Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
Í jarðfræði eru
steinefni hinar ýmsu
myndanir náttúrulegra
steintegunda, oftast
blöndur salta, oxíða
eða sílikata frumefn-
anna. Í næringarfræð-
inni er átt við frum-
efnin á jónaformi
(hlaðin) en þau skiptast
þar í málma og málm-
leysingja og finnast í
líkamsvessunum og speglast beint af
fæðunni. Þau hafa það hlutverk að
styrkja stoðkerfi líkamans, virkja líf-
hvata eða eru hvatar, auk þess að
flytja rafboð eftir taugunum.
Sé gengið út frá 92 frumefnum
sem finnast í náttúrunni þá eru 13
sem virðast ekki taka þátt í lífs-
starfseminni (eðallofttegundirnar og
sjö geislavirk frumefni), fjögur frum-
efni: C, H, O og N, eru aðal-
byggingarefnin og restin, 75, er köll-
uð hin eiginlegu steinefni í mataræði
og eru flestöll málmar.
Sýnt hefur verið fram á fjöldann
allan af kvillum og eitrunum sem eiga
sér stað við van- eða ofgnótt stein-
efna. Auðvelt er að fylgjast með
steinefnunum í blóðinu. Hefð er að
skipta steinefnunum í aðal- og ör-
steinefni. Aðalsteinefnin eru 7: Ca,
Cl, Mg, P, K, Na og S, og þarf af
þeim mun meira en 100 mg á dag. Ör-
steinefnin (1997) eru talin 24 a.m.k.
og er þörfin fá mg eða míkrógrömm.
Fyrst þeirra var járn (Fe) uppgötvað
á 17. öld. Al, As (arsenik), Cd (cadmi-
um) og Hg (kvikasilfur) eru eitruðust
nema í örlitlu magni. Þó er Hg alveg
óþarft. Efni eins og Mg og Zn taka
þátt í yfir 300 efnahvörfum og skort-
ur þeirra gæti leitt til mögulega jafn-
margra sjúkdóma. Að fá steinefnin
reglulega er því forsenda þess að
komast hjá fjölda sjúkdóma.
En hvaðan koma steinefni fæð-
unnar? Sjórinn inniheldur 65 frum-
efni og eru þau í meiri styrk í sjávar-
gróðri en sjónum og enda í fiskum og
sjávardýrum. Moldin eða jarðvegur-
inn inniheldur flestöll frumefnin, en
það eru örverur í moldinni sem gera
steinefnin aðgengileg fyrir gróður-
inn, sem inniheldur yfirleitt meira af
öllum steinefnum en dýrin. Minni
styrkur er í jurtunum en moldinni
auk þess sem nútímalandbúnaður
hefur slitið hringrásina
með því að taka meira
en skilað aftur á formi
áburðar. Þetta veldur
ójafnvægi í steinefna-
búskap líkamans og
frumurnar líða stein-
efnahungur. En besta
fæða mannsins er úr
sjónum og svo dýra-
fæða varðandi steinefni.
Jurtafæði eingöngu er
því ekki það besta heils-
unnar vegna.
Þegar líkaminn rænir
steinefnum úr vefjunum til að halda
jafnvægi í vessum líkamans verður
það upphaf ýmissa sjúkdóma eins og
t.d. beingisnunar. Borðum við ekki
sjávarmat verða steinefnin að koma
úr jarðveginum í gegnum plöntur og
dýr. Vandamálið með örsteinefnin er
að þau verða eitruð ef of mikið, sem er
mjög nálægt lágmarksþörf. Þau þarf
því að taka í innbyrðis jafnvægi eins
og t.d. í þara. Þá er talið að þarma-
flóran geti breytt ólífrænum stein-
efnum í lífræn sem nýtast líkamanum
betur. Stórar inntökur af einu geta
hindrað upptöku annarra. En stein-
efnin eru líka basar og vinna á móti
súrnun líkamans. Sýru-basa-jafn-
væginu má stjórna með fæðuvali með
tilliti til steinefnainnihalds. Vegna
efnaáburðar og vinnslu fæðu er eink-
um skortur á kalki (Ca), magnesíum
(Mg), sinki (Zn) og krómi (Cr).
