Fréttablaðið - 03.06.2019, Page 11
Ég ætla ekki að draga í efa þá niðurstöðu Ríkislögreglustjóra, sem embættið hefur nú opinberað með skýrslu, að íslensku samfélagi
stafi gríðarleg hætta af skipulagðri
glæpastarfsemi. Sjálfsagt hefur
embættið mikið til síns mál. Ein-
hverjir tugir, eða hundruð, glæpa-
manna starfa skipulega á Íslandi
segir löggan, svindla á kerfum og
sinna eftirspurn eftir ólöglegum
varningi og þjónustu, aðallega
eiturlyfjum, undirborguðu vinnu-
afli (þrælum) og vændi.
Megi lögreglunni vegna sem allra
best í að uppræta svona óáran og
vísast er nokkuð til í því — þótt
ég voni að það sé ekki eina ástæða
skýrslunnar — að lögreglan þarf
meira fé til þess arna.
En sem sagt. Löggan segir þetta.
Maður hlustar. Í kjölfarið vakna
samt fjölmargar spurningar og
vangaveltur fyrir svona óþolandi
afstæðispésa eins og maður er,
sífellt nöldrandi „en þetta“ og „en
hitt“. Ég iða af spurningunum. Hvað
á lögreglan við? Er Ísland hættu-
legt? Hvers eðlis er þessi vandi?
Örugg veröld
Nú er ég í útlöndum, búinn að
ferðast með fjölskyldunni um lönd
sem mörg hver hafa þannig orð-
spor hvað glæpi varðar að sumir
vinir mínir héldu að við hjónin
værum klikkuð að ætla að fara
þangað með börnin. En við höfum
ekki lent í neinu misjöfnu, aldrei
fundið til óöryggis eða verið ógnað
á nokkurn hátt. Við höfum bara
kynnst góðu fólki. Og hvað er ég að
segja með þessu? Jú, þrátt fyrir að í
Kólumbíu, svo ég nefni dæmi, hafi
ekkert mætt okkur nema elskuleg-
heitin, þá vitum við auðvitað að í
Kólumbíu er líka að finna einhverj-
ar harðsvíruðustu glæpaklíkur
jarðar, jafnvel verri en á Íslandi. Ein
af uppgötvunum okkar á ferðalag-
inu er hins vegar sú að öryggi felst
ekki bara í því hvernig heimurinn
er heldur líka í því hvernig maður
sjálfur hagar sér. Ef maður er ekki
úti í botngötu klukkan tvö um
nótt að sverma fyrir kaupum á
ofskynjunarsveppum eða skann-
andi barina í leit að ódýru vinnu-
afli fyrir leynilegan námugröft, þá
lendir maður ekki í miklu veseni. Ef
maður sjálfur er varkár og lætur hjá
líða að gera heimskulega hluti, þá
er veröldin eins örugg og hún getur
yfirleitt verið.
Sama er væntanlega uppi á
teningnum á Íslandi. Ef maður er
ekki fáviti, svermandi fyrir vændi
og ódýru vinnuafli, eða fastur í
viðjum fíknar, þá er Ísland jafnvel
enn öruggara en það raunverulega
er samkvæmt öllum alþjóðlegum
samanburði.
Að uppræta undirheima
Mig grunar að veröldin sé orðin
þannig í mun meiri mæli en áður,
að glæpirnir séu í glæpaheimum,
en snerti minna aðra en þá sem lifa
þar og hrærast, sem gerendur eða
þolendur. Verkefnið er þar með að
fækka þeim sem búa í glæpaheim-
um. Við eina brú í Kostaríka, þar
sem gjarnan er hægt að sjá urmul
af krókódílum, var áður mikið um
smáglæpi. Verið var að brjótast
inn í bíla fólks á meðan það glápti
á krókódílana. Núna hins vegar er
framtakssamt fólk farið að bjóða
ferðamönnum að fylgjast með
bílunum þeirra og taka örlítið
gjald fyrir. Kannski eru þetta sömu
menn og voru áður ræningjar. Þeir
hafa séð meiri möguleika í þessu.
Svipað er að gerast mjög víða held
ég. Hagur fólks af því að ferðamenn
séu öruggir er svo mikill, að rán og
rupl eru álitin tilræði við sam-
félagið og sjálfa tekjulindina.
Hér sést hið fornkveðna. Til
þess að glíma við glæpi er ekki
endilega besta lausnin að hella fé í
lögregluna svo að hún geti komið
bófum bak við lás og slá, þótt oft
sé vissulega ærið tilefni til þess.
Það gæti hins vegar orðið eilífðar-
barátta. Ég held að viðureignin við
glæpi hljóti alltaf að fela í sér hið
margbrotna og erfiða verkefni að
breyta samfélagi, hugsunarhætti,
að opna augu. Ef eftirspurn fíkla
er sinnt af öðrum en smyglurum
— til dæmis meðferðarstofnunum
— hverfur eftirspurnin á hinum
ólöglega markaði. Glíman er við
eftirspurnina, ekki framboðið. Ný
hugsun breytir eðli verkefnisins.
Máttur nýrrar nálgunar
Í Kólumbíu var saminn friður við
skæruliðasamtök byltingarsinna í
sársaukafullu ferli sem þurfti mikið
hugrekki. Þar með hættu skæru-
liðarnir að fjármagna starfsemi
sína með eiturlyfjaframleiðslu og
glæpum og bjóða núna frekar fram
til þings, eins og menn gera á Íslandi
og víðar. Í landinu ríkir langþráður
friður. Enginn vill hverfa aftur til
fyrri tíma. Barátta lögreglu og hers
við skæruliðana skilaði engu. Það
þurfti aðra hugsun. Því segi ég þetta
og ég vona að lögreglan sé því að
einhverju leyti sammála: Mesta
hættan sem steðjar að samfélagi,
svona glæpalega séð, er sú að glíman
við glæpi verði einstrengingsleg,
þvermóðskufull og laus við alla við-
leitni til þess að skilja veröldina og
leysa vandamálin með nýrri nálgun.
Það er oft erfitt, en líklega skilar
ekkert annað meiri árangri.
Guðmundur
Steingrímsson
Í DAG
HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR, SÓPRAN
HANNA DÓRA STURLUDÓTTIR, ALT
ELMAR GILBERTSSON, TENÓR
ODDUR ARNÞÓR JÓNSSON, BASSI,
MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU,
SCHOLA CANTORUM,
HÁTÍÐARHLJÓMSVEIT KIRKJULISTAHÁTÍÐAR,
HÖRÐUR ÁSKELSSON, STJÓRNANDI
FLYTJENDUR:
THE HALLGRÍMSKIRKJA FRIENDS OF THE ARTS SOCIETY 37TH SEASON
CHRISTMAS MUSIC FESTIVAL AT HALLGRÍMSKIRKJA DECEMBER 2018
OPNUNARTÓNLEIKAR KIRKJULISTAHÁTÍÐAR MYSTERIUM, OP. 53,
NÝ ÓRATÓRÍA EFTIR HAFLIÐA HALLGRÍMSSON
LAUGARDAGINN 1. JÚNÍ KL. 17 FRUMFLUTNINGUR - SUNNUDAGINN 2. JÚNÍ KL. 17 Í HALLGRÍMSKIRKJU
Mysterium, op. 53, er tileinkað Herði Áskelssyni og Listvinafélagi Hallgrímskirkju. Isabelle Demers konsertorganisti
leikur tvo þætti úr L’Ascension eftir Olivier Messiaen í upphafi tónleikanna. Miðaverð: 6.900 kr.
KIRKJULISTAHÁTÍÐ
HALLGRÍMSKIRKJA / ÁSMUNDARSALUR 1.–10. JÚNÍ 2019
Miðasala: MIDI.IS - s. 510 1000 - www.kirkjulistahatid.is
LOKATÓNLEIKAR KIRKJULISTAHÁTÍÐAR 2019
„Eilífðareldur, uppspretta ástar“ HVÍTASUNNUKANTÖTUR
ANNAN Í HVÍTASUNNU MÁNUDAGINN 10. JÚNÍ KL. 17
J.S. BACH:
Erschallet, ihr Lieder, BWV 172
O ewiges Feuer, o Ursprung der Liebe, BWV 34
Bleib bei uns, BWV 6
SIGURÐUR SÆVARSSON: Veni, Sancte Spiritus FRUMFLUTNINGUR
Flytjendur: Herdís Anna Jónasdóttir, sópran, Hildigunnur Einarsdóttir, alt, David Erler,
kontratenór, Benedikt Kristjánsson, tenór, Oddur A. Jónsson, bassi, Schola cantorum,
Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju.
Hörður Áskelsson, stjórnandi
Yfir hundrað flytjendur reka glæsilegt smiðshögg á Kirkjulistahátíð með spennandi
flumflutningi á nýrri íslenskri hvítasunnukantötu og þremur hátíðlegum kantötum eftir Bach.
Miðaverð: 7.900 kr.
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR MEÐ ALÞJÓÐLEGU BAROKKSVEITINNI Í HALLGRÍMSKIRKJU
„Dansar gleði og alvöru“
HVÍTASUNNUDAG 9. JÚNÍ KL. 20 Í HALLGRÍMSKIRKJU
Georgia Browne leikur einleik á flautu, Tuomo Suni, konsertmeistari.
Flutt verður glæsileg hátíðartónlist fyrir óbó, trompeta, pákur og strengi, meðal annars hin heimsþekkta
Hljómsveitarsvíta í h-moll eftir Johann Sebastian Bach. Einleikari á tónleikunum er Georgia Browne, flautuleikari frá
Ástralíu. Miðaverð: 6.900 kr.
TÖLVUR, KLAIS OG KLUKKUSPIL
LAUGARDAGINN 8. JÚNÍ KL. 21 Í HALLGRÍMSKIRKJU
Umsjón: Guðmundur Vignir Karlsson. Tónskáld: Ingi Garðar Erlendsson, Gunnar Andreas Kristinsson, Ragnhildur
Gísladóttir, Sveinn Ingi Reynisson, Guðmundur Vignir Karlsson, Hlynur Aðils Vilmarsson og Halldór Eldjárn.
Tónlist eftir raftónskáld með nýjum hljómi þar sem MIDI-tölvubúnaður Klais-orgelsins er nýttur og verk tónskáldanna
leikin af tölvum. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
HÁTÍÐARHLJÓMAR KIRKJULISTAHÁTÍÐAR — TVEIR TROMPETAR OG ORGEL
MIÐVIKUDAGINN 5. JÚNÍ KL. 20 Í HALLGRÍMSKIRKJU
Flytjendur: Baldvin Oddsson, trompet, Jóhann Nardeau, trompet og David Cassan, orgel.
Trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson ásamt verðlaunaorganistanum David Cassan frá Frakklandi
flytja hátíðartónlist eftir Charpentier, Vivaldi, Händel og fleiri auk þess sem Cassan leikur af fingrum fram.
Miðaverð: 4.900 kr.
ÚTLENDINGURINN
MÁNUDAGINN 3. JÚNÍ KL. 21 Í HALLGRÍMSKIRKJU
Höfundur og flytjandi: Halldór Hauksson. Leikraddir: Davíð Þór Jónsson, Guðjón Davíð Karlsson og
Þröstur Leó Gunnarsson. Verk í hljóðum, tali og tónum um leit mannsins að samastað í staðlausum heimi
byggt á samnefndri skáldsögu eftir Albert Camus. Miðaverð: 2.900 kr.
MARÍUSÖNGVAR FRÁ MONTSERRAT
„Þeir vilja stundum syngja og dansa“
ÞRIÐJUDAGINN 4. JÚNÍ KL. 21 Í HALLGRÍMSKIRKJU
Tónlistarhópurinn Umbra ásamt gestum: Marina Albero, psalterium, Eggert Pálsson, slagverk, Kristófer
Rodriguez Svönuson, slagverk og Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló. Sönghópurinn Cantores Islandiae.
Tónlistarhópurinn Umbra, ásamt karlasönghóp og öðrum gestum, þar á meðal Marinu Albero, sem er einn
fremsti psalterium-leikari heims, flytja katalónska og norræna Maríusöngva frá miðöldum. Miðaverð: 5.900 kr.
Að auki verður spjallað við listamenn sem tengjast hátíðinni í Ásmundarsal dagana
2., 3., 4., 7. og 10. júní. Þrjár hátíðarmessur fara fram kl. 11 meðan á hátíðinni
stendur, dagana 2., 9. og 10. júní. Laugardaginn 8. júní kl. 17 verður aftansöngur þar
sem kantatan Bleib bei uns, BWV 6, eftir Bach verður flutt.
Sjá nánar kirkjulistahatid.is • listvinafelag.is • hallgrimskirkja.is
Hættan af glæpum
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M Á N U D A G U R 3 . J Ú N Í 2 0 1 9
0
3
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
2
4
-F
8
0
4
2
3
2
4
-F
6
C
8
2
3
2
4
-F
5
8
C
2
3
2
4
-F
4
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K