Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
✝ IndríðurEfemía Indr-
iðadóttir fæddist
15. júlí 1931 að
Hömrum í Lýtings-
staðahreppi í
Skagafirði. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Dalbæ á Dal-
vík 27. mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Indriði
Magnússon frá Gil-
haga, f. 25. febrúar 1890, d. 14.
desember 1931, og Efemía Krist-
ín Hjálmarsdóttir, frá Breið, f. 9.
júlí 1895. d. 21. janúar 1988.
Systkini Indu voru Magnús, f.
19. september 1919, d. 10. febr-
úar 2019, drengur andvana
fæddur 19. september 1919, og
Helga, f. 12. júlí 1922, d. 26.
ágúst 2007.
Inda, eins og hún var ávallt
kölluð, giftist 1. janúar 1957 Jós-
afat Vilhjálmi Felixsyni, f. 23.
maí 1934, d. 24. ágúst 2008. Þau
eignuðust tvo syni:
dóttir, f. 4. mars 1961, börn
þeirra eru: a) Íris, f. 21. nóv-
ember 1984, maki Georg Alex-
ander Valgeirsson, saman eiga
þau Indriða Aron og Katrínu
Indu. Áður eignaðist Íris Sigurð
Darra Pétursson og áður eign-
aðist Georg þá Halldór Snæ og
Valgeir Marínus. b) Rósa Krist-
ín, f. 28. ágúst 1989, maki Sveinn
Arnar Davíðsson, dætur þeirra
eru Efemía Rafney og Camilla
Rafney. c) Árný Inda, f. 30. sept-
ember 1991, maki Elvar Þór
Sigurjónsson, dóttir þeirra er
Karítas Sigrún.
Inda ólst upp að Hömrum
fram á unglingsár en fór þaðan í
gagnfræðaskóla á Akranesi og
bjó þar hjá systur sinni Helgu.
Árið 1955 hóf hún búskap ásamt
eiginmanni sínum í Húsey í Vall-
hólma og árið 1971 keyptu þau
jörðina Bakka í Vallhólma þar
sem þau voru einnig með bú-
skap. Inda starfaði til fjölda ára
sem stöðvarstjóri Pósts og síma í
Varmahlíð. Frá árinu 1989 ráku
þau hjónin ferðaþjónustu í Lauf-
túni.
Útför Indu fer fram frá
Löngumýrarkapellu í dag, 5.
apríl 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14. Jarðsett verður í
Víðimýrarkirkjugarði.
1) Felix, f. 2.
september 1953.
Kona hans er Bald-
vina G. Valdimars-
dóttir, f. 10. ágúst
1954, börn þeirra
eru: a) Hugrún, f. 9.
mars 1972, gift Þóri
G. Áskelssyni, synir
þeirra eru Sindri
Vilmar, Nökkvi
Þeyr og Þorri Mar.
b) Heiðmar Vil-
hjálmur, f. 4. febrúar 1977, gift-
ur Söndru Felixson-Peters. Syn-
ir hans eru Ívan Geir, Aron Ingi,
Óðinn Freyr og Róbert Orri. c)
Felix Rafn, f. 6. apríl 1978, giftur
Írisi Hauksdóttur, þeirra börn
eru Rúnar Baldvin og Katrín
Eldey. Áður eignaðist hann tvær
dætur; Fanneyju Eddu og Júníu
Efemíu. d) Magnús Hilmar, f. 18.
febrúar 1985, giftur Fjólu Dögg
Gunnarsdóttur. Þeirra synir eru
Vilhelm Máni og Viktor Máni.
2) Indriði, f. 16. apríl 1960.
Kona hans er Hrönn Helga-
Okkur langar að minnast
ömmu okkar, Indu í Húsey, með
nokkrum orðum. Amma var
kjarnakona þótt ekki hafi hún
verið stór. Ákveðin og fylgin sér
en afskaplega lífsglöð og fé-
lagslynd. Það eru forréttindi fyr-
ir börn að fá að kynnast og alast
upp með ömmum sínum og öfum
og við systkinin nutum svo sann-
arlega góðs af því. Við fengum
að eiga samneyti við hana frá
unga aldri og það er með þakk-
læti í huga sem við kveðjum
ömmu Indu í dag. Minningar um
réttir, jólagjafaleiðangur, heim-
sóknir til nágranna og horfa á
Leiðarljós koma fram í hugann
og ylja okkur um hjartarætur á
þessari saknaðarstund.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við
dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég
hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína
ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað „Cæsar“)
Guð blessi minningu ömmu
Indu.
