Morgunblaðið - 23.03.2019, Page 46

Morgunblaðið - 23.03.2019, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 Nýtt myndbandsverk á sjö skjáum eftir Ragnar Kjartansson myndlist- armann verður frumsýnt í Metro- politan-safninu í New York 30. maí næstkomandi. Greint er frá verkinu í The New York Times og jafnframt aukinni áherslu safnsins á sýningar virtra samtímalistamanna. Verk Ragnars kallast „Death Is Else- where“ og er haft eftir safnstjór- anum, Max Hollein, að í innsetningu sinni vefi Ragnar saman „tónlist, ljóðlist, nánd og landslagi í umhverfi sem umvefur gesti.“ Fram hefur komið að Metropolit- an-safnið sem hefur átt í nokkrum fjárhagsvandræðum hefur sagt upp leigusamningi um fyrra sýningar- húsnæði Whitney-safnsins við Madi- son-breiðgötu sem gengur nú undir nafninu Met Breuer, kennt við arki- tekt byggingarinnar Marcel Breuer. Þar hefur Metropolitan undanfarin ár lagt áherslu á samtímalist, með myndarlegum hætti, en Hollein seg- ir að sýningin á verkum Ragnars og tveggja annarra þekktra samtíma- listamanna, Wangechi Mutu og Kent Monkman, sýni hvernig safnið muni leggja aukna áherslu á samtíma- listina í hinum umfangsmiklu höfuð- stöðvum þess í Central Park við Fimmtu breiðgötu. Hollein segir hinar væntanlegu sýningar sýna að safnið muni stilla fram samtímalist í aðalbyggingunum á ögrandi en jafn- framt skemmtilegan hátt og að hluta í rýmum sem ekki hafa áður verið notuð undir verk eða innsetningar. Sýning Mutu byggist á skúlptúrum sem verða á syllum á framhlið safn- byggingarinnar. Monk hefur hins vegar skapað stór málverk sem verða sýnd í hinum glæsta forsal safnsins. Morgunblaðið/Einar Falur Virt Nýtt verk Ragnars Kjartans- sonar verður frumsýnt í Metro- politan í New York, einu stærsta og þekktasta listasafni jarðar. Nýtt verk Ragnars í Metropolitan-safninu  Aukin áhersla á merka samtímalist Hátt á þriðja tug norrænna hönnuða og hönnunarteyma eiga verk á sýn- ingunni Núna Norrænt/Now Nordic, sem Halla Helgadóttir, framkvæmda- stjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands opnar kl. 15 í dag, laugardag, í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Sýn- ingin er hluti af HönnunarMars, sem formlega verður settur 28. þessa mánaðar. „Upptaktur að Hönnunar- Mars, getum við sagt, eins og nokkrir fleiri viðburðir í borginni, og stendur lengur eða til 26. maí,“ segir Hlín Helga Guðlaugs- dóttir, en þær María Kristín Jónsdóttir eru sýningarstjórar fyrir Íslands hönd. Danska hönnunargalleríið Adorno fékk til liðs við sig sýning- arstjóra frá Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi til þess að tefla fram áhuga- verðum hönnuðum, sem starfa á mörkum hönnunar, handverks og lista í löndunum fimm. Sýningin var fyrst sett upp á Chart listamessunni í Kaupmannahöfn haustið 2018, ferðað- ist síðan til Lundúna og kemur til Ís- lands í tilefni HönnunarMars. Því næst liggur leiðin til New York. Rafrænn vettvangur Hlín Helga segir að sýningarstjór- arnir hafi þróað verkefnið Núna nor- rænt í sameiningu. „Markmiðið er að sýna það helsta í norrænni sam- tímahönnun og varpa jafnframt ljósi á sameiginlega eiginleika og andstæða þætti. Á sýningunni eru munir frá upprennandi og nafnkunnum hönn- uðum og hönnunarteymum,“ segir hún. Þau eru: Garðar Eyjólfsson, Hugdetta & 1+1+1, Magnús Ingvar Ágústsson, Ragna Ragnarsdóttir, Studio Brynjar & Veronica, Studio Flétta, Studio Hanna Whitehead og Tinna Gunnarsdóttir frá Íslandi; Alexandru Murar, Astrid Tolnov, Gurli Elbækgaard, Jonas Edvard, Netter Andresen, Nikolaj Steenfatt og Stine Linnemann frá Danmörku; Aalto+Aalto, Hanna Anonen, Maija Puoskari og Tero