Morgunblaðið - 23.03.2019, Page 38

Morgunblaðið - 23.03.2019, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 ✝ Friðrik BjörnGuðmundsson fæddist á Sauðár- króki 17. janúar 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 9. mars 2019. Foreldrar hans voru Margrét Frið- riksdóttir, f. 18. febrúar 1909, d. 13. apríl 1986, og Guðmundur Kristinn Guðmundsson, f. 7. október 1907, d. 14. október 1963, þau skildu. Albræður Friðriks eru Axel Guðmundur, f. 27. júní 1935, og Reynir Sigursteinn, f. 18. júní 1938, d. 22. júní 1987. Hálfsystk- ini Friðriks samfeðra eru Guð- rún Birna, f. 1942, d. 2003, Gunnþór, f. 1944, Rannveig Erla, f. 1946, d. 1974, Elínrós Kristín, f. 1947, Ingibjörg, f. 1948, d. 2009, og Erlendur, f. 1957. Friðrik kvæntist 22. desem- Einarsdóttur grunnskólakenn- ara, f. 1961, þeirra dóttir er Anna Margrét, flugfreyja og viðskiptafræðingur, f. 1991, í sambúð með Hilmari Þór Hilm- arssyni, f. 1990, þeirra sonur er Hilmar Rafn, f. 2014. Friðrik ólst upp á Ingveldar- stöðum á Reykjaströnd hjá móðurforeldrum sínum til 14 ára aldurs en þá flutti hann til móður sinnar á Sauðárkróki. Friðrik lauk námi frá Iðnskól- anum á Sauðárkróki. Hann vann ýmis störf en lengst af vann hann hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga sem skipaafgreiðslumaður, á skrifstofu og við almenn versl- unarstörf og var honum veitt heiðursmerki Kaupfélagsins fyrir langt og farsælt starf. Friðrik var virkur í félags- málum og var oft valinn til trún- aðarstarfa. Hann sat m.a. í stjórn Hestamannafélagsins Léttfeta og í stjórn Vindheima- mela, í stjórn Verslunarmanna- félags Skagfirðinga og í stjórn Félags skipaafgreiðslumanna. Þá var Friðrik félagi í Rótarý- klúbbi Sauðárkróks til margra ára. Útför Friðriks fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 23. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. ber 1957 Frið- björgu Vilhjálms- dóttur, f. 29. júní 1938 frá Syðra- Vallholti. Friðbjörg var grunnskóla- kennari á Sauðár- króki. Þau bjuggu allan sinn búskap á Sauðárkróki en dvöldu einnig í sumarbústað sínum í Hólkoti á Reykja- strönd. Börn þeirra eru: Margrét, f. 20. september 1957, skólameist- ari Menntaskólans í Kópavogi, gift Eyvindi Albertssyni endur- skoðanda, f. 1955, þeirra sonur er Bjarni Þór læknir, f. 1974, bú- settur í Edinborg, en hann á fjögur börn, Kolbrúnu Ósk, f. 1994, Eyvind Erni, f. 2001, Mar- gréti Maríu, f. 2006, og Krist- ófer Orra, f. 2008, með Lindu Björk Hafþórsdóttur, f. 1975. Steingrímur Rafn, f. 14. mars 1961, flugstjóri hjá Air Iceland Connect, kvæntur Pálín Ósk Komið er að kveðjustund. Faðir minn, félagi og vinur, Friðrik Björn Guðmundsson, lést laugardaginn 9 mars sl. eftir stutta sjúkralegu. Það duldist okkur ekki, eftir að pabbi var lagður inn á sjúkra- hús um miðjan febrúar, að nú væri stutt í endalokin og segja má að hann hafi ekki síður gert sér grein fyrir þeirri vegferð sem framundan var og tók hann þeirri áskorun eins og honum var einum lagið. Með æðruleysið að vopni. Það hjálp- aði okkur heilmikið að sjá og finna hve pabbi var sáttur við þau málalok en þrátt fyrir að líkamlegt þrek væri að þrotum komið þá var hann enn með skýra hugsun og hafði hana allt til enda. Varð