Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is MARALUNGA sófi L 238 cm Hönnun: Vico Magistretti ,- HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sögunni af Dimmalimm eftirGuðmund Thorsteinsson,sem er betur þekktur semMuggur, hefur lengi verið lýst sem einu ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan var fyrst gefin út 1942 og hefur margsinnis verið end- urútgefin sem er til marks um vin- sældir verksins. Það eru ekki síst gullfallegar og tjáningarríkar mynd- ir Muggs sem bera uppi Söguna af Dimmalimm, en í samspili við heill- andi myndheiminn nýtur einföld og knöpp sagan sín vel. Á þeim rúmum tveimur áratugum sem Elfar Logi Hannesson hefur starfrækt atvinnuleikhúsið Kómedíuleikhúsið á Vestfjörðum hefur hann iðulega unnið með efnivið sem tengist heimahögunum. Má í því samhengi nefna einleiki um útlagann Gísla Súrsson sem þekktastur er úr Íslendingasögunum, tónskáldið Sig- valda Kaldalóns sem bjó lengi í Ísa- fjarðardjúpi þar sem hann starfaði sem læknir og Mugg, listamanninn frá Bíldudal með barnshjartað sem lést úr berklum aðeins 32 ára að aldri. Söguna um Dimmalimm samdi Muggur og myndskreytti vorið 1921 um borð í flutningaskipi á leið frá Íslandi til Ítalíu handa þriggja ára systurdóttur sinni, Helgu Egilson, sem ávallt var kölluð Dimmalimm, en frændi hennar, Pétur, var einnig gerður að sögupersónu í ævintýrinu. Sagan fjallar um Dimmalimm kóngs- dóttur sem ávallt leikur sér ein í hall- argarðinum. Eitt sinn fær hún leyfi til að fara út úr garðinum og skoða sig um. Þá hittir hún fyrir svan, sem er miklu stærri og fallegri en svan- irnir sem tilheyra höllinni. Dimma- limm tekur ástfóstri við svaninn glæsilega og heimsækir hann dag- lega. Dag einn kemur hún að svan- inum látnum og er hann henni mikill harmdauði, en síðar kemst hún að því að svanurinn var kóngssonurinn Pétur í álögum. Pétur þakkar björg- un sína því hvað Dimmalimm var góð og þæg stúlka. Þau lifa síðan ham- ingjusöm sem kóngur og drottning í ríki sínu. Þótt Sagan um Dimmalimm sé fal- legt listaverk á prenti er það ekki endilega vel leikbært. Í leikgerð sög- unnar reyna Elfar Logi og Þröstur Leó Gunnarsson leikstjóri að gera sér meiri mat úr einföldum efniviðn- um. Þannig búa þeir til persónu úr föður Dimmalimm, en kóngurinn í leikgerðinni brýnir fyrir dóttur sinni að hún megi ekki tala við ókunnunga og ekki fara út fyrir hallargarðinn. Í framhaldinu láta þeir svaninn Pétur lokka Dimmalimm til sín með dular- fullu ákalli, en í forvitni sinni laumast kóngsdóttirin út fyrir hallargarðinn. Forvitni er góður eiginleiki og færa má rök fyrir mikilvægi þess að stúlk- um sé ekki lengur innprentað að þær þurfi ávallt að vera þægar og góðar til að bjarga málum. Höfundar leik- gerðarinnar virðast hins vegar gleyma nýkynntri óþekkt eða sjálf- stæði Dimmalimm um hæl, því sýn- ingunni lýkur á þeim orðum Péturs að hamingja þeirra hjóna sé því að þakka hvað Dimmalimm var góð og þæg stúlka. Fyrir vikið myndast ákveðið misræmi milli þess sem Dimmalimm gerir og þess hvernig aðrir lýsa henni, sem vinna hefði þurft betur með. Uppfærsla Kómedíuleikhússins er sýnd á Brúðuloftinu á efstu hæð Þjóðleikhússins. Rýmið er lítið, sem býður upp á mikla nánd. Hallinn á sætisgólfum er ekki mikill og ekki var boðið upp á plastkolla í sætin fyr- ir yngstu áhorfendur á sýningunni sem rýnir sá. Fyrir vikið höfðu mörg barnanna, áður en sýningin hófst, miklar áhyggjur af því að þau myndu ekkert sjá. Þegar Elfar Logi steig á svið bauð hann yngri áhorfendum að setjast á gólfið fyrir framan sætarað- irnar, en til að spara krökkunum óþarfa áhyggjur og ergelsi hefði far- ið betur á því að áhorfendur væru upplýstir um þetta á leiðinni inn í sal- inn. Sagan um Dimmalimm er í eðli sínu hæglát. Líkt og til að vega upp á móti því einsetur Elfar Logi sér í upphafi sýningar að pakka út og stilla upp leikmyndinni á innan við tveimur mínútum við býsna fjörugt lag. Þetta kapphlaup bjó til óþarflega stressað andrúmsloft sem rímaði illa við annars rólegan efniviðinn. Skemmtilegt er að byrja með nær autt leiksvið og kynna töfra leikhúss- ins fyrir ungum áhorfendum með því að opna sannkallaðan töfrakistil sem geymir litríka efnisstranga sem breyst geta í tjörn og jafnvel foss. En vegna kapphlaupsins gafst Elfari