Morgunblaðið - 16.04.2019, Qupperneq 12
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pétur segir að grundvallarbreyting hafi orðið á sýnileika Íslands erlendis.
þjónustu. Þessi aukna jákvæðni sýnir
glögglega að tækifærin eru til staðar
en sama könnun leiddi engu að síður í
ljós að 72% svarenda gátu ekki nefnt
neina íslenskar vöru eða vörumerki.
Fiskur var samt sú vara sem svar-
endur gátu helst tengt við Ísland.“
Ímynd Íslands virðist svo sterk að
neytendur segjast líklegir til að taka
íslenska vöru fram yfir vöru frá öðr-
um löndum. „Þegar fólk er spurt
hversu mikinn áhuga það hefði á að
kaupa fisk frá hverju af eftirfarandi
fimm löndum: Íslandi, Noregi, Spáni,
Færeyjum og Kína, þá fékk Ísland
hæstu einkunnina og veittu 78% svar-
enda íslenskum fiski einkunnina 8, 9
eða 10 á skala frá 1-10. Voru það
tveimur prósentustigum fleiri en gáfu
norskum fiski jafngóða einkunn,“
segir Pétur en viðhorfskannanirnar
sem hann vísar til voru gerðar í
Bandríkjunum, Frakklandi, Bret-
landi, Þýskalandi, Danmörku og Kan-
ada.
Ísland sýnilegt um allan heim
Að sögn Péturs er sennilegasta skýr-
ingin á þeim meðbyr sem íslenskar
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
H
eimurinn er að breytast
með þeim hætti að það
ætti að hafa jákvæð áhrif
á úflutning á íslenskum
sjávarafurðum. Pétur Þ.
Óskarsson, framkvæmdastjóri Ís-
landsstofu, gerði þessu skil í erindi
sem hann flutti á ársfundi Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi á föstudag.
„Við sjáum einkum tvenns konar
breytingar sem ættu að gera það að
verkum að eftirspurn eftir íslenskum
sjávarfurðum mun aukast,“ segir
hann. „Annars vegar er um að ræða
breytingar á hegðun neytenda um all-
an heim sem í dag líta í æ vaxandi
mæli til uppruna matvöru, heilnæmis
og sjálfbærni framleiðslunnar. Hin
breytingin er síðan sú grundvall-
arbreyting sem orðið hefur á und-
anförnum árum á ímynd Íslands og
almennri þekkingu fólks úti í heimi á
Íslandi.“
Kippur í áhuga
Pétur bendir á að allt frá árinu 1999
hafi reglulega farið fram kannanir
sem mæla viðhorf útlendinga til Ís-
lands og sýna tölurnar svart á hvítu
hvernig Ísland nýtur aukins meðbyrs
hjá hinum almenna neytanda. „Á sjö
árum hefur t.d. áhugi breskra svar-
enda á íslenskum vörum tvöfaldast
svo að um 65% Breta kváðust vera já-
kvæð gagnvart íslenskum vörum og
vörur njóta, hve mikla umfjöllun Ís-
land hefur fengið jafnt í fjölmiðlum og
á samfélagsmiðlum undanfarinn ára-
tug. Mikill áhugi hefur kviknað á Ís-
landi og jafnvel hinum megin á hnett-
inum heillast fólk af fallegum
myndum af íslensku landslagi, og
dreymir um að ferðast til þessa kalda
og hreina lands. „Almenningur úti í
heimi hefur ekki bara áhuga á ferða-
lögum til Íslands heldur vill fá að vita
meira um landið,“ segir Pétur en
minnir jafnframt á að það sé ekki
sjálfgefið að viðhalda þessum áhuga.