Hugrún, Heiðmar,
Felix og Magnús.
Þau kvöddu með stuttu milli-
bili, systkinin Inda og Baddi.
Systkinin þrjú frá Hömrum hafa
þá öll kvatt okkur. Baddi var
þeirra elstur, þá amma Helga og
Inda sú yngsta og ólst hún upp í
skjóli móður sinnar, ömmu og
eldri systkina, eftirlæti allra í
fjölskyldunni.
Allar minningar sem tengjast
Indu frænku eru hlýjar, góðar
og skemmtilegar. Þannig var
einmitt Inda – hlý og yndisleg og
létt í lund. Hún flögraði á milli,
elskaði að ferðast og kynnast
nýju fólki. Hún var lífsglöð, söng
í kórum og gat spilað á píanó,
gítar og harmóniku eftir eyranu.
Hún kunni að hafa gaman af líf-
inu og vildi helst alltaf vera að
gera eitthvað skemmtilegt. Við
vorum svo heppin að fá stundum
að gera eitthvað skemmtilegt
með henni og minningarnar eru
margar.
Ferðalögin í Skagafjörðinn
voru líka mörg. Alveg frá því að
ég var barn var afskaplega
skemmtilegt að koma í sveitina
til Indu, Villa og Badda. Það var
stór hluti af minni æsku og alltaf
var einstaklega vel tekið á móti
okkur. Eitt sumarið vann ég á
pósthúsinu hjá Indu frænku og
bjó hjá þeim í Húsey. Þá var nóg
að gera fyrir unglinginn að læra
til verka á pósthúsinu og kynn-
ast bústörfum heima við.
Skemmtilegast fannst mér þó að
fara út að skottast með Indu á
kvöldin, fara í bíltúr, heimsóknir,
kaupa ís í Kaupfélaginu eða
synda í nýju sundlauginni í Hús-
ey. Þegar ég eignaðist mína eig-
in fjölskyldu var heimsókn í
Skagafjörðinn alltaf í miklu
uppáhaldi, enda var Inda óskap-
lega góð við okkur og við börnin
mín, áhugasöm um þeirra hagi
og einstaklega hlýleg.
Hún hafði einmitt þann hæfi-
leika að ná til allra – bæði barna
og fullorðinna. Hún virtist líka
þekkja alla og gaf sér alltaf tíma
til að stoppa og spjalla. Hvort
sem það var í Kaupfélaginu,
Kringlunni eða Kolaportinu – þá
hitti hún oftast einhvern sem
hún þekkti.
En hún þurfti ekki að fara
langt til að kynnast nýju fólki.
Ferðaþjónustan í Lauftúni var
bæði hennar atvinna og áhuga-
mál í næstum aldarfjórðung.
Hún hafði mjög gaman af því að
kynnast ferðafólkinu og þau Villi
voru einstakir gestgjafar. Gesta-
bækurnar í Lauftúni sýna að
mörgum þótti dvölin þar vera
hápunkturinn á ferðalaginu og
margir komu ár eftir ár. Það
skipti ekki máli hvaðan úr heim-
inum fólkið var og hvaða tungu-
mál var talað, Inda náði vel til
allra og var afskaplega greiðvik-
in. Hún gat þó verið föst fyrir og
vildi hafa hlutina eftir sínu höfði.
Þráðlaust netsamband átti t.d.
ekkert erindi í sveitasæluna að
hennar mati og þar við sat. En
hún hafði einstakan hæfileika til
að láta fólkinu í kringum sig líða
vel, það leið öllum vel í návist
Indu.
Inda varð aldrei gömul, hún
var alltaf ung í anda, eftirlæti
allra í fjölskyldunni.
Elsku Felix, Indi og fjölskyld-
ur – sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur frá okkur öllum.
Helga Indriðadóttir.
Elsku Inda mín. Það sem mér
þótti vænt um þig, elsku frænka.
