleika gagn- vart börnum og gat strítt mér í leiðinni. Við mæðgur fórum til hans til að setja upp litla jólatréð sem hann átti og annað jóla- skraut. Honum þótti það full- kominn óþarfi að skreyta fyrir jólin en við vorum ákveðnar í þessu og allt var tiltækt, vant- aði bara límband sem Skúli sendi mig fram til að sækja. Þegar ég kom inn til hans aftur sátu dætur mínar með litla jóla- tréð í fanginu alsælar á svipinn og sögðu mér að Skúli hefði gefið þeim tréð, glottinu á Skúla þegar ég leit á hann gleymi ég aldrei. Eftir þetta var ekki jólatré hjá Skúla og við hlógum oft að þessu í að- draganda jóla. Síðustu árin dvaldi hann á Dvalarheimilinu og þangað var gott að koma, setjast hjá Skúla og spjalla, hann fylgdist vel með öllu sem fram fór hjá okk- ur fólkinu hans allt fram á síð- asta dag. Takk, elsku Skúli, fyr- ir allt. Guð geymi þig. Nanna Dóra Ragnarsdóttir. Skúli, föðurbróðir minn, er allur. Skúli bjó í fárra metra fjarlægð og tók þátt í uppeldi okkar systkinanna. Þar duttum við í lukkupottinn. Skúli var hávaxinn, svip- sterkur, stórhentur og stór- fættur. Hendur annarra voru litlar í samanburði við hans. Barnshönd varð að engu í lófa hans en var þar þó ávallt vel- komin. Það sama átti við um fætur hans. Kornflexpakki dugði vart til þess að taka snið- mát af fætinum á honum. Skúli var mikið hreystimenni. Það þurfti ekki mörg högg með sleggjunni til þess að reka nið- ur girðingarstaur. Ekki vílaði hann fyrir sér að færa til stærð- ar steina til þess að stífa eða stramma af girðingarstaura eða ýta fullum heyvagni af smá- böggum úr stað ef hann var ekki alveg rétt staðsettur. Þá hafði hann ekki mikið fyrir að bera 30 kg mjólkurbrúsa í sitt- hvorri hendi 100 m vegalengd. Þetta voru allt verk sem ekki voru á færi annarra að sinna og verða seint toppuð. Skúli var ósérhlífinn og hugsaði síst um sinn eigin hag við aflraunir sínar. Hann hreykti sér ekki af verkum sínum. Úti við leyfði Skúli manni alltaf að vera með í því sem verið var að gera. Lagði upp úr því að ala með manni iðjusemi. Lét ekki viðgangast að maður ynni verkin vitlaust. Hann sagði eitt sinn við mig „þú hefur ekk- ert verksvit“. Við reyndar hlóg- um svo að öllu saman enda var alla jafna stutt í glettnina hjá Skúla. Þetta veganesti hefur reynst manni vel í leik og starfi. Við fórum oft saman í bíltúr og þar á meðal inn til fjalla. Hann þuldi upp öll örnefni þannig að umhverfið lifnaði allt við. Þarna naut hann sín mjög. Benti á hentugar gönguleiðir og kenndi manni að velja bestu leiðirnar til þess að aka yfir ár. Í þessum ferðum hafði hann fulla trú á ökulagi mínu. Smalasögur og sögur af gönguferðum hafði hann gaman af að heyra. Þegar til stóð að fara í Núpana skipulögðum við það daginn áður að ég myndi hringja í hann af Lyngtungna- fjallinu. Síminn þurfti að vera tiltækur. Að loknu góðu spjalli voru fyrirmælin að hringja í hann þegar heim var komið og fá afganginn af sögunni. Að- allega held ég þó að það hafi verið til að hann vissi að allir hefðu komið heilir heim. Skúli var skipulagður og allir hlutir í föstum skorðum. Fljót- ur að taka ákvarðanir og þegar þær höfðu verið teknar var best að framkvæma eins fljótt og kostur var. Hann tók margar mjög skynsamlegar ákvarðanir varðandi sinn eigin hag þegar árin færðust yfir og stóð að því leytinu til framar mörgum öðr- um. Svör hans voru yfirleitt að sama skapi mjög skýr. Bara „já“ eða „nei“. Í spjalli okkar eitt sinn barst tal okkar að ósætti milli manna. Hann taldi að það gæti komið upp að menn deildu en svo væri það þá bara búið og menn héldu áfram. Hann gat verið fastur á sinni skoðun en vildi ekki nein illindi til langframa. Þetta var góður eiginleiki. Með okkur Skúla mynduðust náin tengsl og okkar á milli ríkti gagnkvæmt traust. Það voru mikil forréttindi að alast upp honum við hlið og njóta samvista við hann fram á sein- asta dag. Minning hans mun lifa um ókomna tíð. Anna Lilja Ragnarsdóttir. Elskulegur frændi, Skúli í Akurnesi, er látinn. Þær eru margar minningarnar sem leita í huga okkar þegar kemur að kveðjustund. Skúli var órjúfan- legur hluti af uppvexti okkar