Morgunblaðið - 16.04.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
En hvað ætli valdi því að íslenskt
skip, undir íslenskri stjórn, sinni
þessu verki fyrir þetta ríki sem
fæstir hér á landi kunna mikil deili
á? Svarið við þeirri spurningu er
best að sækja til eiganda skipsins og
þess manns sem yfirvöld í Óman
treystu best til samstarfs um mögu-
lega uppbyggingu nútímavædds
sjávarútvegs í landinu. Það er Har-
aldur Jónsson, oftast kenndur við
Úthafsskip í Hafnarfirði.
„Það er í raun stór fjárfesting-
arsjóður í eigu soldánsins, Qaboos
bin Said Al Said, sem skoðar nú
möguleika á því að hefja veiðar á
þessu svæði. Það hefur staðið nær
ónýtt með öllu frá árinu 1992 en
fram að þeim tíma höfðu stór verk-
smiðjuskip, einkum frá Kóreu og
Kína, stundað veiðar á svæðinu um
einhverra ára skeið. Eftirlit og upp-
lýsingar um veiðarnar voru af
skornum skammti og stjórnvöld í
Óman ráku skipin út úr landhelginni
og bönnuðu togveiðar nokkru síð-
ar.“
Kom fyrst til Óman 1985
En þótt stjórnvöld í þessu fjarlæga
landi leggi nú á djúpið er blaðamað-
ur enn eitt spurningarmerki yfir því
að íslensk útgerð skuli koma að
fyrstu veiðunum.
„Ég kom fyrst til Óman árið 1985
til þess að kynnast tækifærum í
sjávarútvegi þar í landi. Þegar sjóð-
urinn fór að þreifa fyrir sér um að
hefja veiðar að nýju vissu menn þar
í landi af mér og útgerðinni sem ég
hef starfrækt, einkum úti fyrir vest-
urströnd Afríku. Þeir höfðu auk
þess aflað upplýsinga um hana og úr
varð að þeir sömdu við okkur um að
koma að þessu verkefni með þeim í
eitt ár.“
Haraldur segir að reyndar sé
stundaður sjávarútvegur í Óman nú
þegar en að hann sé fremur frum-
stæður og aðeins sé sótt á grunn-
sævi nærri landi.
„Þegar ég kom til landsins 1985
var soldáninn nýbúinn að gefa sjó-
mönnum 600 plastbáta með utan-
borðsmótor, bara í þeim stíl sem við
notum á Þingvallavatni, og á þeim
sóttu þeir stutt út fyrir ströndina.
Fram að þeim tíma höfðu þeir að
mestu verið með eintrjáninga og
trébáta. Og enn eru þeir bara með
þessa litlu báta, en þeir skipta þús-
undum og eru dreifðir eftir allri
strandlengjunni. Og það er svo sem
engin smáútgerð því þeir landa um
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Þ
að er tekið að rökkva í
hafnarborginni Salálah,
syðst í Óman, þegar skip-
stjórinn á Viktoríu fær
heimild til að leggjast að
bryggju. Fáir sem staddir eru við
höfnina gera sér grein fyrir að í
brúnni stendur íslenskur skipstjóri
og útgerðin sem á skipið er íslensk.
En koma skipsins markar tímamót í
útgerðarsögu þessa auðuga araba-
ríkis sem ræður stórum hluta
strandlínu Arabíuskagans. Aldrei
fyrr hefur skip komið að landi með
jafn mikinn afla og þetta síðdegi í
mars síðastliðnum en hann er 1.400
tonn af frystum uppsjávarteg-
undum. Fiskurinn var dreginn úr
sjó á Arabíuhafi, innan 200 sjómílna
landhelgi landsins, en innan hennar
hafa engar togveiðar verið stund-
aðar frá árinu 1992, svo heitið getur.
Kortleggur hafsbotninn
En Viktoría mun næsta árið sigla
um hafið úti fyrir Óman, ekki aðeins
til þess að sækja fisk í sjó, heldur
einnig til þess að kortleggja hafs-
botninn og afla þekkingar á hinu
víðfeðma hafsvæði. Sú reynsla mun
ákvarða framhaldið og hvort stjórn-
völd í Óman muni leggja aukna
áherslu á að sækja í hinar miklu
auðlindir sem ekkert hefur verið
hróflað við í nær þrjá áratugi.
300 þúsund tonnum á ári, en helm-
ingurinn af því er sardína sem er
verðlítill fiskur.“
Haraldur segir að hinn mikli afli
sem þó sé sóttur í sjó fari á heima-
markað. Að mestu sé um ferskan
fisk að ræða en eitthvað sé þó einnig
fryst til útflutnings.
Fylgst með þróun fiskistofna
Þrátt fyrir togveiðabannið hafa
stjórnvöld í Óman reynt að fylgjast
með þróun fiskistofnanna og það
hefur verið gert með aðstoð frá út-
löndum. Flest sem þar hefur komið
í ljós bendir til þess að stofnanir
hafi bara vaxið og vaxið. Til að
mynda meta sérfræðingar það svo
að um 1,3 milljónir tonna af hesta-
makríl séu í lögsögunni og það er
gríðarlegt magn.
