Morgunblaðið - 05.04.2019, Qupperneq 8
Óskað var eftir aðstoð lögreglu við
dómsmálaráðuneytið, sem stendur
við Sölvhólsgötu, um hádegisbil í
gær þegar hópur mótmælenda kom
sér fyrir í anddyri ráðuneytisins.
Um var að ræða fámennan hóp
fólks úr samtökunum Refugees in
Iceland og No Borders Iceland.
Fólkið vakti athygli á kröfum hæl-
isleitenda um bættan aðbúnað, eins
og gert hefur verið síðustu vikur,
meðal annars á Austurvelli.
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi
dómsmálaráðuneytisins, að allir
hefðu sinn rétt til að mótmæla. „En
það er annað að vera inni í bygg-
ingum, þeim var bara vísað út fyrir
þröskuldinn,“ sagði Hafliði og sagði
aðgerðir lögreglu friðsamlegar.
Mótmælt við dóms-
málaráðuneytið
Ljósmynd/Eva Björk
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Það er fagnaðarefni að kjara-samningur, sem verður leið-
sögn fyrir almenna samninga,
skuli hafa náðst.
Ýmsir atburðir sem orðið höfðuí landinu sýndu að draum-
órar um kjarasamninga sem væru
langt handan við allt sem venju-
legt hagkerfi ræður við væru enn
óraunhæfari en ella.
Það er fjarri því að vera sjálf-sagt fyrir ríkisvaldið að hafa
atbeina að því að belgja út þegar
bólginn kjarasamning.
En við þær aðstæður sem uppieru nú hefði verið mun
meira ábyrgðarleysi að sitja hjá
og þykjast stikkfrí þegar samn-
ingsaðilar voru sammála um að
friður yrði ekki án inngrips ríkis-
valdsins.
Páll Vilhjálmsson lýsti stöðunnim.a. þannig: „Eftir háflug
hagkerfisins í 8 ár stefndi um
tíma í harkalega lendingu þar
sem hvorttveggja atvinnuleysi og
verðbólga tækju stökk upp á við.
Hættumerkin voru þrjú; gjald-þrot WOW, loðnubrestur og
sósíalísk verkalýðshreyfing.
Síðustu daga er þó ástæða tilbjartsýni.“
Von Páls er nú líklegri til aðrætast.
Laus úr möru
STAKSTEINAR
„Við erum vel meðvituð um aðstæð-
ur þessa fólks á Kópavogshælinu og
viljum finna varanlega lausn á þess
málum,“ segir Sóley Ragnarsdóttir,
aðstoðarmaður félagsmálaráðherra.
Eins og sagði frá í Morgunblaðinu á
miðvikudag búa fjórir – karlar og
konur – enn á hælinu. Eru þar með
skráð lögheimili í húsum í eigu Land-
spítalans en njóta þjónustu frá Ási
styrktarfélagi. Aðstæðurnar sem
fólkið býr við þykja hvorki boðlegar
né í samræmi við kröfur tímans og
hafa forsvarsmenn Áss óskað eftir
því við félagsmálaráðherra að bætt
verði úr og hafa gefið til þess frest út
líðandi mánuð.
Þorri vistmanna á Kópavogshæl-
inu flutti þaðan á brott fyrir allmörg-
um árum og fór á sambýli eða sam-
bærilega þjónustu sem uppfyllir
kröfur dagsins í dag. Tíu manns urðu
þó eftir, sex af þeim eru nú látnir og
eftir urðu fjórir og um þá hverfast
málin nú.
Sóley segir mál þessa fólks hafa
verið í vinnslu í félagsmálaráðu-
neytinu í talsverðan tíma. Ýmsum
tillögum til lausna hafi verið velt upp
og málið rætt við fjölda aðila. „Ég
vonast til þess að við getum kynnt
farsæla lausn á þessu máli alveg á
næstu dögum,“ segir Sóley í samtali
við Morgunblaðið. sbs@mbl.is
Ráðuneytið er að leita að lausnum
Fjórir dveljast enn á Kópavogshæl-
inu Frestur er gefinn út aprílmánuð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kópavogshælið Fjórir dveljast þar
enn sem þykir ekki vera boðlegt.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
VR boðar til félagsfundar til að kynna
nýgerða kjarasamninga.
Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica
mánudaginn 8. apríl kl. 19.30.
Við hvetjum alla félagsmenn VR til að mæta á fundinn.
Léttar veitingar í boði.
Fundinum verður streymt á Mínum síðum á vr.is.
Félagsmenn skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða
rafrænum skilríkjum.
Kynning á nýjum
kjarasamningum