Ástæða þess að við tökum inn slík
fæðubótarefni er að maturinn inni-
heldur ekki næg steinefni. Þá má
nefna að t.d. selen (Se) tapast við
suðu.
Mitt ráð er blandað fæði þar sem
20% vigtað séu úr dýraríkinu og 80%
úr jurtaríkinu og yfir helmingur etinn
hrár. Vökvar og olíur eru ekki talin
með. En allt eins ferskt og óunnið og
kostur er. Slíkt fæði tryggði ekki bara
orkuefnin þrjú heldur einnig lífefnin
(vítamínin og steinefnin) sem eru okk-
ur lífsnauðsynleg heilsunnar vegna.
Steinefnabúskapur
okkar gæti verið betri
Eftir Pálma
Stefánsson
» Við verðum að
treysta meira á
steinefni úr hafinu
vegna annmarka nú-
tímalandbúnaðar.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Alþjóðlegi ham-
ingjudagurinn er hald-
inn í sjöunda sinn
sunnudaginn 20. mars
að frumkvæði Samein-
uðu þjóðanna. Mark-
miðið er að vekja
stjórnvöld og ein-
staklinga til vitundar
um mikilvægi ham-
ingjunnar.
Stjórnvöld eru hvött
til að leggja meiri áherslu á að efla
hamingju og vellíðan í samfélaginu
og að þessi atriði séu höfð til hlið-
sjónar við allar ákvarðanir stjórn-
valda.
Leitin að hamingjunni er ævistarf
hverrar manneskju. Það er margt
sem hægt er að gera dags daglega
til að öðlast hamingjusamt og gott
líf. Hér fyrir neðan eru 10 atriði
sem gera veginn að hamingjunni
greiðari:
1. Skapaðu og ræktaðu tengsl við
annað fólk. Heilbrigð og farsæl náin
tengsl við aðra eru meðal mikilvæg-
ustu áhrifaþátta hamingjunnar. Því
nánari sem tengslin eru og því oftar
sem við eigum í samskiptum við
fólk, því hamingjusamari verðum
við.
Gefðu öðrum tíma og áhuga, iðk-
aðu þakklæti og vertu óspar á hrós.
2. Gerðu áætlun. Alveg eins og
við bökum ekki köku án uppskriftar
getum við ekki skapað okkur ham-
ingjusamt líf án áætlunar. Að gera
góða áætlun hefst á því að skoða
hvar þú ert staddur/stödd í dag þeg-
ar kemur að hamingjunni og hvert
þú viljir stefna. Næsta skref er síð-
an að ákveða hvernig þú kemst
þangað.
3. Þróaðu með þér gróskuhugar-
far. Að skapa sér hamingjusamt líf
er eins og læra að hjóla eða keyra.
Fyrst sýnist verkefnið
óyfirstíganlegt en svo
kemstu að því að þú ert
fullfær um það. Það
sama á við þegar kem-
ur að hamingjunni.
Mikilvægt er að þróa
með þér gróskuhug-
arfar og trú á eigin
getu til að skapa þér
hamingju, bera kennsl
á gildi þín og skilgreina
með eigin orðum hvað
hamingjusamt líf þýði
fyrir þér.
4. Temdu þér jákvæðar hugsanir.
Með því að temja þér jákvætt við-
horf er hægt að gera jafnvel leiðin-
legustu aðstæðurnar ánægjulegar
og gera það besta úr því sem þú
hefur. Mikilvægt er að veita já-
kvæðum hlutum athygli, varðveita
og njóta skemmtilegra stunda og
gera sem mest úr jákvæðum upplif-
unum. Einnig er gott að sanka að
þér jákvæðum myndböndum og til-
vitnunum.
5. Efldu sjálfstraustið. Sjálfs-
traust og sú tilfinning að stjórna
eigin örlögum skiptir miklu máli
þegar hamingjan er annars vegar.
Til að efla sjálfstraustið er mikil-
vægt að þekkja þína styrkleika og
kunna að nýta þá, fagna þeim ár-
angri sem þú nærð og sýna góðvild í
eigin garð.