systkinanna. Hann bjó í Akur- nesi ásamt ömmu okkar og yngri bræðrum og var í augum okkar ættarhöfðingi sem við bárum mikla virðingu fyrir. Skúli var sterkur persónu- leiki, hann var góður maður, traustur vinur, hjálpsamur og einstaklega barngóður og þess fengum við systkinin að njóta alla tíð og síðar börnin okkar. Hann fylgdist alltaf vel með sínu fólki bæði í starfi og leik. Það var gott að vera í kring- um Skúla, hann var rólegur og yfirvegaður, glaður í bragði og einstakt snyrtimenni, það báru fjárhúsin hans glöggt vitni um, svo og umhverfið allt í Akur- nesi. Hann var mikill dýravinur, átti hvíta fallega hundinn Bonsó sem átti bælið sitt í forstofunni. Svo átti hann glæsilega hestinn Stjarna sem keppti og vann til verðlauna á kappreiðum á Stapasandi. Skúli var eftirsótt- ur göngumaður og gekk til dæmis Hoffellsnúpa fram á efri ár. Hann hafði einstakt lag á að hafa börn með sér í vinnu. Við munum vel þá daga þegar við vorum í kartöfluupptöku í Akurnesi og þá fannst okkur gott að skríða með Skúla í röð- inni, hann kenndi okkur bæði að setja niður og taka upp kart- öflur. Skúli las mikið, fylgdist vel með fréttum og í minningunni átti hann sitt sæti við gluggann í eldhúsinu í Akurnesi þar sem hann fylgdist með ferðum um veginn og las Moggann. Minningarnar um Skúla frænda okkar eru margar og góðar og þær munum við geyma í hjarta okkar. Að leiðarlokum viljum við þakka kærum frænda sam- fylgdina, vináttu hans og hjálp- semi við foreldra okkar alla tíð. Guð veri með þér, elsku frændi. Systkinin Grænahrauni, Jóna Ingólfsdóttir. Skúli frændi okkar hefur nú lokið þessari jarðvist og er far- inn að sinna öðrum verkum. Það var ekki hans háttur að dvelja lengi við verklok. Nei, hugurinn var alltaf kominn að því sem taka átti næst fyrir í búskapnum. Þannig hugsaði hann, lifði og vann. Æska hans og uppvöxtur var mjög frábrugðinn okkar og þær aðstæður sem mótuðu skapgerð hans allt aðrar en við bjuggum við. Á sinni ævi varð hann vitni að mestu tækni- og samfélags- breytingum sem átt hafa sér stað hingað til á Íslandi og var hlynntur öllum framförum sem léttu verkin. Nema þó kannski þeim tækjabúnaði sem Sam- bandið var með í umboðssölu enda hafði hann litla trú á kaupfélögunum og Fram- sóknarflokknum. Reyndar not- aði hann stundum lýsingarorðið að eitthvað væri „framsóknar- legt“ yfir það þegar menn köst- uðu til hendinni eða gerðu klaufaleg mistök. Skúli hélt þó alltaf í þau gildi sem voru við lýði fyrr á tímum þegar flestar nauðþurftir voru af skornum skammti og fara þurfti vel og sparlega með hlutina. Þannig átti hvert amboð sinn stað, hon- um var illa við það ef hann gat ekki gengið að hlutunum vísum og var lítið fyrir að kaupa óþarfa. Því miðlaði hann til okkar. Frá því að við vorum litlir treysti Skúli okkur alltaf fyrir því að leysa þau verk sem hann lét okkur í té og var ólatur að hafa okkur með. Hann talaði við okkur eins og við værum menn með mönnum og hafði gaman af því að fá okkur til að taka á. Fljótlega eftir að við höfðum náð tökum á því að sjá upp fyrir stýrið og ná niður á fót- stigin fórum við að keyra með hann um Akurnesjörðina og það var í raun sérstakt embætti að vera ökumaðurinn hans. Þeim áfanga náðum við allir fyrir fermingaraldur, slíkt var traustið. Skúli var óvenjuhraustur og stórgerður á líkama og sál og hnullungarnir sem hann setti við hornstaurana á girðingunni upp með Laxá munu bera þess vitni um ókomna tíð. Hann var ákaflega lítið fyrir að viður- kenna að hann kenndi sér meins. Þó sýndi hann því fullan skilning ef okkur varð mis- dægurt, það var bara aldrei neitt sem beit á hann. Eitt sinn kvartaði Sveinn undan haus- verk við Skúla. Hann glotti, taldi það nú vera einhverja ímyndunarveiki, kannaðist ekki við að hafa fundið fyrir slíku á sinni ævi. Sveinn trúði því ekki og spurði hvort hann hefði virkilega aldrei fengið haus- verk. Þá svaraði Skúli að bragði og sagðist einu sinni hafa fengið hausverk á ævinni, fyrir nokkuð mörgum árum þegar hann hafi verið að smala niðri í Stein- grímslandi. Var það svo óþægi- legt að á endanum þurfti hann að leggjast flatur