Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
✝ Svanhvít Elsa Jó-hannesdóttir
fæddist 24. nóvember
1934. Hún lést 21.
mars 2019 á
Hjúkrunarheimilinu
Nesvöllum, Hrafnistu
í Reykjanesbæ.
Svanhvít var dótt-
ir hjónanna Jóhann-
esar B. Hannessonar,
f. 8. september 1893,
d. 29. maí 1959, og
Jóhönnu Þorleifsdóttur, f. 24.
desember 1890, d. 2. mars 1947.
Systkini Svanhvítar: Ásgeir
Eiríkur, f. 12. ágúst 1920, d. 25.
júlí 1947, Sigurður Valdal, f. 8.
mars 1961, eiginmaður hennar er
Jón Guðmar Jónsson, f. 2. apríl
1950, dætur þeirra eru Svanhvít
Ásta, f. 6. nóvember 1996, og Guð-
rún Sunna, f. 18. júní 1999.
Svanhvít var lengst af hús-
móðir og vann auk þess ýmis al-
menn störf. Þau hjónin hófu bygg-
ingu húss um miðjan sjöunda
áratuginn á Faxabraut 63 í Kefla-
vík sem þau fluttu í upp úr 1970
og áttu það hús alla tíð en þau
bjuggu yfir 30 ár í Ósló.
Svanhvít hafði ekki langa
skólagöngu að baki á Íslandi en
þegar hún bjó í Noregi tók hún
marga kúrsa í framhaldsskóla
þar.
Lengst af í Noregi starfaði
Svanhvít í og hafði umsjón með
þvottahúsi spítala/hjúkrunar-
heimilis í Ósló.
Útför Svanhvítar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 5. apríl
2019, klukkan 13.
nóvember 1921, d.
28. janúar 2008, Sig-
urvin Björgvin, f. 26.
júlí 1923, d. 3. desem-
ber 1996, Margrét, f.
19. desember 1925, d.
27. júní 1927, Mar-
grét Sigurbjörg, f. 1.
desember 1927, og
Ólafur, f. 18. janúar
1931, d. 24. mars
2015.
Svanhvít giftist 31.
desember 1964 Erlingi Jónssyni,
f. 30. mars 1930. Börn þeirra eru:
1) Ásgeir, f. 1. júní 1959, kona
hans er María Kristín Jónsdóttir,
f. 19. mars 1963. 2) Jóhanna, f. 13.
Svana, eins og hún var alltaf
kölluð, tengdamóðir mín, er látin
eftir erfið veikindi. Hún var ekki
allra. Í ófáum gamanmyndaklisj-
um frá Hollywood þar sem sýnd
eru samskipti tengdaforeldra og
tengdabarna snúast þau um að
allt er strax komið í háaloft og
hjónabönd í hættu.
Þetta átti ekki við um okkur
Svönu. Við áttum mjög gott skap
saman, sem sést best á því að hún
dvaldi hjá okkur lengi á hverju ári
á sumrin og um jól og áramót í um
þrjátíu ár eftir að hún sjálf hafði
flutt til Noregs.
Það er oft sagt að til að búa við
lífsánægju þurfi maður að geta
notið hversdagsins. Eftirminni-
legustu stundir mínar með Svönu
eru samræður okkar og vanga-
veltur í gegnum tíðina við morg-
unverðarborðið þegar hún dvaldi
hjá okkur. Hún hafði áhuga á
mörgu, þjóðmálum, trúarbrögð-
um, fólki, lífinu og tilverunni
svona yfirleitt. Hlustaði og fylgd-
ist vel með. Sjálf var hún mjög dul
um eigin hagi, svona prívat-
persóna.
