Fréttablaðið - 24.05.2019, Qupperneq 4
HEILBRIGÐISMÁL Eðlilegast er að
bíða með innf lutning á fersku kjöti
þangað til nýr meðferðarkjarni er
tilbúinn, segir Reynir Arngríms-
son, formaður Læknafélags Íslands.
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíus-
sonar landbúnaðarráðherra um
innf lutning á fersku kjöti er nú til
umfjöllunar í atvinnuveganefnd.
Málið hefur mætt töluverðri
andstöðu. Til að mæta áhyggjum
um að hingað berist sýklalyfja-
þolnar bakteríur hefur ráðherra
lagt fram ýmsar mótvægisaðgerðir.
Karl G. Kristinsson, prófessor
og yfirlæknir við sýklafræðideild
Landspítalans, hefur bent á hættur
sem skapast af óheftum innf lutn-
ingi á hráu kjöti til landsins. Hann
telur þær mótvægisaðgerðir sem
landbúnaðarráðherra ætlar að
setja á laggirnar góðar. Hægt sé að
sættast á frumvarpið ef mótvæg-
isaðgerðum verði framfylgt.
Reynir segir að stjórnin sé sam-
mála umsögn Karls, vandinn sé að
mótvægisaðgerðirnar þurfa að vera
til staðar.
„Við höfum upplýsingar um að
það sé ekki búið að ganga frá þeim
málum. Ef við viljum gæta full-
kominnar varúðar þá þurfum við
að geta brugðist við ef þessar mót-
vægisaðgerðir duga ekki,“ segir
Reynir.
„Það hafa verið að koma upp
sýkingar sem enginn átti von á. Það
er ekkert langt síðan það kom upp
mislingafaraldur þar sem þurfti að
einangra fólk í heimahúsum.“
Aðstaðan í dag sé langt frá því
að vera fullnægjandi, skortur sé á
einangrunarrýmum sem setji bæði
aðra sjúklinga og starfsfólk í hættu.
Leggur stjórn Læknafélagsins
til að beðið verði með óheftan
innf lutning þar til nýr meðferðar-
kjarni og bráðamóttaka verður
tekin í notkun. „Það væri mjög
eðlilegur tímapunktur. Það er eðli-
legt að búið sé að byggja upp inn-
viðina.“
Upphaf lega var stefnt að því að
meðferðarkjarninn yrði tilbúinn
árið 2023. Því hefur verið frestað
í það minnsta til ársins 2024. – ab
Þó að þetta geti
komið með mörg-
um leiðum til landsins þá er
engin ástæða til að auka
líkurnar á að svo verði.
Reynir Arngrímsson,
formaður Lækna-
félags Íslands
LEIÐRÉTTING
Ranglega var sagt í Fréttablaðinu
13. maí síðastliðinn að Árni Logi
Sigurbjörnsson hefði fengið dóm
fyrir vopnalagabrot. Hann var
sýknaður í Hæstarétti í málinu.
Þá segir Árni Logi að frystikista
með friðuðum fuglum sem fannst
á heimili hans hafi verið í eigu
tengdasonar hans.
VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi var
4 prósent í apríl síðastliðnum. Þetta
kemur fram á vef Hagstofunnar. Á
sama tíma í fyrra var atvinnuleysi
um 4,6 prósent og hefur því minnk-
að um rúmt hálft prósent.
Samkvæmt óleiðréttum mæl-
ingunum voru að jafnaði 211.500
manns á aldrinum 16-74 ára á
vinnumarkaði í apríl 2019 sem jafn-
gildir um 83 prósenta atvinnuþátt-
töku. Þá reyndust 203.000 af þeim
vera starfandi en 8.400 án vinnu og
í atvinnuleit.
Frá apríl 2018 hefur fólki á vinnu-
markaði fjölgað um 9.400 og starf-
andi fólki fjölgað um 10.300. Þá
voru um 1.000 f leiri atvinnulausir
og atvinnuleysi um 4,6 prósent. – smj
4%
atvinnuleysi var skráð á Ís-
landi í apríl
Atvinnuleysi
er nú 4 prósent
Atvinnuleysi í apríl er minna en í
apríl í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Vöðva eða
liðverkir?
Voltaren Gel er bæði
verkjastillandi og
bólgueyðandi
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afsláttu
r
af 100g
og 150
g
Voltare
n Gel
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Voltaren Gel - njótum
þess að hreyfa okkur
Voltaren_Gel 2 tupur 15% 5x10 apotekarinn.indd 1 31/10/2017 11:31
Vilja klára meðferðarkjarna áður en kjöt er flutt inn
HEILBRIGÐISMÁL Tölur um skrán-
ingu dauðsfalla af völdum Alz-
heimer-sjúkdómsins segja ekki til
um réttan fjölda þeirra sem sjúk-
dómurinn dregur til dauða. Í tölum
frá Landlæknisembættinu má sjá
mikla aukningu á fjölda þessara
einstaklinga. Árið 1996 voru þeir
12 en árið 2018 voru þeir 192.
Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir
heilabilunareiningar Landspítal-
ans, segir ástæðuna fyrir auknum
fjölda dauðsfalla af völdum Alz-
heimer að mestu leyti vera vegna
breytinga á skráningum dauðsfalla.
„Menn voru á því að Alzheimer
gæti ekki verið dánarorsök en þetta
er búið að breytast mikið á undan-
förnum árum. Það er farið að skrá
Alzheimer-sjúkdóm miklu oftar á
dánarvottorð sem dánarorsök.“
Jón G. Snædal, yfirlæknir í öldr-
unarlækningum á Landspítala,
er sammála Steinunni og segir að
skráning á dauðsföllum tengdum
sjúkdómnum hafi ekki hafist fyrr
en upp úr árinu 1990.
„Rétt um 1990, sennilega nokkru
fyrr, þá var mér sagt að ég hefði
skráð á dánarvottorð þann fyrsta
sem hefði dáið úr Alzheimer á
Íslandi,“ segir Jón. Sá einstaklingur
hafi ekki verið sá fyrsti sem lést af
völdum sjúkdómsins hér. Jón segir
einnig að tölur Landlæknisembætt-
isins sýni eingöngu fram á vankanta
á skráningu á slíkum dauðsföllum.
„Þessar tölur segja okkur ekkert
til um það hvort f leiri séu að deyja
úr Alzheimer, þær sýna okkur
einungis að fólki hefur verið gefin
önnur dánarorsök,“ segir Jón.
„Dánarorsök margra þeirra sem
deyja úr Alzheimer er skráð sem
einhver fylgikvilli sjúkdómsins, til
að mynda lungnabólga.“
Tölur Landlæknisembættisins
sýna að með hækkun skráninga á
dauðsföllum af völdum Alzheimer
fækkar dauðsföllum af völdum
inf lúensu og lungnabólgu á móti.
Árið 1996 voru þau 153 en 90 í fyrra.
Steinunn og Jón eru sammála
um að fjöldi þeirra sem þjást af Alz-
heimer sé að aukast en ekki til jafns
við tölur Landlæknisembættisins.
Ástæðuna segja þau vera hærri líf-
aldur. „Fólk er að lifa lengur og þar
með þjást f leiri af sjúkdómnum þar
sem aldur er stærsti áhrifaþáttur-
inn“ segir Steinunn.
Í tölum Embættis landlæknis
kemur einnig fram að mun f leiri
konur látist af Alzheimer en karlar
og segir Steinunn meginástæðuna
vera þá að konur lifi lengur en karl-
ar. Tölurnar sýna að 128 konur hafi
Alzheimer sem skráða dánarorsök
árið 2018 en einungis 64 karlar.
Jón tekur undir orð Steinunnar en
segir jafnframt að dánarorsök karla
sé oftar en kvenna skráð sem hjarta-
áfall. „Hjartaáföll eru tíðari hjá körl-
um en konum og líklegt er að í ein-
hverjum tilfellum sé einstaklingur
sem deyr úr Alzheimer skráður með
hjartaáfall sem dánarorsök.“
Þessi útskýring Jóns kemur heim
og saman við tölur Landlæknisemb-
ættisins. Þar eru hjartasjúkdómar
skráðir sem dánarorsök 247 karla en
195 kvenna.
Samkvæmt Steinunni og Jóni
er mikilvægt að upplýsingar sem
þessar séu skráðar réttilega til að
einstaklingar með Alzheimer fái
sem besta þjónustu.
„Nágrannalönd okkar eru með
góða stefnu í umönnun einstakl-
inga með Alzheimer en til þess að
við getum miðað okkur við þau er
mikilvægt að við höfum réttar upp-
lýsingar um efnið,“ segir Steinunn
og bætir við að hún finni fyrir auk-
inni velvild í garð málaflokksins.
Þó segir Steinunn að aukið fjár-
magn þurfi til að halda utan um þá
gagnagrunna sem til þarf.
birnadrofn@frettabladid.is
Fleiri andlát tengd Alzheimer
Alzheimer-sjúklingum sagt fjölga en þó ekki til jafns við tölur Landlæknisembættisins. NORDICPHOTOS/GETTY
Tölur um skráningu
dauðsfalla af völdum
Alzheimer segja ekki
réttu söguna að mati
lækna. Hækkandi líf-
aldur fjölgar sjúkling-
um. Skrá verði rétt svo
rétt umönnun sé veitt.
2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
1
2
-7
D
E
4
2
3
1
2
-7
C
A
8
2
3
1
2
-7
B
6
C
2
3
1
2
-7
A
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K