Fréttablaðið - 03.06.2019, Page 6

Fréttablaðið - 03.06.2019, Page 6
SKIPULAGSMÁL „Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höf- uðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núver- andi þróun er ekki sjálf bær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipu- lag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rann- sóknarverkefni Hörpu og sam- starfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitt- hvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rann- sóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rann- sókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgar- skipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það tak- markar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar grein- ar. Vinna við rannsóknina á höfuð- borgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsaka- samhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferða- venjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmynda- fræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rann- sóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Nor- egi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórn- valda og þeirra sem koma að skipu- lagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverf inu inn í.“ sighvatur@frettabladid.is Þurfum að snúa við blaðinu og breyta samgönguvenjum Ný rannsókn um samgöngur og skipulagsmál verður kynnt á málþingi í Norræna húsinu í dag. Íslenskur dósent við Umhverfisháskóla Noregs segir að einkabíllinn hafi verið í of miklum forgangi við hönnun og skipulag byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Það verði mikil áskorun að breyta samgönguvenjum fólks. Rætt verður um samgöngur og skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu á málþinginu sem fram fer í Norræna húsinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Rannsóknin og mál- þingið er leið til að leggja eitthvað til samfélags- ins Harpa Stefánsdóttir dósent BANDARÍKIN Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst lang- vinsælastur í forkosningum Demó- krata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu f lokksins til forseta- framboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðana- kannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmað- ur og næstvinsælastur í síðasta for- vali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrend- ur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast f lugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosn- ingabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kapp- ræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari töl- fræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður- Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti. - þea Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. NORDICPHOTOS/AFP ELDSVOÐI Eldur kom upp í garði í Vestubænum í gær þar sem kviknað hafði hressilega í gas- grilli. Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu var kallað út og  gekk greiðlega að slökkva í grillinu sem skíðlogaði.  „Það logaði hressilega í gasgrilli. Við skrúfuðum fyrir kútinn,“ sagði talsmaður slökkviliðsins í samtali við Fréttablaðið. „Það var bara verið að elda á grill- inu. Það tók svona 30 sekúndur, skrúfa fyrir kútinn og málið var afgreitt.“ – ilk Grillaði grillið LÖGREGLUMÁL Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu á laugardagskvöld og aðfara- nótt sunnudags vegna ölvunar og hávaða. Í dagbók lögreglu vakti tilkynning um kviknakinn mann í húsgarði í Vesturbæ Reykjavíkur klukkan hálf fimm um nótt mikla athygli. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Fleiri menn í annarlegu ástandi urðu á vegi laganna varða. Einn var handtekinn fyrir að tálma störf lög- reglu og fara ekki að fyrirmælum. Annar sparkaði í lögreglumann og var vistaður í fangageymslu. Tólf ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Til að kóróna viðburða- ríka vakt þá sinnti lögreglan einnig útkalli vegna sinubruna við Heið- merkurveg klukkan 21 á laugardag, en hann reyndist minniháttar. – smj Kviknakinn maður og ölvun  Lögreglan hafði í nógu að snúast. BANDARÍKIN Mick Mulvaney, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, segir að hugmyndir Donalds Trump um tolla á innfluttar vörur frá Mexíkó fúlustu alvöru. Þetta kom fram í samtali starfsmannastjórans við Fox sjónvarpsstöðina í gær. Trump sagðist í síðustu viku ætla að leggja fimm prósenta toll á allar vörur frá Mexíkó til að þrýsta á þarlend stjórnvöld til að grípa til aðgerða vegna ólöglegra innf lytj- enda. Mulvaney viðurkenndi að ekki væru til staðar áþreifanleg viðmið til að meta hvort Mexíkó væri að gera eitthvað til að takmarka fjölda innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku. Hann sagði þó að ástandið þyrfti að lagast verulega og það f ljótt. Bandarísk stjórnvöld væru reiðu- búin til samvinnu um aðgerðir til að tryggja árangur. -sar Trump full alvara með toll á Mexíkó Donald Trump stendur í ströngu gagnvart Mexíkó. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 3 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 5 -1 F 8 4 2 3 2 5 -1 E 4 8 2 3 2 5 -1 D 0 C 2 3 2 5 -1 B D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.