Svana var mikið náttúrubarn,
þurfti að finna fyrir þessari
frelsistilfinningu að geta staðið
upp hvar sem hún var og hvenær
sem henni datt í hug, vildi ekki
láta binda sig, og látið sig hverfa
eins og fuglinn fljúgandi. Þá var
farið í bílinn og farið á flakk eins
og hún sagði stundum, en hún var
mikil bílaáhugamanneskja og átti
líka alltaf bíl hér á landi, sem beið
hennar þegar hún mætti á svæðið.
Ef Svana hefði verið ung kona í
dag hefði hún ábyggilega farið í
bifvélavirkjun eða annað vélfræði-
nám.
Svana var ættuð úr Arnardal
við Skutulsfjörð. Strax eftir seinni
heimsstyrjöld flutti fjölskyldan,
eins og svo margir aðrir Vestfirð-
ingar, á suðvesturhornið í leit að
bættum lífskjörum. Fluttu margir
til kaupstaðanna og þorpanna á
Suðurnesjum. Fjölskyldan flutti
til Grindavíkur. Móðir hennar,
sem hún var mjög náin, lést þegar
Svana var 12 ára. Móðurmissirinn
var mikið áfall.
Tengdamóðir mín mátti ekkert
aumt sjá. Þá var hún mikill dýra-
vinur og var alltaf með dýr á sínu
heimili, svo öðrum fjölskyldumeð-
limum þótti jafnvel nóg um.
Í september 2016 fór Svana í
síðasta sinn til Noregs til að
ganga frá sínum málum þar áður
en hún flytti alkomin heim. Hinn
29. október sama ár, tveimur dög-
um áður en hún átti bókað flug til
Íslands, veiktist hún alvarlega.
Var henni vart hugað líf. Eftir
ótrúlegan bata gat hún síðasta
sumar gengið um ein og óstudd.
Markmið Svönu síðasta árið
var að flytja heim. Síðasta sumar
var því hafist handa við fram-
kvæmdir við að gera „Húsið“ á
Faxabrautinni þannig að hún gæti
flutt þangað og notið heimahjúkr-
unar. Viku fyrir jól þegar fram-
kvæmdum var að ljúka fórum við
hjónin að sækja hana til Noregs.
Hafði heilsu hennar þá hrakað
mjög. Stuttan tíma dvaldi hún í
„Húsinu“ áður en hún var flutt á
spítala. Rúmum mánuði áður en
hún lést flutti hún á hjúkrunar-
heimilið á Nesvöllum, Hrafnistu í
Reykjanesbæ. Farin að kröftum
en hugurinn að mestu heill gerði
það erfitt að horfa upp á lokin hjá
þessum frelsisfugli. En hún er nú
komin „heim“.
Tengdamóðir mín var hvíldinni
fegin.
Jón Guðmar Jónsson.
Amma var ákveðin kona og
góð. Hún var með gott skopskyn
og átti auðvelt með að sjá það
spaugilega í tilverunni. Amma var
jákvæð og kenndi okkur að koma
vel fram við fólk. Hún kom hreint
fram og var trú sjálfri sér. Það var
gaman að sjá litlu kanínuna henn-
ar. Það var sannarlega vel hugsað
um þá kanínu því amma var mikill
dýravinur og mátti ekkert aumt
sjá.
Amma hafði ákveðnar skoðanir
á fötum og skartgripum. Hún var
helst í hvítum flottum fötum. Hún
hélt sínu striki hvað það varðaði
og var alltaf með sitt síða hár
vandlega greitt. Það var gott þeg-
ar amma var hjá okkur og við átt-
um saman margar ánægjulegar
stundir. Við gátum rætt um hvað
sem var; allt frá heilsu smádýra til
andlegra eða heimspekilegra mál-
efna.
Hún vildi vera á ferðinni og
með því skemmtilegra sem hún
gerði var að ferðast um keyrandi.
Við systur minnumst elsku Svönu
ömmu okkar með þakklæti og vit-
um að hún verður alltaf hjá okkur.
Svanhvít Ásta og
Guðrún Sunna.
Svanhvít Elsa
Jóhannesdóttir
eins ólíkar og við erum, tókumst
á við verkefnið á ólíkan hátt.
