Umbrot - 08.11.1974, Blaðsíða 1
UMBROT
1. tölublað Nýtt blað
1. árgangur Akurnesinga
Föstudagur 8. nóv. 1974 Pósthólf 110
FYLGT
ÚR HLAÐI
I dag hefur göngu sína nýtt blað, sem hlotið hef-
ur nafnið Umbrot. Nafngiftin Umbrot táknar ekki
eins og eflaust mörgum dettur í hug við fyrstu
sýn, að hér séu á ferðinni einhver óskapleg umbrot
í blaðaútgáfu og blaðamennsku. Þvert á móti.
Þetta orð er notað á fagmáli prentara. Þegar blað-
inu er raðað upp í siður, þ.e. fyrirsögnum, mynd-
um og texta, þá er talað um að verið sé að brjóta
blaðið um. Þar með þótti okkur vel við hæfi að
nota nafnið Umbrot.
Þessu nýja blaði er fyrst og fremst ætlað það
hlutverk að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkt
hefur í blaðaútgáfu á Akranesi.
Undanfarin ár höfum við fengið send til okkar
blöð stjórnmálaflokkanna nokkrum dögum fyrir
jól, einu blaði hefur verið hent inn til okkar fyrir
sjómannadaginn og svo auðvitað nokkrum þegar
nálgast fer kosningar. Þar með er blaðaútgáfan
upp talin.
Hugmyndin er sú að Umbrot komi út einu sinni
í mánuði, a.m.k. til að byrja með, og verður það
selt í lausasölu. Ef það fær góðar viðtökur les-
enda er ráðgert að safnað verði áskriftum. En það
verður framtíðin að leiða í ljós.
f Umbroti verður fréttum úr bæjarlíf-
inu gefið gott rými og verður, eins og unt er,
reynt að gera þeim góð skil. Einnig vill blaðstjórn-
in leggja á það mikla áherslu að bæjarbúar sjálf-
ir leggi blaðinu til efni með því að skrifa í það
greinar eða koma á framfæri spurningum sem
það óskar eftir að fá svör við.
Umbrot verður hlutlaust blað, þ.e.a.s., það starf-
ar óháð öllum stjórnmálaflokkum og tekur enga
afstöðu til neinna slíkra mála. Hins vegar er
öllum heimilt að rita í blaðið, hvar í flokki sem
þeir standa, og um hvað sem þeim kann í brjósti
að búa, enda riti viðkomandi undir fullu nafni
og algerlega á eigin ábyrgð.
Einn er sá þáttur sem rétt er að minnast á,
en það eru auglýsingarnar. Til að halda úti slíku
blaði þarf auðvitað auglýsingar, því það eru þær
sem standa undir útgáfu blaðs. Þess vegna er það
okkur mikil hvatning, að allir þeir sem leitað hefur
verið til með auglýsingar í blaðið, hafa tekið þessu
máli mjög vel og væntum við að svo verði einnig
um næstu framtíð. Þökk sé öllum þeim sem hjálp-
að hafa okkur nú.
Að endingu viljum við þakka þeim sem kunna
að hafa lesið þennan pistil og jafnframt viljum
við hvetja alla þá sem áhuga hafa á að senda
greinar eða línu að gera það sem allra fyrst og
merkið: UMBROT — Pósthólf 110 — Akranesi.
Blaðstjórn.
Orkustofnun hvetur eindregið
til frekari borana á Leirá
- Telja fullvíst a5 130 stiga heitt
f júní sl. var lokið við að
bora tvær holur á Leirá.
Önnur holan er 631 m, en
hin 511 m. Þá er lokið við
að bora 3 holur, því árið
1960 var boruð hola sem
er 134 m.
I júlí sl. sendi Orkustofn-
un bæjaryfirvöldum á Akra-
nesi skýrslu um málið og er
hún einkar athyglisverð.
Hér á eftir fer úrdráttur
úr skýrslunni. Til frekari
glöggvunar eru holurnar
númeraðar. Nr. 1 er hola
frá 1960 134 m, nr. 2 er hol-
an 631 m. og nr. 3 er hol-
an 511 m.
Jarðlagasnið hefur verið
gert af holu 2. Breyting varð
á bergi í 260 m úr fremur
fersku basalti í myndbreytt.
Nærvera epidóts frá 340 m
sýnir að myndbreytingin
nálgast hæsta stig, sem
finnst hérlendis aðeins í
tengslum við háhitasvæði
liðin eða virk. Slíkri um-
myndun fylgir jafnan fjöldi
ganga og innskota. Eitt slíkt
kemur fram í 560-590 m.
Kemur myndbreytingin vel
vatn sé á 800-1000 m dýpi
heim við legu jarðhitasvæð-
isins á Leirá í jaðri megin
eldstöðvarinnar í Skarðs-
heiði.
Vatnsæöar og hiti.
Vatnsæðar fundust í holu
2 á bilinu 84-104 m og síð-
an aftur í 193-208. Steypt
var í efri æðarnar en hinar
þéttuðust smám saman af
svarfi. I holu 3 fundust
fyrstu æðarnar í 14-20 m og
síðan aftur í 105-130 m.
Rennsli úr holu 3 er nú
4,5 1/sek af 58°C heitu
vatni. Ekki varð vart við
vatnsæðar neðar í holunum.
Samkvæmt hitamælingum
sem gerðar voru á holu 2
á meðan borun stóð yfir og
eftir að henni lauk kom
fram, að vatnskerfi með um
65°C heitu vatni er á 100-
200 m. dýpi.
Neðan við 200 m eru hita-
ferlarnir svo til eins og hita-
aukningin nálægt 12°C pr.
100 m. I dýpri holunni er
nokkru hægari hitaaukning
á neðstu 130 m sem gæti
bent til þess, að áhrifa sé
Framhald á bls. 6