Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Verð 12.990
Íslensk
hönnun
Nýverið færði Thorvaldsensfélagið
Rjóðrinu höggbylgjutæki að gjöf,
en Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar-
og endurhæfingarheimili fyrir
langveik fötluð börn. Í tilkynningu
frá Thorvaldsensfélaginu segir að
tækið hafi reynst einkar vel til að
meðhöndla börn með skerta skynj-
un og tjáningu.
Tækið var keypt fyrir ágóða af
sölu jólamerkja fyrir Barnauppeld-
issjóð félagsins. Þau hafa verið seld
frá árinu 1913 og hefur ágóðinn
ávallt runnið til stuðnings börnum.
Rjóðrið fékk
gjöf frá Thor-
valdsensfélaginu
Gjöf Thorvaldsensfélagið hefur selt jólamerki í meira en 100 ár, frá árinu
1913, og hefur ágóðinn ávallt runnið til stuðnings veikum börnum.
Mun færri innflytjendur útskrifast
úr framhaldsskólum á Íslandi en
þeir sem eru með íslenskan bak-
grunn. Þetta kemur fram í nýjum
tölum Hagstofu Íslands, en tölur
sem sýna brautskráða nemendur
eftir bakgrunni voru birtar í fyrsta
skipti í gær.
Tölurnar gefa til kynna að munur
sé á hlutfalli þeirra sem útskrifast,
sé horft til bakgrunns þeirra. Ef lit-
ið er á alla brautskráða nemendur á
framhaldsskólastigi skólaárið 2016-
2017 sem hlutfall af mannfjölda á
aldrinum 18-22 ára, þá hafa tæp
24% þeirra sem hafa íslenskan bak-
grunn útskrifast þetta ár. Hins veg-
ar hafa 16,5% þeirra sem eru fæddir
erlendis, með annað foreldrið er-
lent, útskrifast þetta ár og rúm 8%
innflytjenda.
Skólaárið 2016-2017 brautskráð-
ust samtals 10.235 nemendur af
framhalds- og háskólastigi á Ís-
landi. Brautskráðum nemendum
fækkaði um 617 (5,7%) frá fyrra ári
og átti sú fækkun sér aðallega stað
á framhaldsskólastigi. Alls braut-
skráðust 5.098 nemendur af fram-
haldsskólastigi skólaárið 2016-2017,
645 færri en árið á undan (11,2%).
Stúlkur voru lítið eitt fleiri en piltar
meðal brautskráðra, eða 51,2%.
Alls útskrifuðust 3.180 stúdentar
úr 34 skólum skólaárið 2016-2017 og
voru það 269 færri en skólaárið á
undan. Konur voru 58,8% nýstúd-
enta. Hlutfall stúdenta af fjölda tví-
tugra var 69,8% og var þetta hlutfall
síðast undir 70% skólaárið 2010-’11.
Alls voru 24,6% stúdenta 19 ára og
yngri en 44,0% voru 20 ára.
624 brautskráðust með sveinspróf
skólaárið 2016-2017, sjö færri en ár-
ið áður. Brautskráningar með iðn-
meistarapróf voru 154, heldur færri
en árið á undan. Karlar voru rúm-
lega þrír af hverjum fjórum sem
luku sveinsprófi (77,2%) og fjórir af
hverjum fimm útskrifuðum iðn-
meisturum (79,2%).
Alls útskrifuðust 4.479 nemendur
með 4.498 próf á háskóla- og dokt-
orsstigi og voru konur tveir af
hverjum þremur (66,3%) þeirra sem
luku háskólaprófi. Brautskráning-
um fækkaði um 2,3% frá fyrra
skólaári.
Mun færri innflytj-
endur útskrifast
Færri nemendur ljúka iðnnámi
Ekki er línulegt samhengi milli
fjölda ferðamanna og afkomu fyrir-
tækja í ferðaþjónustu. Þetta kom
fram í máli Bjarnheiðar Hallsdóttur,
formanns Samtaka ferðaþjónust-
unnar, á opnum fundi atvinnuvega-
nefndar Alþingis um stöðu íslensku
ferðaþjónustunnar eftir fall WOW
air sem haldinn var í gær.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
þingmaður Viðreisnar, benti á að af-
koman hefði versnað á árunum 2016
og 2017 þrátt fyrir tæplega 25%
fjölgun ferðamanna. „Hver er ástæð-
an fyrir því að afkoman lækkaði
þrátt fyrir tæplega 25% aukningu?“
spurði Þorgerður.
Bjarnheiður sagði að samkeppnis-
hæfni fyrirtækja hefði hrapað 2016
þegar kostnaður fyrirtækja hækkaði
mjög mikið sem og verð í erlendri
mynt. „Fólk keypti minna, dvaldi
styttra og fór í Bónus í stað þess að
fara á veitingahús. Það voru minni
viðskipti vegna þess að verðið var of
hátt.“
Fleiri flugfélög nauðsynleg?
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
sagði að höggið væri mikið til
skamms tíma, sérstaklega fyrir
fyrirtæki á landsbyggðinni. Hún
spurði hvort ekki væri í því sam-
hengi mikilvægt að hafa fleiri flug-
gáttir til landsins en Keflavík og
einnig hvort það þyrfti ekki að hafa
fleiri en eitt íslenskt flugfélag.
Bjarnheiður sagði að ferðaþjón-
ustuaðilar hefðu áhyggjur af áhrif-
um falls WOW air á landsbyggðina í
sumar. Það hefði verið talað um
markaðssetningu á einstökum lands-
hlutum og þar þurfi að grípa til
skarpari aðgerða. „Ég er ekki viss
um að það muni bera árangur til
skamms tíma en við þurfum að taka
til hendinni fyrir komandi vetur og
næsta ár,“ sagði Bjarnheiður.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF), sagði að horfa
þyrfti á ferðaþjónustuna sem heild-
argrein; ekki höfuðborgarsvæðið og
landsbyggðina hvort í sínu lagi.
„Við höfum áður sagt að íslensk
flugfélög eru mikilvæg fyrir íslenska
ferðaþjónustu en þau koma með
öðruvísi nálgun á viðfangsefnið,“
sagði Jóhannes. Hann sagðist ekki
vilja leggja dóm á hvort samkeppni í
flugrekstri á Íslandi væri nauðsyn-
leg.
„Fleiri íslensk flugfélög myndu
koma hugsuninni um áfangastaðinn
Ísland betur á framfæri en þau er-
lendu,“ sagði Jóhannes.
Hann benti á að ferðaþjónustuað-
ilar á Norður- og Austurlandi hefðu
lagt áherslu á að opna gáttir á Ak-
ureyri og Egilsstöðum. Reynsla af
millilandaflugi til Akureyrar er að
mati Jóhannesar mjög góð.
„Við erum ekki að tala um að opna
nýjan Keflavíkurflugvöll, heldur tvö
til þrjú flug í viku sem myndu gjör-
breyta stöðunni. Allt sem getur
breytt því að ferðamenn komi inn á
einum stað hjálpar til við ferðaþjón-
ustulandið Ísland.“
Morgunblaðið/Eggert
Á fundi Rætt var um stöðu íslensku ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air
á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis sem haldinn var í gær.
Afkoman er ekki
háð fjöldanum
2-3 flug á viku myndu breyta stöðunni