Anna Katrín lærði nóturnar sam-
viskusamlega, æfði sig heima og
spilaði allt sem amma setti fyrir.
Erla Steina lærði lögin utanbók-
ar, var ekki mikið fyrir nótnalest-
ur eða heimaæfingar. En snögg
var hún að læra og spilaði sín lög
án nótna og dreif sig síðan fram
að spila ólsen-ólsen við afa. Alltaf
varst þú amma okkar jafn stolt
og himinlifandi að fá okkur í tíma.
Síðan voru auðvitað haldnir jóla-
tónleikar fyrir fjölskylduna þar
sem við vorum stjörnurnar þínar.
Þú varst ávallt með puttann á
púlsinum og lést ekkert fram hjá
þér fara, hvort sem það voru
samfélagsmál, tískustraumar eða
nýjustu veitingastaðir bæjarins.
Þið afi tókuð tækniframförum
fagnandi og lögðuð ykkur öll
fram við að læra á nýjustu
tæknina, til að mynda tölvupóst
og Facebook.
Þú varst mikil tískudrottning
og skvísa og gátum við auðveld-
lega fengið lánuð föt hjá þér þrátt
fyrir aldursmun. Eitt sinn rák-
umst við á þig, þá frekar ný-
komna af spítala, í Kringlunni að
kaupa þér kápu í Gallerí 17 svo
við tölum nú ekki um bleika
Prada-veskið.
Þú varst jákvæðasta mann-
eskja sem við höfum þekkt og
sást alltaf það góða í öllu. Þú gast
snúið ótrúlegustu aðstæðum og
erfiðleikum í jákvæðni. Á síðustu
árum mættirðu ýmsu mótlæti en
alltaf tókst þú á við verkefnin af
eindæma bjartsýni og seiglu,
sannkölluð Pollýanna.
Vandfundinn var meiri húmor-
isti en þú. Þú hafðir einstakan
húmor fyrir sjálfri þér og hlógum
við endalaust saman. Það var
aldrei leiðinleg stund með þér og
leið okkur aldrei eins og þú værir
gömul.
Þú varst yndislegur og litríkur
karakter. Okkur leið alltaf svo vel
hjá þér því þú elskaðir skilyrð-
islaust og fagnaðir fjölbreytileik-
anum.
Þú hafðir innilegan áhuga á
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur og varst alltaf jafn stolt.
Þú hrósaðir okkur í tíma og ótíma
fyrir allt sem við gerðum. Þú
varst með hjarta úr gulli og
snertir við öllum sem urðu á vegi
þínum.
Síðustu mánuði eyddum við
miklum tíma með þér og afa. Við
erum þakklátar fyrir þessar
gæðastundir, það var gott að geta
hjálpað ykkur þegar þið þurftuð
á því að halda, eftir allt sem þið
hafið gert fyrir okkur. Þið voruð
alltaf svo þakklát.
Elsku yndislega amma Erla.
Við munum sakna þín að eilífu og
minning þín mun lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð. Kysstu afa
Steina frá okkur, við vitum að
hann mun taka vel á móti þér í
nýja fína húsinu. Elskum þig
endalaust.
Þínar ömmustelpur og holta-
sóleyjar,
Erla Steina og Anna Katrín.
Það er óraunverulegt að
kveðja ömmu svona stuttu eftir
að við kvöddum afa. Við getum þó
huggað okkur við það að núna eru
þau saman.
Það var kannski ekki við því að
búast að þau gætu verið lengi
hvort án annars. Þau voru alveg
ótrúlega samrýnd hjón, gerðu
allt saman og höfðu alltaf nóg fyr-
ir stafni. Þau voru saman í næst-
um sjö áratugi og upphafið að
þeirra sambandi var alveg í
þeirra anda. Amma lenti í
hremmingum og afi kom henni til
bjargar.
Það má segja að það hafi gefið
tóninn fyrir þeirra líf saman; í
gegnum árin hugsaði afi ótrúlega
vel um ömmu og hennar missir
var mikill þegar hann kvaddi.
Hún var alla tíð prinsessan hans
sem hann snerist í kringum og
honum þótti það ekki leiðinlegt.
Að sumu leyti má segja að
amma hafi aldrei orðið neitt göm-
ul. Hún var alltaf fín og vel tilhöfð
og hún kunni líka að meta það að
vera slegnir gullhamrar. Hún bar
sig vel allt fram til hins síðasta og
það er hreinlega ótrúlegt hversu
oft hún reis aftur á fætur eftir
áföll og heilsubrest síðustu ára.
Æskuminningarnar af Lambó
eru margar og það var alltaf
gaman að koma til ömmu og afa.
Amma elskaði að láta greiða á sér
hárið, hafði gaman af að kenna
okkur ný spil og náði einhvern
veginn alltaf að plata mann til að
pússa silfrið. Þegar við vorum
orðin eldri breyttust samveru-
stundirnar í kaffi í eldhúsinu og á
Lambó var alltaf bakkelsi á boð-
stólum, bæði fyrr og síðar, það
eina sem breyttist var að við fór-
um að taka þátt í fullorðinsum-
ræðum.
Móttökurnar voru alltaf góðar,
okkur var tekið með kossum og
knúsi.
Amma og afi voru heppin, þau
fengu að vera hraust, ferðast,
fara á tónleika og njóta lífsins
saman fram á gamals aldur.
Hann var duglegi riddarinn sem í
upphafi bjargaði henni og hún
var sólin hans sem aldrei dró fyr-
ir.
Við minnumst ömmu með hlý-
hug og þakklæti fyrir allt.
Hilmar og Hildigunnur.
Elsku Erla systir mín er látin
og minningar um liðna tíð
streyma fram. Þessar minningar
eru bara fallegar. Ég sakna
hennar mjög mikið.
Erla var fædd og uppalin í
Vesturbæ Reykjavíkur og gekk í
Landakotsskóla. Hún var einka-
barn þar til ég kom í heiminn en
þá voru foreldrar okkar orðnir
nokkuð fullorðnir og mamma oft
veik. Erla var þá 18 ára og það
varð hennar hlutskipti að vera
mikið með mig. Henni þótti afar
vænt um mig og kallaði mig alltaf
„Margrét mín“.
Á hverjum morgni þegar hún
fór til vinnu fór hún með mig í
leikskólann Tjarnarborg en hún
vann þá á endurskoðunarskrif-
stofu í Hafnarstræti.
Erla var mjög vel gerð og gef-
in kona. Hún var mikill tónlistar-
unnandi og útskrifaðist úr Tón-
listarskólanum í Reykjavík sem
píanókennari og kenndi í nokkur
ár.
Í tónlistarskólanum kynntist
hún nokkrum vinkonum sínum
sem ég fékk stundum að fara með
henni að hitta. Hún kynntist svo
eiginmanni sínum Þorsteini um
1950 og voru þau alla tíð einstak-
lega samrýnd hjón.
Eftir að þau giftu sig byggði
Þorsteinn við hús foreldra okkar
á Fálkagötu.
En fjölskylda þeirra stækkaði
fljótt og nokkrum árum síðar
byggði hann hús á Lambastekk 1,
þar sem þau bjuggu með börn-
unum sínum fjórum. Þar var ég,
og mín fjölskylda, alltaf velkomin
á hvaða tíma sólarhrings sem var.
Þar voru líka stór afmælis- og
jólaboð alla tíð þar sem öll fjöl-
skyldan kom saman.
Erla var mikil fjölskyldu-
manneskja og var sérlega annt
um „að allir væru“.
Foreldrar okkar áttu lítinn
sumarbústað fyrir innan Laugar-
vatn og það var ósjaldan sem við
vorum saman þar á sumrin.
Einnig fórum við hjónin oft sam-
an í ferðir til Evrópu og það var
alltaf jafn indælt að ferðast með
þeim.
Ég er systur minni ævinlega
þakklát fyrir að hafa verið mér
svona góð. Ég á aldrei eftir að
gleyma síðasta deginum sem hún
lifði, sárlasin.
Ég beygði mig niður að henni
og hún ljómaði öll og sagði „ertu
komin Margrét mín?“
Þau hjónin voru ekki aðskilin í
nema rétt rúma tvo mánuði því
Þorsteinn andaðist 12. janúar á
þessu ári.
Takk elsku Erla mín. Þú varst
alltaf svo blíð og góð og til staðar
fyrir mig.
Guð geymi þig. Þín systir,
Margrét.
✝ Helga Sigur-björg Júlíus-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
26. júní 1923. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir 29.
mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Júlíus Jóns-
son, f. 31. júlí 1895,
d. 4. september
1978, og Sigurveig
Björnsdóttir, f. 22. september
1891, d. 27. september 1934.
Systkini Helgu voru Björn, Sig-
ríður Ragna, Jóna Margrét, Haf-
steinn, Garðar og Sigurveig,
sem ein er eftirlifandi systkina
hennar.
Helga giftist 27. júní 1944
Gústaf Finnbogasyni, f. 28. febr-
úar 1922, d. 13. apríl 2011. Börn
þeirra eru: 1) Finnbogi Már, f.
22.8. 1952, maki Edda Hlín
Hallsdóttir. Þeirra börn eru
Elma, Agnes Ösp, gift Oddi
Grétarssyni, og
Gústaf Jökull, í
sambúð með Sól-
veigu Valdemars-
dóttir. Fyrir átti
Finnbogi dæturnar
Helgu og Írisi.
Edda átti fyrir
Höllu. Barnabörn
þeirra eru átta. 2)
Lena María, f. 24.6.
1961, maki Guð-
mundur Guðfinns-
son. Þeirra börn eru Ingibjörg, í
sambúð með Óskari Erni Stein-
dórssyni. Þeirra börn eru Anton
Breki, María Lena og Hrafndís
Karen. Helga María, dóttir
hennar er Emilía. Unnusti henn-
ar er Haukur Daníel Hrafnsson.
Bryndís, í sambúð með Kjartani
Smára Jóhannssyni, þeirra son-
ur er Guðmundur Logi.
Útför Helgu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 5.apríl
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
Helga átti góða barnæsku en
lenti svo í því áfalli að missa móð-
ur sína 11 ára gömul. Hún tók þá
að sér það hlutverk að hugsa um
heimilið og yngri systkini, verja
þau og vernda og fór pabbi henn-
ar að líta á hana sem fullorðna frá
þeirri stundu. Þetta hafði eðlilega
mótandi áhrif á hana enda fylgdi
það henni alla ævi að vilja standa
með þeim sem minna máttu sín.
Það var lífsfylling fyrir Helgu
þegar hún fimmtug fór svo í
sjúkraliðanám enda naut hún sín
sérstaklega vel í starfi sem
sjúkraliði fyrst á Kópavogshæli
og síðan geðdeild Borgarspítala
við að hugsa um þá sem hjálpar
þurftu við. Helga talaði stundum
um að hún væri af harðjaxlaætt
enda þoldi hún ekki óréttlæti
gagnvart sér og sínum. Það var
samt alltaf stutt í viðkvæmnina og
tók hún mjög nærri sér ósætti
innan fjölskyldunnar. Hannyrðir
voru áhugamál hennar og sýndi
hún mikið listfengi í því sem hún
gerði. Þær eru ófáar lopapeysurn-
ar og sokkarnir frá henni sem
hafa haldið á manni hita gegnum
árin og munu gera áfram. Ég er
alltaf þakklátur fyrir það hvað
Helga tók vel á móti mér þegar
við Lena vorum ung að hefja okk-
ar vegferð og aldrei fékk ég að
kynnast annarri hlið frá henni en
væntumþykju.
