Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, telur boðaðar launahækkanir geta skert samkeppnishæfni Íslands. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að laun á Íslandi séu enn há í alþjóðlegum samanburði og sögu- legu samhengi á Íslandi. Þá jafnvel þótt gengi krónu hafi gefið eftir. Með frekari launahækkunum geti því skapast þrýstingur á gengislækkun til að auka samkeppnishæfnina. „Þetta getur eitt og sér þrýst á gengislækkun,“ segir Yngvi og vísar á mynd sem er birt hér til hliðar. Sýnir hún raungengi á mæli- kvarða hlutfallslegs launakostnaðar með áætlun Analytica fyrir 1. fjórð- ung í ár. Raungengið sýnir hlutfalls- lega þróun verðlags eða launakostn- aðar á einingu í heimalandi annars vegar og viðskiptalöndum hins vegar frá tilteknu grunnári og mælt í sama gjaldmiðli. Á þann mælikvarða hafa laun á Íslandi sjaldan verið jafn há í alþjóðlegum samanburði frá 1991. Ísland í öðru sæti 2017 Samkvæmt Eurostat, hagstofu ESB, var tímakaup á Íslandi það annað hæsta í Evrópu árið 2017. Noregur var í fyrsta sæti en Dan- mörk í þriðja. Tímakaupið var 51 evra í Noregi en 42,6 evrur á Íslandi. Með veikingu krónunnar hafa laun á Íslandi umreiknuð í evrur lækkað. Þau eru samt með því hæsta sem þekkist í heiminum og þegar saman fóru launahækkanir og gengisstyrk- ing fór af stað umræða um að sam- keppnisstaðan hefði versnað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræð- ingur Viðskiptaráðs, telur aðspurður að nýju kjarasamningarnir muni ekki skerða samkeppnishæfni lands- ins. Heildarlaun hækki enda hóflega. Þá sé það ánægjuefni að forysta verka- lýðshreyfingar- innar geri sér grein fyrir sinni ábyrgð og taki til- lit til aðstæðna í hagkerfinu. „Í heild sýnist mér að laun gætu hækkað í fínum takti við verðlag og framleiðni. Ef uppleggið í þessum kjarasamningum gengur upp, þ.e. að skapa ákveðna sátt um að lyfta lægstu laununum meira en öðrum, held ég að það sé ekki mikið að óttast. Þá eru heild- arlaun enda almennt ekki að hækka svo ýkja mikið. Ef þessi stefna heldur og það verða almennar krónutöluhækkanir upp allan stigann, þar með talið hjá stéttum sem eiga eftir að semja, held ég að atvinnulífið muni takast ágæt- lega á við það. Spurningin er hins vegar hvort það muni takast. Ef launaþróun fer hins vegar úr bönd- unum gæti gengi krónunnar eða eitt- hvað annað þurft að gefa eftir. Við hjá Viðskiptaráði höfum talað um það undanfarið ár að laun á Íslandi eru mjög há í alþjóðlegu samhengi og að launahlutföll séu há. Þegar svo er gefur auga leið að það er ekki ýkja mikið til skiptanna,“ segir Konráð. Geta flýtt fyrir sjálfvirkni Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur lýst yfir áhyggjum af því að mikill launakostnaður hafi skert samkeppnishæfni iðnaðarins. Hann segir áhrif kjarasamning- anna á samkeppnishæfni landsins munu ráðast af nokkrum þáttum. Það megi una við samningana jafnvel þótt laun hafi hækkað meira hér en erlendis. Þ.e.a.s. ef framleiðni eykst og launaskrið fer ekki af stað, líkt og stundum gerist þegar samið sé um krónutöluhækkanir. „Það er alltaf einhver lína milli fjárfestingar í nýrri tækni annars vegar og hins vegar í launakostnaði við það að halda óbreyttu vinnulagi. Það má taka fjórðu iðnbyltinguna og sjálfvirknivæðinguna sem dæmi. Svona launabreytingar geta auðvit- að flýtt fyrir sjálfvirknivæðingu sem ætti að auka samkeppnishæfni. Það er auðvitað erfitt að segja til um hvar þessi lína nákvæmlega er en hún er sannarlega til staðar. Með launahækkunum færumst við nær línunni og förum mögulega í ein- hverjum tilvikum yfir hana. Þá geta launahækkanir fært störf úr landi. Að það verði hagkvæmara að láta vinna vörur annars staðar en hér á landi,“ segir Sigurður. Fleiri þættir en launakostnaður geti skipt máli varðandi samkeppnishæfnina. „Síð- an eru önnur atriði sem koma á móti sem snúa að því sem ríkið ætlar að gera og getur hjálpað til. Það er heil- mikið rætt um einföldun á reglu- verki. Það tengist auðvitað mikið húsnæðis- og byggingarmarkaði en að einhverju leyti líka öðrum grein- um. Öll skref í þá átt að einfalda regluverk auka samkeppnishæfni,“ segir Sigurður. Geri Ísland eftirsóknarverðara Hann segir aðspurður það einnig geta styrkt samkeppnishæfnina ef Ísland fer inn í umhverfi með lægri vöxtum, fjölskylduvænni vinnutíma og jafnvel hagstæðara skattaum- hverfi. Þá með því að hæft vinnuafl telji eftirsóknarverðara en ella að vinna á Íslandi. „Ég held að þetta geri Ísland eftirsóttara til búsetu. Lífskjör snúast auðvitað um svo miklu meira en laun. Þau snúast um gott umhverfi, sveigjanleika og aðra þætti sem eru kannski ekki endilega metnir til fjár. Allt spilar þetta inn í og gerir að verkum að þessir samn- ingar eru tímamótasamningar.“ Getur skert samkeppnishæfnina  Analytica telur launahækkanir geta þrýst á gengislækkun  Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir hækkanirnar hóflegar  SI telur lægri vexti og bætt starfsumhverfi geta styrkt samkeppnisstöðuna Yngvi Harðarson Konráð S. Guðjónsson Sigurður Hannesson Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfalls- legs launakostnaðar 110 100 90 80 70 60 50 40 ’91 ’93 ’95 ’97 ’99 ’01 ’03 ’05 ’07 ’08 ’09 ’11 ’13 ’15 ’17 ’19 Vísitala raungengis Áætlun Analytica fyrir 1. ársfj. 2019 Heimildir: Seðlabanki Íslands og Analytica 1. ársfj. 1991 - 1. ársfj. 2019 Áætlun Analytica 93,7 Lífskjarasamningar FC 5 Skúringarvél með rafhlöðu FC 5 Skúringarvél K 5 Öflug háþrýstidæla K7 Öflug háþrýstidæla RC 3 Ryksuguvélmenni KB 5 Rafmagnssópur með batterí VC 3 Létt og meðfærileg poka- laus ryksuga með HEPA síu SC 2 Gufutæki sem þrífur án hreinsiefnaTILBOÐ 89.530 TILBOÐ 20.007TILBOÐ44.169 TILBOÐ 56.319 TILBOÐ 10.774 TILBOÐ 69.900 TILBOÐ 25.339 27.379 Gul Hvít TILBOÐ 24.454 WV 2 Gluggaskafa KV 4 Tuskuvél saman í pakka 15.678 TILBOÐ Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver@rafver.is • rafver.is Vorhreingerningardagar 15% afsláttur af Lokadagur (á meðan birgðir endast)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.