Morgunblaðið - 16.04.2019, Síða 22
Þrátt fyrir alla sjálfvirknivæðingu þarf fólk enn að snyrta fiskinn. Hér sjást starfsmenn Samherja inn í vinnslusalnum í Sandgerði.
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
F
ullvinnsla á bleikju var haf-
in í nýrri hátækniverk-
smiðju Samherja í Sand-
gerði á síðasta ári. Jón
Kjartan Jónsson, fram-
kvæmdastjóri fiskeldis hjá Sam-
herja, segir húsnæðið og tækjabún-
aðinn vera eins og best verður á
kosið á alþjóðlegan mælikvarða.
Segir hann störfin léttast og fram-
leiðsluna aukast um 15-20% á þessu
ári. Í hinu nýja húsnæði verður
burður hafður í lágmarki en í nýjum
störfum felst meðal annars umsjón
með sjálfvirkni. Að sögn Jóns Kjart-
ans veltir starfsemin um þremur
milljörðum á ári en við hana starfa
80-90 manns og nemur heildar
framleiðslan á eldisfiski rúmlega
4.000 tonnum á ári.
„Ég held að vinnsluhúsnæðin
verði ekki mikið flottara en þetta.
Ég get alveg sagt það,“ segir Jón
Kjartan í samtali við Morgunblaðið
en fiskeldisframleiðslan fer nánast
alfarið á erlenda markaði. Amerík-
umarkaðurinn er stærstur en einnig
er selt til norðurlanda, víðar í Evr-
ópu og á Japansmarkað.
Kolefnisfótspor eitt af púslunum
„Þetta er náttúrlega framleiðsla á
frábærum matfiski, sem er sjálfbær,
umhverfisvæn og með lítið kolefn-
isfótspor. Þetta er hágæðavara sem
er verið að selja á góða veitingastaði
og virtustu stórmarkaði í heimi,“
segir Jón Kjartan en það tekur jafn-
an tvö ár að ala fiskinn í slát-
urstærð.
„Allan þann tíma erum við að
vanda okkur við að búa honum sem
jafnast og best atlæti og að fóðrið
innihaldi næringu sem hentar á
hverjum tíma. Það er mjög auðvelt
að eyðileggja þessa vinnu á nokkr-
um mínútum með vanhugsuðum
framleiðsluháttum í vinnslunni,“
segir Jón Kjartan. Spurður nánar út
í kolefnisfótsporið og hvort erlendir
kaupendur horfi á slíkar úttektir
segir Jón Kjartan það vera hluta af
stærri mynd.
„Þeir horfa á heildarkerfið og
hvernig það er uppsett. Að þú sért
áreiðanlegur birgi sem afhendir alla
daga. Kolefnisfótsporið er bara eitt
af púslunum sem þú verður að hafa í
lagi. Ef þú afhendir ekki afurðina
alla daga af réttum gæðum þarftu
ekki að hafa áhyggjur af því hvert
kolefnisfótsporið er. Þetta þarf að
fylgjast að til að selja vöruna,“ segir
Jón Kjartan.
Samherji hefur rekið fiskeldi frá
árinu 2001 og er með þrjár mat-
fiskastöðvar, tvær á Suðurnesjum
sem framleiða bleikju, og eina á
Núpsmýri í Öxarfirði sem framleiðir
lax. Þá er fyrirtækið með þrjár
seiðastöðvar, tvær í Ölfusi og eina á
suðurnesjum sem framleiða seiðin
til framleiðslu. Að lokum er fyrir-
tækið einnig með eina klakfiskastöð
fyrir bleikju í Öxarfirði. Allt eru
þetta fiskeldisstöðvar sem eru á
landi.
„Í raun og veru hönnuðum við
einfaldlega nýja vinnslu í nýtt hús
þar sem við erum að auka sjálf-
virkni og létta störf með róbotum og
nýrri hugsun. Það er svona stóra
myndin,“ segir Jón Kjartan að-
spurður um hið nýja húsnæði í
Sandgerði.
Móttaka á lifandi fiski
„Það er mikið af nýrri tækni í þessu
og örugglega hægt að gera meira og
enn betur En við erum ánægð með
okkur. Við geymum fiskinn lifandi í
húsinu fram að slátrun, það er nýtt
hjá okkur. Eftir slátrun kælum við
fiskinn strax að lokinni blæðingu og
höldum honum svo vel kældum í
gegnum ferlið. Með því erum við að
hámarka gæðin og auka geymslu-
þolið,“ segir Jón Kjartan.
„Við dælum fiskinum lifandi á
flutningabíl í landstöðvunum og
keyrum hann til Sandgerðis. Þar fer
hann lifandi inn í vinnsluna og bíður
þar til við tökum hann til slátrunar.
Þetta þekkist alveg í fiskeldi í laxa-
iðnaði. Þetta er þekkt tækni en
þetta er nýtt fyrir okkur í bleikj-
unni,“ segir Jón Kjartan.
Hann nefnir einnig myndgrein-
ingu sem dæmi um nýjung í vinnsl-
unni í Sandgerði.
Enn fullt af störfum
„Við flokkum flök inn á kæli með ró-
botum og endurröðum þeim með ró-
botum til þess að taka þau til
vinnslu daginn eftir. Við flokkum
fisk með myndgreiningu í staðinn
fyrir vog og slægjum fisk með
myndgreiningu. Við vakúmpökkum
ferskum fiski, ferskum bitum og
frystum,“ segir Jón Kjartan en bún-
aðinn fær fyrirtækið meðal annars
frá Skaganum 3x, Marel og Samey.
Afköst hinnar nýju fiskvinnslu í
Sandgerði eru töluverð en hægt er
að slátra allt að 20 tonnum af fiski á
dag. Það er þó umfram afkastaget-
una í heild sinni en sem stendur
framleiðir Samherji í bleikjufiskeld-
inu um 3.500 tonn á ári en hið nýja
hús á að geta afkastað um 5.000
tonnum. Að sögn Jóns Kjartans er
því markmiðið „að sjálfsögðu“ að
auka umsvifin, stækka eldið og
fjölga kerjunum á landi.
Sjálfvirknivæðing hefur eins og
gefur að skilja það í för með sér að
færri störf þarf að vinna með hand-
afli. Það kemur þó ekki að sök í ljósi
þess að framleiðsluaukningin vegur
upp á móti. Meiri fullvinnsla krefst
einnig fleira fólks.
„Viðfangsefni fólks er náttúrlega
að hafa umsjón með tækjum og vél-
um og snyrta fiskinn. Það þarf að
sjálfsögðu eins og í allri fiskvinnslu
enn að raða inn í margar vélarnar.
Þó að tæknin létti störfin þá er enn
mikið af störfum. Við erum að reyna
að eyða erfiðustu störfunum. Burði
til dæmis. Burður er erfiður og þú
vilt reyna að minnka hann eins og
kostur er. Það er markmiðið,“ segir
Jón Kjartan.
Reyna að eyða erfiðustu störfunum
Ný hátækniverksmiðja
Samherja getur afkast-
að um 5.000 tonnum af
bleikju á á ári. Er hús-
næðið búið nýjustu
tækni sem eykur sjálf-
virkni og léttir störfin.
Séð inn í vinnslusalinn í Sandgerði sem skipt er upp með glervegg.
Þessi róboti kallast Einstein og hefur fjögur verkefna. M.a. að endurraða kössum.
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019