Þú varst alla tíð minn besti vin-
ur, bæði í gleði og sorg. En nú er
komið að kveðjustund og ber að
þakka allar þær góðu stundir
sem lífið hefur gefið okkur. Inda
var móðursystir mín og bjó
ásamt fjölskyldu með móður
sinni og Badda bróður sínum í
Húsey í Skagafirði. Ég var flest
sumur fram á unglingsár í sveit
hjá þessu trausta og góða frænd-
fólki mínu í Skagafirðinum og er
óhætt að segja að árin séu
ógleymanleg. Foreldrar mínir,
Helga og Albert, og afkomendur
þeirra hafa alla tíð átt athvarf
hjá þeim í sveitinni og var þetta
nánast eins og okkar annað
heimili. Inda var ekki þessi hefð-
bundna húsmóðir. Móðir hennar
bjó alltaf með henni og sá hún að
mestu leyti um inniverkin. Fyrir
vikið var Inda meira í útiverk-
um. Þá var heyskapur með öðr-
um hætti en nú, kýrnar hand-
mjólkaðar og verkefnin næg.
Mínar minningar tengjast helst
sumrinu svo kannski hefur þetta
verið eitthvað öðruvísi yfir vet-
urinn. Inda var algjör ofurkona
að mínu mati. Meðfram bústörf-
unum starfaði hún við ýmislegt.
Hún var sundlaugarvörður í
sundlauginni í Varmahlíð, hún
kenndi skólabörnum dans ásamt
Villa sínum. Þau elskuðu bæði að
dansa og voru alltaf þau allra
flottustu á dansgólfinu. Þá var
hún símstöðvarstjóri í Varmahlíð
til margra ára. Síðustu ár sáu
þær vinkonur Helga Bjarnadótt-
ir og Inda svo um kaffiveitingar
fyrir eldri borgara í sveitinni.
Inda hafði einstaka mann-
kosti. Hún var alla tíð einstak-
lega lífsglöð, söng í kórum, tók
þátt í leiklist, spilaði á flest ef
ekki öll hljóðfæri og var dugleg
að sækja viðburði í sveitinni
enda þótti henni gaman að
blanda geði við fólk. Það átti því
mjög vel við hana þegar þau Villi
fóru út í ferðaþjónustu, sem varð
þeirra líf og yndi. Þau festu kaup
á bænum Lauftúni og voru með
ferðaþjónustuna út frá þeim bæ.
Inda hélt sínu striki eftir að Villi
féll skyndilega frá árið 2008.
Hún var alls ekki tilbúin að
hætta með ferðaþjónustuna eða
búskapinn. „Þetta er lífið,“ sagði
hún þegar ég spurði hana hvort
hún ætlaði nú ekki að fara að
slaka á og lifa lífinu.
Inda var sérstaklega traustur
vinur vina sinna. Árlega kom
hún suður á Akranes og nýtti
alltaf tækifærið til að heimsækja
æskuvinkonur sínar sem hún
hafði kynnst þegar hún var í
gagnfræðaskóla á Skaganum.
Hún átti sérstaklega góðar
minningar frá þessum tíma. Hún
dvaldi þessi skólaár hjá Helgu
systur sinni og fjölskyldu.
Við Inda brölluðum margt
skemmtilegt saman. Árlega fór-
um við í Laufskálarétt með gest-
um hennar sem komu ár eftir ár
og urðu góðir vinir okkar. Við
fórum helst á tvö böll þessa
helgi. Það gerðum við síðast þeg-
ar Inda var 85 ára. Geri aðrir
betur. Þar dansaði hún og
skemmti sér með okkur fram á
nótt áður en hún keyrði svo alla
heim. Hún var síðan vöknuð
fyrst allra því hún var með fullt
hús af gestum.
Já, svona var hún Inda og er
óhætt að segja minningarnar
sem tengjast þessari dásamlegu
frænku minni séu margar, góðar
og skemmtilegar. Ég á eftir að
sakna þín svo mikið, elsku Inda.
Við Gunni, synir okkar og fjöl-
skyldur viljum þakka þér, elsku
Inda, fyrir samfylgdina í gegn-
um árin.
Einnig flyt ég kærar kveðjur
og þakkir frá systkinum mínum
og fjölskyldum þeirra. Að lokum
vottum við sonum hennar,
tengdadætrum, barnabörnum og
barnabarnabörnum okkar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning þín.
Rósa Kristín Albertsdóttir.
Nágrannakona mín til átján
ára, Inda í Lauftúni, hefur kvatt
þessa jarðvist eftir tæp áttatíu
og átta ár og hún stóð sannar-
lega á meðan stætt var. Þegar
við fjölskyldan fluttum hingað að
Löngumýri hófst samgangur og
vinátta við Villa og Indu sem
aldrei bar skugga á, nágrenni
markað hlýju og glaðværð sem
sannarlega er stór hluti lífsgæða
þeirra sem hér búa. Við fráfall
Villa bjuggust einhverjir ef til
vill við því að Inda drægi saman
seglin í búskapnum og ferða-
þjónustunni, en því fór nú fjarri.
Áfram var haldið af krafti og
bætt í ef eitthvað var og ef ein-
hver bar upp þá spurningu hvort
ekki væri óhætt fyrir konu á
hennar aldri að rifa seglin hafði
hún svör á reiðum höndum:
„Hvað á ég þá að gera?“ Inda
var létt og kát í fasi og átti sér-
lega auðvelt með að umgangast
fólk, skapaði sér því miklar vin-
sældir sem gestgjafi og var ákaf-
lega umhugað um að fólkinu liði
vel.
Tónlistin var í blóðinu og fáir
ef nokkur hafa sungið jafn lengi
með Kirkjukór Víðimýrarkirkju
og um leið sameiginlegum kór
prestakallsins. Fjörug tónlist og
dans var í uppáhaldi og í gosp-
elmessum var Inda í essinu sínu,
dillaði sér og hreifst með lifandi
taktinum. Okkar samskipti voru
mjög mikil og stundum daglega.
Ég henti stundum gaman að því
að stærsti útgjaldaliður Indu við
búskapinn væri símareikning-
arnir því í kringum sig hafði hún
dálaglegan hóp fólks sem hún
gat hringt í væri einn vant við
látinn. Ber þessi stutta saga þar
vitni um. Ég var staddur hjá
frænda mínum eitt vorið fyrir
nokkrum árum og sátum við að
spjalli fram eftir nóttu áður en
gengið var til náða. Eftir stutta
hvíld að mér fannst hrekk ég
upp við símhringingu, lít á
klukkuna sem er tæplega fimm
að nóttu. „Gunni minn, getur þú
komið strax í Bakka, það er ein
sem getur ekki borið!“ Ég af
gömlum vana svara: „Ha, já,
kem eftir augnablik …“ Legg á,
sest upp á stokkinn svefndrukk-
inn og svipast um eftir spjör-
unum. Fer smám saman að ná
áttum og sé fljótlega að eina úr-
ræðið er að hringja aftur í Indu.
„Fyrirgefðu, Inda mín, mér
seinkar víst aðeins, ég er nefni-
lega staddur í Reykjavík!“
„Hvað segirðu?“ heyrist í Indu.
„Jæja, allt í lagi, ég hringi þá
bara í Valda.“
Innsti kjarni húskarlanna sem
snerust í kringum búskapinn
með henni gengur í daglegu tali
undir gælunafninu „Indverjarn-
ir“ og er ég ekki frá því að við
séum ögn stoltir af því. Og þó að
við vissulega hnussuðum stund-
um yfir þráanum í Indu að
standa í þessu basli var ekki
annað hægt en að dást að henni
og hve auðveldlega hún sneri
vopnunum í höndum okkar. Með
sama hætti vildi hún allt fyrir
okkur gera og margar ferðir fór
hún með eða sótti þvott fyrir
Löngumýri í Krókinn eða lánaði
mér dráttarvél. Henni þótti fátt
skemmtilegra en að aka góðum
bíl og því tók hún að sér að
keyra aldraðar vinkonur sínar
þangað sem þær áttu erindi, á
kóræfingar, í Bónus á Akureyri
eða Fiskidagstónleikana, sjálf
komin hátt á níræðisaldur.
Við fjölskyldan minnumst
Indu með hlýju og ævarandi
þakklæti.
Guð blessi góða konu, fjöl-
skyldu hennar og ástvini alla.
Gunnar Rögnvaldsson.
Inda í Lauftúni setti svip á
umhverfi sitt. Þó var hún ekki
mikil að vallarsýn né gekk fram
með hávaða og látum. En hún
var atorkukona snjöll, sem
hvergi gaf sig þótt árin færðust í
fang, hélt sínu striki á hverju
sem gekk.
