Fréttablaðið - 24.05.2019, Page 26

Fréttablaðið - 24.05.2019, Page 26
Allur fatnaður frá GORE WEAR er hannaður í samræmi við kröfur afreksíþrótta- manna og er hvert ein- asta smáatriði úthugsað,“ Arnar Gunnarsson 8 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RÚT AÐ HLAUPA Við opnuðum Fimbul.is í nóvember 2018 og leggjum mesta áherslu á hlaupa­ fatnað enn sem komið er. Einnig bjóðum við upp á einstakan göngufatnað,“ segir Arnar. Allur fatnaður Fimbul er frá GORE WEAR sem er alþjóðlegt vöru­ merki og dótturfyrirtæki GORE sem framleiðir meðal annars hið einstaka GORE­TEX efni sem lengi hefur verið vinsælt í útivistarvörur. „Það sem gerir fatnað frá GORE WEAR að mörgu leyti einstakan er nýting GORE­TEX® og GORE WINDSTOPPER® í íþróttafatnað, sem er þá vatns­ og vindheldur en andar í leiðinni einstaklega vel. Allur fatnaður frá GORE WEAR er hannaður í samræmi við kröfur afreksíþróttamanna og er hvert einasta smáatriði úthugsað,“ útskýrir Arnar. „Fimbul er einungis net­ verslun en þannig getum við boðið Íslendingum upp á sama verð og erlendis. Við erum tveir æskuvinir sem eigum og rekum verslunina. Hugmyndin kviknaði skömmu eftir að við fengum hlaupadelluna margfrægu en rákumst fljótt á vegg þegar okkur langaði að fara út að hlaupa síðla hausts í köldu og blautu veðri og vorum ekki beint með fötin í það. Við höfðum heyrt um kosti og gæði GORE WEAR. Eftir að hafa pantað og prófað vör­ urnar þá fannst okkur þess virði að skoða möguleikann á að flytja þær inn. „Í kjölfarið settum við okkur í samband við GORE og heimsóttum höfuðstöðvar þeirra í Svíþjóð. Við sáum fljótlega að þeirra hugsjón og vörur áttu vel við Íslendinga; hágæða vörur sem hægt er að nota allt árið um kring í því margbreyti­ lega veðurfari sem Íslendingar þekkja. Þannig kviknaði hug­ myndin að nafninu Fimbul, vörur sem hægt er að nota í fimbulkulda. Þrátt fyrir að leggja áherslu á vörur fyrir kulda og rigningu, bjóðum við einnig upp á flotta sumarlínu frá GORE WEAR. ,,Fyrir vetrarhlaupin bjóðum við einnig upp á neglda hlaupaskó frá ICEBUG. Þannig að ef þú veist af okkur þá er engin ástæða til að hætta að hlaupa yfir vetrar­ tímann!“ segir Arnar. Á Fimbul.is er mikið úrval af vönduðum fatnaði svo það er um að gera að kíkja á heimasíðuna. Vörurnar eru sendar um land allt en auk þess er hægt að sækja vör­ urnar að Vatnagörðum 22 en þar er opið alla virka daga frá 13­18. Fimbul.is er á Facebook og Instag- ram þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um nýjar vörur og ýmsar upplýsingar. Gæða hlaupafatnaður sem hentar vel íslenskri veðráttu Benedikt Jónsson og Arnar Gunnarsson eru öflugir hlauparar. FRETTABLADID/STEFÁN Utanvegahlaup er hlaup utan hefðbundinna vega úr malbiki; hlaup á mjúku undirlendi úti í náttúrunni, jafnt á jafnsléttu sem og fjallahlaup,“ útskýrir Melkorka Árný Kvaran, landsliðskona í utanvegahlaupum. Melkorka, ásamt átta öðrum landsliðsmönnum­ og konum, er á leið á heimsmeistaramótið í utan­ vegahlaupi sem fram fer í Miranda do Corvo í Portúgal 8. júní. Það er stærsta heimsmeistaramótið sem haldið hefur verið með um 450 hlaupurum frá 55 þjóðum. „Í Portúgal bíður okkar 44 kílómetra fjallahlaup með 2.200 metra hækkun. Hlaupið er virki­ lega krefjandi og tæknilega erfitt. Það má reikna með að hitastigið verði að minnsta kosti 20°C en við erum tilbúin í verkefnið og margir mjög vanir því að hlaupa í krefjandi aðstæðum,“ upp­ lýsir Melkorka um keppnina sem haldin er af Samtökum utan­ vegahlaupa (ITRA), Samtökum ofurhlaupara (IAU) og Alþjóðlega frjálsíþróttasambandinu (IAAF). Íslenskir hlauparar eru valdir út frá alþjóðlegu stigakerfi ITRA og þeir hlauparar sem hafa flestu stigin mynda landsliðið hverju sinni. „Ræst er í hlaupið að morgni dags og er hlaupinu lokið sama dag. Hröðustu tímar þriggja karla og þriggja kvenna í hverju landsliði