6. Sýndu seiglu. Við lendum öll í
því að þurfa að takast á við áföll og
mótlæti í lífinu. Seigla hjálpar okk-
ur að ráða við neikvæða þætti í líf-
inu og ná okkur á strik aftur. Til að
byggja upp seiglu er gott að reyna
að finna það jákvæða í neikvæðum
aðstæðum, skilja ávinning nei-
kvæðra tilfinninga og stöðva hring-
rás neikvæðra hugsana. Einnig er
hjálplegt að gangast við líðan þinni
og taka hana í sátt.
7. Samþættu starf og einkalíf.
Þegar við erum í góðu jafnvægi
gengur okkur betur að njóta lífsins í
heild. Mikilvægt er að koma í veg
fyrir ójafnvægi með því að draga úr
streitu, forgangsraða og setja skýr
mörk. Einnig er ráðlegt að gera
meira af því sem endurnærir þig og
vekur með þér gleði og vellíðan.
8. Finndu tilganginn í lífinu. Öll
viljum við skipta máli og finna að
við séum einhvers virði, að við höf-
um hlutverki að gegna. Það getur
tekið tíma að finna hvað veitir þér
lífsfyllingu. Gott er að bera kennsl á
styrkleika þína og gildi og finna út
hvað fær hjarta þitt til að slá örar.
Hver er ástríða þín? Einnig er mik-
ilvægt að leggja þig fram um að
hafa jákvæð áhrif á líf annarra.
9. Stundaðu núvitund. Þegar við
erum á sjálfstýringunni, eins og
gerist reglulega í lífi flestra, förum
við á mis við jákvæðar upplifanir,
uppbyggileg samskipti við aðra og
jafnvel skemmtilegar stundir. Með
því að stunda núvitund erum við
betur í stakk búin til að njóta alls
þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
10. Gerðu góðverk. Við erum oft
svo upptekin af eigin hamingju að
við gefum því engan gaum hvernig
við snertum líf annarra. Góðverk
stuðla að aukinni vellíðan og ham-
ingju.
Tíu leiðir að
aukinni vellíðan
Eftir Ingrid
Kuhlman
Ingrid Kuhlman
» Alþjóðlegi ham-
ingjudagurinn er
haldinn 20. mars að
frumkvæði Sameinuðu
þjóðanna. Markmiðið er
að vekja fólk til vitundar
um mikilvægi hamingj-
unnar.
Höfundur er með meistaragráðu í
hagnýtri jákvæðri sálfræði.
ingrid@thekkingarmidlun.is
Nú liggja fyrir Al-
þingi nokkur stórmál
sem mun skipta þjóð-
ina miklu máli. Þar má
nefna fóstureyðinga-
frumvarpið, svokall-
aða vegatolla, og ekki
síst orkupakka þrjú.
Auk þess frjálsan inn-
flutning á hráu kjöti
o.fl. sem er gróft brot
á upphaflegum EES-
samningi. Skemmst er
frá því að segja að sem þjóðlegur
borgaralegur flokkur leggst Frels-
isflokkurinn eindregið á móti öllum
þessum stóru málum. Áður hafði
Alþingi illu heilli samþykkt hið
íþyngjandi persónuverndar-
frumvarp ESB sem mun kosta
mikla fjármuni í framtíðinni, auk
þess sem ríkisstjórnin skrifaði und-
ir opinn förufólksvíxil frá SÞ í des.
sl. án aðkomu Aþings. Sem er mjög
ámælisvert!
Gegn ofurmiðstýringu, global-
isma og yfirþjóðlegu valdi
Frelsisflokkurinn er samkvæmt
heiti sínu flokkur frelsis. Frelsi
þjóða og einstaklinga. Flokkurinn
berst því gegn allri ofurmiðstýr-
ingu og yfirþjóðlegu valdi, sbr.
Evrópusambandið, ESB, sem orðið
er eins konar arftaki Sovétríkjanna
sálugu. Stöðugt færir það sig upp á
skaftið með alls kyns tilskipunum
og lagaflækjum sem standast ekki
stjórnarskrá Íslands. Og sem er
orðið auk þess afar íþyngjandi fyrir
jafn fámenna þjóð og
Íslendinga. Tími er því
til kominn að Ísland
yfirgefi EES og
Schengen en taki þess
í stað upp tvíhliða við-
skiptasamning við
ESB. Nefndarskipan
utanríkisráðherra um
galla og kosti EES er
hins vegar markleysa
þar sem í henni sitja
einungis gallharðir
ESB- og EES-sinnar.
