Fréttablaðið - 03.06.2019, Page 37

Fréttablaðið - 03.06.2019, Page 37
KÖRFUBOLTI Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjanesbæjar telur að nauðsynlegt sé að hækka styrki til íþróttafólks bæjarins sem ferðast til útlanda á vegum landsliða sinna. Kostnaður leikmanna yngri lands- liða í körfuknattleik, það eru leik- menn U-15, U-16 og U-18 hjá Keflavík og Njarðvík nemur alls um sex millj- ónum króna. Inn í þessa tölu eru ekki leikmenn í U-20 ára liði karla og kvenna en þau hafa ekki verið valin. Þó nokkrir krakkar frá Suðurnesjum eru í hópnum. Þar þurfa krakkarnir að greiða hvert 279 þúsund krónur kvennamegin en strákarnir borga átta þúsundum minna. Þeir sem eru í U-15 ára lands- liðinu þurfa að borga rúmar 100 þúsund krónur fyrir að skara fram úr í sinni íþrótt og vera fulltrúi Íslands. Suðurnesjaliðin eiga 10 leikmenn í hópnum. Sex koma frá Njarðvík en fjórir frá Keflavík. Þeir sem eru í U-16 þurfa að punga út 172 þúsund krónur fyrir Norðurlanda- mótið og 246 þúsund fyrir Evrópu- mótið eða alls 418 þúsund krónum. Þar eru fimm drengir frá Njarðvík. Þau sem eru valin í U-18 ára liðið borga 172 þúsund og fimm hundruð krónum betur fyrir Norðurlanda- mótið og drengirnir borga 278 þús- und krónur í viðbót fyrir Evrópu- mót karla. Stelpurnar borga þrjú þúsund krónum minna fyrir að hafa komist á Evrópumótið. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það svíði að senda reikn- inga inn á heimili landsliðsfólks. „Öll útgjöld heimila landsmanna sem tengjast landsliðsverkefnum finnst mér of há. Það er fátt sem auglýsir landið okkar betur en landsliðsfólkið okkar í íþróttum og listum,“ segir hann. Hannes þvertekur fyrir að körfu- boltinn sé aðeins fyrir hina efna- meiri og bendir á að allar aðrar íþróttagreinar en fótboltinn borgi með landsliðsverkefnum. „Auðvitað er körfuboltinn eins og allar íþróttargreinar fyrir alla en því miður þá þarf að greiða stundum meira fyrir börnin þegar þau ná árangri. Það er þannig hjá okkur í körfunni eins og öllum öðrum yngri landsliðum i íþróttum fyrir utan fótbolta. Á þessu ári er hlutur landsliðskrakka um 70 prósent af kostnaði við ferðirnar og þá er ekki talinn allur sá kostnaður sem tilfell- ur á skrifstofuna vegna starfsmanna eða t.d. laun landsliðsþjálfaranna allra. Við erum með átta yngri landslið í verkefnum erlendis og fjögur af þeim fara á tvö mót bæði NM og EM.“ Hannes bendir á að KKÍ reyni að fjármagna öll verkefni og félög- in innan sambandsins reyna að aðstoða einnig sína krakka. „Við hjá KKÍ erum alltaf að vinna í því að fá f leiri og stærri samstarfs- aðila til liðs við okkur og því f leiri sem koma að borðinu með okkur þá getum við lækkað kostnað þeirra sem valin eru í landslið.“ Hann segir að sérsamböndin verði að fá meiri pening frá ríkinu aðspurður um hvað sé til ráða. „Númer eitt, tvö og þrjú er að ríkis- valdið, ásamt fyrirtækjum í landinu, komi betur að starfsemi sérsam- banda og landsliðanna. Því svo er það hin lausnin, sem ég held að eng- inn vilji, hvorki við né krakkarnir og foreldrarnir, það er að hætta að senda landsliðin til keppni.“ Um styrki til íþróttafólks sem hefur verið valið í landslið Íslands í íþróttagrein sinni gilda eftir- farandi vinnureglur hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar að sjóðurinn er að jafnaði einungis fyrir landsliðsfólk sem er 25 ára eða yngra. Ekki eru veittir styrkir til keppni eða æfinga með landsliðum innanlands og ef landsliðsfólk þarf að greiða einhvern hluta sjálft af f lugfari eða gistingu skal það eiga rétt á styrk að upphæð 20.000 krón- ur. Þetta þak vill ráðið hækka og var vísað til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. benediktboas@frettabladid.is Foreldrar á Suðurnesjunum þurfa að punga út milljónum fyrir börnin sín Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að hækka styrk til efnilegasta íþróttafólks Suðurnesjanna sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta hleypur á milljónum. Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson segir að það svíði að senda reikninga inn á heimili ungs landsliðsfólks. Leiðin að landsliðinu er ekki aðeins þyrnum stráð því það kostar mikla fjár- muni að eiga landsliðsmann eða -stúlku í körfubolta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík Sími 570 4500 • fastmark@fastmark.is • www.fastmark.is Jón Guðmundsson lögg. fasteignasali Guðmundur Th. Jónsson lögg. fasteignasali Í TRAUSTUM HÖNDUM Í ÁRATUGI Til leigu veitinga- og / eða verslunarhúsnæði á frábærum stað Til leigu er um 400 fermetra mjög glæsilegt húsnæði á mjög áberandi og fjölförnum stað í miðborginni. Húsnæðið hentar vel sem veitingahús og / eða sem verslunarhúsnæði. Um er að ræða glæsilega nýbyggingu með hótelherbergjum á efri hæðum. Húsnæðið er til afhendingar fljótlega og skilast rúmlega tilbúið undir innréttingar, en hús að utan og lóð verða fullfrágengin. Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali í netfanginu gtj@fastmark.is Jón Guðmundsson Lögg. fasteignasali jon@fastmark.is Guðmundur Th. Jónsson Lögg. fasteignasali gtj@fastmark.is Gísli Rafn Guðfinnsson Aðstoðarmaður fasteignasala gisli@fastmark.is Elín D. Wyszomirski Lögg. fasteignasali elin@fastmark.is Magnús Axelsson Lögg. fasteignasali magnus@fast­ mark.is Hallveig Guðnadóttir Skrifstofustjóri hallveig@fast­ mark.is Heimir Fannar Hallgrímsson hdl. og lögg. fast­ eignasali heimir@fastmark.is Öll útgjöld heimila landsmanna sem tengjast landsliðsverkefnum finnst mér of há. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M Á N U D A G U R 3 . J Ú N Í 2 0 1 9 0 3 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -F 3 1 4 2 3 2 4 -F 1 D 8 2 3 2 4 -F 0 9 C 2 3 2 4 -E F 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.