Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Blaðsíða 6
Um 15% af íbúum Nýja-Sjálands eru Maórar. Tónlistarkonan og haka-kennarinn Mihrangi segir að bæði fjöldi þeirra og áhrif fari vaxandi. Hún segir að á tímabili hafi Maórar verið meira lokaðir af vegna hræðslu við kynþáttafordóma og menningarnám. „Menning okkar hefur gengið í gegnum endurreisn og end- urnýjun síðan á níunda áratug síðustu aldar, allt frá því að öldung- arnir í ættbálkunum mótmæltu og börðust fyrir menningar- legum venjum okkar og landi okkar,“ sagði hún í samtali við kanadíska fréttavefinn CBC. Mihrangi er meðvituð um hættuna á menningarnámi og segir að þegar hún kenni haka-dansa fólki sem sé ekki af maórískum uppruna byrji hún alltaf á því að útskýra merkinguna og mikilvægi dansins. „Ég átta mig á því að menningarnám er stórt vandamál víða um heim,“ sagði hún. „Það er frábært að allir eigi sinn haka-dans hér, sem þeir geta dansað og sagt vera sinn eigin og þeir geta notað í lífi sínu.“ Lætur engan ósnortinn Hún segir að haka sé notað til að komast í tengsl við guðina og forfeðurna og fá orku og styrk frá þeim. „Þetta er persónuleg áskorun að komast í samband og nýta þessa orku á mjög ástríðufullan og kraftmikinn veg með öðrum og tala einni röddu um ákveðið málefni. Það er ekki annað hægt en að standa upp og leggja við hlustir. Það er ekki annað hægt en að vera snortinn.“ Vaxandi áhrif Maóra Múslimi (t.h.) og ann- ar maður frá svæðinu heilsast að hefð- bundnum Maóra-sið en þessi kveðja kallast „hongi“ á maórísku. HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019 Margir hafa eflaust séðmyndband sem breiddistút eins og eldur í sinu af hópi ungs fólks að dansa haka til minningar um fórnarlömbin sem lét- ust í voðaverkinu. Margir fleiri hóp- ar og meira að segja einstaklingar hafa framkvæmt þennan hefð- bundna maóríska dans í sama til- gangi. Haka þekkja flestir í gegnum frægt ruðningslið landsins. Oft er talað um haka sem stríðs- dans en hann er svo miklu meira. Haka þýðir í raunar dans á maór- ísku. Dansinn er jafnan hópdans og samanstendur af samhæfðum hreyf- ingum, heilmiklu stappi og fóta- hreyfingum auk þess sem sungið eða hreinlega öskrað er samhliða dans- inum en svipbrigði hafa líka mikið að segja. Það eru til hundruð haka-dansar og enn er verið að semja nýja dansa. Hvert svæði í landinu og hver ætt- bálkur á sína útgáfu af ýmsum döns- um sem dansaðir eru við mörg til- efni. Nýja-Sjáland hélt sérstakan haka- dansdag hátíðlegan um allt land hinn 22. mars en þá var vika liðin frá skot- árásinni. Víða um landið safnaðist fólk saman til að dansa, taka afstöðu gegn hatri og kynþáttafordómum og sýna ást íslamska samfélaginu í land- inu ást og stuðning. Þemað er virðing Þemað í haka-dönsum er umfram allt virðing, að sögn Matthews Tu- kaki, framkvæmdastjóra Maóraráðs Nýja-Sjálands. „Þetta var stríðsdans sem dansaður var til að ógna eða hræða óvininn en merkingin hefur breyst,“ sagði hann í samtali við BBC. Núna eru mismunandi haka- dansar dansaðir við mörg tilefni eins og afmæli, brúðkaup, jarðarfarir eða heimsókn fyrirfólks eins og bresku konungsfjölskyldunnar. Reyndar dansaði Harry prins sjálfur haka í stærstu herstöð Nýja-Sjálands þeg- ar hann ferðaðist um landið árið 2015. Samræmd viðbrögð Það hvað haka-dansinn er áberandi eftir hryðjuverkin í Christchurch þykir til marks um aukna meðvitund Nýsjálendinga hvað varðar arfleifð sína. Þetta sé viðbragð við því sem gerðist og nái djúpt inn í þjóðarsál landans. Annar meðlimur Maóra- ráðsins, Donna Hall, segir við sama fjölmiðil að það sé mjög mikilvægt fyrir landið að sýna svo samræmd viðbrögð nú þegar þjóðin öll sé í áfalli. Margir Nýsjálendingar kunna að dansa haka, og er það ekki síst fyrir tilstilli ruðningsliðsins. Flest börn læra haka-dans í skóla frá unga aldri og þá skiptir ekki máli hvort þau séu Maórar eða ekki. Ekki menningarnám Sú spurning vaknar hvort þetta sé merki um menningarlegt arðrán þegar Nýsjálendingar sem eru ekki af maórískum uppruna dansi þennan dans. Því svarar Tukaki neitandi. „Þetta er sérstakur tími. Þetta er sérstök stund í sögu Nýja-Sjálands en líka stund sem verður mikilvæg fyrir framtíð okkar.“ Menningarnám sé einungis vandamál þegar menningarlegir þættir séu aðlagaðir öðru umhverfi án aðkomu samfélags Maóra, sem ekki sé staðan nú. Hann segir að það sé öflug yfirlýs- ing í sjálfu sér fólgin í þeim mynd- böndum af haka-dönsum sem hafa ferðast hratt um samfélagsmiðla að undanförnu. Dansinn sé öflugur andstæðingur hatursins sem sé líka að finna á netinu. „Við skulum láta fólk finna fyrir yfirþyrmandi ást,“ sagði hann. ,,Ég er búinn að sjá haka-dansa frá Nýja- Sjálandi, en líka frá Chicago, New York, London og Sydney. Ég hef líka séð stráka úr íslömskum skóla í Auckland dansa haka og ég er mjög stoltur vegna þess.“ Sameiginlegt tungumál þjóðarinnar Nýsjálendingar, bæði yfirvöld og almenningur, hafa vakið athygli og aðdáun margra fyrir hvernig þjóðin brást við hryðjuverkum í Christchurch, þar sem 50 manns létust í skotárás í moskum. Ekki síst hefur þjóðin sameinast í kraftmiklum haka-dansi til að votta fórna- lömbum þessa voðaverks virðingu sína. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Meðlimir í gengi dansa áhrifamikinn haka-dans fyrir utan Jamia Masjid-moskuna til minningar um fórnarlömbin. AFP Fólk að dansa haka fyrir framan Al Noor-moskuna til að votta fórnarlömbum hryðjuverkanna virðingu sína. Spiced Honey litur ársins 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.