Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 10
A
T
-1
0-
04
-2
01
9-
1-
1-
V
ID
-1
0-
el
in
a-
C
M
Y
K
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019FRÉTTIR
AF 200 MÍLUM Á MBL.IS
Fiskútflutningsfyrirtækið Ice-co Foods hefur brotið gegn ákvæði laga
um atvinnuleyndarmál. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem telur
gögn sýna fram á að fyrirtækið hafi fært sér í nyt upplýsingar, eða at-
vinnuleyndarmál, frá fyrrverandi starfsmanni Íslandsfisks.
Málið er rakið í ákvörðun Neytendastofu, sem dagsett er 2. apríl,
þar sem segir að stofnuninni hafi borist kvörtun frá fyrirtækjunum
Boðtækni og Íslandsfiski vegna hagnýtingar Ice-co Foods á atvinnu-
leyndarmálum Íslandsfisks.
Gögn málsins þóttu bera með sér að Ice-co Foods hefði fært sér í
nyt verðupplýsingar frá starfsmanninum í samningaviðræðum við fé-
lagið Icelandic fish. Auk þess hefði Ice-co Foods hagnýtt sér sérstaka
þekkingu starfsmannsins á Icelandic fish sem hann mun hafa öðlast í
starfi sínu fyrir Íslandsfisk.
Morgunblaðið/RAX
Upplýsingarnar voru taldar flokkast undir atvinnuleyndarmál.
Bannað að nýta sér
atvinnuleyndarmál
Svo virðist sem vinnsluskip landi
fleiri tegundum fiska þegar veiði-
eftirlitsmenn Fiskistofu eru um borð
til að fylgjast með veiðunum. Þetta er
meðal þess sem helst má lesa út úr
gögnum Fiskistofu, sem birt voru í
vikunni, og sýna aflasamsetningu
vinnsluskipa með og án eftirlits
starfsmanna stofnunarinnar á síðasta
ári.
Eyþór Björnsson fiskistofustjóri
segir stofnunina forðast að draga
ályktanir af gögnum sem þessum.
Ástæður breytilegrar aflasamsetn-
ingar geti verið margvíslegar. Að-
stæður í hafinu geti verið ólíkar
hverju sinni og ætlun útgerðar og
skipstjórnarmanna geti verið mis-
munandi frá einni veiðiferð til ann-
arrar.
Margt sé haft til hliðsjónar
„Ef til vill sérstaklega í þessu til-
viki, þar sem við erum að tala um
vinnsluskip sem eru um það bil mán-
uð úti í einu. Það er margt sem getur
þá skýrt ólíka aflasamsetningu, til
dæmis staðsetning skipanna og tími
ársins,“ segir Eyþór í samtali við 200
mílur.
„Einnig getur þurft að horfa á
sóknartegundirnar, það er að segja
tegundirnar sem mest er af í hverri
veiðiferð. Ef sóknartegund er ufsi í
einum túr og svo þorskur í öðrum má
telja eðlilegt að það sé munur á sam-
setningu aflans. Það er því margt
sem þarf að hafa til hliðsjónar þegar
þessi gögn eru skoðuð.
Hins vegar, þegar maður lítur yfir
gögnin í heild, sér maður að það skila
sér fleiri tegundir í land þegar eftir-
litsmaður er um borð. Þótt það sé
ekki algilt, þá er fleiri tegundum
landað þegar svo ber undir, það er að
segja verðminni tegundir eða þær
tegundir sem lítið magn er af í veiði-
ferðunum.“
Tvær á undan og tvær á eftir
Eyþór segist setja vissan fyrirvara
við gögnin. „Maður má ekki vera
ósanngjarn og halda því fram að
þetta sé einhver staðfesting á því að
menn séu að henda fiski. En við vilj-
um með þessu geta sýnt fram á
hvernig veruleikinn horfir við okk-
ur.“
Í þeim gögnum sem Fiskistofa hef-
ur birt er borin saman aflasamsetn-
ingin á sama skipi í fimm veiðiferðum
í röð og þær veiðiferðir auðkenndar
þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu
hafi verið um borð. Sá háttur var
hafður á að birta upplýsingar um
landaðan afla í tveimur veiðiferðum
sama skips á undan og á eftir ferðinni
með eftirlitsmanninum.
Spurður hvernig gögnin nýtist
stofnuninni nefnir Eyþór fyrst og
fremst áhættumat í veiðieftirliti.
„Við skoðum þessar upplýsingar
og veltum því fyrir okkur hvort
ástæða sé til að fara í fleiri veiðiferð-
ir. Þá er ég ekki endilega að tala um
vinnsluskip heldur til dæmis grá-
sleppubáta,“ segir hann og vísar til
gagna um aflasamsetningu grá-
sleppubáta sem birt voru í lok mars-
mánaðar. „Þau kannski gefa gleggri
mynd,“ bætir hann við. Fjallað var
um málið í Morgunblaðinu 27. mars,
en þar kom fram að dæmi væru um
að verulegur munur hefði verið á
aflasamsetningu í róðrum grá-
sleppubáta eftir því hvort veiðieft-
irlitsmaður var um borð eða ekki.
Nafngreint í framtíðinni?
Íslenski vinnsluskipaflotinn er ekki
stór og því ná upplýsingarnar til allra
vinnsluskipanna. Fiskistofa tilgreinir
skipin þó ekki með nafni, en Eyþór
segir að þegar fram líði stundir megi
búast við að gefið verði upp um hvaða
skip sé að ræða í hverju tilfelli.
„Það eru miklar líkur á því að við
förum þá leið. Við erum að leitast við
að fara sömu leið og við gerðum þeg-
ar við hófum að birta íshlutfall við
vigtun afla. Þá fannst okkur sann-
gjarnt að láta aðilana í greininni fyrst
vita af því að við værum að fara að
vinna svona upplýsingar og birta
þær,“ segir hann.
„Okkur finnst gott að geta upplýst
almenning um þessar tölur og þenn-
an breytileika og við viljum gera
meira af þessu.“
Fleiri tegundir með eftirlitsmanni
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Fiskistofa heldur áfram að
birta upplýsingar um afla-
samsetningu á ýmsum
tegundum veiða, þar sem
litið er til þess hvort eftirlits-
menn stofnunarinnar hafi
verið með í för eða ekki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eyþór segist í samtali við 200 mílur setja vissan fyrirvara við gögnin.
Ufsi
Þorskur
Gullkarfi
Ýsa
Steinbítur
Hlýri
Grálúða
Litli karfi
Skarkoli
Þykkvalúra/sólkoli
Lúða
Langa
Blálanga
Lýsa
Skrápflúra
Tindaskata
Langlúra
Stórkjafta/öfugkjafta
96.718
60.462
108.305
21.653
1.336
1.309
1.011
199
231
360
27
76.761
11.984
47.935
2.424
279
694
62
329
139.436
91.000
54.379
46.304
1.734
1.307
1.008
887
687
535
480
412
249
237
231
182
76
24
132.348
58.376
33.908
36.315
1.381
1.252
292
680
91.810
116.669
37.475
105.273
1.978
1.612
255
490
50
Dæmi um aflasamsetningu vinnsluskips – landað magn, kg Heimild: Fiskistofa
22.
október
2018
30.
október
2018
26.
nóvember
2018
22. des-
ember
2018
30.
janúar
2019
Eftirlitsmaður um borð Eftirlitsmaður ekki um borð