Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 fyrir alla fagurkera... Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is HEIMILI & HUGMYNDIR Borgarsögusafni Reykjavíkur frá 2014, en undir Borgarsögusafn heyra Árbæjarsafn, Landnámssýn- ingin í Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Viðey. „Starfið felst í að huga að menningararfinum á safninu bæði allskonar tegundum af safngripum, hvort sem það eru ljós- myndir eða gripir sem tengjast heimilishaldi og ýmsum störfum og greinum og pössum upp á að for- M aría Karen Sigurðar- dóttir fæddist 12. apríl 1969 á Akra- nesi og ólst þar upp. Hún var í skátunum á sínum æskuárum, í dansskóla, ferðafélagi í Flökkurum á unglings- árunum en það var gönguhópur á vegum félagsmiðstöðvarinnnar Arn- ardals, auk þess að taka þátt í leik- sýningum í Fjölbrautaskólanum. „Ég var alin upp í björgunarsveitnni Hjálpinni á Akranesi, ef má orða það svo, en pabbi var í henni í 50 ár og maður fór snemma að fara í ferðir og læra á landið.“ María Karen gekk í Brekkubæj- arskóla, Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi og lauk þaðan prófi í vélsmíði (1988) og tæknistúdents- prófi 1991. „Ég var í tilraunakennslu í tíunda bekk og við nemendurnir vorum settir í iðngreinar og mér leist vel á þær. Ég var að pæla í að fara í trésmíði en var með ofnæmi fyrir rykinu og valdi því vélsmíðina. Það var skemmtilegt að læra hana og ég vildi að það væru fleiri sem færu í iðngreinar, það kemur sér alltaf vel.“ Meðan á náminu í vél- smíðinni stóð vann María Karen á sumrin hjá Íslenska Járnblendi- félaginu á Grundartanga, Skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og Stálsmiðjunni í Reykja- vík. Hún fór síðan í nám í forvörslu (B.S) við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn (Kunstakademiet) og lauk því 1995 og er einnig stjórn- sýslufræðingur (MPA) frá Háskóla Íslands 2008. María Karen var deildarstjóri á Árbæjarsafni og Ljósmyndasafni Reykjavíkur 1997-2000 og safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur frá 2000-2014. „Það var fyrst árið 2000 sem var byrjað að vera með reglu- legt sýningarhald á Ljósmyndasafn- inu og almennt hér á landi, en áður hafði það verið tilviljanakennt og svo komum við upp myndavef á netið árið 2004.“ María Karen hefur verið deildar- stjóri minjavörslu og rannsókna á varnir séu í lagi svo sem varðandi raka- og hitastig þar sem munirnir eru geymdir. Einnig pössum við upp á að gömlum húsum á Árbæjarsafni sé vel við haldið og svo höldum við skrá yfir fornleifar og söguleg hús í borginni.“ María Karen var formaður Ís- landsdeildar félags norrænna for- varða 2013-2019. Hún situr í stjórn fornminjasjóðs og Icomos (Íslands- deild alþjóðaráðs um minnisvarða og sögustaði) og er í stjórn Lands- nefndar Bláa skjaldarins sem er al- þjóðanefnd sem vinnur að verndun menningararfs sem er í hættu vegna náttúruhamfara og stríðsátaka. Hún er fulltrúi Borgarsögusafns í stjórn Hollvinasamtaka Magna en Magni er fyrsta stálskip smíðað á Íslandi. „Við erum með fimm til tíu ára markmið um að koma Magna á flot og vorum að fá samskonar vél og var í Magna og var áður en hún bræddi úr sér 1987. Það er gaman að segja frá því að þegar ég var að vinna fyrir Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi þá smíðuðum við ferjuna Baldur sem er síðasta stálskipið sem var smíðað hér á landi eftir því sem ég best veit og núna er ég að vinna með fyrsta stálskipið svo það má segja að ég sé komin í hring.