á bakið og bíða á meðan verkurinn gekk yfir. Ekki gerði hann sér grein fyrir því hvað það var langur tími en á endanum gat hann þó staðið upp og komið sér heim. Hann sagði þó að hann hefði verið hálf linur í annarri hlið- inni í svolítinn tíma á eftir. Þetta var í eina skiptið sem þeir ræddu um hausverki sín á milli. Okkar gæfa er sú að hafa alist upp með Skúla og fengið að njóta samverustunda og ráð- legginga hans fram á seinustu stundu. Minning hans mun lifa. Birgir Freyr Ragnarsson, Sigurður Ragnarsson, Sveinn Rúnar Ragnarsson. „Það þýðir ekkert annað en að gera þetta almennilega fyrst að menn ætla að gera þetta á annað borð“ hafði Skúli að segja um svo til allar fram- kvæmdir. Það flýgur í gegnum hugann við skrifin. Það er margs að minnast frá liðnum árum og áratugum við fráfall Skúla í Akurnesi. Við frá Seljavöllum áttum mikla sam- leið með honum, enda var mikil samvinna á milli bæjanna Akurness og Seljavalla alla tíð. Við hugsum með þakklæti til alls sem Skúli gerði fyrir okkur. Þó að Skúli hafi ekki átt sína eigin fjölskyldu þá voru margir sem höfðu mikið samneyti við hann, bæði ungir og aldnir. Skúli hóf búskap ungur að ár- um og var alla sína tíð fyr- irmyndarbóndi í Akurnesi. Hann átti góðar skepnur og var mikill ræktunarmaður sem sést best á því hversu kartöflurækt á Akurnesi hefur blómstrað í gegnum árin. Hann var klett- urinn í Akurnesi, hörkudugleg- ur og snyrtilegur í allri um- gengni. Það er enn þann dag í dag snyrtilegt og gott bú í Akurnesi. Hann var barngóður og alltaf ánægjulegt að vera með honum við leik og störf. Hann kenndi okkur að vinna og gat sagt okk- ur til við aksturinn þó að hann væri ekkert fyrir það að aka sjálfur. Skúli var heimakær, en í þau skipti sem við buðum hon- um að ferðast með okkur var hann góður ferðafélagi. Hann var víða kunnugur staðháttum og fólki. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar við fórum austur á Bakkafjörð og komum þar við í litlu kaupfélagi. Þegar fjölskyldan kom út úr búðinni var Skúli hvergi sjáanlegur. Þá stóð hann við afgreiðsluborðið skellihlæjandi. Hann keypti naglbít sem hafði verið til í Kaupfélaginu óverðmerktur til fjölda ára. Þessi naglbítur er eflaust ennþá til í Akurnesi. Á bolludagsmorgni þegar við Eiríkur bróðir vorum litlir ákváðum við að stika út í Akur- nes til þess að flengja þar heim- ilisfólkið. Það kom í minn hlut að flengja Skúla og Hauk bróð- ur hans. Ég óttaðist að þeir myndu ekki taka mér vel í það skiptið. Ég ruddist inn til Skúla með miklum bægslagangi með prik á lofti. Hann greip prikið, hratt og örugglega og skellihló að uppátækinu. Honum fannst það bráðfyndið. Skúli var hæfileikaríkur mað- ur og greindur. Þegar deilt var um jarðamörk og önnur mál var oft leitað til Skúla og efaðist engin um hans dómgreind, enda var hann bæði sannsögull og heiðarlegur. Hann var mikill göngumaður, hávaxinn og ótrúlega sterkur. Þegar ég fór í göngur með frændum mínum Skúla og Leifa átti ég erfitt með að halda í við þá þrátt fyrir að vera helmingi yngri. Það var ekki fyrr en Skúli var á áttræðisaldri að hann leit- aði fyrst til læknis, enda var hann þvílíkt hraustmenni. Þar fannst hann hvergi á sjúkra- skrá. Skúli dvaldi síðustu árin á Dvalarheimilinu Mjallhvíti á Höfn og var nokkuð ánægður með dvölina. Þegar ég sagði að ég ætti að koma oftar í heim- sókn þá svaraði hann að ég ætti ekki að vera að tefja mig á því. Þó að það liðu jafnvel mánuðir á milli heimsókna þá var það alltaf eins og við hefðum hist í gær. Við gátum talað um allt, ekki síst innansveitarmál og lands- málin. Hann hafði sterkar skoð- anir á þjóðfélagsmálum og mik- ill sjálfstæðismaður. Skúla í Akurnesi verður nú tekið vel með opnum örmum á góðum stað. Minning hans mun lifa í hjörtum okkar. Aðstandendum votta ég inni- lega samúð mína. Hjalti Egilsson og fjöl- skylda, Seljavöllum. Skúli Jónsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda i ll i undirbúnings og framkvæmd útfar r ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu o umhyggju að leiðarljósi og f fa legum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.