Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 1
DREKKUR BÆÐI KÓK OGMJÓLKÞARFAÐTAKAÁKVÖRÐUN ndýr LouisVuitton-ferðataska úr hátækni-tauefni 4 Unnið í Félag kvenna í atvinnulífinu vill að hlutfall á milli kynja í framkvæmda– stjórnum fyrirtækja verði 40/60. 6 VIÐSKIPTA Formaður Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga fékk góð ráð frá Guðlaugi Bergmann í upphafi bæjarstjóraferils síns. Honum finnst gaman að syngj 4a. Rá samvinnu við MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Seldu kvóta fyrir 400 milljónir Flugfélagið WOW air seldi frá sér umtalsverðan hluta þeirra los- unarheimilda sem því hafði verið út- hlutað fyrir árið 2019 áður en félagið fór í þrot í lok marsmánaðar. Heim- ildir ViðskiptaMoggans herma að fyrir heimildirnar hafi félagið fengið um 400 milljónir króna. Salan átti sér stað, samkvæmt sömu heimildum, til þess að bæta gríðarlega þrönga lausafjárstöðu fé- lagsins. Hins vegar hafi verið ljóst þegar gengið var frá sölunni að fé- lagið þyrfti að kaupa heimildirnar til baka síðar á árinu, til þess að jafna út koltvísýringslosun af starfsemi sinni á árinu. Því var salan hugsuð sem skammtímaaðgerð til þess að fleyta félaginu yfir erfiðasta hjall- ann. En allt kom fyrir ekki. Viðskiptin voru gerð á grundvelli þess að and- virði sölunnar kæmi í hlut WOW air um nýliðin mánaðamót. Þegar að því kom var búið að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Því rann andvirði losunarheimildanna til slitabúsins. Því er ljóst að í búinu liggja að minnsta kosti 400 milljónir króna í reiðufé.Flugrekendur þurfa að afla sér losunarheimilda í tengslum við koltvísýringslosun sem til fellur vegna starfsemi þeirra. Ganga slíkar heimildir kaupum og sölum á mark- aði. Þó var flugrekendum, sem þá voru starfandi, úthlutað endur- gjaldslausum losunarheimildum árin 2010 og 2014. Flugrekendur sem auka umsvif sín þurfa því að kaupa til sín heimildir. Fyrirtæki sem hins vegar draga úr umfangi starfsemi sinnar geta þá átt inni heimildir sem hægt er að losa um innan úthlut- unartímabils. Á yfirstandandi ári hafði WOW air verið úthlutað losunarheimildum (EUA) upp á 152.382 einingar en hver eining jafngildir losun eins tonns af koltvísýringi (CO2). Í dag gengur hver eining, kaupum og söl- um á 24,25 evrur eða 3.240 kr. Því er ljóst að endurgjaldslausar los- unarheimildir WOW air fyrir árið 2019 eru verðmetnar á 493,7 millj- ónir króna.Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu hafði WOW air einnig tryggt sér endurgjalds- lausar losunarheimildir upp á 152.382 einingar fyrir árið 2020. Þá sýnir nýbirtur útreikningur Um- hverfisstofnunar að félagið hafi átt von á samanlagt 212.286 einingum 2021-2023. Yfir fjögurra ára tímabil, 2020-2023 hafði félagið því fengið út- hlutað heimildum upp á 8,8 milljónir evra, jafnvirði tæplega 1,2 milljarða króna, sé miðað við núverandi verð- lagningu heimildanna á markaði. Heimildir ViðskiptaMoggans herma hins vegar að úthlutun losunarheim- ildanna sé bundin því að flugrekandi hafi gilt flugrekstrarleyfi. Því má gera ráð fyrir að þrotabú WOW hafi orðið af þeim verðmætum sem í heimildunum fólust þegar flug- rekstrarleyfið var lagt inn þann 28. mars síðastliðinn. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn flugfélags- ins WOW brugðu á það ráð að framselja meng- unarkvóta félagsins í því skyni að bæta lausa- fjárstöðu félagsins, skömmu áður en það féll. Morgunblaðið/Golli Flugrekendur þurfa að tryggja sér losunarheimildir vegna starfsemi sinnar. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 10.10.‘18 10.10.‘18 9.4.‘19 9.4.‘19 1.654,29 1.948,59 140 135 130 125 120 134,25 133,85 Sigurður Viðarsson forstjóri TM segir að félaginu gæti dottið í hug að stofna sjálft eignaleigu, eftir að fé- lagið hvarf frá kaupum á eignaleigu- fyrirtækinu Lykli á síðasta ári. Með því hugðist fyrirtækið setja nýja stoð undir reksturinn. „Okkur gæti dottið í hug að fara sjálf í þetta, sækja um leyfi, kaupa kerfi og setja í gang. Eða fara út í einhverja aðra fjármálatengda starfsemi,“ segir Sigurður við ViðskiptaMoggann. Hann segir að „efnahagsreikning- urinn Ísland“ hafi líklega aldrei ver- ið traustari. „Við Íslendingar erum nettó eigendur að fjármagni í út- löndum. Núna í fyrsta skipti eru það útlendingar sem skulda okkur en ekki við þeim, ef allt er tekið saman. Þá er skuldsetningin í kerfinu ekki mikil. Það er auðvitað viðbúið að það verði samdráttur á árinu, en ég hef fulla trú á að það verði viðsnúningur strax á næsta ári,“ segir Sigurður. Kanna stofnun eignaleigu Morgunblaðið/Hari Sigurður segir að staða íslensks efnahagslífs sé góð nú um stundir. TM reyndi að kaupa eignaleiguna Lykil á síðasta ári með afslætti. 8 Deilur um stuðning evr- ópskra stjórnvalda við flug- vélaframleiðandann Airbus hafa orðið til þess að rík- isstjórn Donalds Trumps hyggst nú leggja nýja tolla á evrópskan varning. Á sama tíma undirbúa ráðamenn í Brussel aðgerðir gegn Banda- ríkjunum vegna þeirra íviln- ana sem Boeing hefur notið um árabil. Spennan magnast milli Brussel og Washington. Vilja leggja nýja tolla á ESB 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.