Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 Spenntar Stúlkur frá Ballettskóla Guðbjargar biðu spenntar eftir því að stíga fram og hefja dansinn í Dúkkuverkstæðinu þar sem þær tóku þátt í barnamenningarhátíð Seltjarnarness í gær. Eggert Hér í landi er það sér til gamans gert og dægrastyttingar að fara á hersamkomur og miðilsfundi þar sem gerðar eru spekálur þar sem andvaralaus vantrúarskríllinn, sem er við fótskör meistar- anna, skemmtir sér. Ein slík samkoma var haldin í Þjóðmenning- arhúsi. Þar var rætt um orkupakka og skaðsemi þess að orka væri á samkeppnismarkaði. Þar sat miðillinn í forgrunni og miðl- aði visku. Það þurfti ekki nema rétt að líta á mynd af söfnuðinum til að taka af- stöðu. Og svo leggst dýralæknir í bar- áttu við margföldun og deilingu, sennilega hvort tveggja honum of- raun. Aðrar samkomur eru þó tilkomu- og áhrifameiri, en það eru samn- ingafundir um kaup og kjör, þar sem fulltrúar alþýðunnar, þó með lítið kjörfylgi að baki sér, taka sér vald til að gera kjarasamninga, ákveða stýrivexti og jafnvel lengd lánstíma á fasteignalánum. Þeir kjarasamn- ingar eiga að ná til allra stéttar- félaga, upp úr og niður úr, án þess að þeir launþegar sem hvergi koma nærri og eiga ekki formlega aðild að samningi fái rönd við reist. Þau sem undirrituðu kjarasamn- ingana framfluttu glæsilegar ræður, sem voru í senn af himneskum krafti og jarðneskum. Skammir og brigsl- anir heimsins snertu þau ekki, því þau voru svo glöð í lausnara sínum, sem hafði frelsað þau frá lystisemd- um og djöfulsins spilverki. Hvað er fyrir mig? Þegar kjarasamningar voru undirritaðir komu fulltrúar eldri borgara og spurðu hina nýju frels- ara: „Hvað er í þessum kjarasamningum fyrir okkur?“ Eðli málsins samkvæmt er ekkert í kjarasamningum fyrir flesta eldri borgara, nema hjá þeim sem eru í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, á svokallaðri eftirmanna- reglu. Á sama veg spyrja öryrkjar: „Hvað er í þessum kjarasamn- ingum fyrir okkur?“ Það er alls ekkert í þessum kjarasamningum fyrir ör- yrkja. Sem betur fer. Það er nefni- lega þannig að hin ýmsu hagsmuna- samtök hafa ekki misst rétt til að koma að samningum um örorkubæt- ur og önnur réttindamál. Kjör flestra ellilífeyrisþega ráðast af af- komu lífeyrissjóða. Eldri borgarar eru í verri stöðu því fulltrúar þeirra stéttarfélaga, sem þeir áttu aðild að fara að hluta til með vald yfir lífeyrissjóðum, og þeir kunna að nota, eða öllu heldur misnota, eignir þeirra í skiptimynt til kjarabóta fyrir þá sem eru á vinnumarkaði, á kostnað þeirra sem eru á eftirlaunum. Að drekka sig drukkinn Á vakningasamkomum, hvort heldur er hjá annars heims miðlum, ellegar hjá Herkellingum, drekka menn sig drukkna í Honum. „Sjáið víngarðsmanninn, erfiðarann, þann hinn mikla Jesúm Krist yðar frels- ara, hann er að troða reiðiþrúgu guðs þreyttur og örmagna, svitinn rýkur af hans blessaða höfði.“ Nú er hinn nýi frelsari endurbor- inn í mörgum verkalýðsfrelsaranum. Verkalýðsfrelsararnir ætla að ákveða stýrivexti Seðlabankans. Þeir ætla jafnvel að ákvarða lána- kjör á húsnæðismarkaði. Þar hefur áður ríkt frelsi en nú skulu lán alls ekki fylgja skilmálum, sem um semj- ast milli lántaka og lánþega. Sálarmiðlar, dr. Lára og dr. Indr- iði, okkar tíma, munu eiga að ráða lánstíma og stéttarfélagafrelsarar munu ákvarða vexti. Framboð lánsfjár kemur eftir sem áður frá lífeyrissjóðum. Sjóðfélagar munu borga fyrir þær veitingar sem í boði verða. Greiðslubyrði lána „En við sem stöndum andspænis lambinu, með hjörtun full af for, hvað höfum við til að leggja fram á móti þessum blessuðu innýflum þar sem út koma blóð og vatn? Þið standið hér á þessari stund frammi fyrir hásæti lambsins, hjá blóðlækn- um fríða sem einn getur þvegið ykk- ur af öllum ykkar sálarkýlaskíta- pestarkaunum.