honum m.a. á orði að nú væri „ellikelling far- in að banka á dyrnar“ hjá sér og að hann væri nú kominn „þangað sem allir vildu verða en enginn vill vera“. Nefnilega, allir vildu verða gamlir en eng- inn vildi vera gamall. Pabbi var mesti rólyndis- og öðlingsmaður. Ljúflingur hinn mesti og hjálpsamur hverjum þeim er leitaði til hans, bæði innan fjölskyldunnar og langt utan hennar. Ekki man ég til þess að hann hafi skipt skapi þótt honum væri nú kannski ekki allt að skapi. Þá einfald- lega lét hann það ekki í ljós. Hann hafði jafnaðargeð og úr- ræðagóður var hann svo eftir var tekið. Hann valdist til ým- issa trúnaðarstarfa tengdra vinnu sinni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sem og hjá fé- lögum er tengdust hans áhuga- málum í gegnum tíðina. Hann var til fjölda ára formaður kjör- stjórnar fyrir forseta-, alþingis- og sveitastjórnarkosningar. Hann gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir hestamanna- félagið Léttfeta og sat um ára- bil í framkvæmdastjórn fyrir Landsmót hestamanna á Vind- heimamelum. Hann var og fé- lagi í Rótarýklúbbi Sauðár- króks í mörg ár og þótti afar vænt um þann félagsskap. Þrátt fyrir annir í félagsmálum þá gleymdi hann ekki hlutverki sínu sem faðir og félagi. Við höfum margt brallað saman í gegnum tíðina, á Reykja- ströndinni þar sem reistur var sumarbústaður á sælureitnum, í Hólkoti, er ég var á unglings- aldri. Við fjölskyldan höfum svo sannarlega notið verunnar á Ströndinni með foreldrum mínum. Girðingarvinna, smal- anir, kartöflurækt og lögð sil- ungsnet í fjöruborðinu. Pabbi lét mig ávallt finna að hann var til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína. Það var gott að leita til hans varðandi hvers kyns hugðarefni mín, studdi mig í einu og öllu. Hann var mikill náttúruunnandi og víð- lesinn, hvort sem um var að ræða byggðasögu Skagafjarðar eða sögu lands og þjóðar, til sjávar og sveita. Aldrei kom maður að tómum kofanum hjá honum. Hann hafði oft á orði við mig, þegar ég var að ferðbúast í lengri eða styttri gönguferðir, að hann væri með mér í anda enda hafði hann les- ið sér vel til um alla staðhætti. Hallgrímur Pétursson orti: Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta; varast spjátur, hæðni og hlátur, heimskir menn sig státa. Mér finnast þessi orð eiga mjög vel við hann föður minn. Svona man ég hann og svona mun ég ætíð minnast hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Steingrímur R. Friðriksson. Elsku Fiddi, tengdafaðir minn. Það er með miklum trega sem ég kveð þig hinsta sinni. Þó er það huggun harmi gegn að nú er þjáningum þínum lokið en síðustu tvær vikurnar voru þér og okkur fjölskyldunni erf- iðar þar sem hvorki duldist þér né okkur í hvað stefndi. Þú tókst á við nýju áskorunina af æðruleysi eins og þér einum var lagið. Létta lundin þín var með þér allt til enda og hjálp- aði okkur sem stóðum hnuggin við rúmgaflinn og gátum lítið gert nema létta þér stundirnar með sögum og móttaka góðlát- legar athugasemdir þínar og hnyttni. Þú kvaddir okkur af þeirri hæversku er ávallt fylgdi þér og við gátum séð hve létt var yfir þér er þú fórst. Það var ekki þinn vilji að þurfa að dvelja nær því ósjálfbjarga á stofnun lengur en þörf