Loga ekki nægilegt svigrúm til að láta leikmyndina lifna við fyrir aug- um áhorfenda. Leikbrúður Öldu Veigu Sigurðar- dóttur og Marsibil G. Kristjáns- dóttur eru góðar og vísa með skýrum hætti í fallegan myndheim Muggs. Elfar Logi stjórnar brúðunum í sam- ræmi við hljóðupptöku þar sem Arn- ar Jónsson er bæði sögumaður og kóngur, Vigdís Hrefna Pálsdóttir tal- ar fyrir Dimmalimm og Sigurður Þór Óskarsson fyrir Pétur. Í ljósi þeirra annmarka sem Brúðuloftið hefur þegar kemur að sjónlínum hefði farið betur á því að staðsetja brúðurnar, sem eru aðeins um metri að stærð, hærra á sviðinu en niðri við gólf til að koma í veg fyrir að þær lentu iðulega í hvarfi á bak við áhorfendur í fremstu sætaröð. Uppfærsla Kómedíuleikhússins á Sögunni um Dimmalimm tekur um hálftíma í flutningi og er greinilega hugsuð fyrir börn á leikskólaaldri. Af viðbrögðum áhorfenda var ljóst að margir þekktu Dimmalimm fyrir og spurðu sumir ítrekað hvenær svan- urinn myndi birtast. Ævintýri Muggs um Dimmalimm er mörgum hjartfólgið, ekki síst út af fallegum myndheimi. Hins vegar er spurning hvort boðskapur ævintýrisins um mikilvægi þess að ungar stúlkur séu þægar og góðar eigi enn jafn vel við tæpri öld eftir að verkið var skapað. „Engin er eins þæg og góð“ Morgunblaðið/Eggert Myndir „Ævintýri Muggs um Dimmalimm er mörgum hjartfólgið, ekki síst út af fallegum myndheimi,“ segir í rýni um uppfærslu Kómedíuleikhússins. Þjóðleikhúsið Dimmalimm bbmnn Eftir Guðmund Thorsteinsson. Leik- gerð: Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson. Brúður: Alda Veiga Sigurðardóttir og Marsibil G. Kristjáns- dóttir. Leikmynd: Elfar Logi Hannesson, Marsibil G. Kristjánsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Tónlist: Björn Thoroddsen. Söngtextar: Kolbeinn Gunnarsson og Erlingur Óttar Thoroddsen. Leikari: Elfar Logi Hannesson. Raddir: Arnar Jónsson, Sigurður Þór Óskarsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Kómedíuleik- húsið frumsýndi á Brúðulofti Þjóðleik- hússins 16. mars 2019, en rýnt í aðra sýningu 23. mars 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífs- byltingarinnar, verður til um- fjöllunar á við- burði í risloftinu, Hannesarholti, í dag kl. 17. „Þótt viðfangsefnið kunni að virðast viðkvæmt og jafnvel bannað börnum fer Kristín Svava Tómasdóttir þannig höndum um það að úr verður frábærlega læsilegt fræðirit. Höfundurinn mun lesa úr bókinni og ræða efni hennar við Guðrúnu Elsu Bragadóttur bók- menntafræðing. Þar má búast við fjörlegum samræðum,“ segir í til- kynningu. Aðgangur er ókeypis. Bókin hlaut í seinasta mánuði við- urkenningu Hagþenkis fyrir fram- úrskarandi rit á árinu 2018. Skrafað um klám í Hannesarholti Kristín Svava Tómasdóttir Eitt stærsta framleiðslufyrirtæki heims, Walt Disney Co., greiðir konum skipulega lægri laun en körlum fyrir sömu störf. Þessu heldur lögmannsstofan Andrus Anderson LLP fram og hefur fyrir hönd nokkurra kvenna stefnt fyrir- tækinu. Þessu greinir Variety frá. Í hópmálsókninni er fullyrt að Disn- ey hafi engin stjórntæki til að tryggja að konum hjá fyrirtækinu séu ekki greidd lægri laun en körl- um. Talsmenn Disney hafna ásök- unum. LaRonda Rasmussen er ein kvennanna sem lögsækja Disney, en hún starfaði sem fjármálarýnir hjá fyrirtækinu í 11 ár. Árið 2017 uppgötvaði hún að sex karlkyns samstarfsfélagar hennar í sömu störfum fengu greitt tveimur til fjórum milljónum íslenskra króna meira á ári en hún. Hún kvartaði og fékk í kjölfarið ríflega launahækk- un. Eftir breytingu voru laun henn- ar engu að síður umtalsvert lægri en karlmannanna fyrir sömu störf. Saka Disney um að mismuna kynjum Bandaríski tenórsöngvarinn Jonathan Boyd fer með hlutverk Alfredos í La traviata hjá Íslensku óperunni (ÍÓ) dagana 6. apríl og 14. apríl í Eldborg. Samkvæmt upplýsingum frá ÍÓ Boyd hefur fengið afbragðsdóma fyrir túlkun sína á ýmsum hlutverkum þar á meðal Alf- redo, Tamino, Don Ottavio og Lensky. „Hann kemur reglulega fram á tónleikasviðinu og hefur sungið ten- órhlutverkið í 9. Sinfóníu Beethovens með Berlínarfíl- harmóníunni,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að hann sé einnig eftirsóttur flytjandi nýrrar tónlistar. Jonathan Boyd túlkar Alfredo Jonathan Boyd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.