Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
ROYAL JARÐABERJABÚÐINGUR
... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI
MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS
A�taf góður!
Myndlistarráð hefur úthlutað 22
milljónum króna í styrki til 62 verk-
efna í fyrri úthlutun Myndlist-
arsjóðs á þessu ári og bárust sjóðn-
um 199 umsóknir og sótt var um
142,9 millj. kr. í heildina, að því er
fram kemur í tilkynningu. Styrkir
til sýningarverkefna voru 46 að
heildarupphæð 16 millj. kr. og þar
af fóru 24 til minni sýningarverk-
efna og 22 til stærri verkefna.
Stærsta styrkinn, 1,2 millj. kr.,
hlaut listahátíðin Sequences IX:
Real Time Art Festival og Mynd-
höggvarafélagið og Birta Guðjóns-
dóttir & Hrafnhildur Arnardóttir
hlutu styrki til sýninga að upphæð
ein millj. kr. hvor.
Að auki veitir myndlistarráð sex
undirbúningsstyrki að heildar-
upphæð 1,5 millj. kr., átta útgáfu-
og rannsóknarstyrki að
heildarupphæð 3,5 millj. kr. Í flokk
iannarra verkefna hlutu tvö styrk,
Kling og Bang til endurbóta og
gagnabjörgunar á heimasíðu og
Þorbjörg Jónsdóttir til að annast
hreinsun og endurútgáfu á kvik-
myndinni Sóley eftir myndlist-
arkonuna Rósku og Manrico Pave-
lottoni.
Frekari upplýsingar um þessa
fyrri úthlutun ársins úr sjóðnum
má finna á vefsíðu hans, myndlist-
arsjodur.is.
Morgunblaðið/Einar Falur
Styrkþegi Hrafnhildur Arnardóttir
Shoplifter á sýningu sinni Innrás II
í Ásmundarsafni í fyrra.
22 millj-
ónir til 62
verkefna
Fyrri úthlutun úr
Myndlistarsjóði
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég var að grúska í myndunum
mínum og fann nokkrar óvenju lit-
ríkar en ég er ekki þekktur fyrir lit-
ríkar myndir. Á sýningunni verða
um 20 myndir, margar nýjar sem
spruttu fram og vildu vera í lit,“
segir Kristbergur Ó. Pétursson
myndlistarmaður sem opnar sýn-
ingu á verkum sínum í Mennta-
setrinu við Lækinn í Hafnarfirði í
dag. Myndlistarsýningin ber enga
yfirskrift og segir Kristbergur það
ekki vera sína sterkustu hlið að
koma nöfnum á hluti. Hann vilji
frekar að sýningargestir gefi sér
tíma til að ræða við hann um verkin
og myndi sér skoðun um hvað þau
séu að segja.
Kristbergur segist fá innblástur
úr ýmsum áttum; frá landinu, nátt-
úrunni og sögunni. Sýningin nú sé í
ætt við myndirnar í bókinni Grá-
grýti frá 2007 þar sem þemað sneri
að þjóðsögum.
„Ég vinn verkin mín með olíu. Ég
vinn þau á tiltölulega löngum tíma.
Ég mála margar umferðir, lag fyrir
lag og byggi upp strúktúr með mik-
illi áferð. Mér finnst efniskenndin
skipta miklu máli. Olíuliturinn býð-
ur upp á slíkt því hann er þykkur
eins og steypa,“ segir Kristbergur,
sem málar einnig með vatnslitum
sem hann segir gegnsæja og allt
öðruvísi. Hann hefur einnig unnið
grafíkmyndir með svokallaðri þurr-
nál.
Kristbergur segir að sýningunni
nú svipi til síðustu tveggja sýninga
að því leytinu til að myndirnar séu
frekar litlar og einhvern veginn raði
sér sjálfar upp. En sjón sé sögu rík-
ari.
„Ég hef sýnt tiltölulega ört und-
anfarin ár. Ég var með sýningu í
Gerðubergi og á Ísafirði í fyrra en
stærsta sýningin á nýliðnum árum
var í Hafnarborg 2016,“ segir Krist-
bergur, sem haldið hefur hátt í 50
einkasýningar og tekið þátt í 40
samsýningum frá 1982. Kristbergur
er með vinnustofu hjá Sambandi ís-
lenskra myndlistamanna í Lyngási
7 í Garðabæ.
Kristbergur segir það tilviljun að
hann byrjaði að mála 11 ára gamall.
„Ég var að líma saman flugvéla-
módel og vantaði málningu.
Mamma kom óvart heim með olíu-
liti og eftir það varð ekki aftur snú-
ið. Ég er ekki alveg viss um að það
hafi verið tilviljun hjá mömmu að
koma heim með ranga liti.“
Málverk, grafík og ljóð
Ekki er nóg með að Kristbergur
sé að opna málverkasýningu heldur
gaf hann nýverið út bókina Efnis-
tök, sem er hans þriðja bók. „Ég
set inn myndir af verkum sem ég
hef unnið að á ákveðnum árabilum
auk viðtala, blaðagreina og kynn-
ingar á sjálfum mér og sýningum
sem ég hef tekið þátt í. Hver bók er
þematískt heildstæð; í Efnistökum
fer ég yfir tímabilið 2011 til 2017,“
segir Kristbergur. Í bókinni eru
ljóð sem hann hefur samið auk ljós-
mynda af málverkum.
„Ég byrjaði að skrifa ljóð
snemma árs 2011 og skrifaði mikið
af þeim á stuttum tíma. Síðan hef
ég haldið áfram að skrifa ljóð annað
slagið með löngum hléum og gef
þau nú út í fyrsta sinn í Efnis-
tökum,“ segir Kristbergur, sem fær
að sögn ljóðin til sín í törnum, þau
bara birtist. „Það er öðruvísi með
málverkin. Eftir að hafa fjárfest í
myndlistarmenntun þarf ég að við-
halda ferlinum, leigja vinnustofu og
halda öllu gangandi. Ég get því ekki
leyft mér að bíða eftir innblæstri,
ég þarf að halda mér stöðugt að
verki,“ segir Kristbergur, sem
finnst listamannsstarfið ekki ólíkt
starfi bónda með skepnur í fjósi eða
fjárhúsi. Bóndinn þurfi að sinna
dýrunum tvisvar á dag, sama hvað.
Sýning Kristbergs verður opin
alla virka daga á annarri hæð í
Menntasetrinu, en í húsinu er engin
lyfta.
Morgunblaðið/RAX
Fjölhæfur Kristbergur Ó. Pétursson við eina myndina sem hann sýnir í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði.
Nafnlaus málverkasýning
Kristbergur Pétursson sýnir í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði
Myndir sem vildu vera í lit Þematískt heildstætt yfirlit og ljóð
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Þetta er einlægt uppgjör um mína
innri baráttu, gleði og sorg,
drauma, þrár og hvernig ég komst
til manns á þessum mótunarárum
þrítugsaldursins,“ segir Bragi
Árnason, leikari og tónlistarmaður,
sem sýnir útskriftarverk sitt, söng-
leikinn Þegar öllu er á botninn
hvolft, í Mengi.
Handrit, lög og textar eru eftir
Braga sem flytur verkið ásamt
Kristínu Pétursdóttur leikkonu og
fimm manna hljómsveit.
Þegar öllu er á botninn hvolft ber
byggt á persónulegri upplifun
Braga frá því að hann var í leiklist-
arnámi í Kogan Academy of
Dramatic Art í London árið 2007 og
allt fram til dagsins í dag.
„Þetta er þroskasaga ungs manns
sem tekst á við eigið óöryggi, innri
djöfla, reiði, fyrirgefningu, ástina og
húmorinn með einlæga löngun til að
hlæja og syngja í brösulum heimi
sviðslistaiðnaðarins í London og á
Íslandi,“ segir Bragi sem bætir við
að í söngleiknum sé glímt við spurn-
inguna óstöðvanlegu, af hverju held
ég áfram að gera það sem ég geri?
Spurningunni sé svarað með ann-
arri spurningu, verð ég ekki að gera
mitt besta og halda því áfram?
„Söguþráður söngleiksins er ekki
alltaf í réttri tímaröð og einhverjir
atburðir eru ýktir þar sem ég vinn
mikið með myndlíkingar. Söngleik-
urinn er listaverk sem á sig sjálft og
ég verð með einhverjum hætti að
aðskilja mig frá verkinu og leyfa því
að lifa sem slíku. Það var andlegt
heljartak að semja verkið og koma
því á laggirnar en gífurlega hollt
ferli,“ segir Bragi sem vonast til
þess að með því að skila verkinu út í
alheiminn geti áhorfendur túlkað
það og jafnvel speglað sig í því.
Brynhildur Guðjónsdóttir leik-
kona er leiðbeinandi Braga og leik-
stýrir verkinu. Pétur Ben, tónlist-
armaður og kennari í tónsmíðum,
leiðbeindi Braga með tónlist, lög og
lagatexta.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
hluti af útskriftar- og meistaraverk-
efni Braga sem útskrifast frá New
Sjálfsævisögu-
legur söngleikur
Þegar öllu er á botninn hvolft, út-
skriftarverk Braga Árnasonar, í Mengi