Morgunblaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Vinsæli Virginia
haldarinn frá Corin
í nýjum lit
Misty
Dekraðu
við línurnar
Skálastærðir: B-H
Verð 8.750 kr.
Það er mikillléttir að þaðhafi á end-
anum tekist að
semja, vinnan er bú-
in að vera mikil und-
anfarna mánuði og
ég hlakka til að vera
með fjölskyldu og
vinum um helgina,“
segir Halldór Benja-
mín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífs-
ins sem undirrituðu í
fyrrakvöld kjara-
samninga við tæp-
lega 30 stéttarfélög.
Halldór náði því að klára samningana fyrir 40 ára afmælið sitt sem er
í dag.
„Þetta er búið að vera krefjandi en um leið skemmtilegt og ég hef
kynnst ótalmörgu skemmtilegu fólki alls staðar af landinu með fjöl-
breyttan bakgrunn.“
Það hefur lítill tími gefist til að undirbúa afmælið en Halldór á von
á foreldrum sínum og systkinum í kaffi í dag. „Svo er ég með metn-
aðarfull plön um að halda upp á afmælið með pomp og prakt síðar í
mánuðinum. Við hjónin eigum von á okkar fjórða barni í júní,“ segir
Halldór sem er mikill fjölskyldumaður. Kona Halldórs heitir Guðrún
Ása Björnsdóttir og er læknir og synir þeirra eru Þorbergur Orri, f.
2011, Björn Gunnar, f. 2014 og Benjamín Steinar, f. 2016. „Það er því
mikill handagangur í öskjunni frá því að vinnudegi lýkur og þar til
strákarnir eru komnir í háttinn. Það gefst því lítill tími fyrir áhuga-
mál en mér finnst gaman að fara í skíði og í sund og fylgja eldri strák-
unum á fótboltaæfingar hjá KR. Ég horfi hýrum augum til páskanna
en þá ætlum við til Akureyrar á skíði.
Til að slaka á eftir samningatörnina skellti ég mér í sund í heitu
pottana. Þar voru kraumandi umræður um nýja kjarasamninga og því
lítil hvíld í því en gaman að hlusta á sjónarmið fólks sem sýndi samn-
ingunum mikinn áhuga.“
Halldór hefur ekki mikinn tíma til að slaka á á næstunni. „Ég hef
ákveðið að taka mér frí um helgina en svo verður aðalfundur SA á
þriðjudaginn og síðan halda áfram samningaviðræður við aðra við-
semjendur. Svo fer sól hækkandi á lofti og vorið kemur fyrr en varir.
Það leiðir hugann að stangveiði sem ég hef gaman af en ég ætla að
reyna að fara með strákunum mínum í Elliðaárnar í sumar ef leyfi
fæst – þeir eru mjög efnilegir og kappsfullir veiðimenn.“
Kjarasamningar í höfn Halldór Benjamín.
Ætlar að taka sér
frí um helgina
Halldór Benjamín Þorbergsson er fertugur
B
irgir Dagbjartur Sveins-
son fæddist 5. apríl
1939 á Sjávarborg í
Neskaupstað. Æsku-
og uppvaxtarheimili
hans var á Borghól þar í grennd.
„Fyrstu launuðu störfin tengdust
því að stokka upp og beita línur 10-
11 ára gamall. Ég kynntist sveita-
störfum því að móðurafi minn, Lárus
á Sjávarborg, átti eina kú og nokkr-
ar kindur. Hjá honum lærði ég að slá
með orfi og ljá og allt mögulegt sem
þurfti við þennan búskap.
Barnaskólaárin voru heima á
Norðfirði, en unglingaprófi og lands-
prófi lauk ég í Vestmannaeyjum.“
Þaðan lá leiðin í Kennaraskólann
gamla við Laufásveg. Þar lauk
Birgir kennaraprófi árið 1960.
Auk ýmissa námskeiða var hann
skólaárið 1996-97 við nám við
Birgir D. Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri – 80 ára
Fjölskyldan Birgir og Jórunn ásamt börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum árið 2008.
Stýrði Skólahljómsveit
Mosfellsbæjar í 40 ár
Hjónin Jórunn og Birgir á skemmtun í Kennaraskólanum árið 1959.
Erna Jónsdóttir og
Ólafur Ólafsson eiga í
dag 50 ára brúðkaups-
afmæli. Þau gengu í
hjónaband 5. apríl 1969
í Fríkirkjunni í Reykjavík
og gaf sr. Þorsteinn
Björnsson þau saman.
Erna og Ólafur fagna
þessum tímamótum
með stórfjölskyldunni
erlendis.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is