Morgunblaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 36
Djassklúbburinn Múlinn heldur áfram vordagskrá sinni á Björtu- loftum í Hörpu í kvöld með tón- leikum Salsakommúnunnar. Mun hún slá upp salsaveislu og bjóða gestum upp í dans. Salsakomm- únan er ellefu manna hljómsveit og leikur kröftuga og dansvæna tón- list undir áhrifum frá tónlistar- hefðum Suður-Ameríku. Salsakommúnan leikur á Múlanum í kvöld FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 95. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég tel að það gæti hentað okkur vel að spila á móti KR og ég er gíf- urlega spenntur fyrir þessu ein- vígi,“ segir Halldór Garðar Her- mannsson körfuboltamaður úr Þór í Þorlákshöfn sem sló út Tindastól á ævintýralegan hátt á mánudags- kvöldið og mætir nú Íslandsmeist- urunum í undanúrslitaeinvígi sem hefst í Vesturbænum í kvöld. »1 Gæti hentað okkur vel að spila á móti KR ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Málþing um nokkrar ólíkar birting- armyndir sjónrænna lista víðs- vegar um Asíu, í fortíð og nútíð, verður haldið í dag kl. 15 í Veröld – húsi Vigdísar. Sigurður Guð- mundsson, myndlistarmaður og rithöfundur, setur þingið og af einstökum erindum má nefna að mongólski listfræðing- urinn Uranchimeg Tsultem mun fjalla um Búdda í mynd- list nútímans og Gunnella Þor- geirsdóttir þjóðfræð- ingur segja frá jap- anska list- forminu netsuke. Asísk list í Veröld – húsi Vigdísar Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Við pabbi fórum saman til London árið 2016 í feðgaferð. Við fórum þá á stað þar sem voru nýbakaðir kanil- snúðar, dísætir og góðir. Upp úr því hófst svona tilraunastarfsemi af pabba hálfu. Hann fékk einhverja veiru og bara gat ekki hætt,“ segir Danival Örn Egilsson um upphaf þess að hann og faðir hans, Egill Helgi Lárusson, fóru að baka og selja kanilsnúða. Þeir feðgar reka saman Sæta snúða og sérhæfa sig í alls kyns tegundum af kanilsnúðum. Lárus Orri Egilsson, yngri bróðir Danivals, er nú einnig kominn inn í reksturinn. Sætir snúðar voru áður lítill blár bakkelsisvagn í Frakkagarðinum á Frakkastíg en nú hafa feðgarnir fært reksturinn í Mathöll Höfða. „Pabbi hefur lengi verið að gera pítsadeig heima og verið þekktur fyrir að gera góðar pítsur þannig að hann hafði það alveg í sér að þróa deig,“ segir Danival um Egil föður sinn sem kennir einnig viðskiptagreinar í Verslunarskóla Íslands. „Hann byrj- ar í raun sjálfur á þessu og ekki með neitt að leiðarljósi. Ekkert í pípunum um að við ætluðum að taka þetta eitt- hvað lengra. Það var ekki fyrr en nokkru seinna, þegar hann var búinn að vera að leika sér að þessu í ár, að hann fór að gera þetta fyrir afmæli og fjölskylduveislur.“ Öruggast að byrja í vagni Viðbrögð fjölskyldu og vina voru vonum framar og fóru þeir feðgar að hugsa um hvort hægt væri að selja snúðana. Öruggasta ákvörðunin til að byrja reksturinn var að kaupa mat- arvagn. Bæði vegna þess að það er ódýrara og gefur einnig meiri tæki- færi til að sérhæfa sig. Þeir hafa hins vegar lagt vagninum núna og hreiðr- að um sig í Mathöllinni. Danival úti- lokar samt ekki að vagninn fari aftur á sinn stað þegar sumarið nálgast. Viðbrögðin þegar þeir opnuðu í Mathöllinni komu þeim feðgum hins vegar á óvart. „Fyrstu vikuna þurft- um við því miður að vísa fólki frá, sem er leiðinlegt því við viljum þjón- usta alla. Við erum komnir í takt núna og náum að fæða fólkið sem sækir til okkar, en þetta fer langt fram úr okkar björtustu vonum. Það er líka gaman að sjá að fólk gerir sér ferð hingað til okkar. Þetta er ekki bara fólk sem er að koma í Mathöll- ina og tekur einn í leiðinni.“ Íslendingar æstir í snúðana Danival segir að þegar þeir byrj- uðu með vagninn hafi þeir átt von á að viðskiptavinir þeirra yrðu mest- megnis erlendir ferðamenn. „Margir Bandaríkjamenn sækja til Íslands og þeir eru mjög ginnkeyptir fyrir þessu. Þannig að við héldum að uppi- staðan yrði ferðamenn og kannski einn og einn Íslendingur. En fljót- lega eftir að við opnuðum tóku Ís- lendingarnir algjörlega yfir og eru þeir sem koma og versla mest hjá okkur. Þess vegna ákváðum við að færa okkur hingað í Mathöll Höfða.“ Morgunblaðið/Eggert Snúðar Feðgarnir Egill Helgi Lárusson og Danival Örn Egilsson með brot af snúðunum sem þeir bjóða upp á. Tilraunastarfsemi sem varð fjölskyldufyrirtæki  Sætir snúðar leggja vagninum fyrir Mathöll Höfða HEYRNARSTÖ‹IN Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust ™ Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafn- vel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikil- vægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnar- tæki lánuð til reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.