Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Blaðsíða 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019
Happy Talk kertastjakar
kr. 6.900, 9.800 og 16.000 Spiladósir kr. 6.600
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Fermingarg jöf
sem gaman er að nota
Gæða raftæki, dönsk hönnun
aGROOVE
Þráðlaus hátalari
Verð 9.995 kr.
bGEM
Þráðlaus heyrnatól
Verð 15.995 kr.
Mörgum brá í brún þegarveruleikinn að baki kjara-mála-tölfræðinni leit
dagsins ljós.
Það fór að gerast þegar alvaran í
kjarabaráttunni náði inn í vitund
þjóðarinnar.
Í fréttaþáttum var nú byrjað að
fjalla um aðstæður á ýmsum vinnu-
stöðum þar sem kjarasamningar
voru ekki virtir – eða voru þeir
kannski virtir, en hinir umsömdu
taxtar svo lágir að menn trúðu vart
sínum eigin augum, og að það væri
fyrst og fremst aðflutt verkafólk
sem væri á lágmarkstöxtum? Að
einnig þar, í láglaunaumhverfinu
væri mismunað. Þau sem stóðu í
þeirri trú að heimur þeirra Boge-
sens og Sölku Völku væri löngu liðin
tíð, sáu hann nú að nýju orðinn ljós-
lifandi; heim þar sem verkalýður var
háður húsbónda sínum með tilheyr-
andi kröfum um undirgefni. Fréttir
rötuðu í fjölmiðla af láglaunafólki í
okurhúsnæði oft tengdu atvinnurek-
anda. Þannig varð smám saman
heimur húsbænda og hjúa okkur öll-
um sýnilegur.
Og nú vildu hjúin uppá dekk:
„Óbreytt kjör, engin vinna!“ Þetta
var og er krafan á kröfuspjöldunum
sem oftar en ekki eru á erlendum
málum. Hvers konar ósvífni! Erum
við ekki á Íslandi? Er íslenska ekki
okkar tunga? Hvað er að gerast hjá
verkalýðshreyfingunni, hvað er að
þar á bæ?
Þar er akkúrat ekkert að nema
síður sé. Þar er einfaldlega verið að
horfast í augu við Ísland í dag. Sú
mynd sem hér er dregin upp á ekki
við um alla atvinnurekendur, því fer
fjarri. Ekki heldur um allt launafólk,
því fer einnig fjarri.
En þetta á við um allt of margt
fólk sem er á launum sem framfleyta
því ekki, hvorki sem fjölskyldum né
sem einstaklingum. Því veldur eitr-
aður kokteill lágra launa og hás hús-
næðiskostnaðar og verst af öllu
verður þessi blanda fyrir þann ein-
stakling sem hefur ótryggja stöðu
farandverkamannsins.
Á sama tíma og sjálftökuhópar
samfélagsins, sem raða sér í öll við-
skiptaráðin, skammta sér milljónir í
mánaðartekjur er Láglauna-Íslandi
ætlað brotabrot af þessum upp-
hæðum, þannig er bankastjóri með á
mánuði hverjum tíföld laun banka-
gjaldkerans.
Þetta er það góða við verkalýðs-
baráttu síðustu daga, vikna og mán-
aða. Láglauna-Ísland er vaknað og
er farið að vekja þjóðina alla til vit-
undar um hvers konar samfélag hér
hefur verið að þróast. Eða öllu held-
ur, hvers konar þjóðfélag íslenskir
kapítalistar hafa verið að þróa hér
með offorsi, tilætlunarsemi, frekju
og takmarkalausri græðgi. Og þeir
eru ekki hættir. Ég hvet fólk til að
fylgjast með því sem er að gerast í
orkuiðnaðinum. Gammar hnita yfir
Íslandi. Þeir vita að á döfinni er að
markaðsvæða og síðan einkavæða
orkuna. Haft er fyrir satt að í kaup-
hallarkreðsum vestan hafs og austan
sé talað um fjárfestingu í íslenskri
orku sem álitlegastan kost um þess-
ar mundir.
Róttæk verkalýðshreyfing hefur
með baráttu sinni minnt okkur á
þær tvíburasystur ásælni og mis-
rétti. Ekki veit ég hvenær samið
verður. Hitt veit ég að sigur hefur
þegar verið unninn. Baráttan hefur
hreyft við þjóðfélaginu og ég hef trú
á því að það eigi eftir að verða til
góðs.
Ég vona að sjálfsögðu að með
launabreytingum við undirskrift
samninga og jafnframt nauðsynlegu
framlagi stjórnvalda, einkum rétt-
látara almannatrygginga- og skatta-
kerfi og fjármagni til húsnæðismála,
þá hilli undir lausnir sem bæti hag
láglaunafólks svo um muni. Þetta er
ekki spurning um gjafir úr ríkissjóði
heldur réttlátari skipti sem löngu
eru tímabær.
En svo er einnig á hitt að líta að
árangurinn af verkalýðsbaráttunni
hefur sjaldnast skilað sér allur við
undirskrift samninga. Hann gerir
það vissulega samhliða baráttunni
en einnig í kjölfar hennar. Það er inn
í framtíðina sem baráttan og árang-
urinn af henni skilar sér, ef til vill
fyrst og fremst.
Það sem máli skiptir nú er að búið
er að vekja Ísland. Baráttan fyrir
jöfnuði mun halda áfram löngu eftir
að þessum átökum lýkur. Í því verð-
ur sigurinn fólginn, að breyta þanka-
ganginum hjá Íslandi öllu.
Láglauna-Ísland orðið sýnilegt
’Og nú vildu hjúinuppá dekk: „Óbreyttkjör, engin vinna!“ Þettavar og er krafan á kröfu-
spjöldunum sem oftar en
ekki eru á erlendum mál-
um. Hvers konar ósvífni!
Erum við ekki á Íslandi?
Hvað er að gerast hjá
verkalýðshreyfingunni,
hvað er að þar á bæ? Þar
er akkúrat ekkert að nema
síður sé. Þar er einfald-
lega verið að horfast í
augu við Ísland í dag.
Pistill
Ögmundur
Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Morgunblaðið/Eggert