Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
✝ Sigrún Ágústs-dóttir fæddist í
Reykjavík 1. mars
1942. Hún lést 9.
mars 2019 á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurlaug
Jónsdóttir frá
Húsagarði í Land-
sveit, f. 21. júlí
1912, d. 16. októ-
ber 2007, og Ágúst Pétursson
frá Skammbeinsstöðum í Holt-
um, f. 11. ágúst 1911, d. 8. ágúst
1997. Systkini Sigrúnar eru Jón
Garðar Ágústsson, f. 1941,
kvæntur Ingimundu Lofts-
dóttir, f. 6. mars 1906, d. 28.
nóvember 1990, frá Bessastöð-
um á Heggstaðanesi, og Aðal-
steinn Teitsson, f. 20. febrúar
1909, d. 14. janúar 1957, frá
Víðidalstungu í Víðidal. Sig-
rúnu og Bessa varð ekki barna
auðið en þau fóstruðu um níu
ára skeið systkinin Bjarneyju, f.
25. október 1977, og Pál Helga,
f. 27. maí 1979.
Eftir landspróf vann Sigrún
hjá endurskoðendum og á
lögfræðistofu þar til hún hóf
störf við bókhald hjá Orkustofn-
un 1969. Haustið 1978 var hún
ráðin ritari Hjörleifs Guttorms-
sonar í iðnaðarráðuneytinu. Þar
starfaði hún hjá fjórum ráð-
herrum til 1985 að hún fluttist í
menntamálaráðuneytið. Hún
var svo ritari fimm mennta-
málaráðherra þar til hún fór á
eftirlaun haustið 2007.
Útför Sigrúnar fór fram í
kyrrþey 20. mars 2019.
dóttur, f. 1940,
Svava Ágústs-
dóttir, f. 1943, gift
Kristni Gunnars-
syni, f. 1942, Hörð-
ur Gunnar Ágústs-
son, f. 1945,
kvæntur Hönnu
Larsen, f. 1941,
Steingerður
Ágústsdóttir, f.
1948, gift Þórði
Guðmundssyni, f.
1945, og Áslaug Ágústsdóttir, f.
1950.
Sigrún giftist 31. desember
1971 Bessa Aðalsteinssyni, f. 11.
september 1943. Foreldrar hans
voru Guðný Ingibjörg Björns-
Það var mesta gæfa mín í lífinu
að kynnast Sigrúnu þegar hún
kom til starfa á Orkustofnun
1969. Það tók þónokkurn tíma
fyrir okkur að ná saman, mest
vegna þess að ég þorði ekki að
reyna við þessa flottu, freknóttu
stelpu, þó svo að ég væri bálskot-
inn í henni. Það kom svo fljótt í
ljós að við áttum býsna vel saman
þó að ólík værum. Hún var sterk-
ur karakter, fjörug og mann-
blendin, ég frekar þungur á bár-
unni.
Það fór enda svo að það var
hún sem bað mín fjórum dögum
fyrir jól 1971. Þá þurfti hraðar
hendur til að drífa þetta af fyrir
áramót, enda aðaltilgangurinn, að
hennar sögn, að fá skattafslátt á
næsta ári.
Ég var svo heppinn að hún féll
algjörlega fyrir hálendi Íslands
sem hún hafði ekki séð mikið af
áður. Henni fannst skemmtileg-
ast að ferðast þar um og var víða
farið. Smám saman höfðum við
farið nánast um allt land enda
alltaf heima á sumrin. Um fimm-
tán ára skeið áttum við breyttan
jeppa sem notaður var til ferða-
laga árið um kring, m.a. í vetr-
arferðir í snjó og á jöklum. Þar á
meðal var vikuferð á Grímsfjall í
vorferð Jöklarannsóknafélagsins,
í rjómablíðu alla dagana.
Óhætt er að segja að Sigrún
hefði notið sín betur við meira
skapandi störf en þau sem urðu
hennar ævistarf. Hún var mjög
listræn en skorti kannski sjálfs-
traust til að fara út á slíkar braut-
ir. Afar vinsælt var að fá hana til
að hjálpa fólki að skipuleggja
innbú, hengja upp myndir og ann-
að af því tagi. Á yngri árum mál-
aði hún á postulín og eru ótal
gripir til eftir hana, mest innan
fjölskyldunnar.
Þar á meðal er tólf manna
kaffistell með íslenskri jurt á
hverju pari, bolla og diski, engin
tvö pör eins.
Þegar ljóst var orðið að okkur
tækist ekki að eignast barn sam-
an reyndum við að fá barn eða
börn ættleidd að utan. Það ferli
var komið á lokastig vorið 1984
þegar við vorum beðin að taka tvö
móðurlaus systkini í fóstur. Þau
Bjarney og Páll Helgi komu til
okkar í apríllok og voru hjá okkur
í níu ár. Mjög kært varð með okk-
ur og þessum börnum. Það var
því algerlega gegn okkar vilja að
fóstrinu lauk og tóku þau málalok
mjög á okkur bæði, en mun meira
á Sigrúnu.
Upp úr því tóku við tíðari ferðir
til útlanda, m.a. til Kína, Egypta-
lands og Suður-Afríku, auk ým-
issa styttri ferða, en sú lengsta
var farin 2012. Sigrún hafði
ákveðið að vera að heiman á sjö-
tugsafmælinu þannig að Eyjaálfa
kom fljótt upp sem áfangastaður.
Þangað höfðum við lengi ætlað
hvort eð var. Úr varð frábær
fimm vikna ferð með enskri ferða-
skrifstofu.
Sigrún greindist með Alzheim-
er-sjúkdóminn snemma árs 2016
en fyrstu einkennin urðu ljós að-
eins um tveimur árum fyrr. Ári
eftir greiningu var hún á deild L4
á Landakotsspítala en áður í dag-
þjálfun í Hlíðabæ í um fjóra mán-
uði. Síðustu 18 mánuðina var hún
svo á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Alls staðar var afar vel um hana
hugsað og færi ég öllu starfsfólki
á þessum stöðum mínar innileg-
ustu þakkir.
Í þríleik Jóns Kalmans Stef-
ánssonar um „strákinn“ segir
eitthvað á þá leið að hinir látnu
öðlist framhaldslíf í minningum
þeirra er eftir lifa. Og ekki vantar
minningar um hana Sigrúnu
mína.
Bessi.
Elsku Sigrún mín.
Nú er sá dagur kominn sem ég
hef óttast hvað mest, að þú næðir
að kveðja áður en ég næði að
kveðja þig. Ég hef byrjað á mörg-
um bréfum til þín í gegnum tíðina
en aldrei náð að klára, en núna
kemur bréfið mitt til þín.
Alveg frá upphafi hefur þú átt
svo rosalega stóran part í hjarta
mínu sem þú munt alltaf eiga. Þú
gafst mér heimili þegar ég átti
það ekki, þú gafst mér ást þegar
ég þarfnaðist þess hvað mest og
þú gafst mér von þegar ég hafði
enga. Því mun ég aldrei gleyma
og fyrir það verð ég þér ævinlega
þakklátur.
Þú fórnaðir öllu fyrir mig – ég
áttaði mig ekki á því þá en sé það
svo vel í dag. Þolinmæðin, kær-
leikurinn og væntumþykjan sem
þú gafst mér blasir við mér í dag.
Alveg frá upphafi var ég rosa-
legur mömmustrákur og sleit mig
sjaldan langt frá þér. Alltaf vildi
ég fara með þér hvert sem leið þín
lá, þegar þú fórst að hitta vinkon-
ur þínar, hvort sem þið voruð að
spá í bolla eða tala um daginn og
veginn, eða hanga yfir pottunum
hjá þér meðan þú varst að elda.
Já, ég bókstaflega hékk í pilsfald-
inum hjá þér.
Það komu þó tímar þegar ég
fann að ég særði þig mikið, til
dæmis þegar ég kom ekki heim á
réttum tíma og lét ekki vita af
mér, þegar ég borðaði allar kök-
urnar sem þú hafðir bakað kvöld-
ið áður og ætlaðir að fara með á
foreldrafundinn og öll hin atvikin
þegar ég gerði eitthvað af mér.
