Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 ✝ EiríkurBjarnason fæddist í Bolungar- vík 13. september 1927. Hann lést á Landspítalanum 2. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Halldóra Benediktsdóttir, f. á Brekkubæ í Nesjahreppi, Hornafirði, 6. nóvember 1892, d. 2. september 1966, og Bjarni Eiríksson, f. á Hlíð í Lóni, Bæjarhreppi, 20. mars 1888, d. 2. september 1958. Eiríkur átti fjóra bræður, Björn, f. 1919, d. 1999, Halldór, f. 1920, d. 1998, Benedikt, f. 1925, Bjarni, f. 1961, d. 12. júní 2017. M. Lára Valgerður Albertsdóttir, f. 7. júlí 1964, b. Brynja, f. 18. apríl 1994 . Þau slitu samvistum. Samferðakona Eiríks hin síð- ari ár var Ingibjörg Johannesen, f. 4. október 1930, d. 22. janúar 2010, b. Jón Ásgrímur, f. 1955, Halldóra, f. 1956, Ingibjörg, f. 1957, d. 2012. Að loknu barnaskólanámi fyr- ir vestan lá leiðin í Mennta- skólann á Akureyri og svo í Há- skóla Íslands. Eiríkur út- skrifaðist sem læknir árið 1956. Árið 1957 fluttu þau Erla til Sví- þjóðar þar sem Eríkur sérmennt- aði sig í augnlækningum. Fjöl- skyldan flutti aftur til Íslands 1967. Eftir heimkomu rak Eirík- ur eigin augnlæknastofu fram til starfsloka. Útför Eiríks fór fram í kyrr- þey 4. mars 2019. d. 2010, og Birgi, f. 1931. Eiríkur giftist Erlu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingi 24. mars 1956, f. 6. júní 1932, d. 13. ágúst 1990. Börn: stúlka, f. 25. maí 1957, d. 25. maí 1957, drengur, f. 25. október 1958, d. 25. október 1958, Auð- un, f. 6. febrúar 1959. M. Hrefna Rúnarsdóttir, f. 27. ágúst 1961, b. Erla, f. 2. febrúar 1991, Gerður, f. 2. febrúar 1991, Kristín, f. 21. ágúst 1992. Þau slitu samvistum. M. Mona Hitterdal, f. 17. október 1965 Þegar ég hugsa til Eiríks Bjarnasonar kemur upp í hugann orðið drengskaparmaður. Það sem einkenndi allt hans far var heiðarleiki, manngæska, ötul sinna og hófsöm glaðværð. Eiríkur var fæddur í Bolung- arvík 13. september 1927, sonur hjónanna Halldóru Benedikts- dóttur húsfreyju og Bjarna Ei- ríkssonar útgerðarmanns og kaupmanns, en þau voru aðflutt í Bolungarvík, og ættuð úr sveitum á suðausturhorni landsins, Lóns- sveit og Nesjum í Hornafirði. Hann var næstyngstur fimm sona þeirra hjóna, en hinir voru Björn, Halldór, Benedikt og Birgir, sem er yngstur og einn lifir þeirra. Eiríkur útskrifaðist stúdent frá MA 1947, og tók læknispróf frá HÍ 1956. Eftir þjálfun við almenn læknisstörf hérlendis fór hann til Svíþjóðar og sérhæfði sig í augn- sjúkdómum, og kom víða við, m.a. 1957-‘59 í Kiruna í Norður-Sví- þjóð, sænska Lapplandi, og við Karolinska sjukhuset í Stokk- hólmi 1959-‘60, síðan Centrallasa- rettet í Boden 1960-‘64 og þá við Centrallasarettet í Norrköping 1965-‘67. Þá fluttist fjölskyldan heim til Íslands, og starfaði Eirík- ur sem augnlæknir á eigin stofu og ráðgefandi sérfræðingur við Borgarspítalann. Hann fór á hverju sumri um langt skeið í augnlækningaferðir um Vestfirði. Árið 1956 gekk hann í hjóna- band með Erlu Pálsdóttur, hjúkr- unarfræðingi, sem var fædd 1932 í Hnífsdal, dóttir Jensínu Sæunnar Jensdóttur, húsfreyju og Páls