Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 2

Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019FRÉTTIR Sterkt og gott samband Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki Eitt símtal og málið er leyst Vodafone sinnir tæknilegum þörfum okkar hratt og örugglega Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ICEAIR -3,97% 9,92 ARION +7,85% 76,9 S&P 500 NASDAQ +0,52% 7.933,147 +0,08% 2.881,78 +0,32% 7.425,57 FTSE 100 NIKKEI 225 10.10.‘18 10.10.‘189.4.‘19 1.900 90 1.877,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 70,64 +0,36% 21.802,59 83,09 50 2.300 9.4.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 2.046,85 SPROTI Fyrirtækið Freyja HealthCare, sem stofnað var af Jóni Ívari Einarssyni, prófessor við Harvard Medical Scho- ol, hefur tryggt sér 120 milljóna króna fjármögnun frá íslenskum fjárfestum en það var Spakur Fin- ance sem aðstoðaði félagið við fjár- mögnunina. Fyrirtækið var stofnað árið 2017 og er metið á 1,1 milljarð króna. Jón Ívar starfar sem kvensjúk- dómalæknir með undirsérhæfingu í kviðsjáraðgerðum og hefur að und- anförnu hannað og þróað tæki sem staðla á aðgerðir í tengslum við leg- nám. Að sögn Jóns Ívars er fyrir- tækið á lokametrunum við að skrifa undir samning við stórt lækningafyr- irtæki um sölu á þremur tækjum sem tengjast stöðlun á leg- námsaðgerðum. Mun nýafstaðin fjármögnun ásamt sölunni á tækjunum hjálpa fyrirtækinu að vaxa. Segir Jón Ívar ánægjulegt að hafa fengið íslenska fjárfesta í fyrirtækið og vonast hann til þess að byggja upp hluta af starfsemi þess hér á landi þegar fram í sækir. „Þessi fjármögnun sem við erum að klára núna gerir okkur kleift að halda áfram með þróun á fleiri tækj- um sem við höfum verið að undirbúa sem eru jafnvel enn meira spenn- andi. Eitt af þeim tækjum myndi not- ast við skimum fyrir eggjastokka- krabbameini og legslímuflakki, sem myndi hjálpa mjög mörgum konum sem greinast með þessa kvilla,“ segir Jón Ívar og bætir því við að tækin muni einnig auka öryggi sjúklinga. Eru tækin væntanleg á markað eftir tvö til þrjú ár. „Nú viljum við klára þennan samn- ing við þetta stórfyrirtæki sem veltir milljörðum bandaríkjadala á ári. Við viljum nýta það fjármagn til þess að Freyja Healthcare geti staðið eitt og sér og verið stórt lækningafyrirtæki í framtíðinni.“ Segist Jón Ívar sjá það fyrir sér að vera með tæki á markaði sem verði að grunnbúnaði fyrir ákveðnar aðgerðir í nánustu framtíð. Hefur lokið við 120 milljóna króna fjármögnun og er stórhuga Jón Ívar Einarsson VERSLUN Á föstudag verður opnuð ný verslun fyrirtækisins Föt & skór ehf. á Hafnartorgi. Verslunin er í eigu sömu aðila og reka m.a. Herragarð- inn og Mathildu.Mun verslunin bera heitið Collections og bjóða upp á fatnað og fylgihluti fyrir karla og konur. Samkvæmt upplýsingum Við- skiptaMoggans verður helst lögð áhersla á fjögur heimsþekkt vöru- merki í versluninni en þau hafa öll verið hluti af vöruframboði fyrir- tækisins síðustu ár. Þar er um að ræða merkin Boss, Polo, Sand og Emporio Armani. Collections verður fyrsta íslenska verslunin til að opna dyr sínar á Hafnartorgi en fyrir hef- ur H&M opnað stórverslun í sömu byggingu. Verslun Collections er tæpir 280 fermetrar en það er svip- aður fermetrafjöldi og í verslun Herragarðsins í Kringlunni. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að á komandi mánuðum muni fyrirtækin Joe & the Juice, GK og ný verslun Franks Michelsens einn- ig opna á sömu slóðum. Opna nýja verslun á Hafnartorgi Morgunblaðið/Hari Mynd af glugganum á nýju herragarðsversl- uninni sem verður opnuð á Hafnartorgi um helgina. Miðað við útreikninga sem Við- skiptaMogginn hefur undir hönd- um greiðir heildsalan Costco í Garðabæ 653,6 krónur með hverri 1,75 lítra flösku sem verslunin sel- ur í Vínbúðunum af Kirkland Gol- den Margarita. Vínið, sem flokkast á vef Vínbúðarinnar sem „sterkt – skot“, er 12,7% að styrkleika. Samkvæmt útreikningunum er verð flöskunnar í Vínbúðunum 3.563 krónur og verðið sem Costco selur flöskuna á til Vínbúðanna 2.720,26 krónur. Þar sem áfeng- isgjald á vörunni er 3.358,20 krón- ur, og skilagjald 15,71 króna, eru heildargjöld sem greiða þarf af vörunni áður en hún er tekin til sölu í Vínbúðunum 3.373,91 króna, og tap á hverri flösku því, eins og áður sagði, 653,6 krónur. Blandaður sterkjum drykkjum Við fyrstu sýn ætti þessi flaska að vera seld með 658,75 króna hagnaði, en þar sem drykkurinn er blandaður með sterkum drykkjum, Tequila og Triple Sec-líkjör, eins og kemur skýrt fram á flöskunni sjálfri og ÁTVR staðfestir í samtali við ViðskiptaMoggann, eru áfeng- isgjöldin hærri en ef tollafgreitt væri í samræmi við þá áfeng- isprósentu sem stendur utan á flöskunni, sem er eins og áður sagði 12,7%. Ef varan væri hins vegar tollafgreidd í samræmi við þá áfengisprósentu væri áfeng- isgjaldið mun lægra fyrir flöskuna, eða 2.041,8 krónur, og þar með yrði afgangurinn af hverjum við- skiptum með tegundina sá sem sagði hér að framan, eða tæpar 659 krónur. ViðskiptaMogginn leitaði við- bragða hjá Costco vegna málsins en svör höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Morgunblaðið/Eggert Costco selur vín til Vínbúðanna og til aðila með vínveitingaleyfi. Virðast borga með víni í ríkinu Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hver 1,75 lítra flaska af Kirkland Golden Margarita sem Costco flytur inn og selur í ríkinu virðist vera seld með talsverðu tapi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.