Ég gleymi aldrei stingnum sem
ég fékk í hjartað við það, því þú
varst allra síðasta manneskjan
sem ég vildi særa.
Þú átt svo mikið í mér og þeim
manni sem ég er í dag. Ég heyrði í
þér, jafnvel þótt þér hafi kannski
ekki fundist ég hafa hlustað á þig
á sínum tíma; ég heyrði í þér og
bý að því enn þann dag í dag. Öll
þessi ár sem við áttum saman eru
mér svo dýrmæt, allar þessar
stundir, öll þessi ferðalög og öll
þessi samvera. Ég fer alltaf á ein-
hvern fallegan og sérstakan stað í
huga mér þegar ég hugsa til baka
um þennan tíma sem þú gafst
mér.
Svo gerðist ýmislegt sem ég
hélt að ég hefði þroska til að tak-
ast á við en ég hafði það ekki held-
ur festist í hringiðu sem enn í dag
gerir mig ringlaðan. Þetta varð
langt tímabil sem tók á og hefur
tekið mikið á öll þessi ár með ótal
hugsunum um „ef og hefði“.
Ég hef saknað þín svo ótrúlega
mikið og hugsað mikið um þig í
gegnum tíðina.
Ég get ekki útskýrt af hverju
við endurnýjuðum ekki kynnin –
eins mikið og mig langaði til þess
– en það þýðir lítið að dvelja í for-
tíðinni heldur vil ég frekar gera
það sem ég get gert í dag, reynsl-
unni ríkari.
Ég vil samt segja hvað mér
þykir þetta allt leitt, sérstaklega
að þú hafir ekki fengið að kynnast
stelpunum mínum, þessum stelp-
um sem þú átt svo heilmikið í.
Ég hef reynt að gefa þeim það
sem þú gafst mér; algjöran for-
gang, tíma, ást og risastóra bóm-
ull til að vefja utan um þær.
Minning þín mun lifa með mér
og með stelpunum að eilífu, minn-
ingin um yndislegu konuna sem
passaði svo vel upp á pabba
þeirra, minningin um hana Sig-
rúnu.
Þinn
Páll (Palli).
Elsku Sigrún mín. Ef ég bara
gæti snúið við núna, farið aftur í
tímann, bankað upp á hjá þér og
tekið utan um þig, setið hjá þér,
sagt þér frá öllu, hlustað á þig,
hlegið með þér og grátið. Haldið í
höndina á þér þegar þú varst
veik.
Það syrgir mig mjög að hafa
ekki náð að segja þér hversu dýr-
mæt þú hefur verið í mínu lífi.
Hversu þakklát ég er fyrir að þú
hafir komið inn í mitt líf á þeim
tímapunkti sem ég þurfti einmitt
á þér að halda.
Ég man þegar ég hitti þig
fyrst, þá sat ég og leiraði þegar þú
birtist, settist hjá mér og fórst að
leira með mér. Þar fann ég strax
þína góðu og notalegu návist og
ég man hvað ég hlakkaði til að sjá
þig aftur. Fljótlega eftir það
varstu orðin mamma mín.
Þú varst kletturinn minn og
fyrirmynd. Þú leiddir mig í gegn-
um mörg þroskaskeið og varst
alltaf svo ráðagóð þegar ég leitaði
til þín.
Ég er svo stolt og þakklát fyrir
að hafa fengið að vera dóttir þín
og bý nú að því veganesti sem þú
gafst mér.
Við systkinin hefðum ekki get-
að verið heppnari með foreldra,
þið opnuðuð fallega heimilið ykk-
ar, gáfuð okkur hlýju, öryggi og
ást. Þið gáfuð okkur allt það sem
ég vil gefa börnunum mínum í
dag.
Fallegar minningar um þig
munu alltaf ylja mér.
Hvíldu í friði elsku mamma.
Þín
Bjarney.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér,
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt sem sólskinsdagur,
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu,
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þetta fallega ljóð segir svo
margt um hana Sigrúnu, elsku
stóru systur mína, sem lést 9.
mars sl. á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni eftir snögg veikindi.