Þórarinssonar, sjómanns, yngst þriggja systra, látin er Guðrún, elsta systirin, en ein lifir Kristín. Erla og Eiríkur eignuðust tvo syni, Auðun, sem á þrjár dætur með Hrefnu Rúnarsdóttur, þær Gerði, Erlu og Kristínu, og búa þau öll í Noregi, en þau Hrefna skildu að skiptum. Bjarni, yngri sonurinn, lést 2017, en Brynja er dóttir hans og Láru Valgerðar Al- bertsdóttur eiginkonu hans. Erla lést árið 1990, eftir stutt en erfið veikindi, og var öllum harmdauði, aðeins 58 ára gömul. Og mikill var harmur Eiríks við fráfall Bjarna sonar síns. Eiríki var lán í því að kynnast Ingibjörgu Johannesen, sem var ekkja, og voru þau nágrannar. Þau höfðu félagsskap í 19 ár, en hún lést 2010. Við Agnes Engilbertsdóttir giftum okkur árið 1967. Það var ekki lítill fengur, sem óvænt fylgdi mínum góða ráðahag. Agnes hafði bundist vináttuböndum við þau hjónin, Erlu og Eirík. Þær Erla höfðu lengi verið nánar vinkonur, og Agnes hafði gert sér ferð og heimsótt þau hjónin, meðan þau bjuggu í Kiruna í Norður-Svíþjóð, en þangað norður flaug hún með viðkomu í Stokkhólmi. Slík lang- ferð í heimsókn til vina var ekki al- geng í þá daga. Eiríkur var mikill áhugamaður um náttúruna, um mannlíf allt og um sögu og staðhætti og las sér til. Einnig nutu hann og Erla tón- listar. Hann dundaði sér við bók- band og vandaði til verka í því sem öðru. Hann naut sín úti í nátt- úrunni, og má nefna það, að hann gekk á Kebnekaise, hæsta fjall Svíþjóðar, sem er í Lapplandi Norður-Svíþjóðar. Hjónin ferðuð- ust mikið um Ísland. Eiríkur hafði sérstaklega áhuga á Vestfjörðum, og fór margar gönguferðir um Hornstrandir, Aðalvík, Jökulfirði og Austurstrandir með hóp sinn, Flokk Eiríks Bjarnasonar, og fékk ég aðild að þeim góða hópi, sem voru 5-7 daga gönguferðir í júlí, með bakpoka og tjald, með sjó fram og yfir fjallaskörð, og forn- um gönguleiðum fylgt. Eftir- minnileg eru okkur Agnesi um- mæli Eiríks eitt sinn er við vorum í heimsókn hjá þeim á góðviðris- degi í Geitlandi 5, þegar hann sagði með áherslu: „Einn góður dagur á Íslandi er eins og vika í út- löndum.“ Við hjónin kveðjum þennan góða mann með söknuði, og minn- umst jafnframt Erlu. Gunnsteinn Gunnarsson. Við Eiríkur hittumst fyrst í Há- skóla Íslands, í Læknadeildinni, árið 1950. Hann var þá búinn að vera tvö ár í deildinni enda tveim- ur árum eldri en ég. Hann stefndi á sérnám í augnlækningum en í þá daga urðum við sjálfir að verða okkur úti um stöður í framhalds- námi. Við litum báðir til Svíþjóðar og úr varð að Eiríkur hélt utan ár- ið 1957 og settist fyrst að í Kiruna í Norður-Svíþjóð og starfaði næstu árin á augndeildum sjúkra- húsa víða í Svíþjóð sem ekki verð- ur rakið hér. Eftir að hann flutti til Norrköp- ing varð samgangur á milli fjöl- skyldna okkar greiðari og tíðari þar sem mín fjölskylda bjó þá í Linköping. Þau hjónin Eiríkur og Erla héldu fyrst utan með Gullfossi til Kaupmannahafnar og þegar við kvöddumst á hafnarbakkanum dró Eiríkur upp úr vasa sínum peningaveski og rétti mér kynstr- in öll af strætómiðum sem hann sagði að kæmu mér að meiri not- um en sér. Svona var Eiríkur, fór