Morgunblaðið - 16.04.2019, Qupperneq 11
Ný tækifæri
fyrir fyrirtækið þitt
SveitarfélagiðÖlfus nær fráKrýsuvík í
vestri aðAlviðruvið Ingólfsfjall í austri
og er í heild um750 km2.
Landslag sveitarfélagsins einkennist
af sandfjörum,klettabjörgum,hellum,
hrauni og jarðhitasvæðum.
Helstu atvinnugreinar eru fiskveiðar
ogvinnsla,verslun og þjónusta,
landbúnaður og iðnaður.
Ölfus er í nálægðvið borgina og aðeins
er um40 kmaksturmilli Þorlákshafnar
og höfuðborgarsvæðisins.
Á síðustu árum hefur verið unnið að verkefnum sem hafa
það að markmiði að gera sveitarfélagið að eftirsóknar-
verðum stað til búsetu og ekki síður að áhugaverðum
valkosti fyrir atvinnustarfsemi.
Höfnin í Þorlákshöfn hefur verið í mikilli uppbyggingu
og stefnan er á enn frekari uppbygginu sem þjónustað
getur stærri skip og aukin umsvif.
Höfnin byggðist upphaflega sem fiskiskipahöfn
en vöruflutningar um hana hafa aukist mikið.Vegna
landfræðilegrar legu og bættrar hafnaraðstöðu má búast
við miklum vexti vöruflutninga um höfnina.Hægt að
stytta siglingatímann til Íslands töluvert með því að
sigla til Þorlákshafnar frá Evrópu í stað Reykjavíkur.Á
siglingaleiðinni munar allt að 10 klukkustundum aðra
leiðina á meðan ferð frá Þorlákshöfn, landleiðina, til
Reykjavíkur tekur einungis rúmlega hálfa klukkustund.
Færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo, sem á og
rekur farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, siglir
beint milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Ferjan þeirra
heitir Mykines og er 19 þúsund tonn.Hún getur tekið
90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð. Ferjusiglingarnar
hafa stóraukið umsvif í Þorlákshöfn og með tilkomu nýju
ferjunnar hefur þjónusta Smyril Line Cargo við íslenska
markaðinn stóraukist og tengslin við suðvesturhorn
landsins eflst. Siglt er vikulega á milli, með viðkomu í
Færeyjum á heimleiðinni, og flutningstími styst fyrir bæði
inn- og útflutning frá því sem var.
Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum
af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur nýtt skipulag
á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina. Landrými
er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar.
Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum
sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og fram-
leiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.
Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur
á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og
ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir
Suðurstrandarveginum.
Mikil tækifæri felast í hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn og
hefur sveitarfélagið unnið að uppbyggingu þess síðastliðin
ár og eru þær áætlanir enn í gangi.Með þessari upp-
byggingu er verið að stuðla að fjölbreyttari starfsemi á
svæðinu og þannig að laða að ný fyrirtæki.Hlutir af
þessari vinnu hefur verið að efla höfnina til þess að taka
á móti stærri skipum og um leið huga að tækifærum
tengdum ferðaþjónustunni.Nú er búið að breikka inn-
siglinguna, dýpka höfnina og búa til 230 m snúningsflöt
innan hafnarinnar. Samhliða breytingunum á hafnar-
svæðinu er búið að vinna nýtt deiliskipulagi fyrir hafnar-
svæðið með fjölbreyttum atvinnulóðum.Undirbúningur
innviða er í gangi og verða lóðir tilbúnar til úthlutnar
fljótlega.Áhugasömum er bent á að hafa samband og
kynna sér málið frekar.
Einnig er búið að skipuleggja iðnaðarsvæði um 3 km
vestan Þorlákshafnar með stærri lóðum fyrir iðnað sem
ekki er mengandi en gæti þó haft lyktar-, hljóð- og/eða
ásýndartruflandi áhrif fyrir íbúa Þorlákshafnar. Þar eru
ýmis fyrirtæki fyrir umfangsmeiri starfsemi og eru lóðir
lausar til úthlutunar.
Nýtt norðursvæði hafnarinnar, sem uppdrátturinn
sýnir, er ætlað undir hafnsækna starfsemi og ýmis-
konar þjónustu við hafnarstarfsemina. Starfsemi á
hafnarsvæðum skal vera skv. ákvæðumnýs deili-
skipulags.Gert er ráð fyrir að innan reitsins geti
einnig verið til dæmis heildsölur,verkstæði og hrein-
legur léttur iðnaður sem getur notið góðs af virkri
inn- og útflutningshöfn.
Þar sem byggingarreitir ná yfir fleiri en eina lóð
er heimilt að byggja lóðirnar eins og um eina lóð sé
að ræða.Heimilt er einnig að reisa einstaka hærri
mannvirki eins og krana, síló, tanka o.þ.h. Lóðir eru
allt frá 3.000m2 og upp í 18.000m2, nýtingarhlutfall
lóða er 0,4.
Nánari upplýsingar um höfnina, sveitarfélagið og
skipulag má fá finna áwww.thorlakshofn.is eða
www.olfus.is. Beina skal spurningum og fyrir-
spurnum til ElliðaVignissonar, bæjarstjóra,
á ellidi@olfus.is eða í síma 480-3800.
...hamingjan er hér!
www.olfus.is