“ María Karen Sigurðardóttir, deildarstj. á Borgarsögusafni – 50 ára Fjölskyldan Sjötugsafmæli föður Maríu Karenar fyrir fimm árum. Smíðaði stálskip og varðveitir þau núna Vinirnir María Karen og Tíra. Krossgáta Lárétt: 4) 6) 7) 8) 9) 12) 16) 17) 18) 19) Sókn Féleg Æstan Munnræpan Reiða Skúr Keimlíkur Bogin Nefið Litla Patar Stef Laufs Arður Skell Endir Forin Þróum Gista Rétt 1) 2) 3) 4) 5) 10) 11) 13) 14) 15) Lóðrétt: Lárétt: 1) Áhald 4) Dýrs 6) Líffærin 7) Óða 8) Fitulag 11) Afurðar 13) Frí 14) Flakkari 15) Saga 16) Iðkum Lóðrétt: 1) Ásjóna 2) Aula 3) Duftið 4) Dræsur 5) Reiða 8) Frekja 9) Talaði 10) Grípum 12) Fýlda 13) Fisk Lausn síðustu gátu 369 3 5 9 1 8 7 2 4 6 4 8 7 2 6 3 1 5 9 6 1 2 5 4 9 3 7 8 5 3 4 6 7 1 8 9 2 9 2 1 4 3 8 7 6 5 8 7 6 9 2 5 4 3 1 7 6 5 8 1 4 9 2 3 1 9 3 7 5 2 6 8 4 2 4 8 3 9 6 5 1 7 „Og svo kemur páskinn,“ segir sögu- persóna sem er að telja upp hátíðis- daga kirkjuársins – og lesendur hafa hent gaman að. En páski er reyndar til og ekki nóg með það heldur páskur líka. Litli páski/páskur var annar í páskum og stóri páski/páskur var páskadagur. Hvort tveggja þó stað- bundið. Málið Lausn sudoku 40 ára Berglind er Reykvík- ingur og er flugmaður hjá Ice- landair. Maki: Friðrik Birgisson, f. 1972, flugstjóri hjá Ice- landair. Börn: Ísak, f. 1997, Krist- ófer Sölvi, f. 2011, Róbert Árni, f. 2013, Bergrós Júlía, f. 2016, og Birgir Hrafn, f. 2018. Foreldrar: Árni Sigur- bergsson, f. 1932, fv. flug- stj., og Elín Hrefna Hann- esdóttir, f. 1936, húsfreyja. Berglind Heiða Árnadóttir 1 9 6 2 5 8 3 6 7 1 8 7 5 5 1 9 2 2 6 8 3 6 7 Sudoku Efsta stig Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu engan koma þér úr jafnvægi í dag, hvað sem á dynur. Þú hefur hæfi- leika til að standa þig vel. 20. apríl - 20. maí  Naut Sestu nú niður og gerðu áætlun um að gera draum þinn að veruleika. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fjármálin eru eitt- hvað ruglingsleg og þetta er ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur hefnt sín síðar að reyna að leyna hluta málavaxta, þeim sem óþægilegir eru. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur reynst nauðsynlegt að leggja hlustir við því sem fólk seg- ir, þótt ekki sé það fagurt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fullkomnunaráráttan getur gengið út í öfgar og mönnum verður minna úr verki en ella. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Snúðu ekki baki við gömlum vini, sem leitar til þín og þarfnast hjálpar þinnar í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú vilt gjarnan afla meira fjár. Leggðu spil- in á borðið og láttu fólk vita hvað þú vilt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það þarf kjark til þess að komast áfram og þú getur ekki ætlast til þess að aðrir vinni fyrir þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt aldrei að missa trúna á því að það sem þú ert að gera getir þú borið fram til sigurs. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki létt að bera sig eftir því sem mað- ur þráir ef maður veit ekki hvað maður vill. 30 ára Guð- jón er Vest- manna- eyingur en býr í Reykja- vík. Hann er félagsfræðingur að mennt og er birtingastjóri hjá H:N markaðssamskiptum. Maki: Hrafnhildur Ylfa Magnúsardóttir, f. 1990, lærður lögfræðingur og er flugfreyja hjá Icelandair. Sonur: Mikael Máni, f. 2016. Foreldrar: Ólafur Þór Sig- urvinsson, f. 1951, og Mar- grét Þóra Guðmundsdóttir, f. 1952. Guðjón Ólafsson Reykjavík Birgir Hrafn Friðriksson fæddist 16. sept- ember 2018 kl. 11:28 heima hjá sér í Norðlingaholti. Hann vó 4.050 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Berglind Heiða Árnadóttir og Frið- rik Birgisson. Nýr borgari Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.