ESB er orðið vilja-
laust verkfæri globa-
lista sem vilja þjóðríkið burt í anda
No borders-öfgahópa, og að þjóð-
menning víki fyrir fjölmenningu.
Austurvelli ógnað
– Íslandi ógnað
Og talandi um No borders og
hugmyndarfræðina sem að henni
býr. Engin landamæri – engin þjóð.
Já, það hefur verið dapurlegt að
fylgjast með yfirtöku einmitt No
borders-liða, anarkista og annarra
uppivöðsluseggja erlendis frá á
Austurvelli undanfarið. Beint fyrir
framan Alþingishúsið og frelsis-
hetju Íslendinga þar sem hún var
smánuð. En ennþá dapurlegra var
að horfa upp á að þetta skuli hafa
verið leyft og látið viðgangast í boði
villtustu drauma vinstrimanna í
borgarstjórn. – Alla vega hefði ís-
lenskt utangarðsfólk ekki fengið
sömu silkihanskameðferð og þetta
No borders-lið, sem kallar sig hæl-
isleitendur, fékk úr ráðhúsinu.
Hælisleitendur sem virða hvorki ís-
lensk lög né reglur og heimta
landamæralaust Ísland og þar með
íslenska þjóðríkið burt. Slíkan er-
lendan skríl á alls ekki að hlusta á
og tafarlaust vísa úr landi.
Íslenskri þjóð stafar ekki hætta
af loftlagshamförum eins og margir
pólitískir trúboðar boða m.a. til að
skattpína þjóðina enn meira. Mun
meiri hætta stafar af hérlendum
misvitrum stjórnmála- og embætt-
ismönnum sem oftar en ekki eru
farnir að horfa fram hjá mikil-
vægum íslenskum þjóðarhags-
munum á altari blindrar alþjóða-
hyggju og alþjóðavæðingar.
Frelsisflokkurinn er því andsvar
gegn öllu þessu þar sem Íslandi og
íslenskri þjóðartilveru er verulega
ógnað um þessar mundir. Atburð-
irnir á Austurvelli og vettlingatökin
þar sanna það!
Það er ánægjulegt að um hinn
vestræna heim fer nú bylgja póli-
tískrar þjóðlegrar vakningar. Þar
sem m.a. hinum pólitíska rétttrún-
aði er hafnað.
Sú bylgja munn fyrr en síðar ná
Íslandsströndum. Frelsisflokkur-
inn er tilbúinn að virkja þá bylgju
og hvetur alla þjóðholla Íslendinga
til að koma þar til liðs. Ísland kall-
ar!
Skýr stefna Frelsis-
flokksins til helstu mála
Eftir Guðm. Jónas
Kristjánsson » Frelsisflokkurinn er
samkvæmt heiti sínu
flokkur frelsis. Frelsis
þjóða og einstaklinga.
Guðm. Jónas
Kristjánsson
Höfundur er bókhaldari og situr
í flokksstjórn Frelsisflokksins.
gjk@simnet.is
Churchill klúbburinn kynnir
spennandi hádegisfyrirlestur:
NO MORE CHAMPAGNE;
Churchill and His Money
Fyrirlesari: David Lough sagnfræðingur og fjárfestir.
Dagur: Laugardagurinn 13. ágúst 2019.
Staður: Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41.
Tími: Húsið opnað kl. 12. Fyrirlestur hefst kl. 12:30
og fundi lýkur kl. 13:30
Spennandi hádegisfyrirlestur um brokkgeng fjármál Winstons
Churchills. Stærstan hluta ævinnar lifði Churchill um efni fram sem
þýddi að hann þurfti að hafa sig allan við til að forðast gjaldþrot
og sendi því frá sér skæðadrífu bóka og blaðagreina. Á fjórða
áratugnum var hann hæstlaunaðasti penni Bretlands. David Lough
fyrirlesari þessa fundar er höfundur frábærrar metsölubókar um
efnið sem varpar nýju og áhugaverðu ljósi á ævi og lífshlaup
þessa merkasta stjórnmálaleiðtoga 20. aldarinnar.
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar fyrir fund.
Allir velkomnir. Þátttaka ókeypis.
CHURCHILL KLÚBBURINN á ÍSLANDI
affiliate: International Churchill Society