Guðmundur Guðfinnsson.
Elsku amma mín, ég verð
ævinlega þakklát fyrir þá um-
hyggju og hlýju sem þú sýndir
mér í gegnum árin. Það sem
stendur upp úr er auðvitað sá tími
sem ég eyddi á Skjólbrautinni í
æsku en þið afi tókuð mér opnum
örmum í hvert skipti sem ég kom í
pössun. Ég þurfti auðvitað alltaf
að skoða fallegu prjónafötin sem
fylltu heilan fataskáp í gestaher-
berginu og þú lofaðir mér einu
bleiku og öðru bláu prjónasetti
fyrir komandi börnin mín þótt ég
væri aðeins átta ára gömul. Á
kvöldin fórum við afi út í búð að
kaupa lottómiða og lítra af ís og
síðan horfðum við öll saman á
boxið fram eftir nóttu. Þú bauðst
mér alltaf upp í þitt rúm og last
fyrir mig Dísu ljósálf enda hraut
afi svo hátt að hann varð að sofa í
gestaherberginu. Þessu hlógum
við mikið að. Ég mun ekki gleyma
þeim tíma sem við áttum í seinni
tíð, sögunum sem þú hafðir að
segja um gömlu dagana og stund-
unum sem þú áttir með Guðmundi
Loga. Hann endaði að sjálfsögðu
á að fá fallegu bláu prjónafötin frá
Helgu langömmu. Þín verður
saknað en mikið veit ég hvað þú
ert ánægð að vera loksins hjá
elsku besta afa.
Bryndís Guðmundsdóttir.
Elsku amma mín. Hún amma
var á 96. aldursári og þrátt fyrir
að söknuðurinn sé til staðar er ég
ekki sorgmædd. Eins og aldurinn
gefur til kynna átti amma langa
og viðburðaríka ævi. Amma var
18 ára þegar seinni heimsstyrj-
öldin hófst og var 24 ára þegar
herinn fór frá Keflavík en hún tók
þó ekki þátt í bransanum eins og
hún kallaði það. Amma giftist afa
mínum árið 1944 og náðu þau að
fagna króndemantsbrúðkaupi áð-
ur en hann dó.
Hún var 21 árs þegar Ísland
varð lýðveldi og hefur lifað valda-
tíð allra okkar forseta frá upphafi.
Amma drakk ekki, reykti ekki og
tók meira að segja aldrei bílpróf
en hún var uppátækjasöm og tók
gjarnan úr sér fölsku tennurnar
til að skemmta okkur systrunum.
Amma mín var listamaður í hönd-
unum og prjónaði peysur líkt og
hún væri færiband, hún prjónaði
einnig sokka á alla í bænum og
jafnvel vini þeirra líka og hún var
enn að prjóna á níræðisaldri.
Amma var mikil garðyrkju-
kona og var með margs konar
blóm í garðinum en einnig rækt-
aði hún kartöflur og þá að sjálf-
sögðu Helgur fyrir okkur. Hún
amma var trúuð kona og fór alltaf
með bænir fyrir svefninn, ég mun
halda áfram að fara með bænina
okkar en hún amma er nú farin
annað og tekur hún lykla með sér
til að allar dyr standi henni opnar.
Helga María
Guðmundsdóttir.
Helga Sigurbjörg
Júlíusdóttir
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRUNNAR SIGURÐARDÓTTUR.
Erna Einarsdóttir
Sigurður Einarsson Arndís Björnsdóttir
Einar Þór Daníelsson
Hildigunnur Daníelsdóttir Árni Garðarsson
Þóra Jensdóttir
Helga Þórunn Óttarsdóttir Gústav Arnar Davíðsson
Þórunn Sigurðardóttir
Björn Sigurðsson
og barnabarnabörn