Morgunblaðið - 23.03.2019, Page 47

Morgunblaðið - 23.03.2019, Page 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Tónleikarnir eru liður í að koma saman og vera í góðum gír áður en við förum til Bremen í apríl,“ segir Sunna Gunnlaugs píanóleikari og vísar hvort tveggja til tónleika Tríós Sunnu Gunnlaugs og finnska trompetleikarans Verneri Pohjola í Kaldalóni í Hörpu kl. 20 á mánu- dagskvöldið og heimsins stærstu djasskaupstefnu í Þýskalandi, Jazzahead. Auk hennar eru í tríóinu Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. „Við ætlum að flytja lög af breið- skífunni, Ancestry, sem við tókum upp í Síbelíus akademíunni í Finn- landi í nóvember 2017, og hefur fengið glimrandi dóma í erlendum fjölmiðlum, til dæmis fjórar stjörn- ur í breska tímaritinu Jazzwise auk þess sem við vorum tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í öll- um fjórum flokkum djasstónlistar- innar; fyrir bestu plötu ársins, bestu tónsmíð ársins og sem höfundur og flytjandi ársins,“ segir Sunna. Útvalinn hópur Mest þykir henni og félögum hennar þó til um að vera valin í hóp sextán atriða af þeim fjögur hundruð, sem sóttu um að kynna djasstónlist sína á fyrrnefndri kaup- stefnu, sem haldin er á hverju ári. „Á kaupstefnunni, sem er 25.-28. apríl koma saman listrænir stjórn- endur, bókarar og þúsundir manna hvaðanæva úr heiminum til að fylgj- ast með því sem er að gerast í djassheiminum, mynda ný tengsl og leita að hljóðfæraleikurum til að koma fram á tónleikum og hátíðum. Okkur býðst að spila í um hálftíma á European Jazz Night á föstudeg- inum í frábærum sal sem heitir Schlachthof, en þá er fókusinn á evrópskan djass.“ Eins og á tónleikunum í Hörpu ætla þau að leika lögin af Ancestry í Bremen. Sunna hefur fulla trú á að tónleikarnir geti opnað þeim dyr út í heim, enda verði þeim bæði út- varpað og sjónvarpað og að öðru leyti vel staðið að kynningum. „Reyndar höfum við farið reglulega í tónleikaferðir um Evrópu, Banda- ríkin og Kanada frá því við fórum að spila saman árið 2011 og gáfum út fyrstu plötu okkar, Long Pair Bond.“ Tvær plötur komu síðan með nokkurra ára millibili, Distilled og Cielito Lindo. Í hittifyrra fékk tríóið Verneri Pohjola í lið með sér við gerð þeirrar nýjustu, Ancestry. „Pohjola er rísandi stjarna í djass- heiminum og hefur verið verðlaun- aður í Finnlandi fyrir framlag sitt til finnskrar djassmenningar. Hann kom með ferskan tón inn í tríóið og féll strax vel inn í hópinn. Auk Tríós Sunnu Gunnlaugs og Verneri Pohjola voru Scott McLe- more, trommara tríósins, og kvart- ett hans meðal hinna sextán útval- inna til að koma fram á kaup- stefnunni með tónlist af plötunni The Multiverse, sem fékk þrjár til- nefningar til Íslensku tónlistarverð- launanna. Hlutur landans „Við erum um tíu manns sem för- um á kaupstefnuna, meðal þeirra er Ingi Bjarni Skúlason píanóleikari sem spilar á Club Night, einum af mörgum slíkum afsprengjum þess- arar kaupstefnu en í fyrra gaf hljómplötufyrirtæki í New York út disk með honum, einnig verða fulltrúar frá ÚTÓN, Útflutnings- skrifstofu íslenskrar tónlistar, og fleiri.“ Sunna hefur verið listrænn stjórnandi tónleikaraðanna Freyju- jazz í Listasafni Íslands og Jazz í Salnum. Hún situr í stjórn Europ- ean Jazz Network og kveðst ævin- lega fagna því mjög þegar hlutur Ís- lands eykst á alþjóðlegu djass- senunni og reyna jafnframt að auka hlut kvenna í þeirri senu hér og þar. Djassað á kaup- stefnu í Bremen  Tríó Sunnu Gunnlaugs og Verneri Pohjola með tónleika í Kaldalóni í Hörpu  Boðið á djasskaupstefnu í Bremen í góðum gír Sunna Gunnlaugs, Þorgrímur Jónsson, Verneri Pohjola og Scott McLemore leika við hvern sinn fingur. Silkiormar verða til umfjöllunar á fjölskyldustund í Náttúrufræði- stofu Kópavogs sem boðið