vel með og sóaði engu að óþörfu. Annað dæmi um nákvæmni Eiríks var þegar Jóhanna dóttir okkar hafði gleymt bangsanum sínum hjá þeim síðustu nóttina sem við gistum í Svíþjóð áður en við héld- um til langdvalar í Eþíópíu árið 1965. Þegar við hittumst aftur tveimur árum síðar fékk hann henni bangsann sem hann hafði gætt vel og vandlega og gleðin skein úr augum þeirra beggja. Hann kunni þá list að gleðjast í stóru sem smáu. Í tómstundum meðan kraftar leyfðu fékkst Eiríkur við bókband og liggur eftir hann fjöldi fagur- lega innbundinna bóka. Fyrir all- mörgum árum varð Eiríkur fyrir því óláni að hryggjarliður í hálsi losnaði með þeim afleiðingum að hann lamaðist illa á hand- og fót- leggjum. Hann átti því erfitt með gang en lét það ekki aftra sér. Var tíður gestur í Vesturbæjarlaug- inni og „skakklappaðist“, eins og hann sjálfur orðaði það, um Vesturbæinn þar sem við höfum báðir verið búsettir síðustu ár, nánast hlið við hlið. Við fórum saman í margan göngutúrinn og enduðum oftar en ekki heima hjá öðrum hvorum okkar, settumst út á svalir ef vel viðraði og fengum okkur kaffi eða dreyptum á guða- veigum, alltaf úr fallegum glösum. Eiríkur var víðlesinn bæði á bundið og óbundið mál. Lærði á sínum æskuárum heilu ljóðabálk- ana utan að, t.d. Gilsbakkaþulu sem hann mælti af munni fram fyrir mig nú fyrir stuttu. Eiríkur var tónelskur og fastagestur tón- leika Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Hann kenndi mér að njóta tónlistar í ríkari mæli en ég hafði áður gert og fræddi mig um mörg sígild tónverkin og höfunda þeirra. Wagner var í sérlegu uppáhaldi hjá Eiríki. Hann sagði mér eftir Jóni Leifs að maður yrði að hlusta sjö sinnum á óperur til að ná þeim fyllilega. Við Inga Dóra heitin, eiginkona mín, vorum sammála þessu. Hér með kveð ég góðan dreng með hinstu samúðarkveðjum og þakklæti fyrir allt og allt. Einar Ó. Lövdahl. Það er margt sem mótar okkur á ungdómsárunum, bæði um- hverfi og fólk. Ég var svo heppinn að kynnast Eiríki níu ára gamall, þá nýbyrjaður í Breiðagerðis- skóla. Bjarni sonur hans var líka nýkominn í skólann og af því að við komum seinastir í skólann þetta haust sátum við saman og urðum góðir vinir. Eiríkur reynd- ist mér vel og fékk ég að taka þátt í ýmsum viðburðum fjölskyldunn- ar: sundferðum á laugardags- morgnum, ferðalögum með vinum Eiríks og Erlu og margt fleira. Allt frá því að ég kynntist Eiríki fyrst þá átti hann alltaf jeppa. Fyrst var það Ford Bronco og var ótrúlegt hverju hann gat komið af útivistardóti í bílinn því ekki var farangursrýmið stórt. Svo fékk hann sér veglegan Scout-jeppa sem var virkilega flottur bíll. Fyrsta sumarið eftir að ég fékk bílpróf eignaðist ég bíl og fór á honum til Bolungarvíkur að vinna. Við Bjarni skutluðust suður eina helgina til að ná í hljómflutnings- græjur Bjarna en á leiðinni suður þá sprakk á dekki. Það var enginn annar bíll á mínu heimili svo ég spurði Eirík hvort hann gæti skutlað mér með dekkið á hjól- barðaverkstæði. En þá var hann með betri hugmynd: ég gæti tekið Scout-jeppann og skutlað honum í vinnuna og sótt hann svo þegar hann væri búinn að vinna. Þarna sýndi sig það traust sem Eiríkur bar til annarra, hann lánaði glæ- nýja og rándýra bílinn sinn ung- lingsstrák sem var nýkominn með ökuskíreini, og gerði það oftar en einu sinni. Svo fékk hann sér Lödu Sport- jeppa sem þótti augljóslega ekki alveg eins flottur og Scout-jepp- inn. Þá reyndi ég að hrekkja hann með því að þetta væri nú ekki al- mennilegur bíll. En alltaf var sama hógværðin hjá Eiríki: „hann stendur alltaf fyrir sínu“ var svar- ið. Eina vísbendingin um að hann væri ekki alveg sáttur við nýja bíl- inn var loðhúfa sem komið var fyr- ir yfir stangirnar á millikassanum og reyndist það vera til að minnka hávaðann frá millikassanum. Eiríkur var umhverfissinni og var sá fyrsti sem ég vissi um sem endurnýtti jólapappír. Auðvitað var gert grín að þessu en hann lét það ekkert á sig fá. Hann fór árlega um tíma um Vestfirði sem augnlæknir og hafði gríðarlega gaman af því. Í einu þorpinu, fyrir vestan, kom maður með „slæman“ augnsjúkdóm sem Eiríkur gat ekki greint og sagði það manninum. En viðkomandi sagðist þurfa lyf og það strax. Þá fór Eiríkur bakatil og setti salt- blöndu í dropaglas og viti menn, viku seinna hringdi maðurinn í Ei- rík og þakkaði honum fyrir lyfið því að það hefði alveg bjargað honum. Þá gat hann verið skemmtilega utan við sig. Hann fór ekki alltaf á bílnum sínum í vinnuna og því gat það gerst að hann fór á bílnum á morgnana en gleymdi honum svo í bænum þegar vinnudegi lauk og uppgötvaði mistökin ekki fyrr en hann var kominn heim með strætó. Eftir situr í minningunni skemmtilegur maður sem reynd- ist mér ótrúlega vel. Hann hafði gríðarlegt traust á fólkinu í kring- um sig og hafði mikil áhrif á minn uppvöxt og sýn mína á lífið með því að sýna hvernig hægt væri að lifa í sátt og samlyndi við sjálfan sig og aðra. Sigurður H. Magnússon. Eiríkur Bjarnason Villa, Villa hvað okkur þótti öllum óumdeilanlega vænt um þig. Akraselið, eina af þessum fjöl- mörgu einbýlishúsagötum sem risu upp um miðjan áttunda ára- tuginn þar sem fólk byggði drauma langt umfram greiðslu- getu og vonaði að það myndi reddast. En ekki Villa og Dóri, þeim virtist liggja minna á en hinum foreldrunum í götunni. Hjá þeim var meiri ró. Ég fór að venja komur mínar inn á heimili þeirra þegar ég var 11 ára, fyrst fyrir vináttu Gullu en svo bara sem einn margra heimalninga Villu. Hvergi hefur mér þótt ég eins velkomin í lífinu eins og þegar ég hljóp upp brekkuna á botnlang- anum og kom mér fyrir í borð- króknum hjá Villu. Hún færði mér ískalda mjólk og það nýbakaða bakkelsi sem til var þann daginn og alltaf var eitthvað til. Hún taldi enga ástæðu til að spara við mig hitaeiningar. Hún var fyrst til að segja mér að ég væri fögur og sagði að Gaddafi myndi gefa ansi marga úlfalda fyrir svo bláeygða fegurðardís. Mér fannst hún fullkomin. Öll þessi mýkt og allar þessar til- finningar sem hún var svo Vilborg Benediktsdóttir ✝ Vilborg fædd-ist 12. mars 1931. Hún lést 22. febrúar 2019. Jarðarför Vil- borgar fór fram 12. mars 2019. óhrædd að tjá, bæði gleði, reiði og sorg. Í mínum huga var Villa hinn fullkomni gestgjafi og hún kom alltaf til dyra eins og hún var klædd. Í eldhúsinu hjá Villu var alltaf líf og fjör og á bak við það allt var Dóri sem lét sér þetta allt lynda þó að oft hefði hann viljað meira næði til að hvíla sig eftir langan vinnu- dag. Ég hélt áfram að sækja í krókinn fram á fullorðinsár og alltaf mætti mér sama hlýjan. Það var aldrei leiðinlegt með Villu og dætrum. Ég var ekkert ein um að leita skjóls hjá Villu, það gerðu fleiri og það var oft þétt setið við eld- húsborðið og oftar en ekki var spilað. Elín systir og Magnea, yngsta dóttir Villu, urðu óaðskilj- anlegar vinkonur og eru enn. Pabbi og mamma vöndu líka komur sínar til hennar. Öll sótt- um við inn í hlýjuna hjá Villu. Ég er ekki viss um að Villa hafi gert sér grein fyrir því hvað hún hafði mikil áhrif á mig, hún var mér sterk fyrirmynd og vin- ur og bjó yfir eiginleikum sem mér þóttu eftirsóknarverðir eins og heiðarleika, gleði, víðsýni og kærleika. Elsku Anna Jóna, Gulla, Jón og Magga innilegar samúðar- kveðjur og takk fyrir að halda kyndli foreldra ykkar á lofti með hlýju og vináttu. Með kveðju frá systrum, Elfa Björk Ellertsdóttir. Ástkær eiginkona mín og systir okkar, SIGRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, Sléttuvegi 15, áður Gljúfraseli 12, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni að kvöldi laugardagsins 9. mars. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Starfsfólki í Sóltúni og áður á deild L4 á Landakotsspítala er þökkuð frábær umönnun. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bessi Aðalsteinsson Jón Garðar, Svava, Hörður Gunnar, Steingerður og Áslaug Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, EINARS SIGURBJÖRNSSONAR teol.dr., professor emeritus. Einnig færum við öllum þeim sem önnuðust hann í veikindum hans á ýmsum deildum Landspítalans þakkir fyrir þeirra góðu verk, umönnun og hjúkrun, og ennfremur þeim fjölmörgu sem sýndu Einari og fjölskyldunni stuðning og umhyggju með hlýhug sínum og fyrirbænum. Guðrún Edda Gunnarsdóttir Sigurbjörn Einarsson Karen Sif Þorvaldsdóttir Guðný Einarsdóttir Jón Hafsteinn Guðmundsson Magnea Einarsdóttir Yngvi Eiríksson og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA MARSIBIL MAGNÚSDÓTTIR, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 6. mars. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför. Árni Egilsson Erla Jóna Steingrímsdóttir Egill Egilsson Þórdís Sigurðardóttir Óskar Egilsson Anna Björk Sigurðardóttir Kristín Rós Egilsdóttir Árni Sigurður Hafdal Birgir Egilsson og ömmubörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, BORGHILDAR THORS þroskaþjálfa. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar. Fyrir hönd aðstandenda, Hilmar Oddsson Elísabet Álfheiður Oddsdóttir Ástkær systir okkar, UNNUR JÖRUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Mörk, lést á heimili sínu þriðjudaginn 5. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Ágúst Guðmar Eiríksson Guðmundur Ingi Eiríksson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.