er lagðir saman og ráða úrslitum þegar kemur að því að verða heimsmeistari landsliða,“ upplýsir Melkorka. Hlaupandi í hjúkrun Melkorka fór að daðra við utan­ vegahlaup árið 1999 þegar hún var við nám í Íþróttaháskólanum á Laugavatni en sem barn lagði hún stund á fimleika og dans. „Ég hafði aldrei löngun til að hlaupa á uppvaxtarárunum og enn er gert grín að því hvað ég kveinaði mikið yfir því að hlaupa erfiðan fjallahringinn á Laugarvatni sem ég færi sennilega létt með í dag,“ segir Melkorka hlæjandi. Í vetur hefur hún reimað á sig hlaupaskóna klukkan sex á virkum morgnum, hlaupið við­ stöðulaust í 60 til 75 mínútur og lagt allt að 16 kílómetra að baki áður en hún hefur mætt í hjúkrun­ arnám sitt í háskólanum. „Ég er í háskólaleikfimi fyrir hugann. Frá unga aldri hefur blundað í mér löngun til að verða hjúkrunarfræðingur svo ég dreif mig í námið á gamals aldri og útskrifast að ári,“ segir Melkorka sem er einnig menntaður íþrótta­ kennari og matvælafræðingur. „Það verður gott að búa að hlaupunum á risastórum spítal­ anum þar sem vegalengdirnar eru miklar,“ segir Melkorka reynsl­ unni ríkari eftir starfsnámið á Landspítala. „Ég hleyp fimm sinnum í viku en fer svo í jóga og styrktaræfingar sem er nauðsyn með hlaupum. Það eru bein tengsl á milli aukins styrks í fótum og hraða og því gott að vera með fótastyrk ef mark­ mið er að bæta sig í hraða. Í jóga er hugað að liðleika og teygjum sem fyrirbyggja meiðsl auk þess sem maður fær góðan miðjustyrk í bak­ og kviðvöðvum sem er nauðsynlegt í ósléttum utanvega­ hlaups.“ Fjölskylduvænt sport Árangur undanfarinna ára sýnir að Ísland hefur á að skipa mjög öfl­ ugum hlaupurum sem geta veitt þeim allra bestu í heimi verðuga keppni. Keppnin í Portúgal er einstaklings­ og landsliðakeppni og einkar ánægjulegt hversu eftir­ tektarverður árangur íslenskra utanvegahlaupara er í vaxandi íþrótt um allan heim. „Utanvegahlaup fara oft betur með líkamann og stoðkerfið og sjálf finn ég mikinn mun á því hversu harðara er fyrir skrokkinn að hlaupa á malbiki,“ segir Mel­ korka sem tók þátt í götumara­ þonum áður en hún sneri sér að utanvegahlaupi fyrir fimm árum. „Hlaupin gefa mér svo margt. Þetta er fjölskylduvænt sport og hentugt þegar tíminn er af skornum skammti með þrjú börn og mann í vaktavinnu. Þá er ég haldin miklu útiblæti og því snúast hlaupin líka um úti­ veru. Maður getur líka stundað hlaup hvar sem er og veit ég fátt betra en að reima á mig hlaupa­ skó í útlöndum og kortleggja borgirnar á tveimur jafnfljótum. Félagsskapurinn er dásamlegur en mér finnst líka gott að upplifa umhverfið ein með sjálfri mér. Það er mín hugleiðsla.“ Frjálsíþróttasambandið valdi eftirfarandi hlaupara til keppni á mótinu: Ingvar Hjartarson, Sigurjón Erni Sturluson, Þorberg Inga Jóns­ son, Örvar Steingrímsson, Önnu Berglindi Pálmadóttir, Elísabetu Margeirsdóttur, Melkorku Árnýju Kvaran, Rannveigu Oddsdóttur og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur. Liðsstjóri verður Friðleifur Frið­ leifsson. Tilbúin í virkilega krefjandi verkefni Íslenska landsliðið í utanvegshlaupum keppir á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fer í Portúgal í júní. Melkorka Árný Kvaran landsliðskona segir hópinn reiðubúinn í keppnina. Landsliðskonurnar Elísabet Margeirsdóttir, Melkorka Árný Kvaran og Þór- dís Jóna Hrafnkelsdóttir æfa hér saman fyrir HM í Portúgal MYND/STEFÁN Æskuvinirnir og hlauparnir Arnar Gunnarsson og Benedikt Jónsson stofnuðu netverslunina Fimbul.is síð- astliðið haust. Þar er boðið upp á há- gæða íþrótta- og útivistarvörur sem gera Íslendingum kleift að stunda hreyfingu allt árið um kring, óháð veðri og vindum, jafnvel fimbulkulda. 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 1 2 -7 4 0 4 2 3 1 2 -7 2 C 8 2 3 1 2 -7 1 8 C 2 3 1 2 -7 0 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.