“ Það kann að vera að við sem göng- um fram í þeirri dulinni að sá sem rannsakar hjörtun og nýrun og lúng- un muni ekki þekkja þekkja vor hjörtu og nýru og lúngu. Hið nýja mat er oss ókunnugt með öllu. Vér skiljum ekki hina nýju fyrirgefn- ingu. Það eru tvö hugtök, sem aldrei eru nefnd í umræðu um húsnæðislán í kjarasamningum. Það eru ávöxtunarkrafa og nú- virði. Það eru þau hefðbundnu tæki til að meta dýrleika lánsfjár. Í þess stað eru komin „summufræði“, þar sem lagðar eru saman heildar- greiðslur á lánstíma, án þess að hug- að sé að tímavirði lánsfjár. Það er eins og ölvaðir erkibiskupar hafi lát- ið í haf á konunglegri freigátu. Það er einnig með öllu óljóst hvert verður framboð lánsfjár í þessum hugarheimi hins nýja hreina vín- viðar. Nú um stund lána lífeyrissjóðir um 80% af lánum til húsnæðiskaupa á Íslandi. Sumt lána þeir beint, ann- að lána lífeyrissjóðir um farvegi Íbúðalánasjóðs og enn annað lána lífeyrissjóðir með sérvörðum skulda- bréfum í gegnum hefðbundna banka. Verður þetta í boði áfram? Vonandi munu lífeyrissjóðir gæta hagsmuna sinna sjóðsfélaga, þeirra sem treysta því að lífeyrisgreiðslur verði ekki skertar vegna óábyrgrar hegðunar sálarhirða sinna. Þá þarf ekki að spyrja; „hvað er í þessum kjarasamningum fyrir okkur?“ Þessi lánaviðskipti hafa gengið vel fyrir sig án þess að Todda trunta eða Hanna halta hafi haft afskipti af hlutum, sem þeim koma ekki við. Vor synd Vér sem lítum á vora synd, vora stórkostlegu synd fyrir guði, með því að greiða umsamdar greiðslur á gjalddaga, þá viljum vér óska að sem flestir gætu orðið aðnjótandi þess frelsis og þeirrar sönnu gleði sem maður verður aðnjótandi ef maður í sannri auðmýkt beygir sín holdsins og hjartans kné við krossinn. Vér þurfum ekki annan kross. Nú verða afborganir okkar hækk- aðar, að öðru óbreyttu um 35% með því að stytta lánstíma. Vér sem vilj- um taka lán til bifreiðakaupa og greiða upp á fimm árum með verð- tryggðum kjörum, megum aðeins greiða skemmst upp á 10 árum. Ef vér greiðum upp lánið innan 10 ára, þá er framinn glæpur, en sennilega mun skorta refsiheimildir. Í töflu hér til hliðar sjást greiðslur af mismunandi lánum, með mismun- andi lánaskilmálum, með sömu ávöxtunarkröfu og sama núvirði, á fyrsta ári lánstímans. Er ekki rétt og eðlilegt að lántaki og lánveitandi semji sín á milli um greiðslukjör í syndinni? Tekið skal fram að hægt er að greiða aukaafborganir án kostnaðar fyrir lántaka. Það er önn- ur synd. Vínviður hreini Áður en vér fáum ráðrúm til að koma til sjálfra vor í leiðslu kjara- samninga um lánskjör og vexti þá skulum við syngja saunginn sem er bersýnilega valinn til þess saman- burðar sem Todda trunta gerði á Jesú Kristi og hinu eina sanna brennivíni: Þú vínviður hreini, ó eilífi eini, ég ein er sú greinin sem fest er við þig. Í gleði og harmi með himneskum armi, minn hjartkæri Jesú, þú umvefur mig. Margt í texta greinarinnar er stol- ið og staðfært. Önnur stúlknanna, með hjörtu full af drullu, sagði mér sína upplifun. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Á vakningasam- komum, hvort held- ur er hjá annars heims miðlum ellegar hjá Her- kellingum, drekka menn sig drukkna í Honum. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Sálarkýlaskítapestarkaun Fyrsta árs greiðsla af 1 mkr. húsnæðisláni M.v. 3% raunávöxtun, 3% verðbólguálag og 6,09% ávöxtunarkröfu á ári Óverðtryggt lán með jöfnum ársgreiðslum Venjubundið verðtryggt lán Lánstími Jafngreiðslulán Jafnar afborganir og vextir Jafngreiðslulán 40 ár 67.216,84 kr. 85.900,00 kr. 44.560,25 kr. 25 ár 78.896,95 kr. 100.900,00 kr. 59.150,71 kr. Verðbólguálag greitt um leið og það reiknast Verðbólguálag greiðist á eftirstöðvum lánstímans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.