Það eru svo margar minningar
sem koma upp hjá mér núna eftir
hennar dag. Við vorum mjög nán-
ar, þó svo að átta ár væru á milli
okkar, vorum reyndar frekar lík-
ar bæði í útliti og skapgerð.
Hún var afskaplega skemmti-
legur karakter, var algjör bóhem
á yngri árum, en róaðist talsvert
eftir að hún kynntist sínum eðal-
manni, honum Bessa. Við brölluð-
um margt saman, fórum í göngu-
ferðir með hundana mína og svo
kom hún yfirleitt til mín hvern
föstudag í mörg ár þegar Bessi
var að hitta félaga sína yfir bjór.
Hún keyrði hann og sótti, og
það kom nú fyrir að hún fann ekki
símann í veskinu þegar hann
Sigrún
Ágústsdóttir
✝ Bára ÞorbjörgJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. september 1943.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ 2.
apríl 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Þor-
bergur Jóhann-
esson og Ragna
Sigurgísladóttir,
bæði látin. Systkini Báru voru
Hrefna, Helga, Sverrir og hálf-
bróðir Sveinn Theodór, þau eru
öll látin.
Bára var gefin í fóstur til
hjónanna Önnu Margrétar Jóns-
dóttur og Björns Jónatanssonar
í Stykkishólmi við skilnað for-
eldra sinna, þá fjög-
urra ára gömul, og
ólst hún þar upp.
Hún giftist Ein-
ari Bjarna Bjarna-
syni, f. 16. júlí 1938,
þann 7. júlí 1962.
Börn þeirra eru 1)
Arndís Einars-
dóttir, f. 1960, gift,
Róberti Kristjáns-
syni, börn Arndísar
af fyrra hjónabandi
a) Sandra Björk Ragnarsdóttir,
gift Sigurði Júlíusi Sigurðssyni,
eiga þau fjögur börn, a) Arndísi
Elvu. b) Björgvin Atla. c) Bjarn-
eyju Eir. d) Önju Marý.
b) Símon Elvar Rúnarsson.
2) Bjarni Einar Einarsson, f.
1962, sambýliskona Eydís
Garðarsdóttir, börn þeirra a )
Garðar, b) Bergdís Lind.
3) Björn Anton Einarsson, f.
1964, kvæntur Gróu Linddísi
Dal, börn þeirra a) Sveinn Dal,
kvæntur Alexu Herrera, þau
eiga soninn Emerick Dal en fyr-
ir á Sveinn soninn Bjarna Anton
Dal. b) Stefán Hrannar Dal, gift-
ur Hildi Ýri Haraldsdóttur og
eiga þau soninn Björn Ágúst
Dal. c) Bára Dal, gift Lárusi
Gunnólfssyni, eiga þau Linddísi
Lilju Dal og Evu Sóleyu Dal.
4) Heimir Skúli Einarsson, f.
1966, sambýliskona Aðalheiður
Jóhannesdóttir, eiga þau Hug-
rúnu Líf og Heiðar Loga, en fyr-
ir á Heimir Rakel Patriciu.
5) Anna Margrét Einars-
dóttir, f. 1979, gift Gunnlaugi
Reyni Sverrissyni, eiga þau
börnin a) Emilíu Björk. b) Bene-
dikt Einar. c) Vigdísi Ýri.
Útför Báru Þorbjargar fer
fram frá Garðakirkju á Álfta-
nesi í dag, 12. apríl 2019, klukk-
an 15.
Við kveðjum hana Báru okkar
með mikilli þökk. Við söknum
glaðra stunda, smitandi hláturs og
þessarar hlýju sem einkenndi
hana alltaf. Í fyrrasumar hittumst
við fjórar saman í síðasta sinn. Og
enn hlógum við að sömu vitleys-
unum, rifjuðum upp skammar-
strikin, ferðalögin í sumar-
bústaðina og svo upphafið, þegar
átta ungar konur, allar með lítil
börn ákváðu að stofna sauma-
klúbb og hittast reglulega. Fyrstu
árin var þetta alvöru saumaklúbb-
ur, borðin svignuðu undan tertun-
um. Við saumuðum, prjónuðum,
hlógum og lífið var dásamlegt.