var og þú kvaddir sáttur við Guð og menn á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar þann 9. mars síðastliðinn. Það var mitt gæfuspor að rata inn í fjölskylduna hans Steina fyrir hart nær fjörutíu árum síðan. Það var ekki síst þér og Bíbí að þakka. Þið tók- uð mér opnum örmum og þú umvafðir mig þeirri hlýju og ástríki er ávallt fylgdi þér. Fyrir það vil ég nú þakka þér. Ég bið þig Guðs blessunar og sendi þér þessar ljóðlínur Ingi- bjargar Sigurðardóttur: Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Pálín Ósk. Það eru margar og góðar minningar sem fara í gegn um kollinn á mér, þegar ég sest niður og skrifa nokkur minn- ingarorð um kæran tengda- föður minn, Friðrik Björn Guðmundsson, sem lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 9. mars sl. í faðmi fjölskyldunnar. Það eru að nálgast fimmtíu ár frá því að ég kynntist Frið- riki, eða Fidda eins og hann var alltaf kallaður, þegar ég fór að gera hosur mínar græn- ar fyrir dóttur hans. Allt frá fyrsta degi tók hann mér mjög vel og hefur reynst mér sann- ur vinur í raun alla tíð. Það var alltaf gott að leita til hans með hvað sem var og hann hefur stutt okkur Maggý, dóttur sína, með ráð og dáð, t.d. þeg- ar við réðumst í okkar fyrstu fasteignakaup. Honum þótti heldur ekki verra að hestamennska var stunduð í minni fjölskyldu og náðu þeir mjög vel saman hann og pabbi minn. Þeir gátu eytt löngum stundum í að ræða hesta og hestamennsku. – Því var það þeim báðum mik- il gleði þegar við Maggý hófum okkar hestamennsku og Bjarni Þór sonur okkar átti þá báða sem fyrirmynd í sinni hesta- mennsku. Flestir þeir hestar sem við höfum átt, voru komn- ir úr þeirra ræktun. Alla tíð var Fiddi tengda- faðir minn einstaklega ljúfur og geðgóður maður og í raun kletturinn í fjölskyldunni þó hann færi fínt með það. Hann var ekki að æsa sig yfir hlutunum heldur ræddi málin af yfirvegun og um- hyggju. Hann var einstaklega fróður um alla hluti og ætt- fræði var honum í blóð borin. Fiddi var vel lesinn og hafði yfirsýn yfir fjölmargt þannig að alltaf var hægt að leita upp- lýsinga hjá honum um hvað sem var. Fljótlega eftir að við Maggý byrjuðum að búa, fóru þau Bíbí og Fiddi að koma suður til okkar þar sem við eyddum jól- unum saman. Við sögðum oft að jólin væru komin þegar þau voru mætt til okkar. Það fór reyndar svo um síðustu jól að Fiddi treysti sér ekki suður til að halda jólin með okkur og voru það fyrstu jólin sem við höfum ekki verið saman um áratuga skeið. Við höfum líka verið dugleg að ferðast saman, bæði innan- lands og erlendis. Síðustu ferð- ina okkar saman fórum við í september sl. til Spánar, þar sem við Maggý höfum komið okkur upp afdrepi. Fiddi var ekki viss hvort hann gæti kom- ið með okkur en þegar styttist í ferðina, þá var hann tilbúinn. Hann naut lífsins í hitanum á Spáni og hafði orð á því í lok ferðar að við hefðum átt að vera lengur en í eina viku. Ég vil að lokum þakka hon- um Fidda tengdaföður mínum kærlega fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig og fyrir að hafa reynst mér svo vel. Bíbí, tengdamóður minni og fjöl- skyldunni allri, sendi ég inni- legar samúðarkveðjur við frá- fall tengdaföður míns. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stíð. (V. Briem) Eyvindur Albertsson. Hratt fer nú fækkandi því fólki, sem starfaði hjá Kaup- félagi Skagfirðinga síðari hluta tuttugustu aldar og maður átti samleið með, sumum í tugi ára. Friðrik Guðmundsson var starfsfélagi minn í áratugi og góður vinur þess utan. Allan þann tíma sem við þekktumst áttu þau hjónin, hann og Friðbjörg Vilhjálms- dóttir, heima við Hólmagrund- ina á Sauðárkróki, í húsi númer 10 við þá götu. Friðbjörg, sem flestir þekkja sem Bíbí, starfaði lengi sem handmenntakennari við Grunnskólann á Sauðár- króki, lifir mann sinn og þau hjónin voru alla tíð afar sam- rýnd og heimili þeirra einstakt á alla vegu, gestrisni mikil og við brugðið. Snyrtimennsku þeirra hjóna beggja var einstök og viðmótsgóð voru þau bæði og samhent í því sem öðru. Þau hafa í mörg ár átt frístundahús á Reykjaströnd á landi eyði- jarðarinnar Hólkots og eytt þar mörgum, góðum stundum, bæði tvö ein og með fjölskyldu sinni og gestum. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, þeirra Margrétar skólameistara og Steingríms Rafns, flugstjóra sem eiga bæði maka, börn og barnabörn. Friðrik og Friðbjörg voru bæði mikið hestafólk og áttu margar ánægjustundir við að ríða út og sinna um hrossin sín meðan það stóð. Einnig voru þau bæði mjög virkir þátttakendur í félags- málum hestamanna, en þeim þætti veit ég að félagar þeirra í hestamannafélögunum í Skaga- firði muni gera skil. Friðrik var eins og komið hefur fram þegar, einstaklega umgengnisgóður og vænn fé- lagi á vinnustað. Hann bjó yfir mikilli skap- stillingu, þótt ég hafi grun um að hann hafi ekki haft minna skap en aðrir en kunni hins- vegar að stýra því. Samvisku- semi hans og snyrtimennska var einstök og öllu sem hann átti að sinna sinnti hann vel og skilaði jafnan vel unnu dags- verki. Að leiðarlokum vil ég þakka Friðriki langa vináttu og sam- vinnu í starfi og leik sem aldrei brá skugga á. Megi hann hvíla í þeim friði sem hann hefur til unnið. Eiginkonu hans og börn- um vottum við hjón okkar inni- legustu samúð. G. Þorkell Guðbrandsson. Nú þegar sólin er farin að hækka á lofti og lyfta sér vel yfir fjallahringinn hér í Skaga- firði, þá kvaddi vinur okkar Friðrik Guðmundsson, eða Fiddi eins og hann var alltaf kallaður, þetta jarðlíf og hélt til sumarlandsins og vorkomunnar á hinum grænu grundum. Kynni okkar hófust fyrir meira en fjörutíu árum, þar sem konur okkar unnu saman í skólanum og úr varð góður vin- skapur, sem við þökkum af heilum hug. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn á Hólma- grundina í kaffi og gott spjall um málefni líðandi stundar eða heyra hann segja sögur frá lið- inni tíð um sjómennsku og skemmtilega trillukarla á Króknum eða eitthvað annað á sinn gamansama hátt. Á heimili þeirra hjóna Bíbíar og Fidda ríkti glaðværð og góð nærvera og þar voru samhent hjón sem stigu saman lífsdansinn. Við kveðjum nú góðan vin okkar með virðingu og þökk fyrir alla samveruna og vinátt- una á liðnum áratugum. Á kveðjustund er þungt um tungutak og tilfinning vill ráða hugans ferðum. Því kærum vini er sárt að sjá bak og sættir bjóða Drottins vilja og gjörðum. En Guðs er líka gleði og ævintýr og góð hver stund er minningarnar geyma. Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr á ferð um ljóssins stig, og þagnar- heima. (Sig Hansen) Elsku Bíbí og fjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Sigurbjörg og Jón. Friðrik Björn Guðmundsson Hinsta kveðja til Ingu. Þann 10. mars sl. var Inga, æskuvin- kona mín til 73 ára, borin til grafar. Við vorum tveggja og þriggja ára er við kynntumst, aldar upp í húsum hlið við hlið á Urðarstígn- um. Þau voru björt, bernskuárin, og ótal minningar vakna. Guðfinna Inga Guðmundsdóttir ✝ Guðfinna IngaGuðmunds- dóttir fæddist 13. maí 1943. Hún lést 26. febrúar 2019. Útför Guðfinnu Ingu fór fram 8. mars 2019. Inga var afar vönduð og góð, og fyrirmynd mín. Ég minnist orða eitt- hvað á þessa leið: „Þú átt að vera stillt og prúð eins og hún Inga í Kambi.“ Inga, með rauða þykka fallega hárið sitt niður á bak, mig langaði mikið að hafa hár eins og hún. Örlögin höguðu því svo að yndisleg dóttir hennar, Ninna, tengdist fjölskyldu minni í mörg ár. Enn man ég gleði móður minnar er hún vissi hverra manna Ninna var, vissi sem var að það var sómafólk sem að henni stóð. Samverustundum okkar vin- kvennanna fækkaði nokkuð er leið á árin, en alltaf var tryggðin og væntumþykjan til staðar, fyrir það er ég af hjarta þakklát. Inga átti sterka trú, og ég veit að það var henni styrkur í þeim erfiðleikum sem veikindi Ninnu og andlát, og veikindi hennar sjálfrar voru fjölskyldunni. Guð gefi þeim styrk. Í gamla minningabók skrifaði Inga mín fyrir margt löngu, með sinni flottu rithönd, „ þín vinkona að eilífu, Inga“. Ég geri þessi orð að mínum og kveð Ingu með mikl- um söknuði, þín vinkona að eilífu, Kolla. Guð blessi minningu hennar. Geng ég um gamla stíginn, geymd eru okkar spor. Til viðar þín sól er sigin, en senn kemur aftur vor. (ke) Kolbrún Eiríksdóttir. Það er alltaf sárt að kveðja samferðamenn hinstu kveðju, ekki síst þegar þeir hafa gert stundirnar gleðilegri og kærari með nærveru sinni og hæfi- leikum. Við kveðjum nú Guðfinnu Ingu Guðmundsdóttur kennara. Hún var ein af þeim sem gera góðar stundir betri. Þau sem störfuðu með og þekktu kennaraferil Ingu ljúka upp einum munni um að kennsla hafi farist henni sérstaklega vel úr hendi og hún verið afar um- hyggjusöm um nemendur og holl samstarfsfólki. Við hin þekktum hana vegna kynna innan vébanda Félags kennara á eftirlaunum þar sem hún starfaði heils hugar ásamt Kristjáni eiginmanni sínum. Það er raunar erfitt að geta um annað þeirra án þess að nefna hitt eins samhuga og þau voru alltaf, „voru eitt“ í bestu merkingu þess orð- taks. Á vegum Félags kennara á eftirlaunum starfar blandaður kór eldri kennara, sem við köllum EKKÓ kórinn. Inga og Kristján voru þar bæði öflugir liðsmenn. Inga var formaður kórsins um nokkurt skeið. Formennska hennar var örugg og hógvær eins og hún sjálf. Nú er Inga horfin okkur í bili. Við söknum hennar og kveðjum með versi í þýðingu Bjarna Kon- ráðssonar sem við sungum svo oft saman og nú síðast að henni lát- inni í hennar minningu Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. Kæri vinur Kristján og fjöl- skylda. Innilegar samúðar- kveðjur frá kórfélögum. Fyrir hönd EKKÓ kórsins, Emil Ragnar Hjartarson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.