Morgunblaðið - 05.04.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.04.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 ✝ Hanna KarítasBárðardóttir fæddist á Ísafirði 30. júní 1937. Hún lést á Landspítal- anum við Hring- braut 29. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Bárður Árni Bjarnason sjó- maður, f. á Hóli í Bolungarvík 10. mars 1904, d. 18. febrúar 1943, og Oddný Sesselja Guðbrands- dóttir saumakona, f. í Sæbóli, Aðalvík, 8. ágúst 1906, d. 26. október 1994. Hanna átti einn bróður, Þór- hall Gauta, f. 13. febrúar 1941, d. 8. desember 2010. Þórhallur Gauti var ókvæntur og barnlaus. Bárður Árni Gunnarsson var áður giftur Ólöfu Bjarnadóttur og eiga þau fjögur börn saman, Hönnu Karítas, Kristjönu Helgu, Silju Báru og Bjarna Híram. Bárður Árni á eitt barn með núverandi eiginkonu sinni, Perlyndu Gunnarsson, Aron Nóa Prim. Kristín Sesselja Hönnudóttir á tvo syni, Andra Rafn Ágústsson og Eirík Júlíus Einarsson. Ingólfur Gauti Ingvarsson er giftur Sigurlaugu Egilsdóttur og eiga þau saman tvö börn, Ingvar Kristin og Erlu Rún. Gylfi Ingvarsson á tvö börn með Evu Dís Snorradóttur, Snorra Victor og Ellen Nadiu. Gylfi var áður giftur Sólveigu Guðnadóttur og eiga þau eitt barn saman, Gylfa Ingvar. Nú- verandi eiginkona Gylfa er Maureen Achieng Gaya Ingvars- son og eiga þau saman dótturina Sesselju Gunnhörðu. Útför Hönnu Karítasar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 5. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Eftirlifandi eiginmaður Hönnu er Ingvar Kristinn Ingólfsson kennari, f. í Hnífsdal 6. jan- úar 1932. Hanna giftist Ingvari 2. júní 1962. For- eldrar hans voru Ingólfur Magnús- son, f. 27. septem- ber 1896, d. 25. maí 1977, og Gunn- harda Jörstad, f. 22. júní 1896, d. 24. janúar 1959. Börn Hönnu eru Bárður Árni Gunnarsson, f. 29. desember 1958, Kristín Sesselja Hönnu- dóttir, f. 28. ágúst 1960, Ing- ólfur Gauti Ingólfsson, f. 28. desember 1962, og Gylfi Ingv- arsson, f. 16. janúar 1966. Eitt hugljúfasta og mest not- aða ávarpsorð íslensks máls gæti verið „mamma“. Fyrsta orðið sem við reynum að tjá sem hvít- voðungar og okkur verður tamast að nota er við vöxum úr grasi er „mamma“. Hve oft við tökum því sem gefnu að vera svarað er við köllum „mamma“. Mamma er alltaf til staðar. Hún er fyrst til að bregðast við, styðja, hugga, elska. Mamma er öllu dýrmætari. Prófið að ljúka aftur augum og ímynda ykkur lífið án „mömmu“ og alls sem henni fylgir. Já, það er erfitt, en nú blasir sá raunveruleiki við mér að geta bara talað um mömmu en ekki við mömmu. Þegar ég var drengur var mamma minn heimur. Hún gerði allt fyrir mig sem ég ekki gat sjálfur gert. Hún sá til þess að mig skorti ekkert. Hún fyllti heim minn kærleika, ástúð og ör- yggi. Hún var þolinmóð litlum óþægum dreng, sem alltaf var til vandræða. Hún gaf allt það sem hún átti, enda var hún oft upp- gefin eftir dagsins eril. Þegar ég var sjö ára varð mér fyrst hugsað um dauðann og þá staðreynd að ég myndi einhvern tíma deyja. Það var erfið hugsun að kyngja. Þó fannst mér sú hugsun erfiðari að mamma ætti líka eftir að deyja. Ef hún dæi vildi ég ekki heldur lifa, hugsaði ég sjö ára gamall. Svona var móðurtenging- in sterk. Nú er mamma dáin og ég er hér án hennar, fullorðinn, og skil betur tilgang lífsins. Við sjáumst aftur, annað getur ekki verið, annað má ekki verða. Besta gjöf barns, sem elskar móður sína, er að vita að pabbi elskar mömmu. Að þeirri gjöf bjó ég. Pabbi, hafðu þakkir fyrir að mamma elskaði og var elskuð. Mamma er ekki lengur í símtalsfjarlægð. Nú þarf ég að læra að lifa án mömmu, að fá ekki að tala við hana, faðma hana, finna nærveru hennar. Minning hennar lifir og vermir hjartað. Ég kveð mömmu og segi: Sjáumst aftur! Bárður Árni Gunnarsson. Það er ekki hlaupið að því að skrifa minningargrein um mömmu. Ég komst að því þegar ég settist niður og hugðist minn- ast hennar. Það gerðist, að mér varð orða vant. En hugurinn hvarflar til baka og ég ylja mér við góðar minn- ingar. Gleði, söknuður og þakk- læti eru tilfinningar sem brjótast um í huga mér. Ég átti stundir með mömmu á sjúkrabeðnum sem voru mér ómetanlegar en um leið erfiðar. Stundir sem ég nýtti til að hugleiða lífið og dauðann, sem getur verið líkn fyrir þá sem þjást og einnig fyrir þá sem eftir sitja. En missirin er mikill að henni mömmu. Hún var ákaflega listhneigð kona og þegar við fórum að skoða dótið hennar komu í ljós málverk og teikningar sem fyllt gætu heila myndlistarsýningu. Og ljóð sem gætu hæglega verið efni í ljóðabækur. Mamma hafði nefnilega mikla þörf fyrir að skapa eitthvað og ég trúi að hún hafi miðlað því til barna sinna og barnabarna enda öll á einhvern hátt skapandi í því sem þau gera. Ég á minningu um þegar hún sat við að mála eða skrifa eitthvað sem ég vissi ekk- ert hvað var, og þegar hún „tók allt í gegn“ heima eins og hún sagði, þegar það átti að þrífa hús- ið. Þá fylgdi því gjarnan að öllu var breytt; skápar færðir og hús- gögnum raðað upp á nýtt. Basl- aðist hún þá oft við að færa til þunga hluti og við krakkarnir látnir hjálpa. Og þegar pabbi kom heim var allt húsið breytt, og ég held að honum hafi nú oft þótt nóg um. Þegar við fluttum inn í hálfklárað húsið í Víðigrund var garðurinn fylltur af trjám og blómum enda var það hennar uppáhaldsstaður að geta verið í garðinum og „skipað pabba“ fyrir hvernig hún vildi hafa þetta eða hitt. Garðurinn og húsið var hennar yndi. Hún bjó sér til stóra fjölskyldu, eignaðist fjögur börn og barnabörnin og barnabarna- börnin orðin mörg og alltaf fann maður hvað hún var stolt af þeim öllum og ekki síður stolt af sér og pabba að koma þessum hópi upp. Ég kveð mömmu mína með miklum söknuði, fyrr en ég hafði vonað og óskað, en samt svo ánægður með að hún er komin á góðan stað, laus við kvöl og pínu. Mömmu er sárt saknað en minn- ingarnar eru margar og ljúfar og þær lifa áfram. Ingólfur Gauti Ingvarsson. Elsku tengdamamma mín hef- ur kvatt þennan heim og er hjá Settu og Gauta. Hanna var mikil listakona, hún var alltaf að mála, teikna og semja ljóð. Með barna- börnum var hún dugleg að föndra, Ingvar minn var í pössun hjá ömmu eftir hádegi fyrstu árin sín og þar var mikið brallað. Það var ómetanleg hjálp í brauðstrit- inu að fá skutl og pössun hjá Hönnu og Ingvari. Um tíma bjuggum við í Víðigrundinni hjá þeim með Ingvar nýfæddan og alltaf voru þau boðin og búin að hjálpa. Hún beið á fæðingardeildinni þegar Ingvar minn fæddist og færði mér malt á sængina og hló að mér þegar ég sagði henni að ég væri smá hífuð eftir að hafa þambað kalt maltið. Hanna var alltaf að breyta stofunni hjá sér; sófinn þarna þessa vikuna og hin- um megin þá næstu. Það var allt- af stutt í hláturinn og það var gott að vera með henni. Elsku Hanna mín, takk fyrir árin okkar saman, ég ylja mér við góðar minningar. Hanna sagði að uppá- haldslagið sitt væri Suður um höfin, enda fallegt lag og gaman að syngja. Suður um höfin að sólgylltri strönd sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd. En meðan ég lifi, ei bresta þau