„Við þurfum að halda áfram að
stunda markvisst markaðsstarf til að
geta notið góðs af til langframa. Það
er mikilvægt að viðhalda þeirri stöðu
sem við höfum í dag, og ef til vill að
hugsa markaðssetningu Íslands svip-
að og gert er hjá fyrirtækjum sem
standa fremst í alþjóðamarkaðssetn-
ingu, á borð við Nike og Apple: þar er
markaðsstarfinu haldið áfram af full-
um krafti þó allir þekki vöruna.“
Borga hærra verð fyrir gæðin
Um breytta kauphegðun neytenda
segir Pétur rannsóknir ekki aðeins
sýna að almenningur hafi meiri áhuga
á hreinum og heilnæmum matvælum
sem framleidd eru með ábyrgum
hætti, heldur eru stórir hópar neyt-
enda reiðubúnir að borga hærra verð
fyrir slíka vöru. „Við sjáum þessa
þróun gerast mjög hratt og er greini-
legt að yngra fólkið lætur þessa eig-
inleika sig miklu varða þegar keypt er
í matinn enda aldurshópur sem er vel
meðvitaður um að leggja sitt af mörk-
um sem neytendur til að bæta um-
gengni mannkyns við plánetuna.
Staðreyndin er sú að Ísland hefur
bæði sterka og jákvæða ímynd sem
m.a. tengist sjálfbærni og óspilltri
náttúru.
Pétur nefnir árangur Norðmanna
við markaðssetningu sjávarafurða
sem dæmi um hverju væri hægt að
áorka. „Þar hefur mikill metnaður og
fjárfesting verið lögð í að kynna
norskar sjávarafurðir og aðgreina
þær á markaðnum með markvissum
aðgerðum. Segja Norðmennirnir að
þessi markaðssetning, eins og hún
snýr að norskum sjávarafurðum,
skýri um 10% af því verði sem þeim
tekst að fá fyrir sína vöru,“ segir Pét-
ur. „Ef við gætum náð sams konar
ávinningi á okkar þremur mikilvæg-
ustu mörkuðum þá væri ávinning-
urinn 7 milljörðum króna hærri út-
flutningstekjur fyrir íslenskt
sjávarfang ár hvert.“
Saga sem þarf að segja
Pétur bendir á að helst sé hægt að
fara þrjár leiðir til að finna nýjar
tekjur fyrir íslenskan sjávarútveg, og
eiga markaðs- og ímyndarmál þar
stóran hlut. „Fyrsta leiðin er að finna
nýjar tegundir sem hægt er að nýta
og er t.d. skemmst að minnast árang-
ursins í sæbjúgnaveiðum og -sölu sem
hafa búið til 1,5 milljarða króna at-
vinnugrein,“ segir hann. „Í öðru lagi
getum við freistað þess að auka
magnið, og þar sjáum við að fiskeldið
hefur aukist mjög mikið á und-
anförnum árum. Þriðji möguleikinn
er síðan að auka virði þess sem við
veiðum nú þegar og þar komum við
að markaðsmálunum. Íslenskur sjáv-
arútvegur hefur mjög sterka sögu að
segja, við þurfum bara að segja hana
með enn sterkari hætti.“
Jafnframt minnir Pétur á að allt
markaðsstarf tengt Íslandi styðji
hvað við annað, og geti t.d. kynning á
Íslandi sem áfangastað ferðamanna
hjálpað til við markaðssetningu á ís-
lenskum fiski – og öfugt. „Við höfum
séð góðan árangur af því að leiða
saman fyrirtæki úr ólíkum áttum
undir merkjum Iceland Naturally í
Norður-Ameríku undanfarna tvo ára-
tugi og með Team Iceland verkefninu
í kringum HM á síðasta ári. Þar komu
t.d. saman ferðaþjónustufyrirtæki,
sjávarútvegsfyrirtæki, Samtök iðn-
aðarins og fleiri og gátu saman teflt
fram jákvæðum skilaboðum um Ís-
land og íslenska vöru.“
„Íslenskur sjávarútvegur hefur
mjög sterka sögu að segja“
Um allan heim er fólk
forvitið um Ísland og ís-
lenskar vörur, og tengir
landið við gæði, sjálf-
bærni og hreinleika. Út-
hugsað markaðsstarf
ætti að geta stóraukið
útflutningstekjur sjáv-
arútvegsins.
Morgunblaðið/RAX
Ljósmynd Ragnars Axelssonar af sjómanni á
Ísafjarðardjúpi fangar ágætlega hluta af þeirri
sögu sem íslenskur sjávarútvegur gæti sagt.
Uppruni fisksins ætti að höfða sterkt til neyt-
enda um allan heim.
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum