Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 52
Þjóðlaga- hljómsveitin Kólga og Hauk- ur Ingi Jónas- son guðfræð- ingur bjóða í samvinnu við Kalman list- félag upp á dagskrá undir yfirskriftinni „Glaðlegir söngvar um dauðann“. Dagskráin fer fram í Innra-Hólms- kirkju í Hvalfjarðarsveit í dag, laugardag, kl. 16. Þar verður bland- að saman tónlist af efnisskrá sveitarinnar um þetta viðfangsefni og vangaveltum guðfræðingsins um dauðann á milli laga. Aðgangs- eyrir rennur óskiptur í viðgerða- sjóð Innra-Hólmskirkju. Glaðlegir söngvar um dauðann á dagskrá Krakkakort á 0 kr. með farsímaáskrift 1 GB og endaleysa í mínútum og SMS Þætt ir í sím ann fylgi r me ð Fyrir 12 ár a og e ldri siminn.is/farsimiTVIST SI M 11 99 2 LAUGARDAGUR 23. MARS 82. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Ísland hóf undankeppni Evrópu- móts karla í knattspyrnu eins og best varð á kosið með því að sigra Andorra, 2:0, með mörkum frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni. Þetta var fyrsti sigur Íslands undir stjórn Eriks Hamrén og jafnframt fyrsti sigurleikurinn í sextán leikjum frá því í janúar 2018. »1-3 Góð byrjun og lang- þráður sigur Íslands Staða kvenna í samhengi íslenskrar myndlistar er yfirskrift málþings sem fram fer á Kjarvalsstöðum í dag kl. 13 í tengslum við sýninguna Hringur, ferhyrningur og lína sem er fyrsta yfirlitssýningin sem haldin er á verk- um Eyborgar Guðmundsdóttur. Hrafnhildur Schram, Heba Helga- dóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Guð- rún Erla Geirsdóttir og Sigríður Valdi- marsdóttir velta fyrir sér stöðu kvenna í íslenskri listasögu með stöðu kvenna í alþjóðlegri lista- sögu til hliðsjónar. Einnig verður vöngum velt yfir vinnuumhverfi kvenna í myndlist. Málþing um stöðu kvenna í myndlist ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur og furutré. Þekking hinnar ell- efu ára gömlu Þuríðar Yngvadóttur vakti mikla athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var í Ríkissjón- varpinu síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til, hluti sem margir fullorðnir myndu klóra sér í höfðinu yfir. Þátturinn fjallar um loftslagsmál og í 2. þætti var m.a. fjallað um hvernig mannfólkið hefur fjarlægst náttúruna. Sem dæmi var sýnt hversu vel börn þekkja fjölmörg vörumerki en ekki jafn auðveldlega nöfn trjáa og grænmetistegunda. Þuríður skar sig hins vegar úr. Og þessa þekkingu á hún að miklu leyti ömmu sinni og alnöfnu að þakka. Þuríður býr ásamt tveimur yngri systkinum og foreldrum sínum, verk- fræðingunum Yngva Guðmundssyni og Sigrúnu Melax, í Úlfarsárdal. Áður bjó hún í Mosfellsbæ. „Þar var fullt af trjám og við amma fórum saman í gönguferðir og hún kenndi mér allt,“ segir hún brosandi. „Svo fer ég líka oft með ömmu að selja jólatré.“ Amman tekur náttúruuppeldi barnabarnanna alvarlega Yngvi segir Þuríði móður sína taka það hlutverk sitt að fræða barnabörn- in um náttúruna alvarlega. Hún er líka sérfræðingur á því sviði, vinnur hjá ORF líftækni, var í stjórn Skóg- ræktarfélags Íslands og er nú for- maður Landgræðslusjóðs. Þuríður hin yngri segist hafa gam- an af því að læra eitthvað nýtt og að sögn föður hennar er hún nokkurs konar „límheili“. Stundum komi það honum á óvart hvaða upplýsingar hún hafi drukkið í sig. Hann hafi til að mynda furðað sig á því að hún þekkti blóðberg. Enn og aftur mátti rekja kunnáttuna til Þuríðar ömmu. „Þær höfðu þá farið að tína blóðberg við sumarbústaðinn síðasta sumar og gert sér te,“ útskýrir Yngvi. Vill draga úr plastnotkun Þuríði fannst mjög gaman að taka þátt í tilrauninni í sjónvarpsþætt- inum. Hún er líka áhugasöm um lofts- lagsbreytingar. „Mér finnst að við ættum að gera eitthvað í málinu, það er ekki nóg að gera bara þætti og skrifa undir samninga,“ segir hún ákveðin. Þáttur sem þessi gæti þó vakið fólk til umhugsunar. „Ég vil að við hættum að nota svona mikið plast og að nota olíu og bensín á bíla.“ Þuríður er í 6. bekk í Dalskóla. Þar finnst henni skemmtilegast að læra leiklist og stærðfræði. Þegar hún verður stór langar hana að verða verkfræðingur, eins og mamma og pabbi. „Maður ræður samt alveg hvað maður gerir,“ segir faðir hennar við hana og þau hlæja bæði. Morgunblaðið/Hari Loftslagsbreytingar Þuríður Yngvadóttir segir ekki nóg að gera sjónvarpsþætti um loftslagsbreytingar og skrifa undir samninga. Til aðgerða þurfi að grípa, til dæmis draga úr notkun plasts og jarðefnaeldsneytis. „Amma kenndi mér allt“  Þuríður Yngvadóttir, ellefu ára nemandi í Dalskóla, sló í gegn í sjónvarpsþættinum Hvað höfum við gert? Lengri útgáfa af viðtalinu verður birt á mbl.is. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.