Kuitunen frá Finn- landi, Cosmin Cioroiu & Kathrine Lønstad, Kim Thomé, Pettersen & Hein og Runa Klock frá Noregi; og Elsa Chartin, Färg & Blanche, Lith Lith Lundin, Lotta Lampa og Sara Lundkvist frá Svíþjóð. Hlín Helga segir mismunandi eftir því hvar sýningin er haldin hversu margir munir séu eftir hvern og einn hönnuð. Yfirleitt þó einn, en stundum fleiri. „Sérstaða sýningarinnar felst í og með í því að hún er hugsuð sem rafrænn vettvangur með vísun á vef- síðuna Adorno.design þar sem miklu fleiri munir eftir hönnuðina eru hvort tveggja til sýnis og sölu. Sýningin er í rauninni hugsuð sem sýnishorn af eldri munum sem og öðrum sem voru hannaðir sérstaklega á sýninguna. Núna norrænt er brot af því besta,“ útskýrir hún. Á mörkum listar, hönnunar og handverks Spurð hvort norræn hönnun standi undir því orðspori að vera látlaus með augljóst notagildi og úr náttúrulegum efnum segir hún það vissulega ein- kenna hana að stórum hluta. „Við beinum hins vegar sjónum að öllu óhefðbundnari og meira abstrakt, jafnvel tilraunakenndari hönnun en þeirri sem fólk tengir venjulega við norræna hönnun. Þetta sýnir í hnot- skurn hversu hönnunarsenan er fjöl- breytt,“ segir Hlín Helga og lætur þess getið að annar eigandi Adorno muni ávarpa gesti á opnunardaginn. Og að fyrsta sunnudaginn í maí bjóði þær María Kristín gestum upp á leið- sögn um sýninguna. Í fyllingu tímans fylgi þær svo sýningunni eftir til New York. vjon@mbl.is Samtímahönnun frá 5 löndum  Sýningin Núna norrænt verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag  Brot af því besta í norrænni samtímahönnun  Tuttugu og átta hönnuðir Ljósmynd/Hildur Inga Björnsdóttir Fjölbreytt Grænn kollurinn nefnist Feitur tvíburi og er eftir Lotta Lampa frá Svíþjóð, gráyrjóttu hlutirnir granít- leir eftir Studio Hanna Whitehead á Íslandi, og Blanda eins og vasarnir tveir heita eru eftir Runa Klock frá Noregi. Ljósmynd/Gallerí i8 Veggteppi Fyrirspurn véfréttarinnar eftir Magnús Ingvar Ágústsson. Hlín Helga Guðlaugsdóttir Tvær sýningar verða opnaðar í Hönnunarsafni Íslands í dag: Borgarlandslag sem er sýning arki- tektsins Paolo Gianfrancesco og Veðurvinnustofa, sýning hönnuðar- ins og listamannsins Shu Yi. Um þá fyrrnefndu segir m.a. á vef safnsins að borgir séu mögu- lega magnaðasta sköpun mannsins, þær mótist í stöðugu samspili fólks sín á milli og við umhverfið. Þó að kort gefi ekki sanna mynd af borg gefi þau vísbendingu um einhvers konar takt og með því að sýna sam- an kort af höfuðborgum Evrópu og stærstu borgum í ríkjum Banda- ríkjanna gefist yfirsýn sem ekki sé möguleg á Google Maps eða með því að fletta í bók. Gianfrancesco bjóði upp á þessa borgarveislu og noti gögn úr opnu kortakerfi sem nefnist Open Street Map. Meðan á sýningunni stendur verður sex völdum borgum gert hátt undir höfði með ævintýra- legum matarboðum, segir á vefnum og munu valdir íbúar Reykjavíkur, af erlendu bergi brotnir, deila sögu sinni og fjalla um borg uppruna- lands síns í gegnum mat, tónlist og fleira. Á sýningartímanum verður einnig röð fyrirlestra um listina að ferðast og munu nokkrir heims- hornaflakkarar deila frásögnum af lífsstíl sínum og stórkostlegum ferðalögum. Um sýningu Shu Yi segir aðeins þetta: „Síbreytilegt veðurfar á Íslandi er viðfangsefni hönnuðarins og listamannsins Shu Yi sem hefur komið sér fyrir í and- dyri Hönnunarsafns með vinnuað- stöðu og mun starfa þar næstu tvo mánuði við að umbreyta veðurfars- upplýsingum í myndrænt form.“ Safnið er á Garðatorgi 1 í Garða- bæ. Paolo Gianfrancesco Shu Yi Veðurvinnu- stofa og Borg- arlandslag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.