Fréttablaðið - 03.06.2019, Page 36

Fréttablaðið - 03.06.2019, Page 36
HANDBOLTI Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona þurftu að láta bronsverðlaunin duga í Meistara- deild Evrópu um helgina eftir fimm marka sigur á Kielce í gær. Vardar vann Veszprem í úrslitaleiknum og er Evrópumeistari í annað sinn í sögu félagsins og í annað sinn á síðustu þremur árum. Börsungar voru komnir lang- leiðina í úrslitaleikinn á laugar- daginn þegar Barcelona leiddi með sjö mörkum um miðbik seinni hálf- leiks gegn Vardar frá Makedóníu en Vardar tókst að tryggja sér þáttöku- réttinn með 15-6 spretti undir lok leiksins. Börsungar þurftu því að leika um silfrið þar sem þeir mættu Vive Kielce frá Póllandi og unnu fimm marka sigur, 40-35, þar sem Aron skoraði þrjú mörk í stórskemmti- legum og opnum leik. - kpt Aron fékk bronsið í Köln  FÓTBOLTI Jurgen Klopp tókst að standa við loforðið sem hann gaf þegar hann tók við félaginu og skilaði titli á fyrstu fjórum árum sínum með félaginu. Ekki var það neinn smávægilegur titill heldur sá eftirsóknarverðasti í Evrópu, sjálfur Meistaradeildartitilinn. Með því skaust Liverpool fram úr Barcelona og Bayern München með sex Meistaradeildartitla, aðeins AC Milan (7) og Real Madrid (13) eru með f leiri titla frá því að keppnin var sett á laggirnar 1955. Þetta var í fyrsta sinn sem Totten- ham lék til úrslita en annað árið í röð sem Liverpool lék til úrslita. Liðin fengu drjúgan tíma til undir- búnings, þegar leikurinn var f laut- aður á voru tæpar þrjár vikur liðnar frá síðasta leik liðanna. Fyrir vikið náðu Roberto Firmino og Harry Kane, framherjar liðanna, að ná sér af meiðslunum sem hafa verið að plaga þá undanfarnar vikur. Það virtist sem svo að hléið sem leikmenn fengu hafi slegið þá út af laginu. Spilamennska liðanna sem hafa spilað frábæran sóknarleik lengst af tímabilsins var ekki góð og var greinilegt að menn misstu aðeins taktinn. Bítlaborgarmenn fengu sann- kallaða draumabyrjun því eftir 27 sekúndur var Damir Skomina, slóvenski dómari leiksins, búinn að dæma vítaspyrnu á Tottenham. Sadio Mane reyndi þá sendingu sem fór af bringu Moussa Sissoko og í hönd franska landsliðsmanns- ins. Harður dómur en Skomina var viss í sinni sök og tóku myndbands- dómararnir undir ákvörðun hans. Á vítapunktinn steig Mohamed Salah sem fór meiddur af velli í upphafi leiks þegar Liverpool lék til úrslita í fyrra og skoraði með þétt- ingsföstu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við þrátt fyrir að skotið hafi ekki verið langt frá örmum franska landsliðsmarkmannsins. Það gaf Liverpool færi á að setjast til baka og bíða eftir færi á skyndi- sóknum. Pressa Tottenham jókst eftir því sem leið á leikinn og þurfti Alisson Becker í marki Liverpool nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum þar til Divock Origi bætti við öðru marki Liverpool. Með því var björninn unninn, Liverpool var tveimur mörkum yfir og aðeins uppbótartíminn eftir. Eftir vonbrigði síðasta árs þar sem Liverpool þurfti að horfa á eftir titlinum til Real Madrid voru það Liverpool menn sem fengu að taka við titlinum þetta árið. Klopp hefur unnið hægt og bítandi að því að styrkja liðið til að gera Liverpool kleift að stýra leiknum á eigin for- sendum. Brasilíumennirnir Fab- inho og Alisson smellpassa inn í leik liðsins og þá nýtur vörn liðsins góðs af því að Liverpool hafi nýtt pening- inn sem félagið fékk fyrir Philippe Coutinho fyrir átján mánuðum til að sækja Virgil van Dijk og Alisson. Þessir tveir hafa gjörbreytt varn- arlínu liðsins, sem hefur um árabil verið taugaveikluð og mistökin aldrei virst vera langt undan, yfir í að halda rónni þrátt fyrir að and- stæðingarnir séu að pressa stíft í leit að marki. Á sama tíma geta forráðamenn Tottenham verið stoltir af árangri liðsins þetta árið. Tottenham tók stórt skref í rétta átt þetta árið og getur byggt á frammistöðu þessa árs næstu árin þrátt fyrir að lykil- menn hafi átt erfitt upp- dráttar í úrslitaleiknum í Madríd. „Ég held að ég hafi aldr- ei sé lið eins og þetta sem berst áfram jafnvel þótt bens- ínið sé búið. Ég er himinlifandi fyrir hönd leik- manna minna ásamt öllum þ e i m s e m k o m a a ð þessu. Það h a f a a l l i r t e k i ð þ á t t í þessu og við njótum þessa saman. Það er ótrúlegt tímabil að baki og þetta var fullkominn endir,“ sagði Jur- gen Klopp, glað- beittur í leikslok. „Það var áskorun fyrir bæði lið að undirbúa þennan leik síðustu þrjár v ik ur en í úrslitaleikj- um eru það bara úrslitin sem skipta máli og leikmenn mínir sýndu að þeir höfðu það sem til þurfti,“ sagði K lopp alsæll eftir að hafa hampað Meistaradeildartitl- inum í fyrsta sinn. kristinnpall@frettabladid.is Farsæll endir hjá Liverpool Liverpool er Evrópumeistari í sjötta sinn eftir 2-0 sigur á Tottenham í Madríd um helgina. Ári eftir að hafa horft á eftir titlinum til Real Madrid voru það Bítlarborgarmenn sem reyndust sterkari um helgina. Jordan Henderson tók við sínum fyrsta bikar sem fyrirliði Liverpool um helgina fjórum árum eftir að hann tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard. Henderson lék allan leikinn fyrir Liverpool í sigrinum á Tottenham í Madríd. NORDICPHOTOS/GETTY 98 Joel Matip lagði upp seinna mark Liverpool. Er þetta fyrsta stoðsending hans í 98 leikjum fyrir Liverpool. Grípur tækifærin þegar þau gefast DIvock Origi reyndist enn á ný hetja Liverpool þegar kallið kom um helgina. Belgíski fram- herjinn missti sæti sitt í byrj- unarliðinu til Roberto Firmino en kom inn af bekknum og skoraði annað mark Liverpool sem gekk frá leiknum. Origi var gert ljóst fyrir tíma- bilið að krafta hans yrði ekki óskað. Origi eyddi síðasta ári hjá Wolfsburg í Þýskalandi en tókst ekki að sanna sig þar. Origi tók það ekki í mál að semja við Wolves eða Galatasaray í vetur og nýtti hvert tækifæri sem honum gafst. Origi kom inn fyrir Firmino gegn Barcelona í undanúrslit- unum og áttu tvö mörk Origi stóran þátt í því að Liver- pool komst til Madríd. Hann fylgdi því eftir með því að innsigla titilinn um helgina. Það var áskorun fyrir bæði lið að undirbúa þennan leik síðustu þrjár vikur en í úrslitaleikjum skiptir bara máli hver vinnur leikina. Jurgen Klopp Myndir frá sigurhátíð Liverpool er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS SUND Sundkappinn Róbert Ísak Jónsson sem keppir fyrir hönd SH var sigursæll á Ítalíu um helgina þar sem World Series Para Swimming 2019 fór fram í Ligano. Róbert Ísak bætti eigið Íslandsmet um helgina í 100 metra baksundi og var heilt yfir afar sigursæll á mót- inu. Alls krækti Róbert í sex verð- launapeninga, þrenn gullverðlaun, ein silfur og tvenn bronsverðlaun. Róbert Ísak var stigahæsti fatlaði unglingurinn í heiminum í fyrra og er hann hægt og bítandi að undir- búa sig fyrir Ólympíuleikana sem fara fram á næsta ári. - kpt Róbert Ísak sigursæll á Ítalíu Róbert með verðlaunapeningana á Ítalíu í gær. MYND/RAGNHEIÐUR FÓTBOLTI Óvíst er hvort Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Dijon í Frakklandi geti gefið kost á sér í leikjum Íslands gegn Tyrklandi og Albaníu í undankeppni EM 2020 vegna meiðsla. Rúnar Alex átti að byrja leiki Dijon í gær en fann fyrir meiðslum í upphitun og fylgdist því með þegar Dijon tryggði sér þátt- tökurétt í efstu deild á næsta ári. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, gaf það til kynna á dögunum að hann væri ekki búinn að ákveða hver stæði vaktina í markinu í næstu leikjum en ólík- leg t verður að teljast að Rúnar Alex komi við sögu v e g n a meiðsl- a n n a . - kpt Óvíst með þáttöku Rúnars 3 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 3 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 4 -F C F 4 2 3 2 4 -F B B 8 2 3 2 4 -F A 7 C 2 3 2 4 -F 9 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.