„En á þessum fyrsta mánuði sem
við höfum verið í þessu verkefni hef-
ur einnig margt nýtt og óvænt kom-
ið í ljós. Það er ekki bara mikill
hestamakríll þarna heldur einnig
makríll. Áður en við hófumst handa
var talið að hann væri ekki í miklu
magni þarna og þess vegna virðist
auðlindin meiri en í fyrstu var búist
við.“
Og það eru fleiri verkefni en að
kanna tegundafjölbreytnina sem
bíða Viktoríu. Ónákvæm sjókort eða
upplýsingar um hafsvæðið eru til.
Af þeim sökum er skipið ekki aðeins
að veiðum heldur hefur það einnig
með höndum það vandasama verk-
efni að kortleggja hafsbotninn.
Haraldur segir að hafsvæðið inn-
an lögsögu Óman sé gríðarlega stórt
og því sé í raun óheppilegt að aðeins
eitt skip eigi að sinna þessu mikla
verkefni.
„Það er eins og að leita að nál í
heystakki að finna uppsjávarfisk á
svona miklu svæði sem hegðar sér
mismunandi eftir hitastigi, dýpi og
straumum. Það hefði verið miklu
betra að fara þarna inn með fleiri
skip til að kortleggja fiskigöngur og
annað slíkt því menn vita ekkert um
það hvernig fiskurinn gengur þarna.
Að því leytinu til er þetta erfitt
verkefni en það hefur þó gengið
ótrúlega vel nú til að byrja með,“
segir Haraldur.
Ekki veiðireynsla til staðar
Spurður út í hvort veiðarnar við
Óman séu af svipuðum toga og þær
sem hann hafi svo mikla reynslu af
úti fyrir vesturströnd Afríku segir
Haraldur að ýmislegt sé svipað en
annað ekki.
„Munurinn þarna og í Afríku er
sá að þegar við hófum veiðar á síð-
arnefnda staðnum var veiðireynsla
til staðar og þar höfðu skip verið að
veiðum og á þeim grunni höfðu orð-
ið til upplýsingar sem hægt var að
nýta og styðjast við. Þarna er því
einfaldleg ekki til að dreifa.“
Haraldur segist hafa mikla trú á
þessu verkefni hjá yfirvöldum í Óm-
an og að þarna sé tækifæri til að
byggja upp öflugan sjávarútveg til
framtíðar. Það muni hins vegar taka
tíma.
„Í Óman eru stóru skipafélögin,
eins og Mærsk og MSC, með starf-
semi og því er auðvelt að landa fisk-
inum og láta hann í frystigáma.
Skipaleiðirnar sjá svo um að dreifa
afurðunum áfram út um heiminn.
En stjórnvöld í Óman vilja einnig
hefja landvinnslu og það mun taka
tíma að byggja hana upp. Til þess
þarf bæði skip sem geta sótt á miðin
og skilað góðu hráefni til vinnslu en
það þarf einnig að byggja upp hafn-
araðstöðu og landvinnsluna sem
slíka.“
Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki
Segir Haraldur að í þessari upp-
byggingu muni felast mikil tækifæri
fyrir íslensk fyrirtæki. Ekki aðeins
þau sem byggja á veiðiþekkingu
heldur einnig fyrirtæki á borð við
Marel, Skagann 3X, Völku og fleiri
fyrirtæki sem framleiði tækjabúnað
sem nauðsynlegur er í framleiðslu
af þessu tagi.
Haraldur segir að Viktoría henti
afar vel til þess verkefnis sem hún
hefur nú verið kölluð til í hinu fjar-
læga landi.
„Þetta er skip sem smíðað var í
Póllandi fyrir hollenskt fyrirtæki
árið 1987. Það er 94 metrar á lengd.
Við keyptum það svo 2008 og á því
erum við með tvær áhafnir sem
skiptast á. Það eru um 60 manns í
hvorri áhöfn og það eru íslenskir
skipstjórar, þeir Gunnar Gray og
Flosi Arnórsson, sem stýra því af
mikilli röggsemi.“
Afar spennandi verkefni
Fróðlegt verður að fylgjast með
þessu verkefni í Óman á komandi
misserum en Haraldur sem um ára-
tugaskeið hefur staðið í útgerð bæði
hér heima og erlendis segir að þetta
sé eitt mest spennandi verkefni sem
hann hafi komið að.
„Þarna eru mjög stór tækifæri ef
rétt er haldið á spilunum. Það er af-
ar skemmtilegt að fá að vinna þetta
með fólkinu í Óman og ég er viss um
að mjög gott skref hafi verið stigið
með því að hefja veiðarnar að nýju.
Þarna er auðlind sem rétt er að
nýta.“
Victoria kemur að bryggju í Salálah með fyrsta farminn, 1.400 tonn af frystum fiski. Skipið er 94 metrar að lengd.
Leiðir tilraunaveiðar í Óman
Íslenskir skipstjórar á
vegum íslenskrar út-
gerðar stýra nú til-
raunaveiðum innan
landhelgi Omans í Arab-
íuhafi. Fyrstu túrar gefa
góða raun og tækifæri
gætu leynst fyrir íslensk
fyrirtæki í frekari upp-
byggingu sjávarútvegs í
hinu fjarlæga ríki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haraldur Reynir Jónsson er með reynslumestu útgerðarmönnum landsins. Hann var kallaður til samstarfs við yfirvöld í Oman um tilraunaveiðarnar.