Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 Á HLÍÐARENDA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is KR er enn á lífi í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Val um Íslandsmeistara- titil kvenna í körfubolta eftir 87:85- sigur á Hlíðarenda í gærkvöldi. Stað- an í einvíginu er nú 2:1, Val í vil. Með sigri hefði Valur tryggt sér sæti í úr- slitum og sent KR í sumarfrí, en það var ekki á dagskránni hjá KR-ingum, sem spiluðu afar vel á erfiðasta úti- velli landsins. Lykill KR-inga var glæsileg nýting fyrir aftan þriggja stiga línuna, eða 48 prósent. 15 af 31 skoti fyrir utan línuna rataði ofan í körfuna á meðan aðeins 32 prósent af skotum fyrir innan fór ofan í. Kiana Johnson, bandarískur leikstjórnandi KR, skor- ar oft meira en í gær. Hún gerði 14 stig og komu 10 þeirra af vítalínunni. Hún gerði hins vegar virkilega vel í að búa til sóknir sem enduðu með frí- um samherja fyrir aftan þriggja stiga línuna. Hún las leikinn hárrétt og hélt áfram að mata liðsfélaga sína og þá sérstaklega Ástrós Lenu Ægis- dóttur sem skoraði úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Það segir allt sem segja þarf að Valur skoraði úr 29 skotum utan af velli og KR 26 skotum. KR fékk að meðaltali fleiri stig fyrir hverja körfu. Þótt það hafi virkað í gær, getur KR ekki treyst á svona nýt- ingu fyrir utan þriggja stiga línuna í hverjum leik. KR þarf enn að vinna tvo leiki til viðbótar gegn gríðarlega sterku Valsliði. Sigurinn í gær ætti að gefa KR byr undir báða vængi, en sært Valslið er stórhættulegt. Sóknarleikur Valskvenna var nokkuð góður, þrátt fyrir tapið. Þær náðu að spila sig í góð færi hvað eft- ir annað og var nýting þeirra fyrir innan tveggja stiga línuna góð. Í vörninni gekk hins vegar bölvan- lega að koma í veg fyrir opin skot KR-inga. Valur tapaði síðast í lok nóvember, einmitt gegn KR. Mót- lætið fór sérstaklega illa í Darra Frey Atlason, þjálfara Vals. Það er stundum erfitt að tapa þegar þú ert ekki vanur því og Darri missti stjórn á skapi sínu í fjórða leikhluta og var réttilega rekinn út úr húsi. Hann skildi liðið sitt eftir í slæmri stöðu, undir í leiknum, og án þjálf- ara fyrir mikilvægan lokakafla í undanúrslitaeinvígi. Darri er ungur og lærir vonandi af þessu. KR fann leið til að vinna Val  KR enn á lífi eftir sigur á Hlíðarenda  Fyrsta tap Vals síðan í nóvember Morgunblaðið/Eggert Stigahæst Vilma Kesänen skorar tvö af 23 stigum sínum í gær. Ensku liðin Arsenal og Chelsea standa ágætlega að vígi með að komast í undanúrslit Evrópudeild- arinnar í knattspyrnu en fyrri leik- ir átta liða úrslitanna fóru fram í kvöld. Arsenal lagði ítalska liðið Napoli á heimavelli, 2:0, þar sem Aaron Ramsey skoraði eftir 15 mínútna leik eftir sendingu frá Ainsley Mait- land-Niles og tíu mínútum síðar skaut Lucas Torreira í varnarmann Napoli og í netið. Þar við sat þrátt fyrir ágæt færi beggja liða.  Chelsea fór til Prag og lagði þar Slavia að velli, 1:0. Allt stefndi þó í markalaust jafntefli en Marcos Alonso skoraði sigurmarkið á 86. mínútu eftir sendingu frá Willian.  Portúgalinn Joao Félix varð yngstur til að skora þrennu í Evr- ópudeildinni þegar Benfica vann heimasigur á þýska liðinu Eint- racht Frankfurt, 4:2, í Lissabon. Hann er 19 ára og 152 daga gamall og bætti met Króatans Marko Pjaca frá árinu 2014 um 67 daga en Pjaca skoraði þá þrennu fyrir Dinamo Zagreb í 4:3 sigri á Celtic frá Skot- landi. vs@mbl.is Ensku liðin standa vel AFP Mark Arsenal fagnar fyrra markinu sem Aaron Ramsey skoraði. Origo-höll, undanúrslit kvenna, þriðji leikur, fimmtudag 11. apríl 2019. Gangur leiksins: 5:5, 15:11, 20:16, 23:20, 29:25, 32:29, 36:35, 40:38, 42:49, 46:55, 53:58, 55:60, 59:65, 61:67, 66:72, 71:77, 81:87, 85:87. Valur: Heather Butler 25/5 frá- köst/5 stoðs., Helena Sverrisdóttir 17/11 fráköst/6 stoðs., Simona Po- desvova 11/12 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Bergþóra Holton 6, Hallveig Jónsdóttir 5, Ásta Júlía Grímsdóttir 4, Dagbjört Karls- Valur – KR 85:87 dóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 3. Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn. KR: Vilma Kesanen 23, Ástrós Lena Ægisdóttir 21, Orla O’Reilly 18/13 fráköst, Kiana Johnson 14/6 frá- köst/11 stoðs./5 stolnir/3 varin skot, Unnur Tara Jónsdóttir 7/7 frá- köst, Þorbjörg A. Friðriksdóttir 4. Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Egg- ert Aðalsteinsson, Sigurbaldur Frí- mannsson. Áhorfendur: 140.  Staðan er 2:1 fyrir Val. Annað árið í röð mætast Fram og Valur í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Fram er meistari síðustu ára en Valur á heimaleikjaréttinn þar sem liðið varð deildarmeistari en Fram hafn- aði í öðru sæti í Olís-deildinni. Merkileg er sú staðreynd að þessi Reykjavíkurlið mætast nú í fimmta skipti í úrslitum frá árinu 2010. Þennan áratuginn hafa þessi lið átt sviðið ef frá eru skilin tvö ár þar sem Grótta braut upp Íslandsmótið og varð Íslandsmeistari. Úrslitarimman hefst 23. apríl og liðin fá því góðan tíma til að undir- búa sig og safna kröftum. Þá verð- ur fyrsti leikurinn á Hlíðarenda á þriðjudegi. Liðin fá aðeins einn leik á milli fyrstu tveggja leikjanna því annar leikurinn verður í Safamýri þriðjudaginn 25. apríl. Þriðji leik- urinn verður á Hlíðarenda sunnu- daginn 28. apríl. Vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Ef á þarf að halda verður fjórði leikurinn í Safamýri miðviku- daginn 1. maí. Mögulegur odda- leikur fer fram á Hlíðarenda laug- ardaginn 4. maí. Valur vann Hauka 3:0 í undan- úrslitum og Fram vann ÍBV einnig 3:0 eins og sjá má í umfjöllun á síð- unni til hliðar. Fimmta rimma Fram og Vals síðan 2010  Spænski knattspyrnumaðurinn Diego Costa, sem leikur með Atlético Madrid, fékk í gær átta leikja bann fyrir afar ósæmilegt orðbragð í garð dómara í leik liðsins gegn Barcelona á dög- unum. Atlético hefur þegar áfrýjað úr- skurðinum. Standi hann, mun Costa ekki leika meira á þessu tímabili en lið hans á sjö leikjum ólokið í spænsku 1. deildinni þar sem það er ellefu stigum á eftir Barcelona í toppslagnum.  Norðmenn léku Svía grátt þegar lið- in mættust í EHF-Evrópubikar karla í handknattleik í Arendal í Noregi í dag. Lokatölur urðu 35:26 eftir magnaðan síðari hálfleik Norðmanna en Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru yfir í hálfleik, 16:15. Magnus Jön- dal var í miklum ham og skoraði 11 mörk úr jafnmörgum skotum.  Hollenski knattspyrnumaðurinn Arjen Robben óttast að hann hafi spil- að sinn síðasta leik með Bayern Mün- chen. Robben hefur verið frá vegna meiðsla síðan Bayern burstaði Benfica 5:1 í Meistaradeildinni í nóvember en Hollendingurinn knái, sem er 35 ára gamall, kveður þýska meistaraliðið í sumar eftir að hafa spilað með því í áratug. „Ég hef mínar áhyggjur og er ekki viss um hvort ég geti spil- að aftur með Bayern á þessu tímabili,“ sagði Robben í viðtali við Sky Sports News í Þýskalandi. Hann hefur verið orðaður við sitt gamla félag Groningen í Hollandi og Toronto sem spilar í banda- rísku MLS- deild- inni. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.