Smátt og smátt varð þetta bara
vettvangur fyrir okkur til að tala
saman, trúa hópnum fyrir vanda-
málunum og deila gleðistundun-
um. Bára þurfti snemma að hafa
fyrir lífinu. Margir Hólmarar
muna hana fyrst í Björnssjopp-
unni, Það var skúr á horninu á Eg-
ilshúsi sem þá kallaðist Settuhöll.
Í sjoppunni fékkst sælgæti en
fyrst og fremst hinn unaðslegi
bleiki ís. Bára fór snemma að að-
stoða fóstra sinn og hún var flink
að skafa ísinn niður í kramarhús-
in, þó hún næði varla ofan í ísk-
istuna.
Það var nauðsynlegt að borga
og flýta sér út, því að þennan
dýrðlega ís varð að borða áður en
hann bráðnaði, annars varð hann
að bleiku vatni.
Hún var svo falleg með ljósa
hárið og oftast með fléttur. Hún
var líka mjög dugleg að læra, var
alltaf meðal efstu í sínum bekk.
Við vitum að hana langaði mikið til
að fara í menntaskóla. Það lýsir
góðum gáfum hennar, að um tíma
tók hún útlendinga í stunda-
kennslu í íslensku. En hún varð að
annast fóstra sinn og fóstru, Björn
og Önnu, í veikindum þeirra. Var
það henni mjög erfitt. Þau tóku
hana að sér þegar hún var þriggja
ára og hún ólst upp hjá þeim í
Stykkishólmi, í Settuhöllinni sem
þau áttu að hluta. En ung féll Bára
fyrir ungum sveitastrák frá
Hömluholti í Eyjahrepp, sem kom
á sjó í Hólminum. Hann Einar
Bjarnason var líka mikill „sjarm-
ör“. Þau byrjuðu að búa í Settu-
höllinni og eignuðust fimm börn.
Þau voru glæsilegt par og einstak-
lega flott á dansgólfinu. Og glæsi-
leg var hún alla tíð. Svo eftir böllin
var haldið áfram heima hjá þeim,
teppinu rúllað af stofunni og dans-
að.
Bára var alger snillingur í
höndum. Hún klippti, greiddi og
snyrti margar konur fyrir hátíð-
arstundir. Handavinna af öllu tagi
var henni list. Hún gat saumað fal-
leg föt nánast úr engu. Hún vann
líka mikið utan heimilisins en samt
Bára Þorbjörg
Jónsdóttir
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og dóttir,
VIGFÚSÍNA B. PÁLSDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 9. apríl á Landspítalanum,
Hringbraut.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju
laugardaginn 27. apríl klukkan 14.
Jóhann Kiesel
Páll Heimisson Daniel Bagarean
Jóhann Bergur Kiesel Sigrún Bessý Guðmundsdóttir
Dagbjört Ýr Kiesel Kristinn Magnús Pétursson
Birgir Páll Kiesel Kristinsson
Guðrún Magnúsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS GEORG SIGURODDSSON
rafmagnstæknifræðingur,
Sóltúni 28, Reykjavík,
lést á Landspítalanum að morgni
þriðjudagsins 9. apríl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
16. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið.
Guðrún Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Guðrún Anna Magnúsdóttir
Fanney Magnúsdóttir
Ragnheiður H. Magnúsdóttir Magnús Logi Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
BALDUR INGIMAR SIGURÐSSON
frá Vesturhlíð í Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
þriðjudaginn 9. apríl.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 17. apríl
klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim
sem vildu minnast hans er bent á deild 5 á Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks.
Margrét S. Pétursdóttir
Hrafnhildur Baldursdóttir Sigurður Baldursson
Sigurður U. Baldursson Þórunn Eyjólfsdóttir
Gunnar M. Baldursson Margrét Hilmarsdóttir
Pétur Heiðar Baldursson Halla Björk Marteinsdóttir
Baldur Ingi Baldursson María Ósk Haraldsdóttir
Sigrún J. Baldursdóttir Óli Olsen
Guðrún B. Baldursdóttir Borgþór Bragi Borgarsson
Hilmar A. Baldursson Aðalbjörg Hallmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn