Fréttablaðið - 24.05.2019, Qupperneq 32
Kakó hefur verið þekkt í aldaraðir fyrir að hafa hjartaopnandi áhrif,“ segir
Styrmir en kakó er upprunalega
frá Suður-Ameríku og var lengi vel
hátíðardrykkur þar áður en Spán-
verjar uppgötvuðu heimsálfuna.
Þá var kakó notað í athöfnum
Mayanna og á mörgum stöðum í
Suður-Ameríku var því trúað að
drykkurinn væri bæði heilsustyrkj-
andi og ástarseyði. „Það er eitthvað
í kakóinu sem er ávanabindandi,
einhver tilfinning sem það vekur.“
Sæluhormón og
ástarhormón í súkkulaði
Styrmir segir að fjöldaframleitt
súkkulaði í dag hafi ekki jafn góð
áhrif og hreint, handunnið kakó,
þar sem mikið af næringarefnum
skolast í burtu við framleiðsluna.
Hreint kakó inniheldur PEA-hormó-
na sem virkja miðtaugakerfið.
Þetta eru efni sem heilinn framleiðir
þegar við erum ástfangin. Það er
líka anandamide í kakói, sem er
sæluhormón. Þar að auki inniheldur
kakóið magnesíum sem hjálpar til
við að slaka á þreyttum vöðvum og
róa hugann, seratónín sem minnkar
streitu og eykur vellíðan, þeóbrómín
sem styrkir ónæmiskerfið og eykur
blóðflæði til hjartans, og svo fullt af
andoxunarefnum.
Andreas Rusnes og Júlía Óttars-
dóttir byrjuðu fyrst að halda
kakóathafnir hér á Íslandi fyrir
nokkrum árum og síðan þá hafa þær
orðið æ vinsælli. Í dag heldur Júlía
uppi síðunni Cacotribeiceland.is og
heldur kakóathafnir. Einnig heldur
til dæmis Andagift Súkkulaðisetur
slíkar athafnir og er með hreint kakó
til sölu.
„Kakóið sem er notað í athöfn-
unum er 100% hreint og hand unnið
frá baun í bolla, sem gerir það að
verkum að eiginleikar þess og
næringarinnihald helst óskert við
framleiðslu,“ segir Styrmir.
Styrmir og vinur hans Þorsteinn
Faxi Halldórsson halda reglulega
kakó-jóganámskeið, Styrmir heldur
námskeiðið „The Cacao People“ eða
Kakófólkið, og Þorsteinn er með
hópinn „Chocolate Lightning“ sem
sagt Súkkulaðieldingin.
Opnar hjartað
„Við byrjum athafnir á því að biðja
fólk um að beina ást á sjálft sig, og
þaðan skjóta henni og dreifa henni
í kringum sig. Það er í raun ekki
hægt að elska nema þú sért með
sjálfsást til að byrja með. Síðan er
hver og einn með einhvers konar
ásetning, sem er í raun eins og bæn.
Þá biður hver og einn fyrir einhver-
ju, til dæmis um að komast lengra
í lífinu með kakóinu, opna hjartað
meira, finna meiri ró, eða fá svar við
einhverri stöðu í lífinu. Með því að
setja ásetja sér að finna lausnina eða
ná einhverju markmiði, þá fáum við
svör – ef við hlustum nógu vel.“
Orka verður til
Það er oft mikil orka sem verður
til á kakóathöfnum samkvæmt
reynslu Styrmis, sérstaklega þegar
margir koma saman og dansa og
syngja af miklum krafti. „Það verður
til svo mikil orka á svæðinu og
það hefur komið fyrir, þegar fólk
drekkur kakó í fyrsta skiptið, að
það fer bara að hágráta. Þá er það
kannski bara einhver tilfinning að
losna sem er ekki búið að hleypa út
í einhver ár.“
Styrmir segir að hann taki eftir
jákvæðum breytingum hjá sjálfum
sér frá því hann fór að stunda kakó-
athafnir fyrir nokkrum árum. „Ég
er farinn að geta elskað skilyrðis-
laust. Hjartað mitt er opnara, ég læt
hausinn og aðstæður sem ég bý til
í huganum ekki stöðva mig, og ég
tek fólki eins og það er og ég get sett
mig betur í spor annarra.“
Kakójóga að verða vinsælla
Hefur kakó merkilegri tilgang en að ylja manni á kaldasta tíma ársins? Samkvæmt Styrmi Joshua
gæti það vel verið, sjálfur hefur hann stundað kakódrykkju til að rækta andlega heilsu.
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Styrmir segir að hreint kakó opni hjartað fyrir ást, vellíðan og innri friðsæld.
Það hefur komið
fyrir, þegar fólk
drekkur kakó í fyrsta
skiptið, að það fer bara
að hágráta.
Nýtt frá Weber
Weber Pulse 2000
rafmagnsgrill
• Innbyggð iGrill tækni
• Weber iGrill app
• Stafrænn hitamælir
• Hrein orka
weber.is
Fullkomið á svalirnar
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
2
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
1
2
-9
6
9
4
2
3
1
2
-9
5
5
8
2
3
1
2
-9
4
1
C
2
3
1
2
-9
2
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K