Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Ómissandi á
veisluborðið
Reyktur
og lax
Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir,
Nettó verslanir um allt land og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það er húmor í heiti sýningarinnar
Eggcentrics. Á sýningunni segi ég
sögur úr klassískri goðafræði sem
yfirfærðar eru inn í heim fuglseggja
Norður-Atlantshafsins, sér í lagi
eggja langvíunnar,“ segir Edward
Fuglø sem opnar málverkasýningu í
Galleríi Fold á morgun kl. 14. Fuglø
er þekktur málari bæði í Danmörku
og í heimalandi sínu Færeyjum, þar
sem hann býr og starfar.
„Ég fékk boð um að setja upp
einkasýningu í Galleríi Fold á verk-
um mínum. Ég hef áður sýnt á sam-
sýningum á Íslandi og finnst spenn-
andi að fá að setja upp einkasýn-
ingu,“ segir Fuglø sem hefur prufað
sig áfram með langvíuegg, í öllum
stærðum og gerðum til þess að skapa
ódauðlegar sögur. Súrrealismi, bjart-
ir litir, grafísk form og myndir í öll-
um stærðum og gerðum eru sagðar
vera meðal einkenna Fuglø í mynd-
listinni.
„Í Eggcentrics má finna súrrealísk
áhrif klippimynda, teiknimynda og
popp-lista sem blandast saman í eina
stóra egglandslagsmynd sem gleypir
huga áhorfandans á yfirvegaðan og
húmorískan hátt. Með eggjalands-
lagi, dýrum og verum verða mynd-
irnar dulúðugar og þar sem form
eggja er eins og alheimurinn getur
allt komið út úr þeim,“ segir Fuglø
sem starfað hefur sem listamaður frá
því að hann útskrifaðist úr Konung-
lega danska listaháskólanum.
Verk eftir Fuglø eru í eigu Lista-
safns Færeyja, Listasafns Þránd-
heims, Margrétar II. Danadrottn-
ingar og einkasafnara víða um heim.
Fuglø hefur tekið þátt í samsýn-
ingum og sýnt hér á landi m.a. á
Listahátið, listahátíðinni Cycle og á
færeyskri sýningu í Hafnarborg.
Auk þess að mála er Fuglø rithöf-
undur og var tilnefndur til barna- og
unglingabókaverðlauna Vestnor-
ræna ráðsins árið 2008 fyrir bókina
Apollonia sem hann bæði skrifaði og
myndskreytti.
Dulúðugt langvíu-
eggjalandslag
Morgunblaðið/Eggert
Egg Edward Fuglø myndlistarmaður segir form eggja eins og alheiminn.
Eggcentrics, fyrsta einkasýning
Edwards Fuglø á Íslandi í Galleríi Fold
Fyrrverandi aðstoðarkona rithöfundarins JK Rowl-
ing var í vikunni dæmd til að greiða henni 18.734
sterlingspund, jafnvirði um þriggja milljóna ísl.
króna, í skaðabætur fyrir að hafa keypt sér ýmsar
gjafir og mat á veitingastöðum fyrir peninga sem til-
heyrðu rithöfundinum. Rowling lögsótti aðstoðar-
konuna, Amöndu Donaldson, fyrir að hafa notað
kreditkort í hennar eigu og reiðufé án leyfis í þrjú ár.
Donaldson keypti m.a. snyrtivörur fyrir 3.629 pund,
Dualit espressókaffivél, kökur og brauð fyrir yfir
2.000 pund. Þá keypti hún sér kaffi og kruðerí í Star-
bucks og Costa fyrir 1.636 pund, svo fátt eitt sé nefnt. JK Rowling
Þarf að borga Rowling
Girl
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 77/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 20.00, 22.15
Everybody Knows
Metacritic 68/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 17.30, 22.00
Mug
Metacritic 70/100
IMDb 6,5/10
Bíó Paradís 20.00
Capernaum
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 75/100
IMDb 8,4/10
Bíó Paradís 22.15
Birds of Passage
Metacritic 86/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 17.30
Legally Blonde
Bíó Paradís 20.00
Benjamín Dúfa
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 18.00
Shazam!
Ungur strákur fær þann
hæfileika að geta breyst í
fullorðna ofurhetju með því
að segja eitt töfraorð.
Bönnuð börnum yngri en 9
ára.
Metacritic 74/100
IMDb 8,2/10
Laugarásbíó 17.00, 20.00,
22.35
Sambíóin Álfabakka 15.10,
16.20 (VIP), 16.40, 18.00,
19.10 (VIP), 19.30, 20.50,
22.00 (VIP), 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00,
18.00, 20.00, 21.00, 22.45
Sambíóin Kringlunni 16.15,
19.00, 21.45
Sambíóin Akureyri 17.00,
19.40, 22.20
Sambíóin Keflavík 17.00,
19.40, 22.20
Dragged Across
Concrete 16
Metacritic 63/100
IMDb 7,4/10
Smárabíó 19.50, 22.10
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.30
Captain Marvel 12
Metacritic 65/100
IMDb 6,1/10
Morgunblaðið bbbmn
Sambíóin Álfabakka 17.00,
19.40, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00,
19.40, 22.20
The Music of Silence
Metacritic 25/100
IMDb 6,6/10
Sambíóin Kringlunni 16.40
Britt-Marie var hér Smárabíó 12.00
Háskólabíó 18.00
Borgarbíó Akureyri 18.00
The Favourite 12
Ath. íslenskur texti.
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 18.10
Alita: Battle Angel 12
Metacritic 54/100
IMDb 7,6/10
Smárabíó 19.30
Fighting with
My Family 12
Háskólabíó 20.50
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,1/10
Háskólabíó 20.30
Ástríkur og leyndar-
dómur töfra-
drykkjarins Eftir að Sjóðríkur seiðkarl
dettur þegar hann er úti að
tína mistiltein ákveður hann
að nú sé tími til kominn að
treysta varnir þorpsins.
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 16.00
Smárabíó 15.00, 17.40
Háskólabíó 18.00
Að temja drekann
sinn 3 Laugarásbíó 16.00, 17.50
Smárabíó 15.10, 17.00
Háskólabíó 18.10
Borgarbíó Akureyri 18.00
The Lego Movie 2
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 64/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Álfabakka 15.20,
17.40
Ótrúleg saga um
risastóra peru IMDb 6,2/10
Smárabíó 15.00
Ungur fíll, sem er með eyru sem gera honum
kleift að fljúga, hjálpar fjölleikahúsi sem á í
fjárhagserfiðleikum. Bönnuð börnum yngri en
9 ára.
Metacritic 54/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 18.30, 21.00
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 19.50, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00
Sambíóin Kringlunni 16.30, 19.00
Sambíóin Akureyri 17.00, 19.40
Sambíóin Keflavík 17.00, 19.40
Smárabíó 12.00, 15.10, 16.30 (LÚX), 17.10
Dumbo
Us 16
Fjölskylda fer í sumarhús við
ströndina, þar sem þau ætla
að njóta lífsins með vinum sín-
um. En fríið tekur hrollvekjandi
stefnu þegar óvænta gesti ber
að garði.
Metacritic 80/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 19.50, 22.15
Smárabíó 19.40, 22.20
Háskólabíó 21.10
Borgarbíó Akureyri 22.00
Pet Sematary 16
Metacritic 70/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka
20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.20
Sambíóin Kringlunni
19.00, 21.15, 21.50
Sambíóin Akureyri 22.20
Sambíóin Keflavík 22.20
Smárabíó 17.50, 19.30 (LÚX), 20.00, 22.00 (LÚX), 22.10
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna