Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
EM 2020
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Eins og sakir standa er ekki útlit
fyrir að tap íslenska landsliðsins í
handknattleik fyrir landsliði Norð-
ur-Makedóníu í Laugardalshöllinni í
fyrrakvöld, 33:34, komi í veg fyrir
að landsliðið tryggi sér þátttökurétt
í lokakeppni EM á næsta ári. Meira
þarf að bera út af hjá íslenska liðinu
í þeim þremur leikjum sem það á
eftir svo leikmenn sitji eftir með
sárt ennið. Hinsvegar getur tapið
orðið til að íslenska liðið verði ekki í
efsta sæti riðilsins þegar öllum
leikjum verður lokið. Það gæti þýtt
að íslenska landsliðið færist ekki
upp í annan styrkleikaflokk úr þeim
þriðja þegar dregið verður í riðla
fyrir lokakeppnina í sumar.
Tvö efstu lið hvers af átta riðlum
undankeppninnar tryggja sér
keppnisrétt í lokakeppni EM. Auk
þess þá fara fjögur af átta liðum
sem verða í þriðja sæti riðlanna
einnig áfram. Sem stendur þá er ís-
lenska liðið í öðru sæti þriðja riðils á
eftir Norður-Makedóníu. Óvæntur
sigur Tyrkja á Grikkjum varð til
þess að að Grikkir komust ekki að
upp að hlið Norður-Makedóníu og
Íslands með fjögur stig. Grikkir og
Tyrkir hafa tvö stig.
Sigur breytir stöðunni
Framundan hjá íslenska landslið-
inu er annar leikur við Norður-
Makedóníumenn í Skopje á sunnu-
daginn. Flautað verður til leiks kl.
18 að íslenskum tíma. Vinni íslenska
liðið með a.m.k. eins marks mun
endurheimtir það efsta sætið. Enn
betra væri að vinna með a.m.k.
tveggja marka mun og hafa þar með
betur í innbyrðisleikjum við Norð-
ur-Makedóníumenn, komi til þess
að lið þjóðanna verði jöfn að stigum
þegar riðillinn verður gerður upp í
júní. Tapi íslenska liðið leiknum eða
geri jafntefli halda Norður-
Makedóníumenn efsta sætinu fram
að lokaleikjunum í um miðjan júní.
Hinn 12. júní sækir íslenska lans-
liðið það gríska heim til Kozani í
norðurhluta Grikklands. Fjórum
dögum síðar mætir íslenska lands-
liðið tyrkneska landsliðinu í Laug-
ardalshöll. Tveir sigrar, einn sigur
og jafntefli eða jafnvel einn sigur
ásamt tapi í lokaleikjunum tveimur
mun tryggja íslenska liðinu annað
sæti riðilsins og þar með öruggt
sæti í elleftu lokakeppni EM í röð.
Íslenska landsliðið hélt í morgun
til Skopje, höfuðborgar Norður-
Makedóníu. Reikna má með að við
ramman reip verði að draga fyrir
Íslendinga. Norður-Makedón-
íumenn hafa ekki lagt í vana sinn að
tapa á heimavelli í hinni glæsilegu
Boris Trajkovski-íþróttahöll. Í und-
ankeppni EM 2018 tapaði íslenska
landsliðið fyrir Norður-Makedón-
íumönnum með fimm marka mun í
íþróttahöllinni, 30:25, fyrir framan
tæplega sjö þúsund háværa áhorf-
endur. Níu leikmenn íslenska lands-
liðsins í dag tóku þátt í þeirri við-
ureign. Engin regla er þó án
undantekninga og 18. mars 2009
vann íslenska landsliðið, þá einnig
undir stjórn Guðmundar Þórðar
Guðmundssonar, sigur á Makedón-
íumönnum í Skopje, 29:26 í und-
ankeppni EM 2010. Aron Pálm-
arsson fór á kostum í leiknum,
aðeins 18 ára gamall.
Ýmislegt þarf að bæta
Til að vinna leikinn á sunnudag-
inn er ljóst að íslenska landsliðið
verður að leika mikið betri varn-
arleik en það gerði í Laugardalshöll
í fyrrakvöld. Til viðbótar verður
einnig að vera fyrir hendi mark-
varsla. Hún var ekki upp á marga
fiska í Laugardalshöll á mið-
vikudagskvöld, svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Þegar íslenska lands-
liðið vann Norður-Makedóníu á HM
í janúar sl., 24:22, var varnarleik-
urinn til fyrirmyndar auk þess sem
Björgvin Páll Gústavsson varði allt
hvað af tók.
Ekki má gleyma sóknarleiknum.
Hann var góður á löngum köflum í
fyrrakvöld, ekki síst vegna þess að
Aron Pálmarsson fór hamförum.
Fleiri sóknarmenn verða að leggja í
púkkið á sunnudaginn. Ekki er
hægt að ætlast til þess að Aron geti
átt tvo viðlíka stórleiki í röð þótt
frábær handknattleiksmaður sé.
Eins og kemur fram í grein hér
fyrir neðan þá skipti Guðmundur
Þórður úr markvarðarparinu áður
en hann hélt til Makedóníu í morg-
un. Djörf ákvörðun hjá Guðmundi
og sennilega sú stærsta sem snýr að
markvörðum landsliðsins síðan
hann ákvað að velja Björgvin Pál
Gústavsson umfram Birki Ívar Guð-
mundsson fyrir Ólympíuleikana í
Peking fyrir 11 árum.
Ómar Ingi Magnússon fær ekki
leikbann vegna rauða spjaldsins
sem hann fékk á síðustu sekúndum
leiksins í fyrrakvöld.
Hvers vegna rautt og víti?
Margir hafa velt fyrir sér af
hverju Ómar Ingi fékk rautt spjald
á síðustu sekúndum leiks Íslands og
Norður-Makedóníu í fyrrakvöld eft-
ir að dæmd voru á hann skref.
Ástæðuna er finna á bls 36 í leik-
reglubókinni, regla, 8:10, c-liður:
„Ef að boltinn er úr leik á síðustu
30 sekúndum leiksins og leikmaður
eða starfsmaður liðs kemur í veg
fyrir eða tefur framkvæmd kasts
mótherja, til þess að hindra þá í að
ná skoti á mark eða að fá upplagt
markfæri, skal útiloka hinn brotlega
leikmann/starfsmann og vítakast
skal dæmt til handa mótherjunum.
Þetta á við um allt sem veldur trufl-
un (s.s., með lítilli líkamlegri snert-
ingu, stöðva sendingu, trufla mót-
töku bolta, sleppa ekki bolta).“
Tækifæri er til þess að
snúa við taflinu í Skopje
Annað sæti í riðlinum kæmi í veg fyrir hugsanlega hækkun um styrkleikaflokk
Morgunblaðið/Eggert
Ósigur Íslensku landsliðsmennirnir voru að vonum daufir í dálkinn eftir hinn dramatíska ósigur í fyrrakvöld.
Guðmundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik
karla, tók þá ákvörðun í gær að
veðja á markverðina Ágúst Elí
Björgvinsson og Viktor Gísla Hall-
grímsson í síðari leiknum við Norð-
ur-Makedóníu í undankeppni EM
sem fram fer í Skopje á sunnudag-
inn. Björgvin Páll Gústavsson og
Aron Rafn Eðvarðsson náðu sér
ekki á strik í viðureigninni í fyrra-
kvöld í Laugardalshöll og var Guð-
mundur ómyrkur í máli yfir
frammistöðu þeirra.
Fjarvera Björgvins Páls er at-
hyglisverð vegna þess að hann hef-
ur verið aðalmarkvörður landsliðs-
ins frá Ólympíuleikunum í Peking
2008. Síðan hefur hann aðeins misst
úr einn mótsleik, gegn Þjóðverjum í
undankeppni EM í mars 2011 vegna
höfuðhöggs.
Ágúst Elí, sem leikur með Säve-
hof í Svíþjóð, var annar markvörð-
ur íslenska landsliðsins á HM í upp-
hafi ársins. Viktor Gísli, sem verður
19 ára í júlí, er markvörður Fram.
Hann fékk eldskírn sína með A-
landsliðinu á fjögurra þjóða móti í
Bergen fyrir réttu ári.
Guðmundur veðjar
á Ágúst Elí og Viktor
Mjólkurbikar karla
Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð:
Ýmir – Afríka ............................................ 6:1
Fram – GG ................................................ 2:1
Ýmir mætir Fram.
Elliði – Álafoss.......................................... 8:1
Elliði mætir Mídasi eða Ísbirninum.
ÍR – SR...................................................... 5:0
ÍR mætir Skallagrími eða KV.
Afturelding – Léttir ................................. 6:0
Afturelding mætir Selfossi eða Þrótti V.
Grótta – Álftanes ...................................... 8:2
Grótta mætir KFR eða KH.
Evrópudeild UEFA
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Arsenal – Napoli ...................................... 2:0
Aaron Ramsey 15., sjálfsmark 25.
Benfica – Eintracht Frankfurt .............. 4:2
Joao Felix 21.(víti), 43., 54., Ruben Dias 50.
– Luka Jovic 40., Goncalo Paciencia 72.
Rautt spjald: Evan N’Dicka (Eintracht) 20.
Slavia Prag – Chelsea ............................. 0:1
Marcos Alonso 86.
Villarreal – Valencia............................... 1:3
Santi Cazorla 36.(víti) – Goncalo Guedes 6.,
90., Daniel Wass 90.
KNATTSPYRNA
Dominos-deild kvenna
Undanúrslit, þriðji leikur:
Valur – KR ............................................ 85:87
Staðan er 2:1 fyrir Val.
NBA-deildin
Atlanta – Indiana.............................. 134:135
Brooklyn – Miami............................... 113:94
Charlotte – Orlando ......................... 114:122
New York – Detroit............................ 89:115
Philadelphia – Chicago .................... 125:109
Memphis – Golden State.................. 132:117
Milwaukee – Oklahoma City ........... 116:127
San Antonio – Dallas .......................... 105:94
Denver – Minnesota............................. 99:95
LA Clippers – Utah ................. (frl.) 143:137
Portland – Sacramento .................... 136:131
Lokastaða í Austurdeild:
Milwaukee 60/22, Toronto 58/24, Phila-
delphia 51/31, Boston 49/33, Indiana 48/34,
Brooklyn 42/40, Orlando 42/40, Detroit 41/
41, Charlotte 39/43, Miami 39/43, Wash-
ington 32/50, Atlanta 29/53, Chicago 22/60,
Cleveland 19/63, New York 17/65.
8-liða úrslit: Milwaukee – Detroit, To-
ronto – Orlando, Philadelphia – Brooklyn,
Boston – Indiana.
Lokastaða í Vesturdeild:
Golden State 57/25, Denver 54/28, Portland
53/29, Houston 53/29, Utah 50/32, Okla-
homa City 49/33, San Antonio 48/34, LA
Clippers 48/34, Sacramento 39/43, LA La-
kers 37/45, Minnesota 36/46, Memphis 33/
49, New Orleans 33/49, Dallas 33/49, Phoe-
nix 19/63.
8-liða úrslit: Golden State – LA Clippers,
Denver – San Antonio, Portland – Okla-
homa City, Houston – Utah.
KÖRFUBOLTI