Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 24.05.2019, Qupperneq 30
Hlauparar: Arnar Pétursson og Hulda Guðný Kjartansdóttir. Mikið úrval af hlaupa- og sportgleraugum 12 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RÚT AÐ HLAUPA Kostir þess að stunda hlaup eru gríðarmargir. Hlaup geta bætt heilsu fólks til muna, bæði líkamlega og andlega. Hlaup minnka streitu, bæta blóðþrýsting og styrkja hjartað. Við hlaup fara vellíðunarboðefni líkamans af stað og það hefur sýnt sig að regluleg hlaup geta dregið verulega úr einkennum þunglyndis. Sumir vísindamenn hafa gengið svo langt að segja að hlaup séu svo góð fyrir mannskepnuna að líkaminn sé sérstaklega búinn til fyrir þau. Líkaminn er byggður upp til að þola mikil og löng hlaup. Lögun mjaðma og fóta, lengd fótleggja, höggþolið brjóskið milli hryggjar- liðanna og möguleiki okkar til að svitna gerir okkur kleift að hlaupa fleiri kílómetra. Það getur verið erfitt að venjast hlaupum fyrir þá sem ekki hafa hlaupið lengi. En þegar líkaminn og hugurinn aðlagast hlaupunum veita þau vellíðan og geta jafn- vel virkað sem hugleiðsla fyrir hlauparann. Líkaminn gerður til að hlaupa  Hlaup geta bætt líkamlega og andlega heilsu manna. NORDICPHOTOS/GETTY Arnar er einn af bestu langhlaup- urum landsins og stefnir að því að ná ólympíulágmarki í maraþoni fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Arnar Pétursson langhlaupari Hvernig tónlist finnst þér best að hlusta á þegar þú ert úti að hlaupa? Ég er mikil alæta á tónlist en vinn bara með sama lagalistann á öllum mínum hlaupum. Þannig að ég set bara lög á þennan lista sem ég hlustað aftur og aftur á. Þetta eru oftar en ekki lög í rólegri kantinum eins og James Blunt og Enya, en inn á milli eru hressari lög með Doctor Victor og Kanye West til dæmis. Eru einhver ákveðin lög sem koma þér sérstaklega í gírinn? Black Skinhead með Kanye West og Runaway með Galantis eru lög sem munu klárlega fá þig til að hreyfast aðeins hraðar. Svo er kenískt lag sem heitir Sura Yako með Sauti Sol mjög gott. Finnst þér tónlistin mikilvæg á meðan þú æfir? Tónlist eða góð hljóðbók getur gert helling fyrir þig á æfingum og rannsóknir hafa sýnt að tónlist geti til að mynda hækkað sársauka- þröskuldinn okkar. Mér finnst best að hlusta á tónlist í rólegu æfing- unum og svo hlusta ég á líkamann í erfiðu gæðaæfingunum. Gréta Rut Bjarnadóttir utanvegahlaupari Hvernig tónlist finnst þér best að hlusta á þegar þú ert úti að hlaupa? Þegar ég er á gæðaæfingum ásamt fleiri hlaupurum með þjálfara þá finnst mér ekki gott að hlusta á tónlist því ég er að einbeita mér rosalega að hlaupastílnum og önduninni. Þegar ég tek svo mín einstaklingshlaup þá nota ég Spotify en ég hef sett saman nokkra góða lagalista þar. Ég hlusta á ótrú- lega mismunandi tónlist, það getur verið allt frá alvöru rokki og yfir í nútíma popptónlist en þegar ég þarf að gíra mig upp hlusta ég oftast á góð teknó remix. Eru einhver ákveðin lög sem koma þér sérstaklega í gírinn? Fuego með Alok og Bashkar, Slow Acid með Calvin Harris og Hatrið mun sigra með Hatara. Þessi lög hafa verið að koma mér í gírinn að undanförnu. Finnst þér tónlistin mikilvæg á meðan þú æfir? Á lengri og rólegri hlaupum finnst mér mjög gott að hlusta á góða tónlist með góðum takti. Ég tel að góður taktur geti gefið manni eitthvað extra inn í hlaupið. Spurt og svarað Uppáhalds- tónlist hlauparans Gréta ætlar að hlaupa Laugavegs- hlaupið í annað skiptið í sumar. 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 1 2 -9 B 8 4 2 3 1 2 -9 A 4 8 2 3 1 2 -9 9 0 C 2 3 1 2 -9 7 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.