bönd, sem bundið mig hafa við suðræna strönd. (Skafti Sigþórsson) Sigurlaug Egilsdóttir. Amma, þú varst alveg einstök kona. Þú hafðir svo mikla hlýju í hjartanu þínu sem ég var svo heppin að fá að kynnast. Ekkert í heiminum jafnast á við þín öm- muknús. Þau gerðu lífið svo miklu betra. Minningarnar eru svo margar. Allt frá því að ég var barn og til dagsins í dag hefur þú verið svo stór hluti af lífi mínu. Mitt fyrsta heimili var heimili ykkar afa í Víðgrundinni. Eftir að við fjöl- skyldan fluttum annað hélt Víði- grundin áfram að vera annað heimili okkar Snorra. Þar áttum við svo margar ljúfar stundir! Þú varst svo uppátækjasöm og skap- andi í leik. Við fórum í búninga, settum upp leikrit saman, máluð- um, föndruðum, bjuggum til föt handa dúkkunum, tjölduðum í garðinum, bökuðum vöfflur, pönnukökur og jafnvel drullu- kökur! Við spiluðum á píanóið, sungum og dönsuðum, svo eitt- hvað sé nefnt. Á kvöldin höfðum við svo oft kósíkvöld með ís og ostabökkum, þar sem þú skarst niður brauðost og vínber, settir á tannstöngla og raðaðir fallega á bakka, mjög elegant! Víðigrundin var sko sannkallaður ævintýra- heimur. Þú varst svo ljúf og einlæg. Þú hugsaðir fyrst og fremst um líðan fólksins í kringum þig og hvernig þú gætir hjálpað til. Þú gerðir svo ótal margt fyrir mig. Eitt lítið dæmi sem kemur upp í hugann er þegar íslenska Idolið byrjaði. Ég var svakalegur aðdáandi söngva- keppna en þar sem það var ekki Stöð 2 heima tókst þú þættina alltaf upp fyrir mig á spólu. Þú varst svo listræn og skap- andi, þú málaðir fallegar myndir, samdir ljóð og hafðir unun af að syngja. Tónlistin var okkar sam- eiginlega áhugamál. Þegar ég æfði söng man ég vel eftir því hvað mér fannst gaman að fara í Víðigrundina eftir æfingar og syngja nýju lögin sem ég var að læra fyrir ykkur afa. Þú varst alltaf svo áhugasöm og hrósaðir mér í bak og fyrir, ég fann hvað þú varst stolt af mér. Ómetanleg- ur stuðningur og hvatning. Svo þegar leikhúsáhuginn hjá mér kviknaði varst þú alltaf meira en til í að kíkja með mér á leiksýn- ingar. Síðast fórum við saman á leiksýninguna Bláa hnöttinn með Karen, mömmu og öllum litlu stelpunum okkar. Dásamlegur dagur. Það var alltaf svo mikið líf í kringum þig. Þú varst líka svo fyndin. Og við áttum svo auðvelt með að spjalla og grínast, það var eins og húmorinn okkar smellpassaði einhvern veginn. Við gátum líka spjallað á alvarlegri nótum. Ég gat alltaf sagt þér allt og þú sýnd- ir mér aðeins skilning og um- hyggju. Amma mín, ég vil þakka þér fyrir allt! Þakka þér fyrir að gera heimili þitt að heimili mínu, fyrir að sýna mér hvatningu og stuðn- ing í lífinu á erfiðum tímum og fyrir að vera svona hlý og yndis- leg. Þú hefur kennt mér svo margt. Mér finnst svo sárt að þurfa að kveðja þig. Ég hélt að við mynd- um eiga meiri tíma saman. Mér fannst svo erfitt að vera ekki hjá þér þegar þú veiktist í haust en ég er þakklát fyrir þær stundir sem við fengum saman á Landa- koti núna í mars. Fyrir mér eru þær ómetanlegar Elsku amma, ég mun sakna þín svo mikið. Ég veit að þú ert á góðum stað núna með foreldrum þínum og Gauta. Hvíldu í friði. Elska þig. Fingurkoss. Ellen Nadia Gylfadóttir. Elsku amma, þú varst svo góð, hugrökk, fyndin, skemmtileg og kær vinur í einu og öllu. Það vakna alls konar tilfinn- ingar þegar ég sest niður til að skrifa þessa minningargrein um þig. Það er erfitt að byrja því að stundirnar sem við áttum saman eru svo margar. En mig langar að segja hvað ég er þakklátur fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér og að þú hafir náð að kynnast henni Karen minni eins vel og þú gerðir, og litlu skottunum mín- um, Hrefnu Dís og Viktoríu Huld. Þessi tími er ómetanlegur, svo dýrmætur. Þú varst sú allra hjartahlýj- asta manneskja sem ég hef nokk- urn tímann kynnst og þvílík for- réttindi það voru að fá að alast upp í kringum þig. Þú kenndir mér svo margt sem ég tek með mér áfram í lífið. Ég vona að ég geti veitt mínum nánustu sömu ást og hlýju og þú gafst mér. Það eru ótal minningar sem ég á úr Víðigrundinni og erfitt að velja einhverja eina til þess að segja frá. En efst í huga mínum eins og stendur eru hjólaferðirnar til hennar Stínu frænku sem við vor- um að rifja upp saman á meðan þú varst á Landakoti. Svo voru það líka öll dásam- legu kvöldin sem við áttum sam- an í Víðigrundinni þar sem fram fóru tískusýningar, danstímar, píanókennsla og róleg vídeókvöld með flottum kræsingum eins og ostabökkum. Hvíldu í friði, elsku amma, þín verður sárt saknað. Snorri Victor Gylfason. Elsku amma er sofnuð svefn- inum langa. Ég sé hana fyrir mér svífa dansandi og syngjandi yfir í heiminn fyrir handan. Ég sé fyrir mér fagnaðarfundi hinum megin er hún sameinast aftur látnum ástvinum sínum. Ég naut þeirra forréttinda að vera fyrsta barnabarnið og fékk athygli og tíma eftir því. Þær voru margar stundirnar sem ég átti heima hjá ömmu og afa í Víði- grund og amma sá til þess að all- ar stundir væru gæðastundir. Hún hafði alveg ótrúlega nota- lega nærveru og var besti leik- félaginn. Hvort sem það var að sitja og púsla, syngja söngva, föndra, skoða dót í búðum, búningaleikir eða teboð með dúkkunum þá tók hún þátt með manni af fullri ein- lægni og áhuga. Blíða röddin hennar og innilegi hláturinn eru ennþá svo ljóslif- andi í huga mér. Amma eignaðist afar sérstak- an stað í mínu litla barnshjarta og þann stað hefur hún átt verð- skuldað alla tíð síðan. Amma var mikil blómakona og í gróðurhúsinu sínu ræktaði hún hinar fegurstu rósir og vínberja- tré. Ég veit í sannleika sagt ekki hvor okkar var stoltari af þessari fegurð, ég eða hún. Það var ósjaldan sem ég sagði vinum og vandamönnum frá öllum fallegu blómunum hennar ömmu, vínber- jaklösunum og fallega garðinum sem amma og afi lögðu svo mikla alúð í. En eins mikið og hún naut blómanna sinna naut hún þess líka að deila þeim með okkur hin- um og þau voru ófá skiptin sem hún fór með manni út í garð og leyfði manni að velja blóm í vönd. Með hjálp ömmu lagði ég mikinn metnað í valið og kom svo fær- andi hendi heim til mömmu, sem kunni sko að meta blómin alveg jafn vel og ég og amma. Þegar ég varð svo aðeins eldri fór ég oft upp á eigin spýtur í strætó til þess að heimsækja ömmu og eyddi hjá henni heilu og hálfu dögunum. Það var bara eitthvað svo einfalt og gott að vera nálægt henni. Elsku yndislega amma mín. Ég hef elskað þig og dáð allt mitt líf. Hjarta mitt grætur af söknuði er ég kveð þig í hinsta sinn. En það grætur líka af gleði og þakklæti fyrir að hafa átt þig að í öll þessi ár og fyrir að hafa átt all- ar þessar dýrmætu stundir með þér. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu og fallega brosið þitt mun lýsa upp huga minn. Sofðu rótt, amma mín. Þín Hanna Karitas. Hanna Karítas Bárðardóttir ✝ Ásta MinneyGuðmunds- dóttir fæddist í Drangavík á Ströndum 20. desember 1934. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 31. mars 2019. Foreldrar Ástu voru Ingibjörg Sína Vilhelmína Guð- mundsdóttir og Guðmundur Guðbrandsson. Ásta var næstyngst tíu barna þeirra hjóna. Systkini hennar voru Sigmundur, Georg, Art- húr, Stella, Andrea, Ingimar, Magnús, Heiða og Viktoría. Enn á lífi er Stella. Eiginmaður Ástu var Halldór Rúnar Júlíusson, f. 5. júlí 1937, en hann fórst með vb. Trausta ÍS 54. Börn Ástu og Halldórs eru: Guðrún Ingibjörg, f. 25. janúar 1958, maki Jónas Skúlason. Þau eiga þrjú börn. Guðmundur Magnús, f. 12. júní 1959, maki Sal- björg Sigurðar- dóttir. Þau eiga þrjú börn. Sigríður Sóley, f. 19. ágúst 1961. Hún á fimm börn. Aðalheiður Jóna, f. 20. ágúst 1963. Hún á þrjú börn. Pétur Júlíus, f. 26. ágúst 1965, maki Kristín Gunn- arsdóttir. Hann á þrjú börn. Guðbjörg Harpa, f. 28. nóv- ember 1966, maki Helgi Skúla- son. Þau eiga þrjú börn. Fyrir átti Ásta Ingibjörgu Veturliðadóttur, f. 14. ágúst 1955, d. 26. janúar 1956. Ásta eignaðist Kristján Torp, f. 9. maí 1972, en hann var ættleiddur. Eiginkona hans er Nattaya Torp, hann á eina dóttur. Útför Ástu Minneyjar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 5. apríl 2019, klukkan 15. Elsku hjartans mamma mín. Mikið ósköp er erfitt að kveðja þó að þetta hafi verið langþráð hvíld, enda södd lífdaga. Þú varst sú hógværasta, rólegasta og dug- legasta kona sem ég hef þekkt. Þetta er ekki búin að vera auð- veld ævi hjá þér. Fædd á einum harðbýlasta stað landsins, Drangavík á Ströndum, þar sem náttúran var hörð og óblíð á vet- urna. En eins og þú sagðir bættu sumrin það upp með einstakri náttúrufegurð. Þú varst einungis tuttugu og eins árs þegar þú misstir skyndi- lega frumburð þinn hana Ingi- björgu þegar hún var einungis sex mánaða. Þegar þessi ósköp dynja yfir ert þú að vinna sem ráðskona á Malarrifi. En það var einmitt á Malarrifi sem þú hittir stóru ástina í þínu lífi, hann pabba. En örlögin geta verið grimm því þú fékkst ekki að hafa hann hjá þér nema í tólf ár, en þá fórst hann með Trausta ÍS 54. Eftir stóðst þú með sex börn á aldrinum fimmtán mánaða til tíu ára. Með ómældri hjálp frá for- eldrum þínum og systkinum var haldið utan um þig og okkur börnin þín eins mikið og hægt var. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku mamma, ég vil þakka þér fyrir ótakmarkaða hjálp í gegnum tíðina; allar sumarbú- staðarferðirnar, útilegurnar, heimsóknirnar til Kanada, og ekki má gleyma ástúðinni sem þú gafst dætrum mínum. Nú eru klettarnir mínir tveir, þú og Viktoría, báðar búnar að kveðja. Ég veit að það hafa tekið á móti þér ættingjar í röðum og orðið fagnaðarfundir á báða bóga og þá sérstaklega hjá þér, pabba og Ingibjörgu. Elsku mamma, ég kveð þig með trega en þar til við hittumst á ný þá gengur þú á röðina og knúsar alla frá mér. Takk fyrir að vera yndisleg mamma og amma barna minna, ég mun ávallt sakna þín og elska. Sóley. Elsku hjartans amma mín, það er sárt að þurfa að kveðja þig. Hvað ég á eftir að sakna koss- anna þinna sem voru alltaf lág- mark þrír á hvora kinn. Mér þykir vænt um allar góðu og fallegu stundirnar sem við átt- um saman og ekki má gleyma öll- um ullarsokkunum sem þú prjón- aðir í gegnum tíðina fyrir okkur, allar þessar minningar munu ylja mér um ókomin ár. Ég mun sakna þín en get huggað mig við að nú ertu loksins komin til Halldórs afa sem fór frá þér alltof ungur og til bestu vin- konu þinnar, ömmu Viktoríu, en þið systur áttuð alltaf einstaklega fallegt og náið samband. Hvíldu í friði elsku amma. Minning um einstaklega fal- lega og góða konu lifir í hjörtum okkar allra. Með þökk fyrir allt, þín nafna Ásta Minney Guðmundsdóttir. Ásta Minney Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.