verður til í dag, laugardag, kl. 13. Þar sýn- ir Signý Gunnarsdóttir silkibóndi hvernig silkiræktun fer fram, út- skýrir lífsferil silkiormsins og sýnir afurðir ræktunarinnar. Einnig verður boðið upp á teiknismiðju þar sem gestum býðst að teikna og lita silkiorma eftir raunverulegum fyrirmyndum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en fjölskyldu- stundin er liður í vikulegum við- burðum Menningarhúsanna í Kópa- vogi fyrir fjölskyldur. Silkiormar á fjölskyldustund Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar stendur, í samvinnu við íslensku- og menn- ingardeild HÍ, fyrir málþingi um berkla og menningu í Þjóðminjasafninu í dag milli kl. 10 og 15. „Í sumar eru 100 ár liðin frá dauða Jó- hanns Sigurjónssonar skálds. Hann var einn af fjölmörgum skáldum og rithöfundum sem dóu úr berklum eða tæringu,“ segir í tilkynningu frá félaginu um tilefni málþingsins. Rifjað er upp að margir efnilegir listamenn hafi lotið í lægra haldi fyrir berklum fyrr á tímum, en engin örugg meðferð var til fyrr en um miðja öldina og berklar því raunverulegur ógn- valdur. „Á málþinginu verða þessari flóknu sögu gerð skil og varpað ljósi á þau gífurlegu áhrif sem berklarnir höfðu á mannlífið.“ Frummæl- endur eru Helgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameinslækn- ingum, sem fjallar um berkla og afleiðingar þeirra á Íslandi; María Páls- dóttir leikkona sem fjallar um Kristneshælið; Óttar Guðmundsson geð- læknir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir tónlistarkona sem fjalla um berkla í óperum; Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum, sem fjallar um Jóhann Sigurjónsson skáld og Sveinn Yngvi Egilsson, pró- fessor í íslenskum bókmenntum síðari alda, sem fjallar um deyjandi skáld. Fundarstjóri er Torfi Tulinius prófessor. Málþing um berkla og menningu í dag Jóhann Sigurjónsson Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 24/3 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 31/3 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00 Sun 31/3 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00 Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 13:00 Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 23/3 kl. 19:39 Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 9.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Lau 23/3 kl. 15:00 Lau 30/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 15:00 Lau 23/3 kl. 17:00 Sun 31/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 24/3 kl. 15:00 Sun 31/3 kl. 17:00 Lau 13/4 kl. 17:00 Sun 24/3 kl. 17:00 Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 17:00 Fös 29/3 kl. 18:00 Aukas. Lau 6/4 kl. 15:00 Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Loddarinn (Stóra Sviðið) Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið) Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 23/3 kl. 19:30 Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 30/3 kl. 22:00 Lau 23/3 kl. 22:00 Fös 29/3 kl. 22:00 Fim 28/3 kl. 21:00 Lau 30/3 kl. 19:30 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 14:00 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Frumsýning 15. mars. Elly (Stóra sviðið) Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Síðustu sýningar komnar í sölu. Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 23/3 kl. 20:00 44. s Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Lau 6/4 kl. 20:00 46. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Fim 28/3 kl. 20:00 7. s Fös 5/4 kl. 20:00 8. s Hvað varð um konuna? Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Bæng! (Nýja sviðið) Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Alltof mikið testósterón Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.