Inda og maður hennar, Jós-
afat Vilhjálmur Felixson, kallað-
ur Villi, ráku mikla ferðaþjón-
ustu í Lauftúni frá árinu 1989 og
töluverðan hrossa- og fjárbú-
skap á Bakka í Hólmi. Inda var
einnig lengi póstmeistari í
Varmahlíð og stundaði fleiri
störf utan heimilis. Þá gerðist
það árið 2008 að Villi lést. Inda
var þá að nálgast áttrætt og var
hvött til þess af ættingjum og
vinum að draga sig út úr verald-
legum umsvifum, hægja á sér og
gerast gömul, líkt og aðrir á
hennar aldri. Allt slíkt tal lét hún
inn um annað eyrað og út um
hitt. Ferðaþjónustuna annaðist
hún áfram af myndugleika og við
miklar vinsældir viðskiptavina
en leitaði sér aðstoðar við bú-
reksturinn og lagði metnað sinn í
að halda honum í svipuðu horfi
og þegar Villi dó. Þrátt fyrir
hagsýni hennar og áhuga á bú-
skapnum verður að segjast eins
og er að búfræði hennar var
nokkuð götótt á sumum sviðum.
Sláturtíðin var henni erfið, það
tók verulega á að sjá á eftir
lömbum og folöldum á sláturhús-
ið. Hún mat gripina ekki eftir
digurð og þyngd, líkt og tíðkast
hjá flestum bændum. Sérstakur
litur, fallegur svipur eða hvernig
lítið lamb horfði til hennar í um-
komuleysi sínu bræddi hjarta
hennar.
Kynni okkar Indu hófust þeg-
ar ég flutti í Varmahlíð árið
2010. Gömlum bændum getur
veist erfitt að hætta með öllu bú-
skap og ég leitaði til hennar með
athvarf fyrir nokkur hross. Er-
indinu tók hún ljúflega og hafa
hross undirritaðs verið í skjóli
hennar síðan. Smám saman þró-
aðist gagnkvæmt traust, vinátta
og samstarf um marga hluti,
einkum hrossahald beggja. Í
spjalli okkar var oft slegið á létta
strengi og af sæmilegu gáleysi.
Inda var býsna stjórnsöm en svo
slyngur og útsjónarsamur
stjórnandi að hún hefði nú á tím-
um sómt sér vel sem forstjóri
stórfyrirtækis. Hún var alltaf
ung í anda, söng í kórum og
leiddi störf eldri borgara á
Löngumýri, með Helgu Bjarna-
dóttur, vinkonu sinni. Ekki er
vitað til þess að Inda hafi unað
sér við prjóna, matseld og bakst-
ur, líkt og margar konur af kyn-
slóð hennar.
Á síðustu árum varð til hópur
nokkurra nágranna og velunnara
sem hún gat leitað til ef upp
komu mál sem hún þurfti að-
stoðar við. Hygg ég að öllum hafi
verið bæði ljúft og skylt að
leggja henni lið ef svo bar undir
enda vinsæl og var þakklæti og
gagnkvæm greiðasemi ekki
spöruð af hennar hálfu.
Síðastliðið haust urðu þátta-
skil. Heilsan var þrotin, hún
hafði staðið meðan stætt var og
vel það. Síðustu mánuðina dvaldi
hún á Dalbæ, þrotin að kröftum
en þakklát fyrir alúð og um-
hyggju afkomenda sinna og
starfsfólks á Dalbæ.
Fjölskyldan í Furulundi 6
kveður Indu í Lauftúni með virð-
ingu og þökk fyrir dýrmæt
kynni.
Bjarni Maronsson.
Ljósin í Lauftúni loga ekki
lengur.
Það hefur verið slökkt á
stjörnuljósinu.
Inda okkar hefur kvatt, hún
kveikir nú ljós á nýjum stað.
Inda mín þekkti ekki Indriða
föður sinn. Hún var aðeins fimm
mánaða er hann lést. Hún var
skírð eftir honum við kistuna
hans heima á Hömrum. Æsku-
minningar frá Hömrum voru
Indu mjög kærar. Hannes
Pétursson skáld var tvö sumur á
Hömrum. Gefum Hannesi orðið
(Jarðlag í tímanum): „Á Hömr-
um bjó gott fólk, hæglynt í dag-
fari, en stutt í brosmildina. Inda
var lítil hnáta, rauðhærð, tágg-
rönn, léttfætt og oftast kát. Hún
hafði yndi af söng og orgelspili.
Með okkur tókst vinátta, við urð-
um næstum eins og systkin.“
Inda var mjög félagslynd og
hafði alltaf unun af söng, dansi
og spili. Fór árlega á Sparidag-
ana á Hótel Örk og var það
hennar sumarfrí. Hún var virk í
leikfélaginu hér á sínum tíma. Af
hlutverkum sínum þar þótti
henni vænst um Soffíu frænku.
Ég á Indu mikið að þakka. Í
19 vetur höfum við unnið saman
við starf eldri borgara á Löngu-
mýri – samverustundirnar. Það
samstarf veitti okkur báðum
ánægju.
Lengst verður Indu minnst
fyrir ferðaþjónustuna í Lauftúni.
Þau Villi keyptu Lauftún 1988 og
ári síðar hófu þau ferðaþjónustu
í íbúðarhúsinu. Seinna fengu þau
stærri lóð og útihúsin. Þá komu
tjaldstæðin og skemman og nú
var um nóg að hugsa.
Villi varð bráðkvaddur síðla
sumars 2008. Það var mikið
högg. En Inda mín hélt ótrauð
áfram og sló hvergi af.
Þarna kom fólk frá öllum
heimshornum, einnig hópar og
haldin voru ættarmót. Hún tók
vel á móti gestum sínum og að
neita fólki um gistingu var ekki
til umræðu, hún kom þeim á
næstu bæi. Inda átti sína fasta-
gesti um Sæluviku og Laufskála-
rétt.
Hún Inda mín stóð meðan
stætt var og vel það. Á liðnu
hausti var komið að lokum.
Svo var það búskapurinn á
Bakka, kapítuli út af fyrir sig.
Inda mín átti góða og trausta
granna, sem reyndust henni vel.
Þeir gáfu sér nafnið „Indverjar“.
Þeim verður aldrei fullþakkað.
Nú eru ljósin slökkt.
Ég vil þakka Söru Holzem í
Húsey fyrir hennar einstöku um-
hyggju gagnvart Indu. Fjöl-
skyldu Indu sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur. Guð blessi ykk-
ur minninguna.
Elsku Inda mín, þakka þér
okkar góðu kynni og kveiktu
ljósin þín aftur.
Helga Bjarnadóttir
frá Frostastöðum.
„Ó, syng þínum Drottni, Guðs
safnaðarhjörð. Syngið nýjan
söng,“ Þessar línur úr sálmi
Valdimars Briem koma upp í
hugann þegar við kveðjum Indu,
kórfélaga okkar. Hún var traust-
ur kórfélagi í kór Víðimýrar-
kirkju og síðar einnig í samein-
uðum kór Glaumbæjarpresta-
kalls. Í áratugi stóð hún vaktina í
altröddinni, hafði gætur á bass-
anum, sveiflaði nótnablöðunum í
takt og naut sín vel. Hin seinni
ár var gospeltónlistin uppáhald
hennar, ásamt léttum sálmum.
Ekki skemmdi fyrir ef hljóm-
sveit spilaði undir, þá var hún á
heimavelli. Með kórnum söng
Inda inn á tvo geisladiska og tók
þátt í ferðalögum, innan lands og
utan. Var hún þar enginn eftir-
bátur annarra, hvorki í söng eða
leik. Minnisstætt er atvik úr
Kanadaferð kórsins. Rétt áður
en lagt var í ferðina höfðu fund-
ist ættingjar sem náðist að eiga
stefnumót við. Hafi einhver haft
efasemdir um að leggja í þessa
miklu ferð hvarf sá efi við það að
verða vitni að því þegar frænkur
hittust. Að leiðarlokum þökkum
við samstarf, samsöng og sam-
veru alla. Guð blessi minningu
Indu og gefi fjölskyldu hennar
styrk.
Fyrir hönd kirkjukórs Glaum-
bæjarprestakalls,
Þuríður Kr. Þorbergsdóttir.
Indríður Efemía
Indriðadóttir