Morgunblaðið - 16.04.2019, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 MORGUNBLAÐIÐ 29
SJÁUMST Í BRUSSEL Á Seafood Processing Global | 7-9 Maí 2019 | Bás #4-6115
Nákvæmur bitaskurður Hámarks nýting Endalausir möguleikar
FRAMÚRSKARANDI
lausnir fyrir fiskframleiðendur
Röntgenstýrð
beina- og bitaskurðarvél
valka.is
geymir vöruna því betur en t.d.
plast- eða pappírskassi sem myndi
halda hvers kyns raka inni í fisk-
inum,“ segir Svanhildur en striga-
pokunum er staflað beint í gám
sem síðan er sendur rakleiðis til
Nígeríu.
Nígería háð olíuverði
Eftir tæknivæðingu þurrkverk-
smiðjunnar úti á Reykjanesi verð-
ur framleiðsluferlið orðið að
stórum hluta sjálfvirkt. Ásamt
endurnýjun á þurrkklefum verða
settir upp færibandaklefar. Segir
Svanhildur stefnt að því að ljúka
stækkun vinnsluhúsnæðisins og
uppsetningu véla fyrir sumarlok.
Um töluverða fjárfestingu er að
ræða en aukin afköst ættu að
duga til að greiða upp þann kostn-
að á komandi árum.
Svanhildur segir ekki hægt að
reikna með að markaðurinn fyrir
þurrkaða fiskhausa í Nígeríu nái
sér fyllilega á strik en framleið-
endur vænta þess að verð vör-
unnar haldist á svipuðu róli og nú.
Eins og lesendur ættu að muna
var rót vandans sú að hagkerfi
Nígeríu er mjög háð olíu-
framleiðslu og veiklaðist því tölu-
vert þegar olíuverð lækkaði
skarplega 2014 og 2015. „Fyrir
vikið varð mjög dýrt fyrir Níger-
íubúa að kaupa erlendan gjaldeyri
og voru sett höft á gjaldeyriskaup
vegna innflutnings á þurrkuðum
fiskhausum,“ útskýrir Svanhildur.
Til að flækja málið enn frekar
þá skiptast íbúar Nígeríu nánast
til helminga í kristna og múslima,
og er það kristna fólkið sem neyt-
ir þurrkaðra fiskhausa á meðan
múslimarnir gera mun minna af
því. Muhammadu Buhari, forseti
landsins frá árinu 2015, er mús-
limi og þykir því seint líklegur til
að hafa mikinn áhuga á að liðka
fyrir viðskiptum með þurrkaðan
fisk. „Verðið er fjarri því eins
gott og það var árið 2015 en er þó
orðið viðunandi og eftirspurnin
bæði jöfn og stöðug,“ segir Svan-
hildur en það eru aðallega ís-
lenskir og norskir framleiðendur
sem selja Nígeríumönnum þurrk-
aða fiskhausa. „Það er enginn bil-
bugur á okkur, en um leið verðum
við að hafa það hugfast að að-
stæður í Nígeríu geta breyst
hratt og þá ýmist hjálpað eða
skemmt fyrir okkar viðskiptum
þar í landi. Við þurfum því að
fylgjast vel með frá degi til dags,
en almennt er hljóðið gott í við-
skiptavinum okkar úti og á meðan
gjaldeyrisforði Nígeríu skreppur
ekki saman þá ætti salan að
ganga vel.“
AFP
Nígeribúar dansa og skemmta sér á messu. Það er aðallega kristna fólkið í landinu sem kaupir þurrkaða fiskhausa.
Morgunblaðið/Jim Smart
ostnaður vegur þungt í hausaþurrkun.
Bragðbætir
og nærir
Talið er að það hafi verið evr-
ópskir kristniboðar sem fyrst
kynntu heimamönnum í Nígeríu
þurrkaðan fisk. Svanhildur segir
þurrkaða fiskhausa einkum gegna
hlutverki krydds í nígerískri mat-
argerðarlist: „Er hausinn þá mul-
inn fínt og t.d. bætt út í kássur til
að gefa ákveðið bragð. Um leið er
hráefnið góður prótíngjafi og auð-
ugt að næringarefnum sem fólk í
þessum heimshluta fær ekki
endilega úr öðrum matvælum,“
segir Svanhildur.
Gegna þurrkaðir fiskhausar
meira að segja samfélagslegu
hlutverki. „Hvert þorp hefur sína
siði, en ég hef heyrt að á einum
stað sé það venjan að þegar kona
eignast barn þá þurfi maðurinn
hennar að sjá henni fyrir einum
þurrkuðum fiskhaus á dag. Eru
hausarnir þá hengdir upp fyrir ut-
an húsið og einn haus skorinn af
dag hvern, svo að þorspsbúar geti
fylgst með því að móðirin fái
örugglega góða næringu á meðan
hún jafnar sig eftir barnsburð-
inn.“